Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 31 leysum þá öll heimsins vandamál. Við erum ekki einir, því að við tök- um börnin með - þannig að þau hitt- ast reglulega. Þessir laugardags- morgnar eru ómissandi því að við náum þá að rífa okkur frá vinnunni og taka lífinu með ró. Mikið lagt upp úr hópvinnu Jakob hefur verið bæði fyrirliði hjá Val og landsliðsins í handknatt- leik. Hefur þá gamla fyrirliðastarfíð í íþróttum borið ávöxt í atvinnulífinu. Hvað segii' Jakob? „Það hljómar kannski svolítið væmið, en ég er þó viss um að fyrirliðastaðan hefur hjálpað mikið. Eg er þó sannfærður um að íþiúttimar vega þungt í fjöldastarfi. Ég er alinn upp við það að vera hluti af sterkri liðsheild. Þar af leiðandi hef ég öðlast mikla reynslu að vinna með fólki í hóp. Fyrirtækið sem ég vinn hjá, eins og mörg önnur fyrirtæki, er byggt upp á hópvinnu. Valdapíramítanir eru orðnir flatari, það er lagt meira upp úr hópvinnu. Það að geta unnið sam- an í hóp er mikils virði fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Það að geta leitt hópa er einnig mikils virði. Það að fólk vinni saman í hóp þýðir ekki endilega að það sé eng- inn sem stjómi, eða að enginn þurfi að vera í forsvari fyrir hópinn. Þvert á móti, aukin þörf fyrir hóp- vinnu útilokar alls ekki stjórnendur, eða þá sem geta leitt hópa. Ég geri mér fyllilega ljóst að reynsla mín af íþi'óttum hefur hjálpað mikið. Upp- eldið sem ég hef fengið í gegnum íþróttir hefur reynst mér vel. Þegar aftur er litið er ekki hægt að loka augunum fyifr því að íþróttirnar gegna ákveðnu uppeldishlutverki. Það uppeldi hefur gagnast mér í því starfi sem ég vinn við nú. Stjórnvöld á Islandi og víða verða að líta á íþróttir í því samhengi, íþróttirnar gegna geysilega miklu hlutverki í sambandi við uppeldi í þjóðfélaginu. Þú verður að geta höfðað til fólks án þess að skipa þeim fyrir. Tilskip- anir eru ekki sá stjórnunaraðferð sem skilar mestu eða bestu. Það er miklu mikilvægara að fá fólk til að vinna saman og með þér, án þess að vei'a með tilskipunarvald. Til að gera langa sögu stutta, er ég viss um að íþróttirnar hafa veitt mér mikla hjálp í krefjandi starfi.“ Pú sagðir áðan að Frankfurt væri miðsvæðis, þannig að það væri stutt að fara í allar áttir. Hvað ertu lengi í ferðum þegar þú heimsækir verk- smiðjurnar fímm ? „Að undanförnu hef ég reynt að ferðast á milli verksmiðjanna fimm á einni viku. Fer héðan frá Frank- furt á sunnudagskvöldi eða snemma að morgni mánudags, kem síðan heim á föstudagskvöldi. Fer til dæmis til Svíþjóðar er það mánudag og þriðjudag, kem síðan aftur til Frankfurt og gisti eina nótt, fer síð- an aftur til Strassborgar og verð það í tvo til þrjá daga. Síðan fer ég til Italíu, Spán og Englandi í vik- unni á eftir. Þessa rútu tek ég að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. Svo kemur fyi'ir að ég fer sérstakar ferðir til staðanna fimm og er þar í einn til tvo daga í mesta lagi. Erum ósýnilegir Jakob sagði að hann væri að vinna með fjögur hundruð mismun- andi vörutegundir, sem allar byggð- ust þó á sömu tækni. „Eitt af því sem við erum að fást við er að minnka þetta vöruval og jafnframt að sjá til þess að varan sé rétt kost- uð. Menn verða að geta réttlætt hverja vörutegund fyrir sig. Málið er það að fjögur hundruð vöruheiti er of mikið. Við erum að vinna í því að fækka þeim.