Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Viltu styrkja stöðu þína ? Námið er 280 kennslustunda skipulagt starfsnám og er sérhannað með þarfir atvinnulífsins í huga. Nemendur útskrifast sem tölvu- og rekstrartæknar að námi loknu. Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun, bókhaldi, tölvubókhaldi og rekstri. Námið hentar þeim sem vilja : 0 Styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum Q Annast bókhald fyrirtækja 0 Öðlast hagnýta tölvuþekkingu Q Auka sérþekkingu sína Q Starfa sjálfstætt Umsagnir nemenda um námið: „ Var byrjandi á tölvur, vinn nú í tölvuumhverfi“ „Frábært nám og frábær kennsla “ „ Tölvu- og rekstrarnámið gerði mér kleift að skipta um starf“ „Ég sýndi lokaverkefnið mitt i viðtalinu og fékk vinnuna“ „Sé um bókhald í fyrirtækinu, gat það ekki áður“ \. " s , ,, '■ ■ . Boðið er upp á morgun- og kvöldtíma. Sveigjanleg greiðslukjör. 11 RAFIÐNAÐARSKÓLINN Skeifan 11 b ■ Sími 568 5010 _____MINNINGAR___ SIG URBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigurbjörg Guðmundsdóttir var fædd að Dæli í Fnjóska- dal 13. maí 1907. Hún lést 22. desember síðastliðinn á Sjúkra- húsinu á Sauðárkróki. Foreldr- ar hennar voru Aðalheiður Jóhannesdóttir frá Skarði í Dalsmynni og Guðmundur Sig- urgeirsson fæddur á Ófeigsá á Flateyjardalsheiði. Sigurbjörg var yngst átta systkina. Systkini hennar hétu Aðalheiður, As- laug, Unnur, Þórhallur, Olgeir og tvíburarnir Sigríður og Björn. Eiginmaður Sigurbjargar var Guðni Lúðvík Jónsson, bifvéla- virki, en hann lést 14. janúar 1984. Börn þeirra eru Gunnar, Laufey Aðalheiður, Elín Hall- dóra og Svava Bergljót. Utför Sigurbjargar fór fram í kyrrþey. Sigurbjörg móðursystir okkar er látin í hárri elli. Hún er sú síðasta til að kveðja úr systkinahópnum frá Dæli í Fnjóskadal. Þau voru átta systkinin, en að þeim stóðu traust- ar, þingeyskar ættir og frændgarð- urinn stór. Þau fluttu til Akureyrar á þriðja áratugnum ásamt foreldr- um sínum, settust þar að og bjuggu nálægt hvert öðru. Var einkar kært með þeim öllum og mikill samgang- ur milli heimila þeirra. Nokkur bjuggu um tíma í sama húsi og ólust börn þeirra hin eldri upp sem einn systkinahópur, þannig að ut- anaðkomandi fólk vissi gjarnan ekki hver var hvers. Sigurbjörg, eða Bogga frænka, var falleg kona allt fram á síðustu stundu og það var bjart yfir henni. Hún var skemmtileg og kát, fund- vís á skemmtilegar hliðar mannlífs- ins og gat vel gert grín að sjálfri sér. Það er ljúft að minnast mömmu okkar og hennar hlæja saman yftr einhverjum skemmti- legum sögum. A heimili hennar og Lúðvíks var gestkvæmt og alltaf gott að koma hvort sem það var í stutta heimsókn eða til lengri dval- ar þegar þannig stóð á. I búrinu hennar í Rauðumýrinni var alltaf eitthvað gott að finna. Þau Lúðvík eignuðust snemma Willys jeppa. Var hann mikið notaður og farnar margai- sumarferðirnar í Vaglaskóg og þá gjarnan stór hópur af frænd- fólki. Um hátíðar kom stórfjöl- skyldan saman og á gamlárskvöld var dansað við harmonikkuleik á einhverju heimilinu. Þetta eru allt saman kærar minningar þar sem Bogga frænka kemur mikið við sögu með gleði sína og hlýlegheit. Seinna