Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR MANNFJOLGUN á liðnu ári varð sú mesta frá árinu 1991, samkvæmt frásögn hér í blaðinu í fyrradag, sem byggðist á bráðabirgðatölum frá Hag- stofu Islands. Þannig voru íslendingar 275.277 talsins hinn 1. desember 1998, en 1. desember 1997 voru þeir 272.069 og hafði þannig fjölgað um 3.208 eða 1,18 af hundraði. Á tíu ára tímabili, frá 1988 til 1998, hefur íbúum á íslandi fjölgað um 9,4%. Mest hefur fjölgunin verið á höfuðborgarsvæðinu, eða 18,3%. Á Suðurnesjum hef- ur íbúum fjölgað um 5,8% og á Norðurlandi eystra um 1,6%. Annars staðar á land- inu hefur íbúum fækkað. Mest hefur fækkunin orðið á Vestfjörðum á þessu tíma- bili, en þar hefur íbúum fækkað um 14,9%, á Norð- urlandi vestra hefur íbúum fækkað um 9,2% á tíu árum, á Austurlandi um 6,7% og á Vesturlandi um 5,8%. Þessar tölur sýna að eng- inn viðsnúningur hefur orð- ið í þeirri þróun sem hófst fyrir margt löngu - íbúum dreifðari byggða hefur fækkað og íbúum á höfuð- borgarsvæðinu hefur að sama skapi fjölgað. Vitanlega er það svo, að búsetuskilyrði ráða miklu Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. um byggðaþróun í landinu. Fólk velur sér búsetu, þar sem þjónustustig er hátt. Það er auðskiljanlegt að íbúar landsins sæki til þeirra þéttbýliskjarna sem bjóða upp á fjölbreytni og gæði í heilbrigðisþjónustu, mennta- og skólamálum, dagvistarmálum, menning- armálum og þess háttar. Meðal annars til þess að geta boðið upp á öflugri þjónustu á sem flestum sviðum, hefur þróun undan- farinna ára víða um land verið sú, að sveitarfélög hafa í ríkum mæli samein- ast og þannig búið til öfl- ugri og fjársterkari eining- ar, sem betur eru í stakk búnar til þess að efla þjón- ustustigið, en mannfærri sveitarfélög. Þá má ekki gleyma geysi- legum samgöngubótum sem orðið hafa víða um land og ættu að vera til þess fallnar að efla hinar dreifðari byggðir. Nærtækasta dæmi þessa er að sjálfsögðu gerð Vestfjarðaganganna og hvernig þau tengdu saman byggðir, sem ófærir fjall- vegir höfðu áður komið í veg fyrir að tengdust, nema skamman tíma ár hvert. Samt sem áður er það frá Vestfjörðum sem fólksflótt- inn er mestur, en á tíu árum hefur íbúum Vestfjarða fækkað um fimmtán af hundraði. Mest hefur fækk- unin orðið í Vesturbyggð, en þar hefur íbúum fækkað um fjórðung á þessu tíu ára tímabili. Slík fólksfækkun hlýtur að vera ráðamönnum fjórðungsins mikið áhyggjuefni Því fer fjarri að hér sé um séríslenskt fyrirbrigði að ræða, því sókn fólks úr dreifbýli í þéttbýli hófst miklu fyrr í grannríkjum okkar en hér, einfaldlega vegna þess að breyttir at- vinnuhættir og iðnvæðing voru mörgum áratugum fyrr á ferð í grannríkjunum. I forystugrein í Morgun- blaðinu hinn 26. nóvember 1997 var vikið að þessari þróun. Þar sagði m.a.: „Bú- setubreyting af þessu tagi tengist gjörbreyttum at- vinnu- og þjóðlífsháttum á Vesturlöndum. Hún fór á hinn bóginn síðar af stað hér en í grannríkjunum og gengur hraðar fyrir sig. Spá um íbúaþróun á næstu tíu árum bendir til þess að íbúum tiltekinna landshluta eigi enn eftir að fækka um- talsvert.“ Ennfremur: „Byggða- stefna, sem fylgt hefur ver- ið hér síðustu áratugi og styrkja átti byggð í landinu öllu, hefur augljóslega ekki skilað tilætluðum árangri.