Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 45/ Ár aldraðra Jenna Jensdóttir „Til hærra flugs, til fegra lífs“ Háværar raddir era uppi um það núorðið að aldraðir eigi sama rétt til að búa á heimilum sínum og aðrir þjóðfé- lagsþegnar. Inn í þessa umræðu kemst samt sjaldan að ótalinn fjöldi aldraðra er heilsugóður og tekur þátt í daglegum störfum sem slík búseta útheimtir. Hvernig fyndist þeim sem eru á athafnaaldri ef sífellt væri tal- að um þann hluta þeirra sem hefur á einhvern hátt misst heilsuna eða er samfélaginu til óþurftar? Ef að er gáð er sá hópur býsna fjölmennur. Getum við í raun sest niður og spáð í hve aldraðir, fremur en aðrir þjóðfélagsþegnar, verði fjölmennir t.d. árið 2005, á þann nei- kvæða hátt sem nú er er gert? Örlar ekki á mannréttindabroti þegar einn aldurshópur er þannig tekinn út úr, þótt vitað sé að stór hluti hans er við sæmi- lega heilsu og getur auðveld- lega bjargað sér sjálfur? Auk þess rennur geysilegt magn peninga frá þessum virka hópi, bæði í sköttum og af arðbærum fyrirtækjum til framleiðni í þjóðfélaginu. Hvemig væri að taka þann hóp aldraðra inn í umræðuna og gefa þeim tíma í sann- gjarnri meðferð? Láta síðan verkin tala þar sem þess er þörf. Aldraðir biðja þess ekki að einhverjir postular komi fram fyrir þeirra hönd með sífelldu aumingjatali og svínbeygi með því þá sem veikastir eru fyrir, svo þeir falli í auðmýkt að fótum samfé- lagsins. Allir sem einn eiga þeir sama rétt og aðrir þegnar, ekki síst þegar litið er á langan og í flestum tilfellum giftudrjúgan starfs- dag. Sá réttur ber þeim með reisn en ekki kveini. í þeim anda verður hér beðið um gæfuríkt ár 1999. Hvernig væri að taka þann hóp aldraðra inn í umræðuna og gefa þeim tíma í sanngjarnri meðferð? Láta síðan verkin tala þar sem þess er þörf. BRIDS llmsjón Arnór G. Ragnarsson Reykjavikurmótið í sveitakeppni 1999 Reykjavíkunnótið í sveitakeppni 1999 fer fram dagana 13.-24. janú- ar. Spilaðir verða 16 spila leikir nema að þátttaka verði of mikil til að leyfa þann fjölda spila. Spilað verður með forgefnum spilum og verður árangur hvers pars metin í fjölsveitaútreikningi. Keppnisdagar miðað við 22 sveitir (23 umferðir). 13. janúar umf. 1-2 14. janúar umf. 3—4 16. janúar umf. 5-8 17. janúar umf. 9-12 21. janúar umf. 13-14 23. janúar umf. 15-18 24. janúar umf. 19-21 Skráningarfrestur er til kl. 17 þriðjudaginn 12. janúar. 15 efstu sveitimar úr Reykjavík öðlast rétt til að spila í undankeppni Islands- mótsins í sveitakeppni 1999. Keppnisgjald er 20.000 kr. á sveit. Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 12. janúar. Tekið er við skráningu á skrifstofu BSÍ, s. 587 9360. Skráningu verður að fylgja nöfn 4 spilara í sveitinni. Bridshátíð í Borgarnesi Hin árlega og vinsæla bridshá- tíð Vesturlands verður nú um helgina í Hótel Borgarnesi. Sveitakeppni hefst klukkan 10 laugardaginn 9. janúar og verða spilaðar 8 umferðir eftir Monrad- kerfi, 8 spila leikir. Á sunnudag, 10. janúar, hefst Mitshell-tvímenningur klukkan 10 og verða spilaðar tvær 26 spila lot- ur. Keppnisstjóri verður Jakob Kristinsson. Heildan'erðlaun í mótinu era alls 200 þúsund krónur en þátttökugjald er 1.500 krónur hvorn dag á mann og er molakaffi innifalið allan daginn. Hótel Borg- arnes býður helgartilboð fyrir gist- ingu og fæði og er tekið við pönt- unum í síma 437-1119. Ekki þarf að skrá þátttöku fyrir- fram en mæta verður tímanlega á staðinn. MHSWJIUI ÍV-RI-R MIUHOM Kennt í Danshöllinni Drafnarfelli á þriðjudögum. Break, Free style, barnadansar, pör og hjón. Kennsla hefst 19. janúar. inmútunflRjrmi 5ÚJ '-JTrJ ^ DönSsmiÐjön DANSSKðll AUÐflR HARALDS & JÓHANNS ARNAR SKIPH0LT 25. 105 REYKJAVÍK SÍMI 551 9797 FAX 562 7480
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.