Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 /------------------------ MINNINGAR >•■' _1_ Kristín Áma- I dóttir fæddist á Látmm í Aðalvík í Sléttuhreppi, N-fs., 3. maí 1917. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isa- firði 24. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar vora: Ámi Finnbogason, f. 14. okt. 1989, d. 16. mars 1933; og Hallfríður Guðna- , dóttir, f 15. maí 1893, d. 16. des. 1981. Systkini Krist- ínar em: Sigrún, f. 15. nóv. 1914; Finney, f. 8. jan. 1919; María, f. 3. des. 1922; Rannveig, f. 1. des. 1925; Margrét, f. 15. sept. 1929; Herbert, f. 26. des. 1930. Hálfbróðir Kristínar er Þórarinn Árnason, f. 16. nóv. 1910. Hinn 13. des. 1941 giftist Kristín Grími Samúelssyni, smið, f. 8. júlí 1916, frá Miðdals- gröf í Steingrímsfirði. Foreldr- ar hans vom: Samúel Guð- mundsson, f. 12. maí 1862, d. 25. júlí 1939; og Magndís Friðriks- Elsku amma! Þú fórst frá okkur á aðfangadag, eins og mig grunaði. Ég hef alltaf verið svo stolt af því að ég ætti bestu ömmu og afa í heimi. Ég á svo margar minningar. Við, fjölskyldan, fói’um á hverju sumi-i til Isafjarðar og heimsóttum ykkur. Við systkinin hlökkuðum alltaf til að hitta ykkui- og fá einhverjar góðar kökur. Til dæmis bað ég þig alltaf um að baka ^.flatkökur og þú sagðir alltaf já, og neitaðir mér aldrei um neitt sem ég bað um. Svo vildi Harpa systir fá pönnu- kökur af því að hún vildi ekki flat- kökur og þú bjóst líka til pönnukök- ur handa henni. Þú gerðir alltaf svo margt fyrir okkur. Eg man mjög vel að þegar ég var lítil grátbað ég ömmu um að hætta að reykja þegar hún reykti sem mest af því að ég vildi eiga ömmu sem lifði lengur, en ekki að hún dæi snemma, en ég var svo hrædd um það, og þá ætti ég enga bestu ömmu í heimi. Ég varð voða glöð eitt sumarið þegar hún hætti að reykja fyrir mig, varð fegin og róaðist því ég vissi að hún myndi ^lifa lengur. En hún dó úr nýrnabil- un. Lyf sem hún tók fyrir um það bil tveimur árum eyðulögðu í henni dóttir, f. 29. mars 1879, d. 26. júní 1940. Börn Kristín- ar og Gríms em: 1) Óðinn, f. 14. maí 1942. 2) Magndís, f. 9. maí 1944, gift Jóhannesi Guðna- syni. Börn þeirra eru: Svava, f. 5. okt. 1964, barn hennar: Andri Ómar Adels- son, f. 21. des. 1994; Harpa Kristín, f. 20. apríl 1966; og Sig- urður Þór, f. 26. okt. 1971. 3) Stein- unn, f. 11. des. 1949, gift Þór Gunnlaugssyni. Börn þeirra em: Eiður Orn, f. 29. nóv. 1979; og Elva Mjöll, f. 15. aprfl 1983. 4) Snorri, f. 3. ágúst 1954, kvæntur Árnýju H. Herberts- dóttur. Börn þeirra eru: Her- bert, f. 18. okt. 1985, Grímur, f. 22. ágúst 1988 og Yngvi, f. 12. des. 1989. 5) Samúel, f. 1. okt. 1959. Útför Kristínar fer fram frá Isaíjarðarkirkju mánudaginn 4. janúar 1999 og hefst athöfnin klukkan 14. nýrun, og ég var rosalega ósátt við það. Amma var með svo fallegar hrukkur og mér fannst stundum svo gaman að strjúka henni og koma við hana. Ég er fegin að við fluttum frá Svíþjóð í mars síðastliðnum, því við hittum hana oft á þessum tíma, þeg- ar hún var send til Reykjavíkur í rannsókn á 6-8 vikna fresti. Ég veit ekki hvernig mér liði ef við