“ Ekkert hefur breyst á því rúma ári sem liðið er frá því að þessi orð birtust á þess- um vettvangi hér í Morgun- blaðinu. Vel má vera að tímabært sé orðið að stjórn- völd endurskoði stefnu sína í byggðamálum og búsetu- þróun en það er hins vegar fullkomið álitamál, hvort þessari þróun verður yfir- leitt snúið við með stjórn- valdsaðgerðum. Hins vegar gæti það gerst vegna breyttra viðhorfa á kom- andi árum til búsetu í þétt- býli. Því fylgja vandamál, ekki síður en í dreifbýli. FLÓTTINN AF LANDSBYGGÐINNI 3É • sem rithöfundur enga sérstaka kæki eins og Brandur ábóti, sem virðist halda sérstaklega upp á lýsingarorðið hrika- legur, eða höfundur Áma sögu byskups, sem er hallur undir orð sem hefjast á stór-, einkum stór- lega sem hann ofnotar stórlega (segir stórlega nær og stórlega mikið) eða höfundur Arons sögu sem notar atviksorðið örvænt í tíma og ótíma. En það er einnig þó nokkurt uppáhaldsorð höfundar Fóstbræðra sögu sem bregður fyr- ir sig málvillum, ef ekki vill betur til. I Arons sögu er einnig notað orðalagið fannst á sem víða má sjá, en þó oftast sem eðlilegur stílsmáti. Höfundur Arna sögu byskups hefur gaman af að fara byggðum, en það er ekkert sérein- kenni hans, höfundur Njálu hefur einnig gaman af að nota þetta orða- tiltæki. En hann hefur enga sér- staka stílkæki, ekki frekar en Sturla Þórðarson. 4Í STURLUNGU segir að þær •sögur sem gerðust á íslandi eftir andlát Brands byskups Sæ- mundssonar í upphafi 13. aldar hafi verið „lítt ritaðar, áður Sturla skáld Þórðarson sagði fyrir Islend- inga sögur, og hafði hann þar til HELGI spjall vísindi af fróðum mönnum, þeim er voru á öndverðum dögum hans, en sumt eftir bréfum þeim, er þeir rituðu er þeim voru samtíða, er sög- urnar eru frá. Marga hluti mátti hann sjálfur sjá og heyra, þá er á hans dögum gerðust til stórtíðinda. Og treystum vér honum bæði vel til rits og einurðar að segja frá, því að hann vissi eg alvitrastan og hóf- samastan." Slík eftirmæli eru engin tilviljun. En orðalagið „Islendinga sögur“ verður ávallt ein af ráðgátum ís- lenzkrar ritlistar. Og hverjum er gefið vald til að breyta því af full- komnu purkunarleysi eða geðþótta í Islendinga sögu? 5LÝSING Sturlu Þórðarsonar í • íslendinga sögu á Þórði Þor- valdssyni Vatnsfirðingi er hin sama og á Gunnlaugi ormstungu í sögu hans. Bent hefur verið á að lýsing- ar Gunnlaugs og Hallfreðar vand- ræðaskálds Óttarssonar í sögu þeirra séu harla keimlíkar og má það til sanns vegar færa. Það eru þó varla nein stórtíðindi, svo mikil sem víxláhrifin eru í fornum sög- um. Hallfreður var einsog Gunn- laugur: mikill og sterkur, nefljótur og jarpur á hár og fór vel en Gunn- laugur ljósjarpur á hár og fór allvel einsog segir í sögu hans. Þá voru þeir skáld góð en „níðskár“ notað um báða. Hitt er merkilegra - og raunar stórmerkilegt - hvað lýsing Sturlu á Þórði Þorvaldssyni er lík Gunn- laugi ormstungu og mætti draga þá ályktun af því að höfundur Gunnlaugs sögu hafi notað lýs- ingu Sturlu í Islendinga sögu, en ekki öfugt. Rithöfundar gefa per- sónum sínum oft svipmót þeirra sem þeir þekkja úr umhverfi sínu en enginn lýsir lifandi