Morgunblaðið - 17.01.1999, Page 22
22 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
RYÐGAÐUR togari í höfn í Chile, nær er gamall varðbátur.
„Vandinn“ hjá
okkur er gróðinn
KVÓTAKERFIÐ er mikið
til umræðu núna en hvern-
ig leysa menn þessi mál í
öðrum löndum? Hannes H.
Gissurarson prófessor var á ferð í
Chile, Argentínu og Uruguay í des-
ember og flutti fyrirlestra um ís-
lenska fiskveiðistjórnun í boði þar-
lendra aðila, þ. á m. ráðherra. Hann-
es segir að mikill áhugi sé í þessum
löndum á að kynna sér reynslu ís-
lendinga og Nýsjálendinga sem séu
taldir einu þjóðimar er hafi fundið
viðunandi lausn á því að nýta fiski-
stofna.
Frumvarp er nú fyrir þingi í Chile
um kvótakerfi í fiskveiðum. Hannes
segir veiðar Chilemanna að sumu
leyti sambærilegar við okkar en mið-
in ekki eins gjöful. í stað uppsjávar-
tegunda eins og síldar og loðnu veiði
þeir ansjósu og í stað þorsksins ýms-
ar aðrar tegundir botnfisks eins og
lýsing. Fiskveiðar eru að umfangi
álíka miklar og hjá okkur en skipta
þó mun minna máli fyrir þjóðarbú-
skapinn en hjá okkur enda þjóðin
margfalt stærri.
Kvótakerfi í Chile?
Hann skiptist m.a. á skoðunum við
forvígismenn í útgerð í fiskibænum
Concepcion í Chile.
„Pað var mjög fróðlegt og athygl-
isvert að kynnast sjónarmiðum
þeirra. Þeir hafa fylgst mjög vel með
framvindu kvótakerfisins á Nýja-
Sjálandi og íslandi og taka þau að
mörgu leyti sér til fyrirmyndar í
frumvarpinu sem nú er til umræðu í
öldungadeildinni. Búist er við að það
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor
var nýlega í fyrirlestraferð í Suður-Amer-
íku og var viðfangsefnið reynslan af físk-
veiðistjórn á íslandi. Kristján Jónsson
ræddi við Hannes.
verði afgreitt sem lög í
mars en auðvitað eru
deilur um málið.
Síðan fór ég til Ar-
gentínu og flutti þar
fyrirlestra um íslenska
kvótakerfið og reynsl-
una af því, þetta var hjá
auðlindaráðuneytinu.
Loks fór ég til Uruguay
og flutti erindi í höfuð-
borginni Montevideo en
efnið var þar almennara
eðlis en í hinum löndun-
um tveim.“
Hannes segir að fjall-
að hafi verið um fyrir-
lestra hans í blöðum í
Chile en hann haldi þó
að frumvarpið um kvótakerfi sé ekk-
ert stórmál í landinu. Hann er spurð-
ur hver séu helstu ágreiningsefnin í
þessum löndum á sviði fiskveiði-
stjómunar. Koma byggðasjónarmið
mikið við sögu og eru deilur milli
trillubátasjómanna og talsmanna
togaraútgerða? Hvemig á að tak-
marka stærð flotans?
„Þeir hafa verið með kvótakerfi í
einhverjum litlum veiðistofnum sem
ekki skipta neinu máli
hingað til en notað ein-
hvers konar heildar-
kvóta,“ segir Hannes.
„Nú er þeim orðið Ijóst
að þeir verða að nota
einstaklingsbundna
kvóta en í grundvallar-
atriðum hafa veiðar í
landhelgi Chile og Ar-
gentínu ekki lotið mik-
illi fiskveiðistjóm fram
að þessu.
Eg benti þeim á að
vandinn á íslandi væri
dálítið öðmvísi en í
flestum öðrum löndum.
Það er kyndugt til þess
að hugsa að vandinn hjá
okkur er ekki sá að það þurfí að
dreifa tapinu á fiskveiðum, vandinn
er ekki sá að togararnir liggi við
landfestar og áhafnir séu atvinnu-
lausar. „Vandinn" hjá okkur er gróð-
inn sem menn sjá og tilkallið, sem
ýmsir sem ekki hafa komið nálægt
fiskveiðum, gera til gróðans.
Þetta er vandi sem aðrir vildu
heldur þurfa að fást við en tapið. Ég
varð því ekki var við mikinn skilning
Hannes H.
Gissurarson
á honum því að bæði í Chile og Ar-
gentínu eru miklir erfiðleikar í sjáv-
arútvegi. Það er stunduð ofveiði, sér-
staklega á miðum Argentínumanna.
Margir í Chile nefndu auk þess
óvissu vegna veðurfars, vinda og
strauma sem maðurinn getur lítið
ráðið við.