“ Hverjir kaupa vörur fyrirtækis- ins? „Stærstu viðskiptavinir okkar eru fyrirtæki í pappírsiðnaði, málning- ariðnaði og byggingariðnaði. Fyrir- tæki sem framreiða leðui-vörur, vefnaðarvöruframleiðendur og svo mætti lengi telja.“ Hér er ekki um að ræða vörur sem seldar eru í verslunum? „Nei, það era mjög fáir sem þekkja fyrirtækið Rohm and Haas. Ef þú telur þá hluti sem þú notar í daglegu lífi, þá era miklar líkur á því að þeir innihaldi efni sem við fram- leiðum. Það era mjög miklar líkur á því að efnið sem er í stefnuljósunum á bílnum þínum sé frá okkur, fyrir utan að allt plast sem er inni í bílnum komi frá okkur. Það efni sem er not- að í leðursófasettið, til að gefa því yf- irborðsáferð, gæti hugsanlega komið frá okkur. Efnið er einnig í málning- unni á veggjunum í íbúð þinni, í tímai'itunum sem þú lest. Fyi-irtækið er ekki mjög þekkt á neytendamark- aði, þar sem það er fyrst og fremst iðnaðarfyrirtæki. Fyrii'tæki sem sel- ur efni til iðnaðamota. Við seljum efni til að húða tölvukubba, rafrásir, harða diska og allt mögulegt. Við er- um ósýnilegir í rauninni, en eram samt mjög víða.“ Er Jakob á heimleið? Þegar Jakob hélt til náms í Bandaríkjunum stóð aldrei annað til að hann kæmi heim aftur fljótlega. Hann ætlaði að vera við nám í tvö ár og koma síðan heim. „Ég fór út með það í huga að læra meira í sambandi við viðskipti. Ég var efnafræðingur og tæknistjóri hjá málningaverslun Slippfélagsins, en hafði mikinn áhuga á viðskiptum. Ég vissi það að ég hafði enga menntun sem gæti gagnast mér á því sviði. Ég hafði tækniþekkinguna, reynslu - bæði reynslu í vinnu og einnig mikla reynslu sem íþróttamaður. Með það í huga fór ég út í námið í markaðs- og rekstrarfræði." Nú ert þú kominn í gott starf, sem mig óraði aldrei fyrir. Ert þú þá ekki á leiðinni heim? „Eins og staðan er í dag er það algjörlega óráðið. Ég er í mjög spennandi starfi, en það er einnig margt spennandi að gerast heima á Islandi. Atvinnulífið heima er á réttu róli, mörg ný og spennandi fyrirtæki að spretta upp. En spurn- ingin hvort ég sé á heimleið, er spuming sem verður alltaf erfitt að svara. I sannleika sagt veit maður aldrei hvað gerist," sagði Jakob Sig- urðsson.ingin hvort ég sé á heim- leið, er spurning sem verður alltaf erfitt að svara. I sannleika sagt veit maður aldrei hvað gerist," sagði Jakob Sigurðsson. Risastórt efnahagsveldi ROHM og Haas-fyrirtækið á sér langa og merka sögu, sem teygir anga sína víða um heim og á upptök sín í borginni Darmstad í Þýskalandi árið 1909. Ungur vísindamaður, dr. Otto Rohrn að nafni, fékk þá til liðs við sig ungan kaupahéðin, Otto Haas, og saman stofnuðu þeir fyrirtæki um rannsóknir og nýjungar í vísindum og tækni og framleiðslu hráefna fyrir vinnslu í sérhæfðari verk- smiðjum, einkum í efna- og vefnaðariðnaði. Smám saman þandist rekst- ur fyrirtækisins út. Systurfyr- irtæki þess var sett á laggirn- ar í Bandarikjunum nokkrum árum