hefðum verið kyrr í Svíþjóð og misst af þessum síðustu mánuðum hennar. Ég vildi óska að ég gæti skrifað um fleiri minningar, margar blaðsíður um hana ömmu. Amma mín, far þú í friði, ég veit að þér líður vel núna og að þú ert í faðmi Guðs. Ég mun alltaf minnast þín og geymi margar myndir af þér í huganum. Ég mun aldrei gleyma góðlegu andliti þínu. Svava og Andri Ómar. Ég átti hina dæmigerðu ömmu sem maður las alltaf um í bókum. Hún var alltaf svo blíð og góð. Það var ekki fyrr en ég varð eldri að ég gerði mér grein fyrir því að það áttu ekki allir svona yndislegá ömmu. Hún átti sælgæti í veskinu, sem hún laumaði að okkur systkin- unum. Hún átti alltaf góðar kökur og snúða og bakaði bestu pönnu- kökur í heimi. Ég var sjúk í pönnu- kökurnar hennar allt frá því að ég fór að borða fasta fæðu. Éitt sinn, er ég var á öðru aldursári, ákvað amma að láta á það reyna hversu mörgum pönnukökum ég gæti torgað ef ég væri látin óáreitt. Ég hætti ekki fyrr en ég hafði sporðrennt sjö stykkjum og hef ef- laust legið afvelta á eftir. En það var ekki bara sem krakki að ég var sólgin í pönnukökurnar hennar. Þegar ég fór um Vestfirðina sum- arið 1997 stoppaði ég að sjálfsögðu hjá afa og ömmu og þegar við héld- um för okkar áfram þá lét amma okkur fá pönnukökur í nesti, sem vakti að sjálfsögðu mikla lukku. Amma var alltaf svo glaðlynd og ung í sér að það hvarflaði eiginlega aldrei að mér að hún gæti dáið. Hún var alltaf svo létt á fæti og hreyfði sig mikið og sumarið ‘97 tók hún þátt í Kvennamaraþoninu á Isafírði í fyrsta sinn. Hún var með elstu konunum í hlaupinu, ef ekki sú elsta, en fór létt með að Ijúka því. Hún fékk að sjálfsögðu verð- launapening í viðurkenningarskyni fyrir að hafa lokið hlaupinu og sýndi mér hann stolt þegar ég kom í heimsókn seinna um sumarið. Hún var nú ekki frá því að hún myndi endurtaka leikinn sumarið eftir, en það átti ekki að verða. Hún veiktist mikið um haustið og við rannsóknir kom í ljós að nýrun höfðu gefíð sig. Hún var send hingað suður á Landspítalann og verð ég að segja að þrátt fyrir aðstæður fannst mér gott að hafa ömmu hér hjá okkur. Ég gat heimsótt hana daglega þá mánuði sem hún var hér og það var eins og að kynnast henni upp á nýtt. Hún var ekki lengur bara amma, hún var líka orðin vinur. Við töluðum um allt á milli himins og jarðar en oftar en ekki ræddum við um Aðal- vík og þann töframátt sem sá stað- ur virtist hafa yfír okkur. Hún sagði mér frá uppvaxtarárum sín- um þar og á ég eflaust alltaf eftir að finna sterkt fyrir minningu hennar er ég dvel í Aðalvík hér eftir. Þegar hún kom í síðasta sinn á Land- spítalann nú í haust kvaddi hún mig eins og hún vissi að hverju stefndi. Hún var greinilega orðin sátt við að það væri stutt eftir, en ég hélt enn í þá von að fyrir eitthvert kraftaverk myndi hún hressast og lifa í mörg ár enn. Ég var ekki tilbúin að sleppa takinu enn. Það var ekki fyrr en ég gerði mér grein fyrir því að henni leið ekki vel og að hún óskaði sjálf eftir því að fara að ég reyndi að sætta mig við að hún ætti ekki langt eftir. Engu síður var það mér áfall er hún lést á