Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 67 MYNPBÖNP Sannir álfar Sönn álfasaga (F-divy Tale: A True Story)_ Æ vintýramynd 'k'kVz Framleiðendur: Wendy Finerman og Bruce Davey. Leikstjóri: Charles St- urridge. Handrit: Albert Ash, Tom McLoughlin og Ernie Contreras. Kvikmyndataka: Michael Coulter. Að- alhlutverk: Florence Hoath, Eliza- beth Earl, Harvey Keitel og Peter O’Toole. (93 mín) Bresk. Skífan, des- ember 1998. Öllum leyfð. ÞESSI saga, sem byggist að hluta til á sönnum atburðum, ger- ist undir lok fyrri heimsstyi-jaldar- innar og lýsir tilraun tveggja stúlkna til að sanna tilvist álfa fyrir fullorðn- um. Þegar þeim lánast að festa álfa á filmu verður uppi fót- ur og fit sem verður til þess að rithöfundur- inn Arthur Conan Doyle og sjón- hverfingameistarinn Harry Hou- dini blanda sér í málið. Sönn álfasaga er ákaflega vel gerð bresk kvikmynd sem skartar leikurum á borð við Harvey Keitel og Peter O’Toole. Sagan sem hér er sögð er ævintýraleg og heill- andi, þótt hún gangi dálítið stirð- busalega fyrir sig á köflum. En þegar nánar er að gáð má þar sjá áhugaverðum hugmyndum um æsku, uppvöxt, vonir og trú fléttað saman við ævintýri og sögulegar staðreyndir. Útlit myndarinnar er sérlega fallegt og álfarnir skemmtilegir. Þannig er óhætt að mæla með þessari kvikmynd sem notalegri jólamynd. Heiða Jóhannsdóttir Geimfjöl- skyldan Týnd í geimnum (Lost in Space)___' Vísindaskáldsaga Framleiðendur: Mark W. Koch, Akiva Goldsman, Stephen Hopkins, Carla Fry. Leikstjóri: Stephen Hopkins. Handritshöfundur: Akiva Goldsman. Kvikmyndataka: Peter Levy. Tónlist: Bruce Broughton. Aðalhlutverk: William Hurt, Mimi Itogers, Matt LeBlanc, Gai’y Oldman, Heather Gra- ham, Jared Harris. 104 mín. Banda- ríkin. Myndform 1998. Myndin er öllum leyfð. Robinson-fjölskyldan kom fyrst fram árið 1965 í sjónvarpsþáttum sem stóðu yfir í 4 ár og voru þeir hugarfóstur Irwin Allens sem betur er þekktur fyrir stórslysa- myndir sínar „Towering In- femo“ og „Pos- eidon Ad- venture". Kvik- mynd þessi færir fjölskylduna á hvíta tjaldið og illmennið úr þáttunum Dr. Smith er ekki langt undan. Myndin er glæsileg að öllu leyti á yfirborðinu og nær leikstjórinn Stephen Hopkins að kreista fram prýðilegt andrúmsloft í byrjun, en handrit Akiva Goldsman eyðileggur það með hálfvitalegum söguþræði sem móðgar áhorfandann meira og meira er líður á myndina. Leikar- amir geta litlu bjargað þótt Gary Oldman sýni nokkrum sinnum góða takta í hlutverki illmennisins. Þetta er ein af þeim myndum sem kemur óorði á vísindaskáldskap. Ottó Geir Borg FÓLK í FRÉTTUM Góð heild HEIÐA á tónleikum. TONLIST Geislaplata ÓTTA Önnur geislaplata Ununar, á plötunni koma fram Gunnar L. Hjálmarsson, Heiða, Valgeir Sigurðsson, Birgir Baldursson, Arnar Geir Ómarsson, Pétur Hallgrímsson, Reynir Jónas- son, Guðmundur Steingrímsson, Haukur Þórólfsson, strengjakvartett- inn Anima, Hildur Ársælsdóttir og Sólrún Sumarliðadóttir. ÖU lög og textar eru eftir Unun nema lögin Við við viðtækið, Dauði á mínibar og Heimsendir sem samin voru í félagi við Þór Eldon. Platan var hljóðrituð í Gróðurhúsinu af Valgeiri Sigurðssyni en Ivar Ragnarsson hljóðblandaði í Sýrlandi. Smekkleysa gefur út en Japis dreifir. UNUN gaf út sína aðra breiðskífu hér á landi fyrir skemmstu, geisla- platan ber nafnið Ótta. Fyrri geisla- plata Ununar, Æ, sem varð nokkuð