síðar og fluttist Haas þá til Bandaríkjanna, en Rohm varð eftir í Þýskalandi. í Bandaríkjunum voru settar upp verksmiðjur og fram- leiðsla fyrirtækisins var aðal- lega seld til leður- og textíl- gerðar þar sem frekar var unnið úr henni. Algjörlega var skilið á milli fyrirtækjanna 1917 er Banda- i íkjamenn urðu þátttakendur í fyrri heimsstyrjöldinni og sögðu Þjóðverjum stríð á hendur. Hið bandariska fyrir- tæki óx svo og dafnaði undir stjórn Haas, en í Þýskalandi vann Rohm að rannsóknum, einkum í akrílefnaiðnaði. Haas fékk einkaleyfi f Bandaríkjunum á uppfinning- um fyrirtækisins í Þýskalandi og áranguriim af því samstarfí varð eitt helsta tromp fyrir- tækisins fyrr og síðar, hið víð- fræga plexiglass eða plexígler eins og það hefur verið nefnt á fslensku. Plexigler hefur ein- kenni venjulegs glers, en þolir miklu meira, er auðmótan- legra og mun léttara. Nú er Rohm og Haas stórt eftiahagsveldi á alþjóða mæli- kvarða, verksmiðjur þess og rannsóknarstofur skipta hund- ruðum um heim allan og salan á sfðasta ári nam um fjórum milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur tæpum 300 milljörðum íslenskra króna. Þá er ótalinn arður af fjölmörgum hliðar- og dótturfyrirtækjum víða um heini, jafnt á sviði hrá- og hátækniiðnaðar. Starfs- menn þess eru nú ríflega 11.000 í yfir hundrað löndum og framleiðslan er afar fjöl- breytileg, allt frá sérhæfðum efnaiðnaði til nýjunga í gerð þrívíðra tölvumynda og allt þar á milli. Nafn fyrirtækisins er ekki á vörum fólks daglega, einkum þar sem mestur hluti fram- leiðslu þess og nýjunga fer til fullvinnslu annarra fyrirtækja og endar því undir vörumerkj- um þeirra. Tölvuskóli Reykjavíkur býður ítarlegt nám í skrifstofutækni fyrir alla þá sem hafa hug á að ná góðum tökum á fjölbreyttri starfsemi á nútíma skrifstofu. Ásamt markvissu tölvunámi er einnig lögð rík áhersla á alhliða kennslu í skrifstofugreinum eins og bókhaldi og verslunarreikningi. Að námi loknu eru nemendur færir um flest skrifstofustörf. Námið er 345 stundir að lengd og eru þar með taldar 45 stundir í þremur valgreinum. Auk þess fylgir tveggja vikna starfsþjálfun í fyrirtæki. Námið og starfsþjálfunin tekur um 16 vikur. Mikil áhersla er lögð á að hafa vönduð íslensk námsgögn í öllum greinum. Viðskiptagreinar Tölvugreinar Annað Tjáning, hópvinna, framsögn, útlit, þjónusta viðskiptavina, vinnustellingar, útlit, framkoma, símsvörun, atvinnuumsóknir. Valgreinar Tölvubókhald isstundir Vélritun 15stundir Viðskiptaenska isstundir Tollskýrslugerð iSstundir Internet vefsíðugerð 15 stundir Gagnagrunnur isstundir ENTGR Tölvuskóli bmd ■ Reyl<javíkur Borgartúni 28, sími 561 6699 www.tolvuskoli.is tolvuskoli @ tolvuskoli.is 165 stundir Bókfærsla Verslunarreikningur Almenn bókhaldsverkefni, víxlar og skuldabréf Launabókhald Lög og reglugerðir Virðisaukaskattur Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar Tölvubókhald Bókhald sem stjórntæki Ritvinnsla Word Töflureiknir Excel Tölvufjarskipti Internetið Glærugerð PowerPoint 100 stundir Almenn tölvufræði 35 stundir íslenska og verslunarbréf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.