manni upp- úr sögulegu skáldverki. Höfundur Gunnlaugs sögu réð því, hvernig hann lýsti skáldinu, en Sturla var bundinn af staðreyndum. Margir samtímamenn Sturlu þekktu Þórð Þorvaldsson og vissu hvernig hann leit út, þótt Sturla Sighvats- son dræpi þá bræður unga, Þórð og Snorra, einsog lýst er í Islend- inga sögu. Sturla Þórðarson lýsir Þórði svo að hann hafi verið herðabreiður, nefljótur og þó vel fallinn í andliti, eygður mjög og fasteygur, ljósjarpur á hár, skap- mikill. En Gunnlaugi er lýst svo í sögu hans að hann hafi verið herðimikill, neíljótur og skap- felligur í andliti, svarteygur (sem er hið sama og eygður mjög og fasteygur), ljósjarpur á hár og fór allvel, hávaðasamur og mikill í öllu skaplyndi. M. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 16. janúar ETTA HEFUR VERIÐ viðburðarík vika í stjórn- málum jafnt austan hafs sem vestan. I öldunga- deild Bandaríkjaþings hófst málflutningur í rétt- arhöldum yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta, fyrstu réttarhöldunum yfir sitjandi forseta, sem haldin eru í um 130 ár. Á Evrópuþinginu í Strassborg voru harðar umræður um ásak- anir á hendur framkvæmdastjóm Evrópu- sambandsins og greiddi þingið á fimmtudag í fyrsta skipti atkvæði um vantraust á fram- kvæmdastjómina. Það er forvitnilegt að velta fyrir sér hvort eitthvað og þá hvað sé sameiginlegt með þessum málum og að hvaða leyti þau endurspegli muninn á stjóm- kerfum og pólitískri menningu Bandaríkj- anna annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar. Við fyrstu sýn eiga málin tvö fátt sameig- inlegt. Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa framið meinsæri og hindrað framgang réttvísinnar. Réttarhöldin hefjast eftir að löngu ferli er lokið. Fyrst fór fram ítarleg rannsókn sérskipaðs saksóknara er skilaði skýrslu til fulltrúadeildar þingsins. Fulltrúa- deildin tók skýrsluna til umræðu og afgreiddi að lokum tvær ákærur, er sendar voru til öldungadeildarinnar. Þrátt fyrir að þetta ferli hafi á yfirborðinu á sér lagalegt yfir- bragð blandast engum hugur um að pólitísk- ar hvatir ráða ferðinni að miklu leyti. mmmmmmm^m sé afgreiðsla Hefðbundnar fulltrúadeildarinnar borin saman við þá afgreiðslu er mál Ric- hards Nixons fékk í kjölfar þess að Waterga- te-málið kom upp kemur greinilegur munur í ljós. Þingmenn þess tíma lögðu áherslu á að víðtæk sátt næðist um málsmeðferð og þegar fulltrúadeildin tók afstöðu til málsins lá breið samstaða í báðum flokkum til grundvallar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit þingmanna, er mál Clintons var tekið fyrir sl. haust, kom fljót- lega í ljós að þingið var klofið í málinu. I dómsmálanefnd þingsins skiptu menn sér fljótt upp í hefðbundnar fylkingar, sem riðl- uðust lítt allt fram að lokaatkvæðagreiðsl- unni í fulltrúadeildinni. Þetta dregur tvímælalaust úr lögmæti þeirrar málshöfðunar, sem Bandaríkjaforseti stendur nú frammi fyrir. Vissulega efast fáir um að þær ásakanir sem bornar eru á hann eigi sér einhverjar forsendur. Þar sem þær snerta hins vegar ekki beint embættisfærsl- ur forsetans, heldur tengjast fremur því sem yfirleitt er flokkað undir einkalíf einstak- linga, er umdeilanlegt