Veiðistofnamir eru sumir stað-
bundnir en Chilemenn nýta einnig
stofna sem eru um allt Suður-Kyrra-
haf og getur orðið erfitt að ná tökum
á fiskveiðistjóm þar. Ég treysti mér
ekki til að segja mikið um vísindalegt
eftirlit með stofnunum sem þeir
nýta, ég kynntist því ekki vel.“
Sömu áhyggjuefnin
„Það er mjög athyglisvert að
deiluefnin og áhyggjuefnin eru nán-
ast öll þau sömu í Chile og á íslandi.
Verður byggðaröskun? Flytjast
kvótamir frá einni byggð til annarr-
ar? Frá einni tegund skipa til ann-
arrar? Ég benti þeim á það að á ís-
landi hefði raunin orðið sú að ekki
hefði orðið mjög mikil byggðaröskun
og ef eitthvað er hefur landsbyggðin
styrkst og eflst við kvótakerfið
vegna þess að þá verða til öflug út-
gerðarfyrirtæki úti á landsbyggð-
inni.
Og ég benti líka á að samþjöppun
kvóta hefur ekki orðið nærri því eins
mikil á íslandi og menn héldu vegna
þess að þó að þeir sem eigi kvóta
núna séu færri og stærri en áður þá
hafa eigendumir um leið orðið fleiri.
Ég á við að þeir tíu aðilar sem eiga
mest af kvótanum núna em orðnir
almenningshlutafélög og fyrri eig-
„Ef kvótakerfið er
jafn hagkvæmt og
haldið er fram
hvernig stendur þá á
því að það er ekki
tekið upp annars
staðar? Ég held að
ástæðan sé sú að
víðast annars staðar
hafa stjórnvöld ekki
haft jafn náið samráð
við útgerðarmenn og
á íslandi.“
endur eiga svipað hlutfall af kvótan-
um og þeir áttu áður.
Þeir höfðu mikinn áhuga á stærð
flotans og reglum sem settar yrðu
við upphaflega úthlutun. Ætti að út-
hluta eftir veiðireynslu eða eftir
stærð skipa, með öðrum orðum veiði-
getu? Ég sagði þeim að veiðireynslu-
leiðin hefði verið valin hér enda
miklu árangursríkari og friðsamlegri
en uppboðshugmyndir. Hvað myndi
gerast eftir uppboð ef menn fengju
að vita að helmingur flotans yrði að
sigla í land? Hér gæti orðið borgara-
stríð. Mér fyndist mestu skipta að
breytingin yrði í sátt og samkomu-
lagi.“
Hannes sagði í fyrirlestrum sínum
að hann teldi reynslu Islendinga af
kvótakerfinu í meginatriðum hafa
verið góða.
Samráð við útgerðarmenn
Það er ekki deilt um gjaldtöku fyr-
ir kvóta, eignarhald og þess háttar
mál?
„Enginn hafði áhyggjur af gróða í
atvinnuveginum eða hvort skatt-
leggja ætti hann sérstaklega," segir
Hannes. „Það er ekki hægt að skilja
á milli hvatningarinnai- til útgerðar-
manna um skynsamlega ráðstöfun
veiðiheimildanna og virkni kvóta-
kerfisins hins vegar. Ástæðan fyrir
því að kvótakerfið er hagkvæmt er
að kvótamir eru í höndum útgerðar-
mannanna.
Spumingin er hvað valdi því að
eingöngu Islendingar og Nýsjálend-
ingar hafa náð tökum á nýtingu
þessarar auðlindar. Ef kvótakerfið
er jafn hagkvæmt og haldið er fram
hvernig stendur þá á því að það er
ekki tekið upp annars staðar? Ég
held að ástæðan sé sú að víðast ann-
ars staðar hafa stjómvöld ekki haft
jafn náið samráð við útgerðarmenn
og á íslandi. Þetta nána samráð er
því kostur, kerfið hefur verið þróað
friðsamlega í samstarfi þessara
tveggja aðila.“
Hannes segir um úrskurð Hæsta-
réttar fyrir jól að hann hafi tjáð
Chilemönnum að rétturinn hafi
ákveðið að við úthlutun veiðfleyfa
hér hafi verið um óeðlilega mismun-
un að ræða, úthlutun bundin við eig-
endur skipa. Það megi til sanns veg-
ar færa og það verði til bóta að fella
niður veiðileyfi eins og reyndin verði
vafalaust hér. „Hreint kvótakerfi
felst í framseljanlegum, varanlegum
aflahlutdeildarkvóta. Eg held að
hlutdefldin skipti miklu máli því að
hún tryggir að útgerðarmenn hafa
áhuga á því að heildarafli verði
ákvarðaður skynsamlega, þeir eiga
hlutdeild í honum.“
Utsalan hefst á morgun • Utsalan hefst á morgun
iTnnTTi.iMMi jemmmtma. /T." Æ3