Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsta barn ársins komið heim FYRSTA barn ársins er drengur og fæddist hann á Landspítalan- um þegar um fimmtíu mínútur voru liðnar af nýja árinu. Frum- burður Berglindar Valberg, 24 ára, og Óttars Hlíðars Jónssonar, 26 ára, var 13 merkur og 49 sentímetra langur við fæðingu og eyddi fyrsta deginum heima hjá foreldrum sinum í gær. „Þetta var erfiðara en ég bjóst við og ég hélt að þetta væri búið þegar hríðirnar minnkuðu en þá fyrst hófst erf- iðið. Þetta gekk reyndar svo fljótt fyrir sig að ég get ekki kvartað," sagði Berglind sem naut ekki aðeins aðstoðar föður drengsins heldur mæðra þeirra beggja. Berglind og Óttar Hlíð- ar voru í svokölluðu MFS- prógrammi þar sein lögð er áhersla á þátttöku föðurins og þægilegar aðstæður. „Það var gott að geta bæði fengið að vera með barninu fyrstu nóttina og þetta var alveg frábært. Hríðirnar hófust um klukkan þrjú á gamlársdag og voru með reglulegu millibili fram eftir kvöldi. Um miðnætti fór hún að fá harðari hríðir og var búin að fæða tíu mínútum fyrir klukk- an eitt,“ sagði Óttar Hlíðar sem tekur sér tveggja vikna feðraor- lof til að vera með fjölskyldunni. Hann sagði greinilegt að þátt- taka feðra í fæðingunni væri að aukast og flestir væru hættir að bíða frammi á göngunum. „Það var nú ekki mikið sem ég gat gert. Ég var með kaldan klút á enninu á Berglindi og hvatti hana áfram. Þetta tók á og það var smástress en hún sá um erf- iðið,“ sagði Óttar Hlíðar. Litlu munaði að pabbinn fengi soninn í afmælisgjöf Að sögn Berglindar kom það skemmtilega á óvart að drengur- inn skyldi vera fyrsta barn árs- ins. „Klukkan var að verða eitt og venjulega fæðist fyrsta barnið rétt eftir miðnætti. Það munaði reyndar litlu að Óttar Hlíðar fengi barnið í afmælisgjöf því hann á afmæli á gamlársdag." Ljósmyndari blaðsins heimsótti fjölskylduna á heimili hennar í gær. „Okkur finnst voða gott að vera komin heim og erum mjög ánægð með þetta fyrirkomulag. Sá stutti er að átta sig á aðstæð- um og hefur aðeins látið heyra í sér,“ sagði hin stolta og ánægða móðir. Drengurinn hefur ekki verið nefndur og að sögn Berglindar hafa engin nöfn verið rædd. Þau eiga það vandasama og skemmti- Iega verk fyrir höndum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjórir lögreglumenn úr Reykjavík þreyttu nýárssund í Nauthólsvík Sjávarhiti mínus ein gráða Ljósmynd/Eíríkur SUNDKAPPARNIR fjórir: Frá vinstri: Stefán Vagn Stefánsson, Hermann Baldursson, Jón Otti Gíslason og Eiríkur Óskar Jónsson. FJÓRIR lögreglumenn tóku sig til og syntu nýárssund sem þeir stefna á að verði árlegur viðburður héðan í frá. Menn þreyttu nýárssund hér- lendis frá því um 1910 til þriðja ára- tugarins, þegar þessi siður lagðist af, en víða erlendis er algengt að menn steypi sér til sunds í köldum ám og vötnum við þessi tímamót. Lögreglu- mennimir syntu í Nauthólsvík og var sjávarhiti mínus ein gráða. Jón Otti Gíslason, lögregluvarð- stjóri og einn fjórmenninganna sem skipa Sjósundfélag Lögreglunnar í Reykjavík, segir að í upphafi aldar- innar hafi nýárssundið verið 50 metrar en þeir hafi ákveðið að synda hundrað metra. Voru þeir um tvær mínútur að synda þá leið. Lofthiti var um tvær gráður. Ósmurðir í sundskýlum „Gömlu harðjaxlarnir kepptu í fimmtíu metra sundi og voru frá fjörutíu sekúndum að synda þá leið og upp úr. Við létum keppnina eiga sig, fórum út í á skýlunum einum fata og ósmurðir, til þess fyrst og fremst að vekja upp gamlan og góðan sið. Allir lögreglumenn hafa líka gott af að finna hvernig sjórinn er við þessar aðstæður, ef eitthvað kemur upp á. Ég er aldursforseti í félaginu en þetta eru harðir strákar og í góðu formi og engum varð meint af,“ segir Jón. „Sjórinn var ekki svo kaldur þeg- ar við fórum ofan í, en eftir tvær mínútur fundum við að tær og fmg- ur voru nokkuð dofin en líkaminn var að öðru leyti í lagi. Við drifum okkur strax í heita sturtu og þetta var ekkert tiltökumál." I grein Páls Einarssonar sagn- fræðings í tímaritinu Sagnir árið 1984 kemur fram að fyrsta nýárs- sundið hafi verið háð 1910 í Reykja- víkurhöfn. Guðjón Ólafsson úrsmið- ur gaf bikar til keppninnar og skyldi sá hljóta hann til eignar