Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur fellt úr gildi ákvörðun Barna-
vemdarnefndar Reykjavíkur og
Barnavemdarráðs um að svipta
konu í Reykjavík forræði yfír 4 ára
bami sínu. Telur dómurinn, sem var
fjölskipaður, að úrskurðir barna-
vemdai’yfíi’valda í máli konunnar
hafí brotið gegn ákvæðum barna-
verndarlaga og meðalhófsreglu
stjórnsýslulaga, þar eð ekki hafí
verið fullreynt hvort önnur og væg-
ari úrræði en forsjársvipting hefðu
verið vænleg til árangurs. Pá hafí
við ákvörðun um sviptinguna verið
byggt á þeim álitum læknis og sál-
fræðings sem komu móðurinni illa
en litið fram hjá jákvæðum umsögn-
um geðlæknis, sem hafði stundað
hana um 8 ára skeið, og tilsjónar-
manns, sem hafði reglulega komið á
heimilið meðan barnið bjó hjá móð-
ur sinni, án þess þó að þeim um-
sögnum hefði verið hnekkt. Pví var
fóstursamningur sem bamavernd-
aryfirvöld höfðu gert við hjón vegna
bamsins felldur úr gildi með dómin-
um og forsjá falin móðurinni að
nýju.
Öryrki af geðrænum ástæðum
í endurriti dómsins, þar sem nöfn
aðila og dagsetningar sem snerta
málið hafa verið máð út, kemur
fram að afskipti bamavemdaryfir-
valda hafí hafist á meðgöngutíma
vegna þess að móðirin hafí verið
75% öryrki af geðrænum ástæðum
og átt sér sögu um misnotkun
áfengis og lyfja.
Tilsjónarmaður hafði eftirlit með
heimilinu eftir fæðingu barnsins, en
eftir að lögregla kallaði til barna-
vemdaryfirvöld vcgna. ölvunará-
stands á heimilinu ákvað formaður
bamavemdamefndar að barnið yrði
tekið úr umsjá móður sinnar og
kyrrsett hjá móðurömmu sinni.
Vegna heilsuleysis ömmunnar
Forsjársvipting og
fóstursamningur
felld úr gildi
Barnaverndaryfírvöld talin brotleg í héraðsdómi gagnvart móður sem svipt var forræði barns síns
allt þar til barnið var tekið af henni.
„Þá er það svo, að mati dómsins, að
gögn, sem telja verður þýðingar-
mikil og stefnanda í hag, hafi nær
algjörlega verið sniðgengin af
bamavemdaryfirvöldum við úr-
lausn málsins og það án þess að efn-
islegu gildi þeirra hafi verið
hnekkt,“ segir dómurinn, sem telur
að vegna þess að álit læknisins sem
hafði stundað konuna stangaðist á
við álit sálfræðings og geðlæknis á
vegum barnavemdaryfirvalda hafi
borið að afla frekari gagna í málinu
áður en ákvörðun um forsjársvipt-
ingu yrði tekin.
Þá segir að dómurinn telji að
ekki hafi verið sýnt fram á það
undir rekstri málsins að hugað hafi
verið nægilega að því að beita öðr-
um og vægari úrræðum gagnvart
konunni en forsjársviptingu, „en
fráleitt verður að telja að slíkar að-
gerðir hafí verið fullreyndar," segir
dómurinn og telur að í ljósi grein-
argerðar félagsráðgjafa til barna-
verndarnefndar og fyrrgreindra já-
kvæðra umsagna hefði vægari
meðferð en forsjársvipting getað
verið vænleg til árangurs. Nær-
tækt sé að álykta að með góðu móti
hefði verið unnt að koma heimilis-
lífi móðurinnar og barns hennar í
betra horf.
ákvað nefndin síðan að koma barn-
inu á vistheimili barna og þar var
það síðan kyrrsett eftir að fyrir lá
skýrsla geðlæknis, sem barna-
verndarnefnd lagði þann skilning í,
að andlegt atgervi móðurinnar væri
með þeim hætti að efasemdir væra
um að hún gæti alið upp barn.
í framhaldinu undirgekkst móðir-
in rannsóknar- og kennsluvistun
fyrir sig og bamið í íbúð á vistheim-
ili barna, en var síðan svipt forsjá á
árinu 1997 og veittur umgengnis-
réttur 5 sinnum í viku á vistheimil-
inu í klukkustund í senn. Umgengn-
in var síðan minnkuð í klukkustund
einu sinni í viku en loks eina og
hálfa klukkustund, einu sinni á ári,
að sumarlagi í húsakynnum Félags-
málastofnunar, undir eftirliti. Barn-
inu hafði þá verið komið til fóstur-
foreldra, en þangað var móðurinni
bannað að hringja og senda gjafír
nema í tengslum við jól og afmælis-
dag.
