Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 11 Annar hællinn á mér maskaðist og sprunga kom í hinn, fjórir hryggjarliðir kíttuðust saman, hálsliðir brotnuðu, bringubeinið fór í tvennt, vinstri höndin fór mjög illa, pípurnar í framanverð- um handleggnum stóðu báðar út úr og höndin snéri öfugt. l/fnfið- ur var mjög svo úr lagi færður, eins og það er orðað snyrtilega í skýrslu læknis! Olnboginn rifnaði allur upp og snéri öfugt líka. Mynd Sigríður H. Radomirsdóttir Morgunblaðið/Björn Gíslason JÓN ívar, lengst til hægri á mynd- inni að ofan, á hraðri leið niður á Ráðhústorgið á Akureyri, á 125 ára afmælisdegi bæjarins í ágúst 1987, eftir að kaðall hans slitnaði. A efstu myndinni er hann ásamt sambýliskonu sinni, Bergljótu Þrastardóttur, og syni þeirra Amaldi Skorra. Hér til hægri er Jón Ivar, fimmtán mánaða, á barnadeild Landspítalans eftir að hafa Iærbrotnað. „Þá var ég að æfa stökk úr tveggja metra hæð sem þótti slæmt - en var þó ekkert miðað við það sem átti eftir að gerast!“ sagði Jón Ivar við Morgunblaðið er hann sýndi blaðamanni þessa mynd. frjálsa mætingu í ákveðnum fögum fyrst á morgnana til að geta farið í sjúkraþjálfun." Sjúkraþjálfunin gekk vel og Jón Ivar var alltaf bjartsýnn. Hann var staðráðinn í að ná sér. „Það kom aldrei til greina að gefast upp. Sér- staklega vegna þess að ég horfði í dauðann í fallinu og eftir að lifa það af og þola aðgerðina og hafa sloppið þetta vel, þá hefði verið synd gagn- vart lífinu að taka ekki slaginn.“ Því segir hann: „Það mikilvægasta fyrir þann sem lendir í svona löguðu er að gefast aldrei upp; að halda alltaf í vonina." Jón Ivar segist hafa verið einstak- lega heppinn. „Fólk fer misjafnlega út úr slysum en ég slapp vel. Svo þegar vinnan hefst við að byggja sig upp á ný verður ákveðið æðruleysi að vera með í fór. Fólk ætti að gera sér þokkalegar væntingar en láta það ekki brjóta sig niður þó þær ná- ist ekki - fagna frekar þeim sigrum sem þó nást. Akveðið kæruleysi er þannig mjög mikilvægt og ekki síst þolinmæði því uppbyggingin tekur ekki mánuði heldur ár.“ Slys eins og það sem Jón Ivar lenti í er sem köld vatnsgusa framan í nítján ára strák. Fólk á þeim aldri er „á töluverðri ferð í lífinu. Ég var ekki á meiri keyrslu en gengur og gerist en þurfti að stokka spilin upp á nýtt og gera mér grein fyrir því að lífið þróast ekki alltaf sjálfkrafa eins og maður vill. Ekki var víst að ég næði nokkru sinni fullri heilsu aftur og vegna þess þurfti ég að setja mig í stellingar. En varast þarf að skil- greina sig sem sjúkling, þó maður liggi brotinn í sjúkrarúmi. Maður verður að vinna á þeim forsendum að maður eigi möguleika og reyna að nýta þá.“ Jón Ivar segir biturð oft mjög eðli- lega í kjölfar slyss eða annai-s áfalls. Hann hafi reyndar vissa andúð á henni og ekki upplifað hana nema að litlu leyti. „Biturð er erfiður hluti af ferlinu og upplifi menn hana má það ekki taka of langan tíma. Það þarf að koma henni frá sér í tíma, annars fer hún að rotna með manni og verða til trafala. Svo margt annað er mikil- vægara, til dæmis æðruleysið. Bit- urð er af sama toga og öfund; verður mönnum sjálfum til trafala fyrr en síðar. Hún er ekki góð til fylgilags.“ Hann segh' það sérstaka tilfinn- ingu að koma á Ráðhústorgið eftir slysið. „Ég lít endrum og eins upp eftir veggnum. En það er ekkert sem slær mig út af laginu. Upplifunin var sterk en það er dagurinn í dag sem skiptir máli.“ Hann kveðst hafa gert sér grein fyrir því strax eftir slysið að til þess að njóta lífsins þyrfti hann að reyna hvað hann gæti til að halda heilsu. „Ég uppgötvaði tiltölulega snemma að mér leið miklu betur ef ég var í þokkalega góðu líkamlegu ástandi. Fann að gömlu meiðslin gerðu minna vart við sig eftir að ég fór að stunda gönguskíðin aftur. Það vai- ánægjulegt að geta tekið þau fram aftur og margoft hefur sýnt sig að ef ég hef tekið mér tímabundið hlé frá hollri hreyfingu, gönguskíð- um eða hlaupum hef ég verið sýnu verri í bakinu og fætinum. Hreyfing- in er því nauðsynleg til að ég finni minna íyrir verkjum.