Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
*
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 51
MINNINGAR
strengi, minningar rifjaðar upp, ein
og ein vísa flaug á milli og mikið var
sungið sem jafnan áður. Best af öllu
var að Albert naut sín vel, lék í
rauninni við hvern sinn fmgur og lét
sinn hlut ekki eftir liggja í samræð-
um og söng. Minningin er ljúf og
geymist í þakklátum hugum okkar
alla tíð. í þessum anda er gott að
kveðja þennan bjartsýna og dug-
mikla vin okkar og skólabróður um
leið og við þökkun af hjarta liðnar
samverustundir.
Kæra Erla. Við og makar okkar
sendum þér og fjölskyldu þinni okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu Alberts Jóhanns-
sonar.
Guðmundur Magnússon.
Dauðinn, hið eina sem er víst í líf-
inu, virðist alltaf hafa lag á að koma
á óvart, jafnvel þótt hann sé löngu
búinn að gera boð á undan sér. Þeg-
ar ég kvaddi Albert frænda minn á
tröppunum á fallega húsinu á Skóg-
um í ágúst á liðnu sumri var garður-
inn þeirra Erlu í fullum blóma. Við
vissum víst báðir að óvíst var um
endurfundi og svo fór að Albert
skaut mér ref fyrir rass og varð á
undan um Gjallarbrú. Ekki alveg
óvænt en fregnin stöðvaði hjól tím-
ans um stund og sneri þvi aftur á vit
minninganna.
Austurbærinn í Teigi í Fijótshlíð,
þar sem Albert var fæddur og upp-
alinn, var ein af bestu bújörðum þar
í sveit. Svo langt sem minni mitt
nær bjuggu þar hjónin Margrét Ai-
bertsdóttir og Jóhann Jensson, bæði
búhöldar góðir. Albert var ásamt
Guðna tvíburabróður sínum elstur
sex mannvænlegra systkina. Jóhann
var mikill bóndi og fóðrunarmaður
svo góður að segja mátti að tvö höf-
uð væru á hverri skepnu. Þá var
hann góður hestamaður og átti jafn-
an trausta og góða hesta, enda full
þörf á meðan Þverá var jökulá og
skipti Teigslandinu. Enn hafði Jó-
hann yndi af ljóðum og kunni
ógrynni af vísum. Margi’ét var einn
mestur dugnaðarforkur þeirra
kvenna sem ég hef kynnst, en hún
var líka dverghög, saumaði lengst af
öll föt á fjölskylduna, rithönd henn-
ar var afburða falleg og svo var bók-
in sjaldan langt undan. í Teigi var
allgott bókasafn en stofn þess voru
bækur, sem Eyvindur móðurbróðir
Alberts hafði safnað, en hann átti
heima í Teigi þar til hann drukknaði
síðastur manna í Þverá fyrir rúmri
hálfri öld. Þó að Teigsbúið væri stór-
bú ríkti þar nokkur fastheldni í bú-
skaparháttum og vinnuaðhald var
mikið. Persónan Albert Jóhannsson
var samsett úr sterkum arfi frá báð-
um foreldrum og öryggi sem skap-
ast af því að vera alinn upp í rótföstu
umhverfi undir handleiðslu góðra
foreldra. Hann var greindur, glað-
lyndur og félagslyndur, ritfær og
hagmæltur, en auk þess drátthagur
vel. Sem ævistarf valdi hann hlut-
verk fræðarans og fórst það vel, en
bóndinn var aldrei langt undan og
hann átti því láni að fagna að geta
líka lagt rækt við bóndaeðlið, því
starfsvettvangur hans gerði honum
kleift að halda bæði kindur og hesta.
Hestarnir voru þó aðaláhugamál
hans, störf hans fyrir samtök hesta-
manna eru landskunn og ekkert um-
ræðuefni var honum kærara í
bundnu sem óbundnu máli. Síðustu
árin hafa reynst Albert frænda mín-
um erfið en bjartsýni hans var
óbilandi og svo hefur hún Erla stað-
ið við bakið á honum eins og klettur.
Það er gott að hafa átt samleið og
samverustundir með þeim hjónum
um langa ævi, þótt stundum hafi
verið vík milli vina. Ég get ekki
kvatt hann frænda minn án þess að
þakka honum fyrir hann Blesa, fol-
ann frá Núpakoti, sem ég keypti
óséðan fyrir hans orð og sem veitti
mér fleirí gleðistundir í byggð og
óbyggð en aðrir hestar að hinum þó
ólöstuðum.
