Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913
13. TBL. 87. ÁRG.
SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgunblaðið/Ómar
Á skíðagöngu í Heiðmörkinni
Lík 42 albanskra íbúa Kosovo fínnast
Lögreglan sökuð
um fjöldaaftökur
Bebus-hæð. Reuters.
Lausmál leik-
föng bönnuð í
njósnastöðinni
FURBY virðist sakleysislegnr og ber þess
ekki merki að vera njósnari, minnir helst á
Ioðdýr eða uglu. Þjóðaröryggisstofnun
Bandaríkjanna telur þó þetta vinsæla leik-
fang geta stofnað öryggi þjóðarinnar í hættu
og hefur bannað það í höfuðstöðvum sínum,
stærstu njósnastöð landsins. Þar er einkum
unnið úr símahlerunum og gögnum sem nást
með tölvunjósnum.
Furby er með upptökubúnað og tölvukubb
sem gerir honum kleift að endurtaka það
sem hann heyrir. Yfirmenn öryggisstofnun-
arinnar óttast að starfsmeim hennar taki
loðdýrið með sér heim og það taki upp á því
að Ijóstra upp nýjustu upplýsingum stofnun-
arimiar, t.a.m. um Saddam Hussein íraksfor-
seta. Þeir hafa því sent öllu starfsfólkinu í
höfuðstöðvunum skilaboð um að blátt bann
bafi verið lagt við Furby og öðrum leikföng-
um sem lílqa eftir hljóðum sem þau nema.
Reykingafólkið
vinni lengur
REYKINGAMÖNNUM, sem starfa hjá sveit-
arfélaginu Thurroek í Essex í Englandi, hef-
ur verið skipað að bæta við tveimur vinnu-
stundum á viku til að vinna upp þann tíma,
sem fer í reykingarnar.
Sveitarstjómin í Thurrock hefur bannað
4.000 starfsmönnum sinum, þ.e.a.s þeim sem
em við skrifstofu- og stjómunarstörf, að
reykja innandyra í vinnunni og svokölluðum
reykherbergjum hefur verið lokað. Reyk-
ingamenn mega þó bregða sér út fyrir
tvisvar sinnum á dag í 15 mínútur en þá
verða þeir Iika að vinna í 39,5 klukkustundir
í viku í stað hinna venjulegu 37 stunda. Verð-
ur þeim gert að undirrita samning þess efnis.
Talsmaður sveitarstjórnarinnar sagði, að
hún byðist til að hjálpa þeim sem vildu hætta
að reykja, en bannið nær ekki til þeirra, sem
em í alls konar útivinnu.
í stríði við svín
BÆNDUR í suðausturhluta Frakklands hafa
lýst yfir stríði á hendur blendingi af alisvíni
og villigelti, sem étur allt sem hann kemst í,
fjölgar sér óheyrilega og hrellir stundum
þorpsbúa þegar þeir hætta sér út úr húsum
sínum.
Blendingurinn kom fyrst fram fyrir tíu ár-
um og dýmnum hefur fjölgað svo ört að
bændurair hafa stofnað sérstök samtök með
það að markmiði að útrýma þeim. Þeir segja
að blendingurinn hafi valdið þeim miklum
búsifjuin með því að éta uppskeru þeirra.
Blendingurinn varð til þegar bændur
gáfust upp á því að ala villigelti, sem þóttu
árásargjamir og óviðráðanlegir. Þeir leiddu
því aligyltu undir villigölt og ræktuðu við-
ráðanlegra dýr, sem er alæta og mjög líkt
villisvínum á bragðið. Villisvín ala af sér eitt
eða tvö afkvæmi á ári en blendingurinn allt
að sextán.
ALBANSKIR íbúar Kosovo sögðust í gær
hafa fundið lík 42 manna af albönskum upp-
runa í suðurhluta héraðsins þar sem hörð
átök blossuðu upp í fyrradag milli
serbneskra hersveita og skæruliða í Frelsis-
her Kosovo (KLA), sem berst fyrir sjálf-
stæði héraðsins.
fbúar á svæðinu sögðust hafa fundið lfk 42
manna á aldrinum 12-74 ára. William Walker,
yfirmaður eftirlitsmanna Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sagði að svo
virtist sem fólkið hefði verið tekið af lífí.
„Þetta er með því hryllilegasta sem ég hef séð
og hef ég þó séð margt skelfilegt."
Handteknir á heimilum sínum
22 líkanna fundust á hæð nálægt þorpinu
Racak, um 25 km sunnan við Pristina, höfuð-
stað héraðsins. Líkunum hafði verið raðað í
skurð og fórnarlömbin voru öll karlmenn á
aldrinum 18 til 65 ára. Enginn þeirra var í
búningi Frelsishers Kosovo og flestir þeirra
voru með skotsár á höfði eða hnakka.
Sami Syla, íbúi Racak, sagði að faðir sinn
og tveir bræður væru á meðal hinna látnu.
Lögreglumenn hefðu handtekið þá ásamt
fleiri mönnum í þorpinu á fimmtudagskvöld.
„Þeir voru handteknir á heimilum sínum og
þeim var sagt að farið yrði með þá til Uros-
evac [bæjar í grennd við þorpið],“ sagði Syla.
„Seinna voru þeir þó færðir upp á Bebus-
hæð og teknir af lífi.“
Eftirlitsmenn ÖSE voru á staðnum og
einn þeiri’a sagði að svo virtist sem mennirn-
ir hefðu verið skotnir þegar þeir hefðu reynt
að flýja.
Serbneskar her- og lögreglusveitir vora
fluttar á svæðið í fyrradag og börðust þá við
skæruliða KLA. Fjölmiðlamiðstöð Serba í
Pristina sagði að a.m.k. 15 skæruliðar hefðu
fallið í átökunum en stærsta dagblað Kosovo-
Albana hafði eftir foringja KLA á svæðinu að
aðeins einn skæruliði hefði beðið bana og þrír
særst. Tveir eftirlitsmenn ÖSE særðust í
vesturhluta héraðsins á fóstudag þegar
óþekktir menn hófu skothríð á bll þeirra.
Varað við hrinu
hermdarverka
á N-Irlandi
Belfast. The Daily Telegraph.
NORÐUR-írski lögreglustjórinn Ronnie
Flannagan sagði í fyrrakvöld að klofnings-
hópur úr IRA, Irska lýðveldishemum, væri
að undirbúa hrinu hermdarverka á Norður-
Irlandi.
Flannagan sagði að enginn vafi léki á því
að mikil hætta stafaði af hópnum, sem
nefnist „Framhalds-IRA“ og er með bæki-
stöðvar við landamærin að Irlandi. Hópur-
inn hygðist láta til sín taka á fleiri svæðum
og ráðgerði ýmis hermdarverk, hugsanlega
sprengjutilræði.
Irska lögreglan finnur
vopn við landamærin
Lögreglustjórinn kveðst ennfremur
sannfærður um að hópurinn hafi hafíð sam-
starf við félaga í öðrum klofningshópi úr
Irska lýðveldishemum, ;,Hinum sanna
IRA“, og í Þjóðfrelsisher Irlands (INLA),
sem var stofnaður árið 1975 og er vinstri-
sinnaðri en IRA.
Irska lögreglan fann þrjár stórar vél-
byssur, sem geta grandað flugvélum,
skammt frá landamærunum að Norður-ír-
landi á fóstudag. Talið er að vopnin hafi
verið í eigu IRA.