hvort afglöp hans rétt- læti að stjórnkerfi voldugasta ríkis veraldar sé snúið við um margra mánaða skeið í þeim tilgangi að víkja kjömum forseta úr embætti. Hafi forsetinn framið meinsæri gæti hann þurft að svara til saka eftir að hann lætur af embætti. Það væri þá dómstóla að úrskurða hvort hann sé sekur og verði að sæta refs- ingu. Vissulega geta komið upp tílvik þar sem skapgerðarbrestir stjórnmálamanna vekja spurningar um hæfi þeirra til að sinna emb- ætti, þó svo að ekki hafi verið um bein emb- ættisafglöp að ræða. Yrði háttsettur stjórn- málamaður til dæmis uppvís að eiturlyfja- neyslu eða skattsvikum er erfitt að sjá hvernig viðkomandi gæti áfram setið í emb- ætti. Nefna má nýleg dæmi frá Bretlandi þar sem ráðherrar urðu að segja af sér vegna „einkamála". Annars vegar Ron Davies, eftir að mörgu leyti óútskýrða uppákomu á Clap- ham Common, og hins vegar Peter Mandel- son er þegið hafði lán til húsnæðiskaupa frá flokksbróður sínum og síðar samráðherra. Auðvitað eru slík mál ekki að öllu leyti sam- bærileg við mál Clintons og skiptir þar mestu að forseti Bandaríkjanna er kjörinn beinni kosningu af þjóðinni, sem yfirleitt á ekki við um ráðherra. fylkingar EIGIÞAÐAÐVERA réttlætanlegt að víkja forseta úr emb- ætti er nauðsynlegt að ferlið allt sé hafið yfir allan vafa líkt og var er mál Nixons var tekið fyrir. Sú máls- meðferð var talin styrkja stjórnkerfi Banda- ríkjanna. Atburðarás undanfarinna mánaða gæti hins vegar orðið til að veikja hið banda- Yeikir bandarískt stjórnkerfí ríska stjórnkerfi. Menn eiga að sigra póli- tíska andstæðinga sína í kosningum, ekki með pólitískum bolabrögðum undir yfirskyni lagalegrar nauðsynjar. Fyrst ekki var póli- tísk samstaða um það í fulltrúadeildinni að afglöp Clintons réttlættu málshöfðun til embættismissis hefði líklega verið skynsam- legra að láta málið niður falla, t.d. með áminningu, ekki síst í ljósi úrshta þingkosn- inganna í nóvember, þar sem greinilegt var að harðlínustefna repúblikana átti ekki fylgi að fagna meðal almennra kjósenda. Málið allt er hins vegar eitthvert það furðulegasta sem komið hefur upp í banda- rískri stjórnmálasögu. Ekki einungis vegna efnisatriða málsins heldur og ekki síður vegna þeirra fjölmörgu óvæntu vendinga er einkennt hafa þróun þess. Þegar upp er stað- ið hafa flestar spár um framvindu mála und- anfarna tólf mánuði reynst hæpnar, ef ekki beinlínis rangar. í hvert skipti sem Clinton virtist hólpinn dundu nýjar ásakanir yfir. í hvert skipti sem Clinton virtist í tapaðri stöðu snerist þróun mála honum í vil. Flest- um lögmálum er gilt hafa um stjórnmál og stjómmálaumfjöllun hefur verið snúið við. Ekki síst þess vegna er varasamt að spá um þróun málsins í öldungadeildinni. ÖLDUNGADEILD- arþingmönnum hefur verið mikið í mun að sýna fram á að þeir séu hafnir yfir þá flokkadrætti og þau þröngu vinnubrögð er einkenndu málsmeð- ferðina í fulltrúadeildinni. Öldungadeildar- þingmenn eru kjörnir til sex ára í senn og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af kosning- um á tveggja ára fresti líkt og starfsbræður þeirra í fulltrúadeildinni. Þar sem einungis tveir öldungadeildarþingmenn koma frá hverju ríki verða þeir