“ Sigur „Ég vissi frá gamalli tíð að ég var frekar léttur á mér í hlaupum og þau voru mér því ögrun til að takast á við. I hlaupa- og heOsufarsbyltingu síðastliðinna ára tók ég til við að skokka, það gekk reyndar misjafn- lega, en svo fór ég að druslast á þokkalegum tímum í almennings- keppni og í kjölfar þess kynntist ég stórhlaupurum bæjarins, þeim Sig- urði Bjarklind og Karli Halldórssyni sem ég tel að hafi átt drjúgan þátt í að halda við hlaupahefðinni hér á Akureyri. Hlauparimmurnar með þeim köppum skerptu mig sem keppnishlaupara.“ Jón ívar á metið í Þorvalds- dalsskokkinu sem er 26 km fjalla- skokk. Hann sigraði í sínum aldurs- flokki í hálfmai'aþoni í Akureyrar- maraþoni í hittifyrra, en var fram- kvæmdastjóri hlaupsins síðastliðið sumar og tók því ekki þátt en lagði áherslu á að allir yrðu sigurvegarar. „Meðal þess sem lagt var upp með í Akureyrarmaraþoni var að allir þátt- takendur eru sigurvegarar. Það er persónulegur sigur hvers og eins sem máli skiptir. Þeir sem ná verð- launum eru ekki endilega þeir sem hafa lagt hvað harðast að sér í hlaup- inu þótt þeir hafi auðvitað æft mest og unnið mesta heimavinnu. Það er mjög ánægjulegt að verða fyrstur í keppni og stíga á verðlaunapall, en þær eru ekki minni hetjurnar sem ná árangri án þess að nálgast endilega pallinn. Það er til dæmis svo merki- legt að ég man ekki hvenær ég steig í fyrsta skipti á verðlaunapall eftir slysið. Ég man hins vegar vel að hafa tekið þátt í tveimur Brunnárhlaup- um Menntaskólans á Akm-eyri, því ágæta hlaupi. Fyrst að vori, nokkr- um mánuðum fyrir slysið, og síðan vorið eftir, um það bil sjö mánuðum eftir það. Þá þurfti ég reyndar að stoppa þrisvar á leiðinni til þess að koma sin í fæti í réttar skorður - hún átti það til að losna og þá fór allt úr lagi. Og gott ef ég var ekki fjórum sætum ofar í seinna hlaupinu. Þátt- takan þá var líklega ekki beinlínis samkvæmt læknisráði(l), en ég varð að sanna mig; aðalatriðið var að sýna keppnisskap og það var sigur fyrir mig að geta klárað hlaupið! Verð- launapallamh' voru síðari tíma mál en þessir stóru persónulegu sigrar vega þungt og eru hvati til frekari dáða og meiri vinnu. Svo er hægt að hlaupa víðar en á malbiki. Einhver skemmtilegustu hlaup síðari ára eru óbyggðahlaupin. Hlaup í Fjörðurnar með þeim félögum Sigurði og Karli eru stórskemmtileg. Þá er eftir- minnilegt „indíánahlaup“ okkar Sig- urðar í Þorvaldsdalsskokkinu 1997 þar sem við hentumst í loftköstum út allan dalinn og enduðum báðir þokkalega lemstraðir á nýju meti. Maður heldur áfram að safna af- leggjurum óbyggðanna.“ Hann sigraði í nýafstöðnu Gamlárshlaupi UFA og segist því nú geta hvflt sig á hlaupum með góðri samvisku og snúið sér að gönguskíð- unum. „Við búum á mörkum hins byggilega heims og því er annað hvort að flytja eða laga sig að að- stæðum. Hér er snjór megnið úr ár- inu og með feikigóðri vinnu mætra manna hér i bænum hefur verið komið upp upplýstri gönguskíða- braut í Hlíðarfjalli. Gönguskíðin eiga vel við mig; það er einstök tilfinning að njóta náttúrunnar í léttri sveiflu. Ég er reyndar hálfgerður amatör en mæli með hreyfingunni, ekki síst þegar maður þarf að halda sér i æf- ingu vegna gamalla meiðsla. Er svona meira að fikta við þetta og fór að keppa fyrir hið fomfræga Skíða- félag Éljótamanna. Bæði er það nú að einn langafa minna var risi úr Fljótunum og svo er heiti félagsins sérlega glæsilegt! En auðvitað er þetta fyrst og fremst holl og góð úti- vera sem maðir sækir og ég veit ekki betur en skíðaganga virki á fleiri hluta líkamans en margar aðrar íþróttir. Og fyrir utan þessa góðu hreyfingu skiptir tengingin við nátt- úruna mig miklu máli.