Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
4. TBL. 87. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Fréttir um starfsemi UNSCOM í
Irak valda miklu uppnámi
högun réttarhaldanna
Washington. Reuters.
TRENT Lott, leiðtogi repúblikana í
öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði
í gær að réttarhöldunum yfir Bill
Clinton Bandaríkjaforseta, sem hefj-
ast formlega í dag, yrði fram haldið í
næstu viku jafnvel þótt ekki hefði
enn fengist niðurstaða um hvernig
þeim yrði nákvæmlega háttað,
hversu lengi þau myndu standa og
hvort eða hversu mörg vitni yrðu
kölluð fyrir. Kvaðst Lott þó vonast
til að geta „innan tuttugu og fjög-
urra klukkustunda" kynnt hver
verður tilhögun réttarhaldanna.
Sagði Joe Lockhart, talsmaður
Hvíta hússins, að það lægi í augum
uppi að forsetinn og ráðgjafar hans
væru heldur ósáttir við að vita ekki
enn hvert fyrirkomulagið yrði. Lock-
hart kvaðst hins vegar algerlega
sannfærður um að Clinton myndi
vinna sigur í málinu.
Réttarhöldin hefjast formlega í
dag þegar Henry Hyde, formaður
dómsmálanefndar fulltrúadeildarinn-
ar, sem sækja mun málið fyi'ir hönd
fulltrúadeildarinnai-, les ákæruatrið-
in gegn Clinton. Síðan verður Willi-
am Rehnquist, forseti hæstaréttar,
svarinn í embætti en hann stýrir
þessum sögulegu réttarhöldum en
þeim gæti mögulega lokið með emb-
ættissviptingu Clintons.
Að öðru leyti er alveg óljóst
hvernig málum verður fram haldið.
Hét Tom Daschle, leiðtogi
demókrata í öldungadeildinni, að
þeir myndu standa „algerlega sam-
einaðir“ gegn því að vitni yrðu kölluð
fyrir, enda væri alger óþai’fi að
draga málið á langinn með þeim
hætti. Sagði hann að um leið og
fyrsta vitnið yrði kallað fyrir væru
allir samningar milli demókrata og
repúblikana um framgang málsins í
uppnámi. Deildu repúblikanai’ einnig
innbyrðis en þó virtist líklegt í gær-
kvöld að þeir myndu kalla um fimm-
tán vitni, þ.m.t. Monicu Lewinsky og
Vernon Jordan, einkavin Clintons,
og jafnvel Betty Currie, einkaritara
forsetans.
■ Óljúf skylda /24
Butler neitar
Reuters
Konunglegt
brúðkaup í
vændum
LJÓSMYNDARAR þyrpast að Ját-
varði prins, yngsta syni Elísabet-
ar Englandsdrottningar, og
Sophie Rhys-Jones eftir að þau
opinberuðu trúlofun sína og til-
kynntu væntanlegt brúðkaup í
gærmorgun. Prinsinn og unnusta
hans til fimm ára hafa reynt að
halda sig utan sviðsljóssins eins
og kostur er en ekki varð hjá at-
hygli fjölmiðlanna komist í gær.
Bæði starfa hjá einkafyrirtækjum
og hyggjast halda því áfram eftir
brúðkaupið, sem á að verða í vor
eða snemmsumars.
„Það skilur enginn hvers
vegna þetta hefur tekið mig
svona langan tíma,“ sagði Ját-
varður við blaðamenn í gær. „En
ég held ekki að tíminn hafi verið
réttur fyrr en nú og ég er ekki
viss um að Sophie hefði sagt já.
Vonandi gefur jáyrði hennar til
kynna að tímasetning mín hafi
verið rétt.“
Sophie sagðist í gær alveg
reiðubúin að giftast inn í bresku
konungsQöIskylduna þótt tilhugs-
unin gerði hana „nokkuð
óstyrka“.
■ Hyggja á látlaust/23
ásökunum
um njosmr
Sameinuðu þjóðunum, Washington. Reuters.
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, neitaði í gær
fregnum þess efnis að hann hefði í
höndum órækar sannanir fyrir því
að starfsmenn vopnaeftirlitsnefndar
SÞ (UNSCOM) í írak hefðu stund-
að njósnir í landinu fyrir hönd
Bandaríkjamanna. Jafnframt harð-
neitaði Richard Butler, yfirmaður
UNSCOM, staðhæfingum í þessa
veru og hið sama gerðu fulltrúar
bandarískra stjómvalda en dag-
blöðin The Washington Post og The
Boston Globe héldu þessu fram um
morguninn. Sagðist fýrrnefnda
blaðið hafa fréttimar eftir nánum
samstarfsmanni Annans.
„Ekki aðeins höfum við engar
órækar sannanir fyrir þessum
staðhæfingum heldur er stað-
reyndin sú að við höfum ekki sann-
anir fyrir nokkrum sköpuðum hlut.
Það eina sem við höfum er orðróm-
ur,“ sagði í yfirlýsingu Annans.
Annan viðurkenndi þó að væra
ásakanirnar réttar væri það mikill
álitshnekkir fyrir afvopnunarstarf
SÞ í Irak, sem og annars staðar.
Talsmaður Annans neitaði því
ennfremur að framkvæmdastjór-
inn hefði þrýst á Butler að segja af
sér og sagði að í öllu falli væri það
aukaatriði hver væri yfirmaður
UNSCOM. „Aðalatriðið er hvernig
tryggt verður að Irak fargi gereyð-
ingarvopnum sínum.“
„Þetta er einfaldlega ekki satt,“
sagði Richard Butler er hann kom
til höfuðstöðva SÞ. Seinna um dag-
inn hélt hann blaðamannafund þar
sem hann harðneitaði staðhæfingun-
um. Sagði Butler að UNSCOM
hefði vissulega notið aðstoðar um
fjöratíu aðildarlanda SÞ, þ.m.t.
