Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 39> Já, hún Jódís okkar hefír verið kölluð burt frá þjáningum þessa lífs, eftir harða baráttu við grimm- an sjúkdóm. Allir sem henni kynnt- ust og áttu með henni samleið munu sakna hennar sárt en minn- ing hennar mun lifa. Við minnumst er við sáum hana fyrst, vorið sem þau Guðmundur fluttu að Veðramóti. Hún kom í heimsókn í Tungu til að heilsa ná- grönnunum þeysiríðandi á mósótt- um gæðingi, það var glæsileg sjón. Hún og hesturinn svo samstillt, svo mikil reisn yfir báðum. Jódís var glæsileg kona og hennai- bjarta bros og innileg hlýjan, er hún heils- aði, heillaði alla. Frá henni stafaði alla tíð þessari geislandi hlýju sem yljaði og bætti alla er voru í návist hennar. Hún var líka spengilega vaxin, mjúk og kvik í hreyfingum og með dásamlega þykkt og mikið ljóst hár. Það leyndist engum að þar fór einnig bjóðandi persónu- leiki. Hún var gi-eind, hnyttin og skemmtileg og alltaf gaman að vera í návist hennar. Þau hjón voni alltaf afar sam- stiga, og maður fann hvað þau virtu hvort annað mikils. Það var alltaf gott að koma að Veðramóti, gest- risni þeirra beggja og hjartanlegar móttökur svo sérstakar. Kaffið og meðlætið hennar Jódísar allt svo gott og fallega fram borið og þau nutu þess bæði að vera veitendur. Það yljaði manni inn að hjartarót- um er Guðmundur talaði til konu sinnar, ávallt „Jódís mín“, það hlýt- ur öllum að vera minnisstætt er heyrðu. Þau hjón urðu fyrir sárri sorg þegar þau misstu son sinn, Her- mann, á fjórtanda ári, eftir erfiða baráttu við grimman sjúkdóm. Hann var yndislegur drengur fal- legur og efnilegur á allan hátt. Þau hjón stóðu þá sem endranær þétt saman í sorginni, jafnt sem í gleði. Þau eignuðust einnig tvö önnur börn, þau Höllu og Einar, sem alla tíð hafa verið foreldrum sínum stoð og styrkur og þau eiga einnig mannvænleg barnabörn. Þessu fólki öllu vottum við innilega sam- úð. Já, við munum ávallt minnast Jódísar með virðingu og þökk fyrir allt og allt. Við biðjum góðan Guð að styrkja Guðmund og þau öll í sorginni. Guð blessi minningu Jódísar Benediktsdóttur. Systurnar frá Tungu. í fáum orðum vil ég minnast vin- konu minnar, Jódísar Benedikts- dóttur, sem látin er á 87. aldursári. Eiginmanni hennar, Guðmundi Einarssyni, sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Það var síðsumars ár- ið 1993 að kynni okkar Jódísar hófust, við vorum saman á garð- yrkjunámskeiði. Þegar við vorum spurðar um kynni okkar var svarið alltaf: Við vorum skólasystur í Hveragerði. Þrátt fyrir tæplega hálfrar aldar aldursmun hamlaði það ekki sam- skiptum okkar, við spjölluðum um heima og geima og Jódís fræddi mig um margt frá æskuárum sín- um. Ég sagði stundum við hana að ég hefði orðið ríkari af að kynnast henni og manni hennar, Guð- mundi. Það var sérstaklega eitt sem ég tók eftir í samskiptum þeirra hjóna sem hreif mig. Það var hin mikla virðing sem þau báru hvort fyrir öðru og orðaskipti þeirra voru ætíð full hlýju og til- litssemi. Jódís var framúrskarandi sauma- kona og ég man eftir samtali okkar um saumaskap, ég var að dást að fótunum hennar; sérstakt hvað hún væri óhrædd við að velja snið og efni, hún var ekki föst í því að velja eitthvað sem annar sagði að hæfði aldri hennar. Hún sagði þá við mig: „Mér finnst þetta fallegt." Jódís var glæsileg kona. Samverustundum okkar Jódísar er lokið, ég óska þess nú að þær hefðu verið fleiri, ég kveð hana með setningu sem faðir minn notaði stundum: „Minningarnar mun ég geyma, elskan mín.