Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 62
J>2 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens VAK. SÚLÍTVg VEL úr/ HÚN sé /WE& /Í/LJZ L~ÉÉSS/)f< y&/ZTU/?’_ íið 0 x 0 J J píj^ jtn ■ 01996 Trtbun* M«JI« S«vtoM. Ina Grettir Hundalíf bakarí ■’r !' /tún.es , ,> íls L»eqrunJ^_ 0 -J±t m Ljóska BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 A Er Island að verða að lögreg’luríki? Frá Hirti Jónasi Guðmundssyni: EKKI alls fyrir löngu tók lögreglan í Reykjavík upp á myndband mót- mæli Ungra sósíalista fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna, vegna loft- árása Bandaríkjamanna og Breta á írak 18. desember sl. Kröfðust Ung- ir sósíalistar þess eftir mótmælin að frumrit og hugsanleg afrit upptakn- anna yrðu afhent þeim eða að þau yrðu eyðilögð að öðrum kosti. Sögðu Ungir sósíalistar myndatökur lög- reglunnar hafa þjónað þeim tilgangi einum að skrá niður hverjir voru á fundinum og að þessar myndatökur væru atlaga að rétti þátttakenda í mótmælunum til að tjá pólitískar skoðanir sínar. Ennfremur sögðu Ungir sósíalistar að ef myndataka þessi tengdist einhverri rannsókn lögreglunnar væri það réttur þeirra að fá að vita hver sú rannsókn væri og hver tilgangur lögreglunnar væri með þessum myndatökum. í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, sem birtist 24. desember sl., hafði’Geir Jón Þórisson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík, þetta um málið að segja: „Við viss- um ekki í hvað myndi stefna [í mót- mælunum] og þess vegna urðum við að vera með allan þann viðbúnað sem til þarf til að bregðast við ef eitthvað gerist sem gæti ógnað við- komandi sendiráði. Nú reyndust þetta hin friðsömustu mótmæli og því verður engin frekari rannsókn á myndum eða þeim gögnum fylgjandi að neinu leyti.“ Geir var þá spurður að því hvort myndirnar flokkuðust sem lögreglugögn. „Nei,“ sagði Geir, „ekki nema þær sæti einhverri rannsókn eða frekari vinnu. Það var engin ástæða til þess eftir að mót- mælunum lauk. Það er ekkert sem kallar á að myndimar verði notaðar í neinum rannsóknar- eða lögreglu- tilgangi." Geir var þá spurður hvort Ungir sósíalistar mættu þá ekki fá myndirnar. Því svaraði Geir svo: „Það er lögreglustjórans að ákveða, ég sé enga ástæðu til þess. Við ætl- um áð eiga þessar myndir í mynda- safni okkar.“ Þá vaknar spurningin: Til hvers í ósköpunum á að geyma þessar myndir ef þær þjóna ekki nokkrum einasta rannsóknar- eða lögreglutil- gangi? Hver er eiginlega tilgangur lögreglunnar með þessu? Stefnir lögreglan í Reykjavík að því að koma sér upp myndabandaleigu, eða er um að ræða ódýra leið til öflunar afþreyingarefnis fyrir lögreglumenn á vakt? Og hver eru svo rökin þessu til réttlætingar? Jú, Geir Jón segir í fyrmefndu samtali að myndatök- urnar megi réttlæta með vísan í ályktun Mannréttindanefndar Evr- ópuráðsins, en þar segir m.a. að myndataka af einstaklingi sem tek- ur þátt í opinberri uppákomu flokk- ist ekki sem afskipti af einkalífi við- komandi. Þetta er allt gott og bless- að. Hér er bara ekkert verið að ræða um einkalíf eins né neins, held- ur tjáningarfrelsi manna. Rétt þeirra til að tjá skoðanir sínar! Ekki veit ég hvað Geir er að rugla þessu tvennu saman. Ef ég held ræðu, skrifa grein eða tek þátt í mótmæl- um, er þá um að ræða einkalíf mitt? Auðvitað ekki! Ef svo hins vegar væri, væm þessi tvenn stjórnar- skrárvernduðu réttindi manna, einkalífið og tjáningarfrelsið, ömgg- lega fléttuð saman í sömu greinina í stjómarskrám vestrænna lýðræðis- ríkja, en ekki sitt í hvorri. Þessi rök- semdafærsla Geirs, ef röksemda- færslu skyldi kalla, fellur því alger- lega um sjálfa sig. Það sér því hver maður að vinnu- brögð og framkoma lögreglunnar í Reykjavík í þessu máli er algerlega út í hött. Hlutverk lögreglunnar er að þjóna borgumm þessa lands, en ekki að njósna um þá. Lögreglan í Reykjavík ætti þvi að sjá sóma sinn í því að viðurkenna mistök sín, biðja Unga sósíalista afsökunar á fram- ferði sínu og annaðhvort afhenda þeim umræddar upptökur, fmmrit og hugsanleg afrit, eða eyða þeim að öðrum kosti. HJÖRTURJÓNAS GUÐMUNDSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Smáfólk h - Til sölu - notaðar teiknimyndabækur Er þetta það eina sem þú átt? Fyrirspurnir Frá Rúnari Sigurjónssyni: EKKERT lát virðist á umræðunni um Landmælingar íslands og þá spillingu sem þar þrífst í skjóli flutn- ings til Akraness. Nauðsynlegt er að tekið verði á þessum málum á tím- um endurskoðunar í ríkisrekstri. Ég vil því leyfa mér að taka þrjú mál upp á yfirborðið og varpa þeirri spurningu til umhverfisráðherra hvers vegna ekki hafi verið tekið á þeim. 1. Ólöglegum flutningi Landmæl- inga íslands til Akraness er nú að ljúka. Sá verktaki sem valinn var til að flytja öll framleiðslutæki og inn- anstokksmuni er gamall kunningi og sveitungi yfirmanna Landmælinga af Skaganum. Hvers vegna var svo dýr flutningur ekki boðinn út og hvers vegna voru Ríkiskaup ekki höfð með í ráðum? 2. Tveir af yfirmönnum Landmæl- inga íslands stofnuðu einkafyrir- tæki í árslok 1997 sem ætlað var að taka við leifunum eða brotunum af stofnuninni eftir flutninginn. Nefndu þeir fyrirtækið því viðeig- andi nafni Landbrot og er það „ehf.“ enda var gert ráð fyrir umtalsverð- um rekstri í kortagerð og kortaút- gáfu. Hvers vegna hefur Ríkisend- urskoðun ekki verið fengin til að kanna þennan ólöglega ráðahag? 3. Að sögn heimildarmanna er nú verið að vinna_ við nýtt tölvukerfi Landmælinga Islands, þar á meðal nýja heimasíðu. Til þess verks var valinn bróðir nýskipaðs forstjóra Landmælinga. Um úttekt á tölvu- málum stofnunarinnar sá einn af yf- irmannsvinunum úr Stangaveiðifé- lagi Reykjavíkur. Hvers vegna eru slík milljónaviðskipti ekki sett í al- mennt útboð í stað afhendingar til vina og ættingja? Hvaða svör á ráðherra umhverfis- mála við þessum spurningum og hvað ætlar hann að láta spillta emb- ættismenn Landmælinga Islands vaða lengi uppi í skjóli ákvörðunar um nauðungarflutning út á land? RÚNAR SIGURJÓNSSON, Miðtúni 11, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.