Það er bjart yfir för Alberts yfir
Gjallarbrúna og reiðskjótarnir eru
áreiðanlega blesóttir. Við sem bíðum
þökkum samfylgdina um leið og við
sendum Erlu, börnunum og barna-
börnunum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðlaug, Árni Björnsson
og fjölskylda.
Ái-amótin eru sá tími þegar litið
er um öxl um leið og horft er fram á
við. Þessi áramót eru ólík öðrum því
um leið og við kveðjum gamla árið
sjáum við á eftir vini okkar og ná-
granna sem við höfum átt samleið
með fi'á fæðingu. Albert var kennari
við Skógaskóla sem var vinnustaður
flestra foreldra okkar krakkanna
sem ólumst upp í Skógum. Hér áður
fyir var Albert þessi dæmigerði
pabbi, önnum kafinn bæði í starfi og
áhugamálum. Þar var hestamennsk-
an efst á blaði en einnig málaði hann
myndir, skrifaði, orti og margt
fleira. Alltaf gat hann gefið af sjálf-
um sér og var óspar á að skemmta
okkur krökkunum með bíósýningum
og öðru sem við kunnum vel að
meta. Albert sá ávallt skondnu hið-
arnar á tilverunni, hafði gaman af að
segja skemmtisögur og það sem
okkur þótti best var að hann hló oft
hátt og mikið ekki síður áður en
hann sagði sögurnar en eftir. Á síð-
ari árum hægðist um hjá Alberti og
þurfti hann að sætta sig við heilsu-
leysi sem hann tók af mikilli still-
ingu. Alltaf stóð hann upp aftur, var
hress, sagði sögur og var ávallt mik-
ill hugur í honum til framkvæmda.
Það eru ekki síst áramótin sem
binda okkar minningar við Albert og
fjölskyldu hans því ófáum áramótum
hafa fjölskyldur okkar eytt saman.
Það var alltaf mikið fjör þegar Erla
var búin að dekka upp kaffiborð um
miðnætti, allir sestir og farið að
segja sögur af draugum, huldufólki
og öðru yfirnáttúrulegu, þarna naut
Albert sín vel. Nú hefur hljóðnað yfir
Skógum og með söknuði höldum við
inn í nýja árið því það vantar mikið
þegai' Álbert er horfmn. Við sendum
Erlu, börnum og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Halldóra, Hjálmar, Hjörleifur,
Oddný og Helga.
Fallinn kveð ég fleinatý,
fremstan jafningjanna.
Með söknuði ég sæki í
sjóði minninganna.
(BSK)
Að kvöldi annars í jólum lést fóður-
bróðir minn og fyrrverandi kennari,
Albert Jóhannsson í Skógum, eftir
langa og stranga baráttu við veikindi
sín. Nú hefur hann fengið lausn frá
þrautum sínum. Þrátt fyi’ir að heilsu
Albei-ts hafi smám saman hrakað á
síðustu ámm og hann hafi oft þurft að
leggjast inn á sjúkrahús veit ég ekki
til þess að hann hafi nokkum tíma
kvartað yfir þjáningum sínum og las-
leika. Ég á ótal góðar minningar um
Albert sem leita upp í hugann og ylja
mér um hjai-tarætm-nai' nú þegar
hann hefur yfirgefið tilvist okkar.
Albert var einhver fjölhæfasti
maður sem ég hef kynnst. Það var al-
veg sama hvað hann tók sér fyrir
hendur, allt lék í höndunum á honum.
Hann var listamaður á mörgum svið-
um og fékkst m.a. við að mála og
teikna landslags- og hestamyndir,
hann orti fjöldann allan af ljóðum,
samdi sönglög, skrifaði bækur o.fl.
Þá var Albert mjög laginn trésmiður
og athyglisvert var að hann var jafn-
vígur á hamarinn með hægri hendi
sem og þeirri vinstri. Kunnastur var
Albert þó sem hestamaður og fyrir
störf sín að félagsmálum hestamanna
og er þá fátt eitt talið af félagsstörf-
um hans. Fyrir rúmum 20 árum var
ég nemandi við Héraðsskólann á
Skógum, þar sem Albert kenndi mér
m.a. dönsku. Hann hafði einstakt lag
á nemendum sínum og átti afar auð-
velt með að fá þá til að einbeita sér
við lærdóminn. Agavandamál var
óþekkt í kennslustofúnni hjá Alberti.