“ Aðrar áherslur Jón Ivar telur nauðsynlegt að líta á spaugilegu hliðar lífsins; húmor sé alltaf nauðsynlegur. Hann er mikill keppnismaður - „hef náð að hagnýta þrjósku mína mjög vel 1 keppni síð- ustu ár,“ eins og hann orðar þá hlið mjög faglega - og bendir á að félag- ar hans í Hjálparsveitinni hafi einmitt eftir slysið haft orð á því að hann hefði svo sem auðvitað orðið að komast fyrstur niður! Hann tekur ekki fyrir að áherslur hafi breyst hjá sér eftir slysið. „Verðmætin í lífinu eru svo mörg og hægt er að ná þeim með ýmsu móti. Ég er ekki frá því að ég hafi farið að horfa á aðra þætti lífsins en áður; þætti sem ég hélt ef til vill að væru sjálfgefnir en eru það ekki.“ Eftir stúdentspróf fór hann í heimspeki í Háskóla íslands og segist vera BAs í greininni - BA í skúffu - því hann hefur lokið prófum en á eftir að klára lokaritgerðina. Hann hafði sett stefnuna á líffræði eða heimspeki í Háskólanum og átt- aði sig á því að „ég var afskaplega forvitinn um heimspekina. Mig lang- aði mikið að kynna mér hana áður en ég yrði allur og sé ekki eftir að hafa gert það. Þetta er eitthvert gagnleg- asta nám sem ég hef komið nærri þó það virki kannski ekki praktískt. Það er misjafnt hvernig fólk lítur á nám. Svo er þetta sérlega hollt fóður fyrir bókaskápinn. Heimspekin er, eins og einhver sagði, móðir allra vísinda og fólk fær afskaplega góða yfirsýn í þessu námi, sem ætti að mínu mati að vera miklu meira skylduefni í framhaldsskólum og jafnvel grunn- skólum. Heimspekin veitir slíka yfir- sýn og hjálpar til við tengingar milli námsgreina og út í samfélagið.“ Jón Ivar er metinn 40% öryrki, en segist ekki velta því mikið fyrir sér. „Það er bara tala á blaði. Þannig er ég skilgreindur í möppum eða gagnagrunnum en menn verða auð- vitað að upplifa sig á öðrum forsend- um en þeim.“ Hann er í sambúð með Bergljótu Þrastardóttur og þau eiga soninn ArnakþSkorra, sem er eins og hálfs árs. „Ég á afskaplega góða fjöl- skyldu sem ann mér þess að eyða dá- litlum tíma í áhugamál mín og stend- ur með mér. Ég gæti ekki verið að þessu án þess að hafa mína konu og aðra með í því.“ Jón ívar starfar á dagdeild geð- deildar FSA. „Hún var sett á lagg- irnar fyrir rúmum tveimur árum. Dagdeildin býður upp á þjónustu fyrir fólk sem þarf á framhaldsmeð- ferð að halda eftir viðtöl eða bráða- þjónustu á legudeild; fólk sem er jafnvel í námi eða vinnu en hefur ef til vill lent í tímabundinni andlegri lægð eða fólk sem er að stíga aftur út á vinnumarkað eða fara í nám eft- ir langvinn veikindi. Markmið deild- arinnar eru að efla fólk, leiða því fyr- ir sjónir eigin styrkleika og hjálpa því þannig að ná auknum styrk. Deildin, sem mætir brýnni þörf á svæðinu, hefur gefið afskaplega góða raun. Fólki er boðið upp á viðtals- meðferð hjá sálfræðingi, hjúkrunar- fræðingi, handverk, myndlist, félags- lega þjálfun og svo námsstuðning eða endurmenntun sem ég sé um.“ Hann getur skiljanlega ekki rætt frekar hvað fram fer á deildinni. Segist þó geta svarað því játandi, að sér auðnist að miðla af þeirri reynslu, sem honum hlotnaðist í eig- in erfiðleikum enda nýtist persónu- leg reynsla fólki alltaf, „sama hvað það lærir og hve mikið það menntar sig. Ég hygg að viljinn til lífsins reynist manni vel í þessu sem öðru og mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að maður er fyrst og fremst vera möguleika en ekki sjúklingur. Hetjurnar eru víða og ekki allar sjá- anlegai'. Sigrar eru oft miklir þó þeir fari ekki hátt.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.