“ Sigrún Alda Sighvats. MINNINGAR HELGI HANNESSON + Helgi Hannesson fæddist á Dynj- anda í Jökulfjörðum 18. apríl 1907. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 30. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 10. desember. Glæsimenni góður drengur gengur ekki hér um lengur. Gengin spor hans gleymast eigi gefa arð á lífsins vegi. Tíminn og tilveran beygja sig ekki fyrir okkm' - við verðum að beygja okkur fyrir því óumflýjan- lega. En aldrei er maður viðbúinn stóru stundunum þegar maður sér á bak þeim sem manni hefur þótt vænt um og gefið manni fyrirmynd með lífi sínu - og svo var um mig er ég kom úr ferðalagi frá fjarlægu landi og barst frétt um að frændi minn Helgi Hannesson hefði kvatt þennan heim og verið borinn til grafar á meðan ég var fjarverandi. Helgi var aldraður maður og sjúkur um langt skeið en samt sett- ist ég niður hljóð með söknuð í huga. Helgi hefur kvatt þennan heim. En enginn fer allur. Gengin spor gæfumanns eins og Helga halda áfram að bera arð - í afkom- endum hans og öllu hans starfi sem var mikið og margþætt. Kennarinn Helgi Hannesson var dáður af nemendum sínum, ég kynntist því sjálf sem unglingur. Hann var glæsimenni að útliti, hlýr og brosmildur - þetta vann allt með honum. En - hinn stóri maður sem örlögum veldur bjó innra með hon- um. Hann fræddi okkur svo sem bar - en mannvirðingin og mann- kærleikurinn duldist ekki. Það vakti sjálfsvirðingu nemendanna og okk- ur langaði til þess að standa okkur vel, vildum ekki valda Helga von- brigðum. Síðan hef ég myndað mér þá skoðun að kennarar, og ekki síst kennarar barna, gegni svo mikil- vægu og ábyrgðarmiklu starfi varð- andi sálarlíf og framtíð barna að ég hef í huga mínum lagt það til jafns við heilbrigðisþjónustuna. Góður kennari samkvæmur sjálf- um sér og góð fyrirmynd ungs fólks - er gulls ígildi. Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja, sagði Einar Benediktsson skáld. Það á við um lífshlaup frænda míns Helga Hannessonar. Jakobína móð- ir hans var föðursystir mín - ung að aldri var ég stödd á ísafirði fýrsta maí á baráttudegi verkalýðsins og tók þátt í hátíðarhöldunum - það gleymist ekki lítilli stúlku að sjá Jakobínu frænku sína glæsilega á velli stíga á svalir og halda kraft- mikla ræðu um réttindabaráttu vinnandi fólks. Hún hafði alltaf orð yfir það sem þurfti að segja, djörf í framgöngu og sópaði af henni hvar sem hún kom. Enda greind baráttukona. Helgi gat munað tím- ana tvenna því móðir hans þurfti að vinna niðri í saltskipi er hún var með yngsta soninn Ólaf á brjósti, og það féll í hans hlut að koma með litla bróðurinn reglulega niður í skip, svo að mamma hans gæti gefið honum brjóst. Þeir bræður voru þrír, __ Helgi, Sigurður og Ólafur, allir val- menni sem þekktu harða lífsbaráttu íyrri tíma. Enda lögðu þeir sitt lóð á vogaskálina til réttlætis og góðra verka. Hún Jakobína móðir þeirra hélt ekki bara ræður, hún lét verkin tala hún var í fremstu röð þeirra sem stofnuðu samvinnufélag Isfirðinga og hlaut víða eftir það nafnið Sam- vinnu-Bína. Úr þessum jarðvegi er Helgi sprottinn. Með stilltan og greindan föður sem stuðningsmann alls þess er til bóta mætti horfa. Það var sterkur vilji og kjarkur í Helga sem knúði hann til mennta - mennt er máttur - og sannarlega er það rétt en manngerð þess sem hef- ur hlotið hana er stórt mál. Með Helga bjó greindur mannvinur - með menntun sína sem mátt til góðra verka. Öll störf hans eru eins og flétta um gildi þessara orða mannvinur - menntun. Hann var kennari sem stóð fyrir þessum orðum, mannvinur - mennt- un. Hann var baráttumaður fyrir bættum kjörum vinnandi fólks í landinu, og var hann kjörinn þar til æðstu trúnaðarstarfa, sem formað- ur verkalýðsfélaga og forseti AI- þýðusambands Islands. Einnig var hann foi'seti Landssambands bind- indismanna, hann stóð að stofnun félags sykursjúkra og formaður þess um árabil, svo að fátt eitt sé nefnt af þeim fjölda ábyrgðarstarfa sem hann gegndi. Helgi var snjall ræðumaður, hélt fast við skoðun sína og háttvís í framkomu, þetta hvorutveggja er aflgjafi góðs málafylgjumanns, svo sem hann var. Helgi var mikill gæfumaður. Eins og ég nefndi áður átti hann for- eldraláni að fagna. Sjálfur var hann farsæll í persónulegum kynnum og störfum, og einnig hlaut hann barnalán. Á heimili hans og konu hans Þór- unnar skynjaði ég virðingu og hlýju þeirra hjóna, og stór er sá er stærstur er í vanda. Öll árin sem Helgi barðist við veikindin var Þór- unn styrkur hans og stoð. Ég kveð frænda minn, með einlægri þökk fyrir ljúfmennsku og vinsemd. Þór- unn mín, ég sendi þér og allri fjöl- skyldunni mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Ég bið Guð að styrkja ykkur. Steinunn Finnbogadóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Stjúpsonur minn og bróðir okkar, GUÐMUNDUR ERLENDSSON múrari, Heiðvangi 42, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum 24. desember sl., verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garða- bæ miðvikudaginn 6. janúar kl. 15.00. Ólafur Ólafsson frá Kleif, systkini og aðrir aðstandendur. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og lang- amma, VIKTORÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 5. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins eða Slysavarnafélag íslands. Kristín Valdimarsdóttir, Gunnar Magnússon, Valdimar Jörgensson, Arndís Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + ÞÓRA ÁRNADÓTTIR, Bárugötu 5, sem lést mánudaginn 21. desember sl., v jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 4. janúar kl. 13.30. Magnús Eymundsson, Kristrún Eymundsdóttir, Árni Þór Eymundsson, Katrín Eymundsdóttir, og fjölskyldur þeirra. Erna Ármannsdóttir, Halldór Blöndal, Eliezabeth van Rij, Gísli Auðunsson + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Nestúni 4, Hvammstanga, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 14.00. Guðmundur Gíslason, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir og afi, JÓNAS BJARNASON fyrrv. yfirlæknir, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði þriðjudaginn 5. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Systrasjóð St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Jóhanna Tryggvadóttir, Bjarni Jónasson, Anna S. Guðmundsdóttir, Tryggvi Jónasson, Kristín Hraundal, Helga Jónasdóttir, Snæbjörn Geir Viggósson, Jónas Jónasson, Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, Herdís Jónasdóttir, Brynjar Þórsson, Jóhanna Jónasdóttir, Ásgeir Jónasson, Málfríður Bjarnadóttir, Bjarni Bjarnason og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ALBERTJÓHANNSSON, Skógum, verður jarðsunginn frá Eyvindarhólakirkju, Austur-Eyjafjöllum þriðjudaginn 5. janúar kl. 14.00. Rútuferð verður frá BSf kl. 11.00. Erla Þorbergsdóttir, Eyvindur Albertsson, Margrét Friðriksdóttir, Anna Guðlaug Albertsdóttir, Sigurður Einarsson, Jóhann Albertsson, Sigríður Lárusdóttir, Þorbergur Albertsson, Anna Guðrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.