Okkar sameiginlega áhugamál var
hestamennskan og veturna mína tvo
á Skógum áttum við frændurnir
saman margar glaðar stundir úti í
hesthúsi hjá Alberti eða í reiðtúr um
nágrenni Skóga.
Það var Albei-ti mikill missir þeg-
ar yngsta barn hans, Gísli Þórir, lést
árið 1986 af völdum krabbameins á
21. aldursári sínu. Þá kom sér vel að
eiga samheldna fjölskyldu og ein-
staka eiginkonu sem ávallt hefur
veitt honum styrk og stuðning.
Albert í Skógum kveð ég með hlý-
hug og virðingu. Erlu, börnum
hennar og öðrum ástvinum votta ég
mína dýpstu samúð.
Guðbjörn Árnason.
+ Jónas Bjarnason
fæddist í Hafnar-
fírði 16. nóvember
1922. Hann lést á
heimili sínu í Hafn-
arfii'ði 26. desember
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Víðistaðakirkju 5.
jamíar.
í dag er borinn til
grafar ástkær vinur
okkar og samstarfs-
maður Jónas Bjarna-
son, fyrrverandi yfir-
læknir St. Jósefsspít-
ala, en hann lést aðfai'anótt annars
jóladags 26. desember sl. eftir
stutta en erfiða sjúkdómslegu. Við
horfum á eftir samstarfsmanni sem
var einstakur. Manni sem var
virðulegur í fasi, hjartahlýr og ein-
lægur. Manni sem kenndi okkur
svo margt með æðruleysi sínu og
dugnaði. Manni sem verðui' með
okkur áfram í minningunni um
ókomna tíð.
Saga St. Jósefsspítala spannar nú
rúm 70 ár, og er þáttur Jónasar í
þeirri sögu umtalsverður. Jónas hóf
störf sem sérfræðingur í kvensjúk-
dómum á árinu 1964 eftir að hann
kom frá framhaldsnámi í Bandaríkj-
unum. Hann starfaði fyrst á
kvennadeild Landspítalans í hálft ár
en í ársbyrjun 1955 hóf hann störf
við St. Jósefsspítalann í Hafnarfrði.
Ái'ið 1957 tók Jónas við af föður sín-
um, Bjarna Snæbjörnssyni, sem yf-
irlæknir spítalans og gegndi því
ábyrgðarstarfi fram til ársins 1992,
er hann lét af störfum við spítalann,
þá sjötugur. Allt starf Jónasar við
spítalann einkenndist af fórnfýsi og
æðruleysi. Sjúklingarnir voru alltaf
í fyrirrúmi, og mátti glöggt greina
trú sjúklinganna á hann, en eftir að
hann lét af störfum við spítalann
starfaði hann áfram á stofu sinni og
var þar alltaf þétt setinn bekkurinn.
Jónas upplifði margt á þeim árum
sem hann starfaði við spítalann, það
skiptust á skin og skúrir og varð
honum tíðrætt um þá atburði sem
sérstaklega gerðu starfið erftt
gagnvart sjúklingunum. Það gerðist
t.d. árið 1964 að Tryggingastofnun
ríksisins neitaði að borga reikninga
sérfræðinga sem störfuðu við spítal-
ann. Þetta gerði það að verkum að
sjúklingar urðu að borga fyrir þjón-
ustuna og síðan sjálfir að leita eftir
endurgreiðslu frá Tryggingastofn-
uninni. Þetta kom oft upp í huga
Jónasar, sérstaklega á síðustu árum
þegar rætt var um aukna þátttöku
sjúklinga í kostnaði við heilbrigðis-
þjónustuna. Það voru Jónasi einnig
mikil vonbrigði þegar St. Jósefs-
systur urðu að selja spítalann árið
1987, en þá hafði hann starfað með
þeim í yfir 30 ár. Trygglyndi Jónas-
ar var einstakt og voru Jósefssystur
honum afar þakklátar íyrir það
mikla starf sem hann hafði innt af
hendi í þeirra þágu þennan langa
tíma.
Kynni mín af Jónasi voru mér
mikil hvatning og gott veganesti um
grýtta vegi heilbrigðiskerfisins.
