Morgunblaðið - 17.01.1999, Page 30
30 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
GÆÐIN MIKILVÆG-
ARIEN STÆRÐIN
wstrni/KsmmlF
Á SUNNUDEGI
► Glerverksmiðjan Samverk á Hellu hefur nú starfað í þrjátíu
ár. Hún er elsta starfandi verksmiðjan á þessu sviði og ein
þriggja stærstu hér á landi. Fyrirtækið sker sig nokkuð úr
mörgum iðnfyrirtækjum sem hérlendis starfa og eru í fremstu
röð. Ekki á það síst við staðsetninguna, á miðju Suður-
landsundirlendinu. Engu að síður fara 80% framleiðslu
Samverks til viðskiptavina á Stór-Reykjavíkursvæðinu og
sannast á því að vegalengdir eru ekki sama fyrirbærið nú til
dags og fyrrum.
eftir Guðmund Guðjónsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI og að-
aleigandi Samverks er Ragnar
Pálsson. Hann er fæddur í
Reykjavík og á ættir að rekja
bæði í höfuðstaðinn og norður til
Fnjóskadals, en ársgamall fluttist
hann með fjölskyldu sinni til
Hellu. Ragnar lauk grunnskóla
Hellu og fór síðan til fjögurra ára
náms í Samvinnuskólanum á
Bifröst í Borgarfirði. Tvö fyrstu
árin var námið stundað þar vestra,
en tvö seinni árin var kennslan í
Reykjavík. Mörg sumur vann
Ragnar í Samverki, enda var karl
faðir hans þar aðaleigandi og
helsta driffjöður. Eftir Samvinnu-
skólaprófið fór Ragnar í hálft ár
til vinnu erlendis og vann þá m.a.
hjá glerbyrgjum í Þýskalandi. Síð-
an kom Ragnar heim á ný, settist
á skólabekk í Tækniskólanum og á
árunum 1990 til 1994 lauk hann
námi og útskrifaðist sem iðnaðar-
tæknifræðingur. Faðir hans var
þá farinn að draga saman seglin
og Ragnar keypti hlut hans og
fleiri tilfallandi hluti. Hann á nú
70% í fyrirtækinu, en faðir hans,
Páll G. Bjömsson, er stjórnarfor-
maður. Hluthafar eru 52 talsins,
en flestir litlir. Ragnar er giftur
Guðrúnu Dröfn Ragnarsdóttur
grunnskólakennara á Hellu og þau
eiga einn son, Ragnar Pál, sem er
þriggja ára.
Ragnar segir að í upphafí hafi
ætlunin verið að stofna atvinnu-
skapandi fyrirtæki í byggðarlagi
þar sem atvinnulífið var mjög ein-
hæft og nauðsynlegt var að bjóða
upp á fleiri valkosti. Hinn 18. jan-
úar 1969 komu saman á Hellu
nokkrir Rangæingar og stofnuðu
hlutafélagið Samverk hf. Fyrir
dyrum stóð að hefja rekstur verk-
smiðju til framleiðslu á tvöföldu
einangrunargleri.
Fyrsta árið sem Samverk starf-
aði var verksmiðjan til húsa í hluta
verkstæðisbyggingar Kaupfélags-
ins Þórs á Hellu, en árin 1970-71 í
nýju 130 fermetra húsi Garðars
Bjömssonar bakarameistara, þar
sem bakaríið er á Hellu. A þessum
tíma voru starfsmenn Samverks
fimm talsins. Húsnæðið var allt of
lítið, en fyrirtækið hafði samt ekki
bolmagn til að byggja. Það var svo
að fyrirtækið Laufafell reisti 300
fermetra húsnæði til útleigu. Sam-
verk tók húsið á leigu og flutti inn
1972. Síðan keypti fyrirtækið húsið
af Laufafelli og hefur tvívegis bætt
við húsnæðið, fyrst árið 1975, 300
fermetra og síðan aftur 1985, er
640 fermetrum var bætt við.
Þannig hefur húsnæðið vaxið úr
100 fermetrum fyrsta árið í alls
1.240 fermetra árið 1985, fyrir
framleiðsluna, auk annars húsnæð-
is, samtals 500 fermetrar. Ragnar
segir ekki standa til að bæta við
húsnæðið fyrst um sinn a.m.k.,
stefnan sé í vaxandi umsvifum að
nýta betur það húsnæði sem til er.