aðfangadag, rétt áður en hátíðin gekk í garð. Það var engin leið fyrir mig að búa mig undir þá hugsun að ég ætti aldrei eftir að sjá ömmu mína aftur. Andri Ómar, litla barnabarnið hennar, hitti naglann á höfuðið er hann spurði: ertu að gráta af því að þú saknar ömmu? Elsku amma, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og þær fallegu minn- ingar sem þú hefur skilið eftir. Ég er betri manneskja fyrir að hafa kynnst þér. Ég á alltaf eftir að sakna þess að hafa þig ekki hér hjá mér, en þú munt samt lifa áfram í huga mér og hjarta. Harpa Kristín. Amma er farin. Hún skildi við um fimmleytið á aðfangadag. Þetta voru undarleg jól. Undarleg vegna þess að ég meðtók ekki fréttirnar af andláti hennar, og meðtek varla enn. I bland við söknuð fínn ég til þakklætis. Þakklætis fyrir það að amma þarf ekki að þjást lengur, en aðallega fyrir að hafa haft tækifæri til að kynnast henni að nýju í veik- indum hennar síðustu mánuði. Með unglingsárunum fóru aðrir hlutir að skipta meira máli en fjölskyldu- tengsl, og ég missti að mestu leyti mjög gott samband við afa og ömmu. Það var mér því hálfgerð himnasending þegar hún var lögð inn á Landspítalann síðasta vetur. Ég fékk annað tækifæri. Við skipt- umst á að heimsækja hana, og þótt það væri svolítið skrýtið til að byrja með, náðum við fljótlega saman aft- ur og ræddum allt milli himins og jarðar. I sumar fór ég vestur á Isafjörð í fyrsta sinn í sjö eða átta ár. Þótt annað hafí verið ráðgert var ég einn á ferð og er ég því fegnastur núna því að stundirnar sem ég átti með þeim afa og ömmu gáfu mér mikið. Ég náði að eiga ómetanlegar stundir með ömmu, skrapp á æsku- slóðir hennar í Aðalvík með bróður hennar, besta Ieiðsögumanni sem ég get hugsað mér, og þegar ég kom til baka ljómaði hún þegar við ræddum um lífið þar í gamla daga. Vænst þykir mér um stundirnar sem við höfum átt ein saman und- anfarna mánuði og verð ég eilíflega þakklátur fyrir þær. Hún sagði sög- ur af sér og öðrum og ég sá hana í nýju ljósi. Við minningar barnsins um ömmu sína, þessa yndislegu konu sem ég heimsótti á sumrin þegar ég var yngri, sem gerði bestu pönnukökur sem ég hef smakkað og gat berhent haldið á kartöflun- um á meðan hún afhýddi þær með mýkstu höndum sem ég hef snert, bættust heilsteyptari myndir af æviskeiði konu sem lifði stóran hluta aldarinnar. Amma var ekki lengur bara „amma,“ hún var orðin manneskja með sjálfstætt líf. Ynd- isleg, blíð og góð manneskja. Elsku amma, þegar þú kvaddir í minni síðustu heimsókn á sjúkra- húsið í haust sagðir þú að við barnabörnin fengjum dugnaðinn við að heimsækja þig launaðan síð- ar. Þetta var fallega sagt, en ég fékk launað jafnóðum. Sigurður Þór. Mig langar til að minnast í örfá- um orðum hennar Kristínar, tengdamóður minnar og frænku. Fyrst þegar við kynnstumst eitt- hvað að ráði, vorum við í Aðalvík. Við gengum samferða úr messu á Stað í kirkjukaffi á Sæból. Þá segi ég eitthvað á þá leið að sonur henn- ar, sem átti vinkonu við Miðjarðar- hafíð, ætti nú að líta sér nær í makavali. Oft hló Stína seinna meir og sagði að hann hefði aldeilis litið sér nær, hann