Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Maður penna og pappírs A Daginn sem Alfreð Flóki hefði orðið sex- tugur hitti Sigrún Davíðsdóttir nokkra vini hans á fastastað hans, Skinnbuxunum, steinsnar frá Kóngsins nýja torgi. „GOSIÐ hófst líklega um leið og Tóta missti vatnið á sínum tíma,“ segir Úlfur Hjörvar, rithöfundur og þýðandi, þar sem hann situr á Skindbuksen í Kaupmannahöfn, andspænis nýrri mynd af Alfreð Flóka. Þetta var laugardaginn 19. desember en þann dag hefði Alfreð Flóki listamaður orðið sextugur ef ^ honum hefði enst aldur. Af því til- 'efni komu nokkrir vinir hans og ættingjar saman á þessari forðum fastakrá Flóka og afhentu kráareig- andanum nýja mynd af Flóka í stað annarrar, sem þar hefur hangið uppi innan um myndir af öðrum fornfrægum gestum þessa staðar, sem liggur hinum megin við hornið frá Hviids Vinstue, Hvít eins og landinn hefur kallað staðinn, við Kóngsins nýja torg. Auk þess að rifja upp sögur og kynni af Flóka var umræðuefnið við borðið nýhafíð "■gos í Grímsvötnum og ummæli Úlfs um tengsl fæðingarhríða móður Flóka fyrir sextíu árum og goshríð- anna í Grímsvötnum hrutu í þeim samræðum. Þennan laugardagsmorgun voru auk Úlfs, Helgu, konu hans, og Rósu Maríu, dóttur þeirra, komin saman þau Hilmar Öm Hilmarsson tónskáld, María Kjarval listakona og Guðrún, móðir hennar, Valdís Óskai'sdóttir rithöfundur, Ragna Sigurðardóttir rithöfundur og hjón- in Lind Rasmussen og Axel Darri Flókason, sonur Flóka. Flóki tók að venja komur sínar á Skinnbuxurnar á sjötta áratugnum, þegar hann var við nám á Listaaka- demíunni, sem er til húsa í Charlottenborg við Kóngsins nýja torg. Kráin var þá ódýr staður, ódýrari en Hvítur og reyndar ódýrt útibú þar frá og í sömu eign. Að sögn Úlfs lágu þá þær kvaðir á Sk- innbuxunum að þar skyldi ávallt vera á boðstólum heitur réttur, sem kostaði jafnmikið og bjórglas. Og talandi um Flóka fastagest á þess- um árum þá man Axel Darri eftir því að móðir hans, Annette Bauder- Jensen, kom þar eitt sinn á krána og sá þá mann vera að tala um stjómmál í góðum hópi. Hún bland- aði sér í umræðurnar, maðurinn var Alfreð Flóki, og þau urðu síðan hjón. Axel Darri bjó á íslandi í tíu ár og talar íslensku fullum fetum. Darranafnið vekur aðdáun íslend- inganna, sem þarna em staddir. Sjálfur er Axel Darri ekki jafn sannfærður um ágæti nafnsins og segir það ekki hafa verið sérlega skemmtilegt að heita því sem krakki á íslandi. Eftir því sem hann best yeit rakst móðir hans á nafnið í skáldsögu eftir Sigrid Undset, hreifst af og skírði son sinn þessu ágæta nafni. Axel Darri er eina bam Flóka. Flóki var alla tíð með annan fót- inn í Danmörku, bjó þar langtímum saman, en brá sér svo til íslands á milli. Var þar þangað til hann fékk sig fullsaddan af Islandi og hélt þá til Danmerkur. Síðast dvaldi hann í Höfn 1985. Það var þó ekki auðvelt „ Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir ULFUR og Helga Hjörvar, Axel Darri Flókason og Rósa María Hjörvar á Skinnbuxunum með nýju myndina af Flóka. fyrir hann að fara milli landa, því hann var með afbrigðum flug- hræddur og tók út að fara með flug- vél. Svo rammt kvað að hræðslunni að eitt sinn fygldi Úlfur honum í vél og Flóki var þá í hjólastól. Framan af bjó hann meðal annars í Næstved, þar sem foreldrar Ann- ette bjuggu