Fjölskipaður dómur
Móðirin krafðist þess að forsjár-
sviptingin yrði felld úr gildi, en til
vara að umgengnisréttur hennar
yrði aukinn.
I niðurstöðum dómsins segir að
samkvæmt athugasemdum í grein-
argerð við þá lagagrein, sem nú er
Kanaríveisla
í febrúar
ira 39.932
með Heimsferðum
Sem fyrr tryggja Heimsferðir þér besta verðið til Kanaríeyja í vetur og
nú höfum við tryggt okkur viðbótargistingu á þessum vinsælasta
áfangastað íslendinga í sólinni á hreint frábærum kjörum hvort sem þú
vilt skreppa f viku í sólina eða dvelja í tvær eða þrjár vikur við bestu
aðstæður. Miðborgargisting á Paraiso íbúðarhótelinu á ensku strönd-
inni, þar sem þér býðst nú vikuferð á hreint ótrúlegum kjörum. Að auki
bjóðum við viðbótargistingu á Vista Faro í Sonnenland.
Bókaðu til Kanarí í vetur meðan enn er laust.
25. grein barnaverndarlaga, skuli
úrskurður um forsjársviptingu því
aðeins kveðinn upp, að ekki sé unnt
að beita öðram aðgerðum til úrbóta,
eða að þær hafí verið fullreyndar án
nægilegs árangurs. Þar sé um að
ræða stuðningsúrræði í samvinnu
við heimili barnsins eða eftirlit án
samþykkis, sem geti falið í sér fyrir-
mæli um aðbúnað og umönnun
bams, svo sem dagvistun, skóla-
sókn, iæknisþjónustu, meðferð eða
þjálfun.
Markmið bamavemdar sé að
tryggja börnum og ungmennum við-
unandi uppeldisskilyrði. Skuli það
gert með því að styrkja uppeldis-
hlutverk fjölskyldunnar og beita úr-
ræðum til verndar einstökum böm-
um þegar það eigi við. Jafnan skuli
taka það ráð í bamavemdarstarfi
sem ætla megi að bami eða ung-
menni sé fyrir bestu og því þann veg
hagað að stuðli að stöðugleika í upp-
vexti bama og ungmenna. Þess skuli
jafnan gætt að almenn úrræði til
stuðnings við fjölskyldu séu reynd
áður en komi til þvingunarúrræða.
Síðan segir að dómurinn telji að
niðurstaða sálfræðimats, sem for-
ræðissviptingin hafi m.a. verið
studd við, hafi verið lítt afgerandi
og byggst um of á vangaveltum um
framtíðarhæfni móðurinnar til að
veita barninu eðilegt uppeldi, en
ekki komi fram að hún hafi verið
óhæfur uppalandi þegar matið var
gert. Þá komi hvergi fram í geð-
rannsókn geðlæknis á móðurinni að
hann telji hana ófæra um að hafa
uppeldi bams með höndum, aðeins
hugmyndir um líklega vanhæfni
nema veralegur stuðningur komi til.
Geðlæknir sem þekkti
til lagðist gegn sviptingu
Dómurinn telur að niðurstöður
þessara sérfræðinga verði ekki
lagðar til grundvallar forsjársvipt-
ingu; allra síst þegar fyrir liggi um-
sagnir annars geðlæknis, þar sem
áherslur í niðurstöðum eru mjög á
annan veg. I þennan geðlækni hafi
barnaverndarráð vitnað í úrskurði
um forræðissviptingu á þann hátt
að í andstöðu sé við gögn frá lækn-
inum og vitnisburð hans fyrir dómi.
Dómurinn segir að hafa beri í huga
að þessi læknir hafi haft móðurina
til læknismeðferðar frá 1989, en
rannsóknir hinna tveggja hafi verið
gerðar á mjög skömmum tíma.
Þá segir að samkvæmt stjórn-
sýslulögum hvíli skylda á stjórn-
völdum að sjá til þess að mál sé
nægjanlega upplýst áður en ákvörð-
un er tekin í því. Barnaverndaryfir:
völd séu bundin af þessari reglu. í
ljósi þeirra ríku hagsmuna, sem í
húfi eru þegar til álita kemur að
taka ákvörðun um forsjársviptingu,
sé mjög brýnt að vandað hafi verið
til rannsóknar máls í hvívetna og að
ákvörðun um sviptingu forsjár sé að
því leyti byggð á einkar traustum
grunni.