að auki að höfða til mun breiðari hóps kjósenda en fulltrúadeild- arþingmenn. Samkomulagið er náðist í síð- ustu viku um málsmeðferðina var vissulega skref í þá átt að ná víðtækri sátt um það hvernig mál skulu þróast. Þegar eru hins vegar komnir brestir í þá samstöðu og ef litið er á framvindu síðustu vikna má segja að hún hafi ekki verið forsetanum í vil. Ekkert varð úr tilraunum til að ná málamiðlun um vítur á forsetann í stað þess að hefja réttarhöldin. Líkur á að vitni verði kölluð fyrir fara sömu- leiðis stöðugt vaxandi. Og hvað gerist ef helstu sögupersónur þessa pólitíska farsa verða kallaðar fyrir og yfirheyrðar? Hvaða áhrif hefur það á afstöðu öldungadeildar- þingmanna? Hvaða áhrif hefur það á almenn- ingsálitið í Bandaríkjunum? Þótt enginn geti svarað þeim spurningum með nokkurri vissu er eitt ljóst. Málið myndi dragast á langinn og yrði ríkjandi í banda- rískri stjórnmálaumræðu fram eftir ári. Clinton heldur enn vinsældum sínum meðal þjóðarinnar en bent hefur verið á að það gæti breyst, ekki síst ef þróun efnahagsmála verð- ur óhagstæð þegar líða tekur á árið. Óháð endanlegri niðurstöðu málsins er lík- legt að það eigi eftir að hafa áhrif á banda- rískt stjórnkerfi og stjómmál um margra ára skeið. Eflaust verður erfiðara fyrir sérskip- aða saksóknara í framtíðinni að hefja rann- sókn á forseta á svipuðum forsendum og nú. Hins vegar er einnig hætta á að málshöfðun til embættismissis verði í auknum mæli beitt sem pólitísku vopni en ekki sem neyðarúr- ræði. Raunar gæti hið gagnstæða einnig gerst og þessi kafli í stjórnmálasögunni orðið til að meirihluti þingsins leggi ekki að nýju í sambærilega krossferð. Málsmeðferð í öldunga- deild BANDARISKA stjómkerfið byggir á gömlum granni og hefðum, hið samevr- Evrópsk vandræði ópska er hins vegar í stöðugri þróun. Nú í vik- unni reyndi í fyrsta skipti fyrir alvöra á völd Evrópuþingsins er hæfni framkvæmdastjóm- arinnar til að sinna störfum sínum var dregin í efa vegna ásakana um yfirþyrmandi spillingu og óráðsíu. Fregnir af slíku era raunar ekki nýjar af nálinni. Árlega hafa verið dregin fram dæmi af endurskoðendum sambandsins um milljarða og milljarðatugi er horíið hafa í ein- hverja botnlausa hít án nokkurra skýringa, oft í nafni uppbyggingarstefnu, þróunaraðstoðar eða annarra göfugra málefna. Allt frá upphafi Evrópusamvinnunnar hef- ur það verið markmið leiðtoga ESB að mynda SKAUTAÐ á Tjörninni. Morgunblaðið/RAX '£**&*: T ■ pólitískt ríkjasamband, ekki ólíkt Bandaríkj- unum, er keppt gæti við risaveldið í vestri um völd, áhrif og efnahagsmátt. Með upptöku sameiginlegs gjaldmiðils nú um áramótin var tekið eitt stærsta skrefíð í þá átt. Atburðir síðustu viku hafa hins vegar enn einu sinni varpað Ijósi á hversu veikburða stofnanir Evrópusambandsins era og hversu langt draumurinn um Bandaiíki Evrópu á í land. Skipta má stjórnkerfi Evrópusambandsins í femt. Framkvæmdastjómina, sem skipuð er embættismönnum frá öllum aðildarríkjum og hefur frumkvæði að lagasetningu. Évr- ópuþingið, sem skipað er þingmönnum sem kosnir era sérstaklega í öllum aðildarríkjun- um en hefur takmörkuð áhrif á löggjöf. Helstu völd þingsins felast í því að það verð- ur að