sonur hennar, og minnti mig á þetta tal okkar norður í Aðalvík. En Aðalvíkin var hennar elskulegasti staður. Hún var alin upp á Grundunum þar, og lét alltaf vel af veru sinni hjá Herborgu ömmu sem ól Stínu upp frá fimm ára aldri. Steinunn föðursystir var líka á heimilinu og Stína undi vel sínum hag. En ung flutti hún til Isafjarðar, vann sem vinnukona í nokkur ár og giftist síðan Grími Samúelssyni. Þau undu glöð við sitt, eignuðust fímm börn og komu þeim upp. Amma og afi drengjanna minna voru flutt á Hlíf þegar þeir fóru að muna eftir sér, og oft, mjög oft heimsóttum við þau á laugardög- um. Laugardagar voru í uppáhaldi hjá okkur öllum því þá bakaði amma pönnukökur og þær eru bestar. Stína amma talaði oft um það hve sniðugir drengirnir væru, þeir borðuðu pönnukökur hver á sinn máta. Elsti lagði kökuna sam- an og beit í báða enda, næsti byrj- aði í miðjunni en yngsti borðaði á venjulegan hátt. AIlLr borðuðu vel og amma setti á sérdisk fyrir þá svo eitthvað yrði eftir fyrir fullorðna fólkið. Þessara heimsókna og margra annarra munum við minn- ast. Og minnar elskulegrar tengdamóður og frænku, minnist ég með virðingu og elsku, hún var ein af þessum hljóðlátu konum, vann sín verk, var svo ljúf, létt og alltaf róleg. Lífíð er svona við fæðumst... lifum...og deyjum. Guð blessi okkur öll, alla hennar vini og vandamenn. Árný Hallfríður Herbertsdóttir. KRISTÍN ÁRNADÓTTIR + Sigurlína Magn- úsdóttir fæddist í Holtsmúla, Skaga- firði, 3. júlí 1916. Hún lést á heimili sfnu, Kúskerpi, Skagafirði, 22. des- ember siðastliðinn. Foreldrar hennar vom Elísabet Ev- ertsdóttir, f. 1878, d. 1957 og Magnús Ás- grímsson, f. 1888, d. 1963. Sigurlína átti einn bróður, Ásgrím Eðvald, f. 1919, d. 1939. Hinn 7. ágúst 1937 giftist Sigurlina Jóhanni Lúðvíkssyni, f. 18. júní 1914 vegavinnuverkstjóra og bónda frá Hjörungavogi í Noregi. Þau Þegar ég frétti að amma væri "'dáin var sem tíminn stoppaði eitt andartak og allt væri tómt. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera al- inn upp að miklu leyti hjá afa og ömmu á Kúskerpi. En nú hin seinni ár höfðum við amma ekki hist mikið og var mikil tilhlökkun hjá mér að fara og heimsækja hana og afa um ^ólin. Það yrði líka með mér í fór bjuggu allan sinn bú- skap á Kúskerpi. Sig- urlína og Jóhann eignuðust fimm böm: Ásbjörgu, hótelstjóra á Varmahlíð, Skaga- firði, Magnús, tamn- ingamann, sem lést 7. febrúar 1998, Sig- rúnu, verslunar- stjóra, Mývatnssveit, Maríu, bónda í Kú- skerpi og Lúðvík, málmiðnaðarmann, Akureyri. Afkomend- ur hennar eru orðnir 27. títför Sigurlínu fór fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. janúar. maður sem þau langaði til að hitta. Það var gaman að vera strákpatti og fara með ömmu upp í reykkofa til að reykja silunginn. Það var alltaf tilhlökkun að koma að stein- unum fyrir ofan bæinn, þar sem amma var vön að setjast niður og hvíla sig. Á steinunum sagði hún mér frá því þegar hún var að alast upp og líka þegar krakkamir henn- ar voru að alast upp, þetta voru góðar stundir fyrir okkur bæði. Ég mun alltaf muna þegar við amma vorum tvö í fjósinu, ég