Margt hefur breyst í áranna rás
að sögn Ragnars. Glerið var í upp-
hafi flutt inn í kistum frá Þýska-
landi og vegna þess hve húsnæðið
var knappt varð að geyma kistum-
ar utandyra með tilheyrandi vanda
að opna þær á dæmigerðum
frostköldum vetrardögum. „Öll
framleiðslan var unnin í höndunum
í þá daga, engin tæki voru til stað-
ar fyrstu árin. Mikil þróun hefur
átt sér stað í efnum og vinnsluað-
ferðum við framleiðsluna á ein-
angrunargleri. Engin af þeim efn-
um sem þá voru notuð eru notuð í
dag. Glerið er ekki einu sinni það
sama. Það er annarrar gerðar nú
en þá,“ segir Ragnar.
Þrenn tímamót
Saga Samverks er vörðuð þrem-
ur tímamótum öðrum fremur. Þau
fyrstu dreifast raunar og felast í
húsnæðisviðbótum sem hver um
sig höfðu mikla þýðingu fyrir fram-
gang fyrirtækisins. Önnur tímamót
urðu þegar fyrirtækið fjárfesti í
eigin bflaflota. Aður þurfti, að
framleiðslu loldnni, að pakka öllu
gleri í kistur sem síðar voru fluttar
á kranabflum um Suðurland og
Reykjavíkursvæðið. Þessa flutn-
inga önnuðust aðallega bílstjórar á
eigin bflum. Samverk keypti fyrsta
bflinn árið 1975, var það Mazda
sem gat flutt hart nær tonn af
gleri. Tveimur árum síðar bættist
við Hino bfll sem gat flutt 4 tonn.
Þjónustan við viðskiptavini jókst til
mikilla muna við eigin bflaútgerð.
Síðustu stóru tímamótin voru
síðan í júní á síðasta ári, er fjárfest
var í nýtísku vélasamstæðu frá
Þýskalandi til samsetningar á ein-
angrunargleri ásamt því að breyt-
ingar voru gerðar á framleiðslu-
ferlinu. „Það má því segja, að í dag
sé framleiðslan mjög vélvædd og
hefur það einfaldað og auðveldað
alla vinnu og gert félaginu kleift að
afhenda framleiðsluvöruna á stutt-
um tíma og með litlum fyrirvara.
Þetta er mikil þjónustuaukning,
enda hefur því verið vel tekið og
styrkt stöðu okkar í samkeppninni.
Þetta var mikil fjárfesting fyrir
ekki stærra fyrirtæki, 20 milljónir,
en hverrar krónu virði, „ segir
Ragnar.
Nú er öldin önnur
Gler er ekki bara gler, það verð-
ur deginum ljósara þegar rætt er
við Ragnar Pálsson um fyrirtæki
hans. Fyrrum var það kannski svo,
menn voru bara með einfalt gler.
Punktur. En Samverk framleiðir
eiiifált, tvöfalt og þrefalt gler, K-
gler, einangrunargler, sólvamar-
gler, öryggisgler, hert gler, hamr-
að gler, hitaþolið gler, röntgengler,
hljóðeinangrunargler, eldvarnar-
gler, skrautgler, hleðslugler,
spegla, franska glugga, litað gler
og fleira. Nú er öldin sum sé önn-
ur. Ragnar álítur að hinn fullkomni
véla- og tæknibúnaður auk góðs
húsnæðis og aðstöðu geri Sam-
verki kleift að bjóða upp á landsins
mesta úrval af speglum og gleri.
En hvemig kemur það út að
stunda sína framleiðslu á miðju
Suðurlandi? Ragnar svarar þessu
eftir skamma umhugsun: „Það seg-
ir kannski mest, að 80% af fram-
leiðslu okkar fara á Reykjavíkur-
svæðið. Það er gler frá okkur í
Kringlunni, Hæstarétti, Hallgríms-
kirkju, Rafmagnsveituhúsinu, IS-
húsinu, hjá Össuri, B&L, mörgum
skólum og miklu víðar. Við emm
líka mjög sterkir á Suðurlandi. Það
er sem sagt mjög gott að vera á
Hellu. Það hefur þó ekki alltaf ver-
ið svona gott og gengi fyrirtækis-
ins hefur verið brösótt á köflum
m.a. vegna staðsetningarinnar. I
byrjun, eða fyrir svona 20 til 30 ár-
um var allt annað umhverfi. Það
hljómar hlægilega, en það voru lé-
legar símalínur og sambandið eftir
því. Það var ekkert fax og vega-
sambandið var ekki betra en svo að
það voru ekki malbikaðir vegir alla
leið á Hellu. Það þótti afar langt að
aka hingað.