sem ynni þrjú ár í röð. Stefán Ólafsson var fyrstur í mark og synti á 48 sekúndum en alls kepptu sex manns og voru þeir „allir harðgerð- ir menn og köldu vanir enda vottaði ekki fyrir hrolli í þeim þegar þeir komu af sundinu", segir í umfjöllun Lögréttu um sundið það ár. Ari síð- ar bar Stefán aftur sigur úr býtum á 42 sekúndum. Þriðja árið sigraði sextán ára gamall piltur, Erlingur Pálsson, síðar yfírlögregluþjónn í Reykjavík, og synti hann á 37,5 sekúndum. Erlingur varð síðan mjög sigursæll í sundmótum þess- um og síðar bróðir hans, Jón. Mótin féllu niður 1920 og 1921 en voru haldin tvívegis næstu ár á eft- ir. Fimmta janúar 1923 kom fram það sjónarmið í Morgunblaðinu að „mjög virðist misráðið að halda kappsundið að vetrinum til og sundlistinni lítill hagur af slíkum mótum sem alha hluta vegna ætti að halda að sumarlagi“. Féllu mótin niður eftir það. Sund Sjósundfélags lögreglunn- ar á nýársdag hófst klukkan 10.30 um morguninn og segh’ Jón Otti að það hafi ekki verið fyrr en að loknu sundi sem hann hafi komist að því að fyrir tilviljun höfðu þeir valið sama tíma og fyrsta nýárssundið hófst á fyrir 89 árum. Blaðinu í dag fylgir tólf síðna aug- lýsingablað frá Heilsuhúsinu „Þín heilsa í þínum höndum“. BAÐOUSIB NYTT OG BETRA LIF FYFUR ALLAR KÖNUR ARI Ný tækifæri í lífeyrismálum * ■ ,!UU‘ t >*j *•)« UMI tUtumttíMtuiéh »«. Mt XMUU MMUI w J m im itiml. * «tm U Ut»»MttMw I wt<M *■. kM4in«lMiMM i/ttHUfí VÍB * WI»|ll(«i»r*|l*W>M«-*4 ij W«« I ^ m«nikMmW.i*»!«m.|i/n», ISLANOS ÖAA'kl Blaðinu í dag fylgir átta síðna aug- lýsingablað frá Baðhúsinu, „Nýtt og betra líf fyrir allar konur á nýju ári“. Því er dreift á höfuðborgarsvæðinu. Blaðinu í dag fylgir auglýsingabæk- lingur frá VIB og Islandsbanka „Nýtt tækifæri í lífeyrismálum". Mest selt af Toyota í fyrra TOYOTA var söluhæsta bifreiða- tegundin á síðasta ári. Samkvæmt bráðabirgðatölum Skráningarstof- unnar voru 2.382 bílar af þeim teg- und fluttir inn, og voru það 16,78% af heildarinnflutningnum. Listinn yfir 10 söluhæstu bílateg- undirnar er þannig: Toyota 2.382 bílar 16,78% Volkswagen 1.400 bílar 10,3% Nissan 1.198 bílar 8,81% Subaru 1.107 bílar 8,14% Mitsubishi 873 bflar 6,42% Opel 790 bílar 5,81% Suzuki 749 bílar 5,51% Hyundai 621 bíll 4,57% Honda 604 bílar 4,44% Renault 527 bílar 3,88% Ógnaröld í Alsír ►Blóðug borgarastyrjöld hefur geisað í Alsír undanfarin ár. /12 Af Jóni lærða ► í nýnl bók segir Einar G. Pét- ursson, sérft-æðingur á Árnastofn- un, sögu Jóns lærða og gefur jafn- framt út tvö rita hans. /20 Vandasamt að breyta eldislaxi í villtan lax ► Einar Lúðvíksson sleppimeist- ari við Eystri-Rangá hefur lengi fengist við seiðasleppingar. /24 Erum ósýnilegir ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Jakob Sig- urðsson, fyn-v. handboltakappa, nú ft'amkvæmdastjóra hjá efnafyr- irtækinu Rohm and Haas. /30 ►l-24 Stríðshetja í helgan stein ►Um áramótin hætti Heigi Hall- varðsson hjá Landhelgisgæslunni eftir rúmlega hálfrar aldar starf - um helming þess tíma sem skip- herra. /1&12-14 Bragð, útlit og hollusta ► Kannanir benda til þess að ís- lenskt grænmeti sé hreinna og bragðmeha en það innflutta. /4 Hernaðarumsvif í Hval- firði eftir heimsstyrj- öldina síðari ► Grein um afdrif herstöðva og mannvirkja og umsvif í Hvalftrði að styrjöldinni lokinni. /8 KFUM og K 100 ára ► l-4 Dferðalög ► l-4 Af kúm, pöddum og mengun í Nýju Delhí ► KÝR eru algeng sjón á Ind- landi. /1 Náðum í skottið á Keikó-traffíkinni ►Gistiheimilið María er í Vest- mannaeyjum. /4 E BÍLAR ► l-4 Frá Þingvöllum í hnatt- ferð á Benz GLK ►jim Rogers hélt frá Þingvöllum á nýársdag í hnattför. /2 Reynsluakstur ►Breyttur og endurbættui' Renault Clio. /4 Fatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-20 Alls um 80 starfsmenn hjá OZ ► Kaupa Concorde Axapta-við- skiptahugbúnað. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50 Leiðari 32 Stjörnuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54 Skoðun 36 Utv/sjónv. 52,62 Minningar 38 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Mannl.str. 18b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 22b ídag 50 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.