unglingur og amma fullorðin kona. Amma fór þannig að skepnunum að þær gerðu aldrei annað en það sem til var ætlast af þeim. Allir sem ömmu þekktu muna eftir henni þegar hún var að hlúa að blómunum og okkur fínnst sem blómin hennar ömmu hafí verið fal- legri en önnur blóm. Amma var óvenju sterk og kjörkuð kona. Aldrei dró hún úr okkur við veiðar í vötnunum eða við tamningar á böldnum folum. Hún bað okkur eingöngu að bera virðingu fyrir náttúrunni og hafa röð og reglu á hlutunum, þannig myndi manni vinnast best. Amma er nú farin sína seinustu fór og eftir stöndum við hin og minningarnar um ömmu. Ég bið góðan guð að gefa afa styrk í sinni miklu sorg, svo og fjölskyldunni allri. Jóhann Birgir. Kalliðerkomið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Það var á tólfta tímanum þriðju- daginn 22. desember að síminn hjá mér hringdi. Það var María á Kúskerpi, hún heilsar mér og segir „mamma er dáin“, og spyr hvort ég vilji hringja í mín börn og segja þeim að amma þeirra sé dáin. Þá var tæpur klukkutími frá því að ég talaði við hana og hún sagði að sér liði betur en í gær. Mig langar að þakka Sigurlínu, tengdamóður og vinkonu minni fyrir allan þann kærleika og hlýju sem hún hefur umvafíð mig og mína fjölskyldu í milli 30 og 40 ár. Hvenær sem okkur bar að garði á Kúskerpi mættum við sömu hlýj- unni. Öll þessi ár hef ég og mín fól- skylda verið þar gestir á jóladag og þegar ég kom þar 20. des sl. ítrekaði hún að ég kæmi á jóladag- inn. Sigurlína Magnúsdóttir var mjög traust manneskja. Umhyggja hennar fyrir öllu lífi, bæði mönn- um, dýrum og gróðri sem hún um- gekkst var mikil. Þetta sagði sína sögu um hennar innri mann. Gam- an þótti krökkunum mínum þegar þau voru lítil að horfa á og jafnvel að stinga bita af brauði upp í kind- urnar þegar þær voru að koma heim að dyrum til að sníkja, öllu vildi hún hlúa að og næra, blómin hennar báru vitni um það og alltaf sagði hún, þið verðið að koma inn í stofu að sjá blómin og kannski að gefa þeim vatn, sérlega nú í seinnitíð. Garðurinn og skógurinn báru þessari umhyggju líka vitni. Síðari árin var líkamlega þrekið orðið mjög lítið en hugurinn og áhuginn var vel skýr. Oft var hún sárþjáð. Nú var hún búin að vera um tíma á sjúkrahúsi, en komin heim fyrir þrem dögum og búin að ganga frá hvernig hún ætlaði að gleðja sitt fólk um jólin, með dyggri hjálp Maríu dóttur sinnar og hennar fjölskyldu, því milli þeirra var sérstaklega gott sam- band. Síðan María og Einar byggðu sitt hús hafa þau hjónin Jóhann og Lína búið í sínu húsi í skjóli yngra fólksins og alltaf feng- ið að fylgjast með hvað var að ger- ast í búskapnum, t.d. hvað var búið að binda marga bagga og rúllur, veiða marga silunga, eða hvort var fæddur kálfur, lamb eða folald. Um allt þetta snerist hennar hug- ur og var þetta mikil blessun fyrir hana því hugurinn var svo heil- brigður. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Jóhann minn og fjölskylda, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Sigurlaug Ólafsdóttir og fjölskylda. SIGURLÍNA MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.