Bandai-íkjanna, en að í engum tilfell-
um hefði verið staðið að söfnun upp-
lýsinga fyiir þeirra hönd um vopna-
búr Iraka og sannarlega hefðu eng-
ar reglur SÞ verið brotnar. Var því
haldið fram í frétt bandarísku blað-
anna tveggja að upplýsingum, sem
safnað hefði verið með aðstoð
UNSCOM, hefði verið beitt í því
skyni að grafa undan stjóm Sadd-
ams Husseins íraksforseta.
Heita að „verjast til
síðasta manns“
Þrátt fyrir yfirlýsingar Annans
og Butlers töldu fréttaskýrendur í
gær líklegt að umræða um framtíð
vopnaeftirlits í írak yrði nú enn há-
værari en áður. Þrjú aðildarlanda
öryggisráðs SÞ, Kína, Frakkland
og Rússland, hafa um langa hríð
krafist endurskoðunar á starfsemi
UNSCOM og jafnframt gagnrýnt
Butler harðlega fyrir hlut hans.
Enn fremur gæfi þetta uppnám
stjórnvöldum í Bagdad byr undir
báða vængi en þau hafa lengi hald-
ið því fram að Butler stundaði
njósnir í Irak á vegum Bandaríkja-
manna. Sagði Nizar Hamdoon,
sendiherra Iraks hjá SÞ, einmitt að
fréttir gærdagsins kæmu þeim
sannarlega ekki á óvart.
Sagði Sultan Hashim Ahmed
vamarmálaráðherra í gær að Irakar
hefðu orðið fyrir óréttlætanlegri
árás Breta og Bandaríkjamanna og
hvort sem öðram líkaði betm’ eða
vem myndu þeir „verjast til síðasta
Lipkin-Shahak tilkynnir framboð sitt í Israel
Netanyahu harð-
lega gagnrýndur
Tel Aviv, Jerúsalem. Reuters.
AMNON Lipkin-Shahak, fyi-rver-
andi yfirmaður ísraelshers, lýsti því
yfir í gær að hann hygðist bjóða sig
fram gegn Benjamin Netanyahu for-
sætisráðherra í kosningunum 17. maí
sem hann sagði stofna Israel í hættu.
Lipkin-Shahak tilkynnti ennfi-emm-
að hann hygðist fara fyrir nýjum mið-
flokki, sem hefur ekki fengið nafn.
„Netanyahu stofnar ísrael í
hættu. Hann verður að hafa sig á
burt,“ sagði Lipkin-Shahak og
fréttaskýrendur sögðu ummæli hans
benda tÖ þess að hann hygðist gera
persónuleika forsætisráðherrans að
kosningamáli.
Nýja forsætisráðherraefnið sagði
að til greina kæmi að semja um stofn-
un sjálfstæðs Palestínuríkis. Hann
réð hins vegar Palestínumönnum frá
því að standa við þá hótun sína að
lýsa yfir sjálfstæði ef ekki næðist
Réttur settur í máli Bills Clintons í öldungadeild í dag
Enn mikil óvissa um til-
samkomulag um
það í lokafriðarvið-
ræðum þeirra við
Israela sem á að
ljúka 4. maí.
Hann kvaðst
ennfremur vera
hlynntur því að
reynt yrði að ná
málamiðlunarsam-
Lipkin-Shahak komulagi við Sýr-
lendinga í deilunni
um Gólan-hæðirnar og sagði að semja
þyrfti um framtíð öryggissvæða Isra-
elshers í suðm’hluta Líbanons.
Lipkin-Shahak sagði að Netanyahu
gerði sér fulla grein fyrir þeim hætt-
um, sem Israelum stafaði af innbyrðis
ági’einingi þeiira um friðarsamning-
ana við Palestínumenn, en hefði kosið
að notfæra sér klofninginn í pólitísk-
um tilgangi. „Eitt Yom Kippur-stríð
er nóg,“ sagði hann og skírskotaði til
átakanna árið 1973 sem komu ísrael-
um í opna skjöldu.
Netanyahu var fljótur að svara
gagmýni Lipkins-Shahaks og sakaði
hann um „grófar persónulegar árás-
ir“ sem jöðraðu við hatursáróður.
Afkvæmið vék
fyrir sjónvarpinu
TILRAUN starfsmanna dýi’a-
garðsins í Sankti Pétursborg til
að kenna órangútan-apapari
hvernig ala skyldi upp nýfædd-
an unga þeirra hefur farið alger-
lega út um þúfur. Varð hún til
þess að karlinn er orðinn sjón-
varpssjúklingur og kvenapinn
hefur ekki hirt um afkvæmið, að
því er segir í Moscow Times.
Þegar órangútanapai’nir
Monika og Rabu eignuðust af-
kvæmi datt starfsmönnunum
það snjallræði í hug að kenna
þeim umönnun þess með því að
sýna þeim myndbönd um apa-
uppeldi. Monika og Rabu urðu
hins vegar svo hugfangin af
skjánum að þau hættu að sinna
afkvæminu og Rabu varð raunar
svo upptekinn af tækninni að
hann hirti heldur ekki um frúna.
Því reiddist hún svo mjög að
starfsmennimir sáu sig til-
neydda til að draga úr sjón-
varpsglápi apanna til að halda
heimilisfriðinn og tryggja að
fjölskyldan leystist ekki upp.