Samstarf framkvæmdastjóra og yf-
irlæknis spítalans þurfti að vera gott
og með gagnkvæmu trausti og trún-
aði bar aldrei skugga þar á. Ég á
honum mikið að þakka og var ávallt
gott að leita til hans og vinna með
honum í gegnum alla þá erfðleika
sem yfir spítalann gengu síðustu ár-
in á meðan hann var enn yfirlæknir.
Eftir að Jónas hætti trúnaðarstörf-
um við St. Jósefsspítala hélt hann
áfram að bera umhyggju fyrir öllu
því sem viðkom spítalanum, ekki síst
málefnum sem snera að starfsfólk-
inu, sem hann hafði alltaf átt ein-
staklega gott samstarf við. Oft kom
hann á skrifstofu mína, settist þar
niður og við tókum tal saman. Það
var ljóst að hið mikla álag á starfs-
fólk spítalans, sem orsakaðist af nið-
urskurði í heilbrigðiskerfinu, var
Jónasi mikið áhyggjuefni. Það
reyndist, mér vel að eiga þessar
stundir með Jónasi og mér er efst í
huga þakklæti til hans, þessa vinar
sem mun fylgja mér í góðri minn-
ingu um ókomna tíð.
Ég vil enda þessi fá-
tæklegu orð með því að
vitna í Sókrates og til-
einka þau orð minningu
Jónasar: „Góðum
manni verður ekkert
illt gjört, hvorki lífs né
liðnum, og guðunum er
ekki sama um afdrif
hans.“
Fyrir hönd starfs-
fólksins á St. Jósefs-
spítala vil ég senda frú
Jóhönnu Tryggvadótt-
ur og börnum þeirra
öllum innilegustu sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
hans.
Árni Sverrisson.
Á hátíð ljóss og friðar kvaddi
Jónas Bjarnason þennan heim, góð-
ur maður, góður læknir, göfug sál.
Maður sem með ljúfri framkomu
sinni og hlýju fasi ávann sér traust,
virðingu og hlýhug þeiri-a sem
kynntust honum, ekki síst sjúklinga
og samstarfsfólks. Við starfsfólk á
handlækningadeild St. Jósefsspítala
viljum með fáum orðum þakka fyi'ir
þá dýrmætu gjöf að hafa fengið að
vera samstarfsmenn hans um árabil.
Læknisferill Jónasar varð bæði
langur og farsæll enda gaf hann
mikið af sjálfum sér og hafði alltaf
tíma til að hlusta. Hann fylgdist vel
með framföram í læknisfræðinni og
var fús að deila þekkingu sinni með
öðrum. Þess nutum við samstarfs-
fólk hans vel.
Jónasar verður sárt saknað en
minning um góðan mann mun lifa.
Veikindi sín bar Jónas af æðra-
leysi og hélt hann sínu striki meðan
stætt var. Hann kvaddi þetta líf í
faðmi fjölskyldunnar, sem var stolt
hans, stoð og styi'kur.
Við vottum eiginkonu hans, börn-
um og fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúð, megi góður Guð
veita þeim styi'k í sorginni.
Starfsfólk handlækningadeildar
St. Jósefsspítala Hafnarfirði.
Þegar ég hóf störf við St. Jósefs-
spítala í Harnarfirði kynntist ég ein-
stökum manni, Jónasi Bjarnasyni
lækni.
Áður hafði ég heyrt af honum sög-
ur frá öðram læknum þar sem tíund-
að var hversu vinsæll læknir hann
væri. Skemmtilegi-a var þó að heyra
frá sjúklingum hans sem fóru um
hann hlýjum orðum og þótti greini-
lega vænt um hann. Hann kunni öðr-
um fremur þá list að hlusta á fólk og
hafði djúpan skilning og samúð með
sjúklingum sínum.
Jónas var alltaf sívinnandi og
sinnti sjúklingum sínum allt til þess
tíma að hann veiktist seint á haust-
mánuðum.
Þrátt fyrir háan aldur fylgdist
hann vel með nýjungum í sinni sér-
grein og var ótrúlega forvitinn um
allt sem var að gerast í læknavísind-
um. Mér fannst alltaf að ég væri að
tala við miklu yngri mann.