vinsæl, kom út fyrir fjórum árum og hefur því orðið nokkur bið á þessari plötu. Ótta er ekki beint framhald Æ, hún er þyngri og að sumu leyti vand- aðri, mannabreytingar hafa orðið og tónlistin hefur breyst. Platan sýnir dekkri hlið á Unun en áður hefur sést, viðfangsefni eru að nokkru þau sömu og áður, en umfjöllunin er öðru vísi. Meðaljóninn íslenski hefur verið hugleikinn Ununarliðum og líf hans verið skoðað í textum áður, í þetta sinnið eru það m.a. fullir unglingar, vonlaus sambönd og ástlaus, til- gangsleysi tilverunnar og áfengis- neysla. Textarnir eru allir vel smíð- aðir og reyndar stór hluti af heildar- mynd plötunnar, yfii-leitt innihalds- ríkii- og hvergi sjást textar sem að- eins eru ætlaðir sem fylgifiskur lags. Dæmi skulu tekin úr laginu Rökkur, „Sá þig svo aftur um þamæstu helgi / stóðum við barinn, sögðum ekkert af viti / svo leið kvöldið með síauknu myrkri / það sem við sögðum skipti ekki lengur máli. / Ég er 25, mig langar bara ekki ein heim / en ég held að þetta sé ekki / ást - ást - ég mynd’ekki kalla þetta ást / en þetta er allavega eitthvað11 og Heimsendi; „Heimsendir - gerir ekkert til / í freyðibaði með freyðivíni / Heimsendir - gerir ekkert til / í sóf- anum á mér líf með ísfólki." Ein- manaleikinn er áberandi í textum sveitarinnar og oft gráleitt lífið í Reykjavík, Blönduósi eða hvar sem sögusviðið er hverju sinni. Tónlistin er og þyngri, hljómurinn er hi-árri og takturinn yfirleitt mun hægari en á fyrri plötu Ununar, lítt rafmagnaðir gítarar og hin hefð- bundnu hljóðfæri, bassi og tromm- ur, eru leiðandi, rafhljómurinn, hljóðgervlar og skældir rafgítarar eru til skrauts í þetta sinnið, Unun- arlimir hafa tilfinningu fyrir laga- smíðum jafnt sem textum og skemmtilegt er einnig að heyra hve vel þetta tvennt tvinnast saman án þess þó að málamiðlanir komi til. Fremst meðal jafningja eru lögin Sumarstúlkublús, eina lagið sem Gunnar Hjálmarsson, annar for- sprakka hljómsveitarinnar, syngur í en hann mætti raunar gera meira af því, karlmannsrödd myndar skemmtilega viðbót við Ununar- hljóminn, Mexíkó og lagið Gærastar sem blandar skemmtilega saman raftónlist og poppi. Heiða hefur áður sannað sig sem söngkona, hún hefur góða rödd sem fellur vel að tónlist- inni, eins og áður segir væri þó góð tilbreyting að fá aðra rödd með þvi rödd Heiðu verður eilítið einhæf við ítrekaða hlustun. Hljóðfæraleikur er einnig allur vel af hendi leystur, sem og hljómur, þeir eru nokkuð mai’gir sem koma að gerð plötunnar en þetta kemur þó ekki niður á heildarmynd geislaplötunnar eins og mætti halda, Ótta er góð heild og standa allir hljóðfæraleikarar sig vel, ber þó einkum að geta fomtunar og hljómborðsleik Valgeirs Sigðurðs- sonar og sagarleiks Hauks Þórólfs- sonar í laginu Rökkur. Fá lýti eru á geislaplötunni, utan kannski undarleg mynd á framhlið plötunnar, söknuður er að laginu Hellissandur sem sveitin hefur leikið á hljómleikum en annars eru gallamir fáir og litlir. Unun getur verið vel sátt við sitt framlag til jóla- plötumarkaðarins í ár, geislaplatan Ótta lýsir ekki upp skammdegið, raunar þvert á móti en hún er góð hlustunar og vönduð, en það sem er meira um vert, hún er skemmtileg þrátt fyrir drungalegt þema og von- andi að biðin eftir næstu plötu verði ekki jafn löng og sú síðasta. Gísli Arnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.