og þar sýndi hann 1956. Síðan sýndi hann reglulega í Dan- mörku. oft í Galleri Passepartout að sögn Úlfs, sem á þeim tíma var þekkt gallerí í Kaupmannahöfn. Sýningar í Bogasalnum, Nonnabúð og víðar Úlfur rifjar einnig upp að á þess- um árum voru fleiri íslendingar við akademíuna og því einnig viðloðandi á Skinnbuxunum og Hvít. Það voru þau Magnús Tómasson, Tryggvi Ólafsson, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Eyjólfur Einarsson, Sigurjón Jó- hannsson og Elías faðir Gyrðis rit- höfundar. Að sögn Úlfs áttuðu fáir sig á að Flóki lærði grafík á sínum tíma, lærði handverkið, en fannst þetta at og það höfðaði ekki til hans. Penni og kol eða rauðkrít var hans efni og rauðkrítin það lengsta, sem hann komst í litnum. Það var í síðustu dvöl Flóka í Höfn að Úlfur var með Flóka á Sk- innbuxunum í síðasta skiptið. Með þeim var einnig Knútur Bruun, er hafði hug á að gefa út möppu með steinprenti eftir Flóka og til stóð að Flóki ynni á víðfrægu verkstæði úti í Valby. Þegar til kom vildi Flóki þó ekki vinna á verkstæðinu, svo hann fékk stein fluttan heim til sín. Þar stóð steinninn svo óhreyfður lengi. „Hann gerði aldrei neitt við stein- inn,“ segir Úlfur. „Hann hafði ein- hvern veginn ekki áhuga á því. Það var ekki fyrir hann að vinna í stein.“ „Flóki var maður penna og papp- írs,“ bætir Helga við. „Fingur hans voru alltaf á hreyfingu. Hann var síteiknandi,“ man Helga eftir, en Flóki bjó á tímabili hjá þeim Helgu og Úlfi, svo kynnin voru mikil og góð. Helga rifjar upp víðfrægar sýn- ingar Flóka í Bogasal Þjóðminja- safnsins og man ekki betur en að það hafí verið hugmynd hans og Kristjáns Eldjáms að nota salinn til sýningarhalds. Þar sýndi hann reglulega annað hvert ár og alltaf við metaðsókn og -sölu. Einnig sýndi hann í Nonnabúð, minnir Úlf- ur á, en svo kallaði Flóki Jónshús. Nafngiftin var undir áhrifum þess að á þessum árum var sem óðast verið að byggja félagsheimili um allt Islands og hlutu þau flest nöfn, sem enduðu á búð. I Danmörku er mikið til að mynd- um eftir Flóka og í haust birtist gi’ein um hann í dönsku tímariti. A sínum tíma stóðu vinir hans að því að setja upp mynd af honum á Sk- innbuxunum, þar sem hanga uppi myndir af ýmsum frægum fasta- gestum staðarins, er þar hafa setið í rás tímans. Ekki voru þó allir sáttir við myndina og því ákváðu gamlir vinir og velunnarar Flóka að nota tímamótin nú til að leggja staðnum til nýja mynd af Flóka, sem er ljós- mynd af honum með teikningu af honum sjálfan eftir rússneskan listamann. Þeir sem vilja kanna slóðir Flóka í Höfn geta því lagt leið sína á Skinnbuxurnar í Lille kong- ensgade, rétt handan við hornið frá Kóngsins nýja torgi og sett sig í réttar stellingar með því að berja myndina af Flóka augum. FALLINN á tíma? I ÞUNGUM þönkum yfir skákborðunum. Sterkt mót Taflmennirnir teknir fram á þriðja degi jóla A SUNNUDAGINN var gekkst skákfélag Grandrokks fyrir Grand-Marnier skákmóti en mót- ið er nefnt eftir veitendum verð- launanna. Að sögn Hrafn Jökuls- K sonar forráðamanns félagsins var mótið það sterkasta sinnar tegundar á árinu, enda engir aukvisar við skákborðin heldur menn á borð við Margeir Péturs- son, Helga Ólafsson, Jón L. Árna- son og Þröst Þórhallsson. Alls tóku fimmtán manns þátt í mótinu, og af þeim voru fjórir ^stórmeistarar, sjö