flutti frændfólkið hvert frá öðru til ýmissa staða, en Bogga bjó alla tíð á Akureyri. Eftir að Lúðvík dó bjó hún ein í Fróðasundi, en þegar ævideginum tók að halla flutti hún til dætra sinna og dvaldi til skiptis hjá þeim á Akureyri og á Sauðárkróki og þar leið henni vel. Hún var lengi furðulega ern, en sjón og heyrn döpruðust seinustu árin og háði það henni nokkuð. Hún lifði þó lífínu lifandi alla tíð og fylgdist vel með. Ekki eru mörg ár síðan hún brá sér niður að Ráðhús- torg að kvöldi 17. júní til að sjá unga fólkið skemmta sér. Hún hafði gaman af að ferðast og fór oft til Reykjavíkur að heimsækja dóttur sína og nær níræð fór hún í ferða- lag til Danmerkur. Aður hafði hún heimsótt dóttur sína búsetta í Lux- emborg nokkrum sinnum. Nú er þessum kafla í sögu systk- inanna úr Dæli lokið. Við systkinin erum þakklát fyrir minningamar sem tengjast þeim og að hafa mátt alast upp í skjóli þeirra og með þá góðu fyrirmynd sem líf þeirra gaf okkur. I huga okkar vakir einnig sorg Boggu frænku og fjölskyldunnar vegna langvinnra veikinda og and- láts nöfnu hennar og langömmu- barns Sigurbjargar Aðalheiðar nú fyrr í vetur. Þeirra leiðir hafa nú sameinast á ný í heimi þeirrar gæsku sem ofar öllu vakir og hún átti svo rriikið af. Við sendum frændfólki okkar, af- komendum Boggu, innilegar samúðarkveðjur. Blessuð verí minning Sigurbjargar Guðmunds- dóttur. Auður, Halla og Sveinn Magni Sigríðarbörn. Elsku amma mín, tími þinn er kominn. Þú varst orðin þreytt og guð tók þig í sína hlýju arma. Það er alltaf sárt að kveðja þá sem manni þykir vænt um og eru manni svo mikils virði, eins og þú varst mér, elsku amma mín. Eg kveð þig með yndislegum þökkum fyrir alla samveruna, sem við áttum saman, fyrir að hafa fengið að njóta nálægðar þinnar og hlýju svo lengi. Þú varst mér allra besta vinkona og albesti vinur í raun. Þrátt fyrir mikinn söknuð mun ég ávallt geyma í hjarta mínu fylli af yndis- legum minningu, sem veita yl og fá mig til að gleðjast og brosa, er frá líður. Sólbrúnir vangar, silfurgrátt hár. Sálin geislandi af hlýju. Þannig ég minnist þín, ókomin ár. Þar til við hittumst að nýju. Síðasta gjöfín þín til mín var ein- stök. Hana gafst þú mér, þegar ég sat hjá þér um miðjan desember síðastliðinn á Sjúkrahúsi Sauðár- króks. Það var jólavísan, sem þú og systkini þín sunguð ávallt saman á jólaaðventunni, í æsku ykkar í Dæli og hljóðar svo: Nú er gaman, bráðum koma blessuð jólin, þó að dyljist blessuð himinsólin og vetur andi úti er inni bjart og hlýtt og jólatréð með toppinn tendrað ljósum prýtt. Mamma syng svara æskustrengir öll í hring ungar stúlkur, drengir. Að lokum kveð ég þig, sem varst mér svo kær, með orðum Eavíðs Stefánssonar frá Fagraskógi: Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, sem lýsir þína leið, er lítíll gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín - í söng og tárum. Eitt orð, eitt ljóðj eitt kvein frá kaldri sál er kveðjan min. Eg veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfír djúpin draumablá. I dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. Þín Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.