Byggt á neikvæðum umsögnum
en jákvæðar sniðgengnar
Að mati dómsins styðst ákvörðun
barnaverndarnefndar og Barna-
vemdarráðs um að móðirin skyldi
svipt forsjá barns síns ekki við slíka
rannsókn. Þá segir að ekki verði
betur séð en að „ýmis atriði sem
höfðu neikvæð áhrif á stöðu stefn-
anda í málinu, hafi verið lögð til
grundvallar við úrlausn þess án
þess að leitast hafi verið við að færa
viðhlítandi sönnur fyrir þeim,“ segir
í dóminum. Rakin eru atriði sem
séu í beinni andstöðu við lýsingu,
sem tilsjónarmaður heimilis kon-
unnar hafði gefið, en tilsjónarmað-
urinn hafí haft regluleg samskipti
við hana um eins og hálfs árs skeið,
Áfrýjað til Hæstaréttar
Auk þess að brjóta gegn 10. grein
stjómsýslulaga telur dómurinn að
við meðferð málsins hafi hjá barna-
vemdaryfirvöldum verið brotið
gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórn-
sýslulaga og gegn ákvæðum 17. og
25. gr. barnaverndarlaga. Krafa
móðurinnar um að hnekkja forsjár-
sviptingunni var því tekin til greina
og fóstursamningi barnaverndaryf-
irvalda og hjóna, sem tekið höfðu
við barninu, rift.
Oskar Thorarensen, héraðsdóms-
lögmaður, flutti málið fyrir hönd
móðurinnar, en Hjörleifur Kvaran,
borgarlögmaður, tók til varna fyrir
barnaverndaryfirvöld.
Dóminn kváðu upp héraðsdómar-
arnir Þorgeir Ingi Njálsson, dóms-
formaður og Finnur Toi-fi Hjörleifs-
son, ásamt meðdómsmanninum
Tómasi Zoéga, geðlækni.
Gunnar Sandholt hjá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkur, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að barnaverndar-
yfirvöld hefðu áfrýjað þessum dómi
héraðsdóms til Hæstaréttar.
Verð kr.
39.932
M.v. hjón með 2 böm, 2 -11 ára, í
Paraiso, 1 vika, 1. febrúar.
Verð kr.
49.960
M.v. 2 fullorðna í Paraiso, 1 vika,
1. febrúar.
Verð kr.
59.960
Ferðir til Kanarí í vetur:
1. feb.
8. feb.
22. feb.
1. mars.
15. mars.
22. mars.
29. mars.
5. apríl.
19. apríl.
M.v. 2 fuilorðna f Vista Faro- smáhýs-
unum, 2 vikur, 8. febrúar.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
.
HÁVAÐAMÆLINUM hefur verið komið upp á þaki Hljómskálans.
Morgunblaðið/Golli
HÁVAÐAMÆLIR, sem mæla á
hávaða frá flugvélum í aðflugi
inn á norður-suður braut
Reykjavíkurflugvallar, hefur
verið komið fyrir á þaki Hljóm-
skálans. Annar mælir verður
settur upp innan tíðar við end-
ann á Suðurgötunni. Að sögn
Brands Guðmundssonar, deildar-
verkfræðings hjá flugleiðsögu-
sviði Flugmálasfjórnar, var unn-
ið að uppsetningu búnaðarins í
desember og tengingu lokið í
gær og má búast við fyrstu nið-
Hávaðamælir
í Hljómskála-
garðinum
urstöðum innan skamms.
„Verkfræðistofnun Háskóla Is-
lands mun sjá um reksturinn á
mælitækjunum og úi’vinnsluna.
Niðurstöður verða bornar saman
við útreiknuð hljóðspor, sem er
fræðileg vinna og gerir ráð fyrir
að ákveðið mikill hávaði komi
frá ákveðnum tegundum flug-
véla. Mælar af þessu tagi eru
notaðir til að kvarða hljóðsporin
og staðfesta að þau séu rétt,“
sagði Brandur.
Mælirinn við Suðurgötu verð-
ur hreyfanlegur og verður flutt-
ur til eftir þörfum. Mælarnir
mynda nokkurs konar geisla yfir
flugbrautina og þann hávaða
sem vélarnar mynda þegar þær
fljúga yfir flugbrautina.