keppendur hafa alþjóðlegar vegtyllur og all- ir utan einn eru með skákstig. Verðlaunin voru 50 þúsund krón- ur og hlaut Margeir Pétursson þau. Margeir fékk 13% vinningaf 14 mögulegfum. Helgi Ólafsson veitti honum harða samkeppni og fékk 13 vinninga. Jón L. Árnason fékk 11% vinning og Þröstur Þórhalls- son var í fjórða sæti með 10% vinning. I 5. og 6. sæti voru bræðurnir Bragi og Björn Þor- steinssynir með 9% og 8% vinn- ing. Morgunblaðið/Halldór BIRGIR Hrafnsson afhendir hér Margeiri Péturssyni verðlaunin. Á horfa þeir Hrafn Jökulsson stjórnandi keppninnar, Þröstur Þórhalls- son og Jón L. Árnason. MYNPBÖNP Hryllilega lélegt Ættarmót Addams-fjölskyldunnar (The Addams Family Reunion) Gainaninyiid ★ Leikstjórn: Davie Payne. Aðalhlut- verk: Daryl Hannah. 90 mín. Banda- rísk. Warner-myndir, nóvember 1998. Öllum leyfð. HÉR er komin þriðja og lang- versta myndin um Addams-fjöl- skylduna undarlegu. Fyrri myndirn- ar voru umdeild- ar og skoðanir um ágæti þeirra mjög skiptai-. Það er hins vegar engum blöðum um þessa mynd að fletta. Það er einfaldlega ekk- ert eftir af sjai'm- anum sem var yf- ir hinum myndunum. Frábærh' leik- arar voru t.d. í hverju hlutverki þar, en enginn þein’a hefur tekið þátt í þessari endurgerð og staðgenglarnir eru ekki svipur hjá sjón. Tim Curry er eins og útspýtt tyggjóklessa í hlutverki fjölskylduföðurins sem sjarmatröllið Raul heitinn Julia lék og Bai’bydúkkan Daryl Hannah hef- ur ekkert af yflrveguðum töfrum Angelicu Huston. Til að kóróna skömmina er illa útfærð myndbands- áferð á upptökunum sem setur svip sinn á allt útlit myndarinnar. Þessi þriðja mynd seríunnar einkennist því af öllum göllum fyrirmyndanna án þess að búa yflr nokkrum af þeim kostum sem vógu þá upp. í guðs bænum, ekki meira, takk fyrir. Guðmundur Ásgeirsson Beljan og barnabókarit- höfundurinn Hinn rétti Howard Spitz (The Real Howard Spitz)__ Ganianiuyiid ★★★ Framleiðendur: Paul Brooks, James Gay-Reese, Alan Martin, Christopher Zimmer. Leikstjóri: Vadim Jean. Handritshöfundur: James Wolff. Kvikmyndataka: Glen MacPhearson. Tónlist: David A. Hughes. Aðalhlut- verk: Kelsey Grammer, Amanda Donohoe, Genevive Tessier, Joseph Rutten, Patrick McKenna. 102 mín. Kanada. Bergvík 1998. Myndin er öll- um leyfð. HOWARD Spitz er höfundur slappra bóka um útvatnaðan einka- spæjara og eng- inn útgefandi vill koma nálægt þeim. Umboðs- maðurinn hans biður Howard að breyta um bók- menntageira og ákveður þessi drykkfelldi, mannýgi sóði að skrifa barnabækur því þar vh’ðast vera miklir peningar. Það er erfítt að flokka þessa mynd því hún fellur ekki alveg í flokk fjöl- skyldumynda þótt hún ætti að skemmta öllum aldurshópum. Hand- ritið og Grammer eru það besta við myndina. Handritið er uppfullt af góðum samtalsenum og prýðilegum persónum. Kelsey Grammer („Frasi- er“) er hinn eini sanni Howard Spitz og vh'ðist hann skemmta sér mjög vel í þessu hlutverki. Tónlistin í myndinni er mjög vel valin og þegar lokastafirnir renna upp fá áhorfend- ur að heyra söguna um beljuna með stækkunarglerið sem er einkar góð- ur lokapunktur á reglulega skemmti- legri mynd. Leikstjórinn Vadim Je- an á að baki myndir eins og „Leon the Pig Farmer“ og „Clockwork Mice“ sem báðar eru nokkuð sér- viskulegar eins og þessi. Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.