Allt hefur þetta gjörbreyst.
Vegasambandið, síminn, fax, netið.
Nú finnst okkur við alls ekki vera
langt frá stærsta markaðssvæðinu
og vegalengdir hamla okkur ekk-
ert. Hér áður var það auk þess al-
gilt, og eymir eftir af því enn, að
menn halda að það sé eitthvert mál
að hringja út á land til að panta
vöru. Að það sé á einhvern hátt erf-
iðara að afla vörunnar og að hún sé
dýrari. Þetta er alger misskilning-
ur, a.m.k. hvað okkur hjá Samverki
varðar. Það má því segja, að fjar-
lægðin hafi styst með árunum og
hún er enn að styttast með hverri
nýjung og aukinni þróun í sam-
skiptatækni. Þetta er hreinlega
orðið þannig að menn panta í dag
og fá vöruna á morgun.
Þetta skiptir okkur að sjálfsögðu
geysilega miklu máli, því sam-
keppnin er feiknarlega hörð og
kröfurnar um styttri afgreiðslu-
tíma verða æ meiri.“
Ragnar hugsar sig nú aðeins um
og segir svo: „Það er annað með
staðsetninguna sem við sækjum
mikinn styrk í. Meðal starfsaldur
starfsfólks hjá okkur er 12-15 ár.
Það er því Util hreyfing á starfs-
fólki. Slíkt kemur með afslappaðra
andrúmslofti dreifbýlisins og auk
þess greiði ég fólkinu góð laun,-
Fyrir vikið er starfsfólkið hér
vandvirkt og þaulvant og tíminn
sem fer í að þjálfa upp nýja starfs-
krafta er í algjöru lágmarki. Það er
óumdeilanlegt að svona lagað skil-
ar sér í skjótari og vandaðri vinnu-
brögðum. Það er sem sagt pening-
anna virði.
Það er líka viss tilhneiging úti í
heimi að fyrirtæki flytja sig út fyr-
ir borgimar. Að vísu er Reykjavík
ekki það stór miðað við stórborg-
irnar erlendis að slíkt eigi endilega
við hér á landi. En þrátt fyrir alla
kostina vildi ég alls ekld vera
lengra frá markaðssvæðinu. Það
sást til dæmis á dögunum þegar
Skeiðará kom æðandi niður á sand-
inn og klippti af bi-ýrnar.“
Þreytt góðæri
Hvað er þetta mikið af gleri sem
þið eruð að framleiða og hvað eruð
þið stórir ef þannig mætti að orði
komast?
„Þetta eru svona 500 tonn af
gleri sem við erum að framleiða úr
og þetta flytjum við beint inn frá
framleiðendum í Svíþjóð, Belgíu,
Þýskalandi og Danmörku. Það eru
glerverksmiðjur víða um land, en
þrjár eru stærstar og við erum þar
í hópi. Þriðju stærstir með 12-15%
af markaðnum. Ég legg ekkert upp
úr því að vera stærstur, aðalatriðið
er að reka gott, vandvirkt og skil-
virkt fyrirtæki og það gengur eft-
ir.“
Hvað með vaxtarbrodda og við-
skiptaumhverfið?
„Viðskiptaumhverfið er gott. Ég
vildi orða það þannig að það sé
eðlilegt. Svona eins og það á að
vera og mér finnst allt tal um góð-
æri í þeim efnum vera þreytt. En
ástandið hefur ekki alltaf verið
þannig. Upp úr 1991 var erfitt
tímabil. Þá minnkaði byggingar-
starfsemi til muna, en síðustu árin
hefur allt verið á uppleið á ný og
síðustu tvö til þijú árin hefur starf-
semin verið í jafnvægi. Ég tel að
það geti enn batnað. Fyrir því eru
forsendur ef rétt er haldið á mál-
um.