Jónas var óþreytandi við að miðla
okkur yngri læknunum af sínum
læknisdómum, enda af nógu að taka
og það gerði hann af mikilli ein-
lægni. Þekkingarfjársjóður hans var
byggður á hálfrar aldar reynslu við
skurðaðgerðir og stóram praxís sem
lýsir alveg ótrúlegri starfsævi.
Þegar ég lít til baka sé ég fótspor
manns sem var í senn risi og sannur
heiðursmaður með stórt hjarta.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Jónasi fyrir vináttu og það að miðla
af reynslu og kunnáttu sem verður
varðveitt og skilað áfram. Það er
með virðingu og þakklæti sem ég
kveð þig, aldni meistari.
Eiginkonu, börnum og aðstand-
endum votta ég mína dýpstu samúð.
Gunnar Herbertsson.
Við fráfall míns kæra vinar og
bekkjarbróður, Jónasar, leitar hug-
urinn langt aftur til forna kynna í
kyrrlátri minningu um samvistir við
góðan dreng, sem aldrei mátti
vamm sitt rita og öllum vildi gott
gera. Minningin um Jónas minn er
ljúf og mild, sem á þessari stund er_
bæði blessuð og þökkuð.
Kristín Guðniundsdóttir.
Um þessi áramót hafa landsfeður
okkar minnst þess hvað gert hefur
íslenskt samfélag að því sem það er í
dag, þar sem við með stolti getum í
hvívetna borið okkur saman við það
besta sem annars staðar gerist. Til
að svo mætti verða hafa landsmenn
þurft að leggja mikið af mörkum og
vinnudagur hvers og eins hefur því
oft verið langur. Markmiðið er þó
hverjum ljóst - það felst í því að^-
skila sem bestu ævistarf.
Nú þegar starfsævi Jónasar
Bjarnasonar er öll og hann borinn til
hinstu hvfldar hlýtur það að rifjast
upp hvernig trúr maður sinnir sínu
hlutverki.
Þegar verkin fela í sér kærleika tfl
guðs og náungans þar sem áhuginn
fyrir annaraa líðan er veganesti
verkamannsins þá er ekki að undra
að hann sé elskaður og virtur af öllum
sem kynnst hafa honum, bæði sjúk-
lingum og öðrum samferðamönnum.
Jónas Bjarnason virðist á undra-
verðan hátt hafa haft þá náðargjöf
að laða það besta fram hjá öðrum.
Sjúklingar sem týnt höfðu sjálfum
sér trúðu á tilveruna eftir að hang ^
hafði handfjatlað þá. Huggunarorð
gædd manngæsku og hvatningu
voru verkfæri þess manns, auk mik-
ils auðs faglegrar kunnáttu og mann-
legrar visku. í hans augum vora all-
ar mannverar góðar og hrakyrði
heyrði maðui' ekki af vöram hans.
Sá sem þessar línur ritar, sér að-
eins eftir því að kynni okkar urðu
ekki lengri. Hann deildi með sér
handbragði sem hann hafði tileinkað
sér við góðan orðstír. Er tilsagnar
hans var notið upplýstist fyrir nem-
endanum fyi'irmynd sem fáir ná
líkjast - þar sem trúin á manninn og
kærleikann ráða ferðinni og allt hið
góða dregið fram í hverjum og ein-
um - hitt látið liggja á milli hluta.
Það hlýtur að vera göfugt fyrir
slíkan mann að fá að yfirgefa hina
jarðnesku tilveru umvafinn sömu
birtu og umhyggju sinna nánustu og
hann hafði sýnt svo mörgum sjálfur
í verki.
Dauðinn er í sjálfu sér ekkert til
að hræðast. Aðeins tilhugsunin um
hann er erfð. Þeir sem þjást era
þeir sem eftir verða og syrgja.
Sá sem yfirgefui' þessa jarðvist
með það veganesti sem Jónas Bjai'na-
son hefur aflað sér, honum hlýtur að
líða vel handan við móðuna miklu.
Hér verða frú Jóhönnu, börnum
og nánustu ættingjum færðar hinar
dýpstu samúðarkveðjur.
Minning og virðing fyrir þessum
góða félaga situr meitluð í hugskoti
þess sem færir þakkir fyinr sam-
verustundir sem í reynd voru alltof
fáar.
Ég færi kveðjur og þakkir frá Fé-
lagi íslenskra kvensjúkdómalækna.
Konráð Lúðyfksson,
formaður FÍK.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
JÓNAS
BJARNASON