staðfesta fjárlög ESB og skipan fram- kvæmdastjómarinnar. Ráðherraráðið, sem er skipað ráðherram ríkisstjóma aðildarríkj- anna, tekur hins vegar allar meiriháttai' ákvarðanir og fer með hin raunveralegu völd innan bandalagsins. Evrópudómstóllinn fylgist loks með að löggjöf ESB sé framfylgt í aðildarríkjunum. Framkvæmdastjórnin fer hins vegar með stjórn þeirra þátta er falla undir sameigin- lega stefnu bandalagsins, s.s. landbúnaðar- mál, sjávarútvegsmál og byggðamál. Hvorki framkvæmdastjómin, sem sér um að útdeila fé, né heldur þingið, sem „samþykkir" fjár- lögin, ber hins vegar nokkra ábyrgð á inn- heimtu skattpeninga. Þeir fjármunir sem renna í sameiginlega sjóði koma af skattfé aðildarríkjanna. Evrópuþingið sjálft hefur raunar marg- sinnis sætt harðri gagnrýni fyrir ógætilega meðferð fjármuna og þingmenn verið skammaðir fyrir að skammta sjálfum sér rausnarleg kjör og fríðindi. Evrópukosningar vekja sjaldan mikla athygli í Evrópuríkjun- um og fæstir stjórnmálamenn líta á Evrópu- þingið sem mikilvægan pólitískan vettvang. Þannig hafa hvorki framkvæmdastjórnin, né Evrópuþingið nokkur tengsl að ráði við al- menning í Evrópuríkjunum. Þetta hlýtur að vera þeim sem líta á frekari samruna Evr- ópuríkja sem mikilvægt markmið verulegt áhyggjuefni. Til þessa hefur heldur ekki verið pólitísk hefð fyrir því að láta sverfa til stáls innan stofnana Évrópusambandsins. Menn hafa vahð að líta framhjá óráðsíu í stjórnkerfi ESB og einbeita sér þess í stað að „uppbygg- ingu“ Evrópu, þ.e. að efla samstarfið og dýpka á sem flestum sviðum. Sumir hafa vilj- að skýra deilu framkvæmdastjórnarinnar og Evrópuþingsins svo að hún sé til marks um breytt viðhorf innan ESB, jafnt meðal stjómmálamanna sem í fjölmiðlum. Þau breyttu viðhorf megi m.a. rekja til þess að kynslóðin er upplifði síðari heimsstyrjöldina og var reiðubúin að leggja allt í sölurnar til að koma í veg fyrir hættuna á ófrið í Evrópu hefur á undanförnum áram smám saman verið að yfirgefa hinn pólitíska vettvang í Evrópu. Kynslóðin sem tekur við er ekki jafnfús að líta framhjá vanköntum Evrópu- samvinnunnar. Eftír því sem samvinna Evrópuríkjanna verður víðtækari og nánari eykst þöi-fin á virku, sameiginlegu stjórnkerfi. Stofnanir ESB voru settar á laggirnar er samstarfið var umfangsminna og aðildarríkin færri. Eft- ir því sem aðildarríkjunum fjölgar og við- fangsefnin verða flóknari kemur betur og betur í ljós hversu ófullkomnar hinar evr- ópsku stofnanir era. Það gæti þó reynst erf- iðara verkefni en margan grunar að finna lausn er öll ríki geta sætt sig við. Hvert ríki Evrópusambandsins hefur sína sögu, menn- ingu, hefðir og hagsmuni. Menn gleyma því gjarnan að það kostaði mannskæðustu borg- arastyrjöld sögunnar að koma á samræmdri stjórn í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það vora Bandaríkin ungt nýlenduríki án aldagamalla hefða. Það má því segja að bæði þessi mál varpi Ijósi á veikleika viðkomandi stjórnkerfa. Eitt af grundvallaratriðum bandaríska stjórn- kerfisins er að stofnanir þess veita hver annarri öflugt aðhald. Þetta hefur reynst mesti styrkur stjómkerfisins og komið í veg fyrir að því mikla valdi er bandaríska alríkis- stjórnin hefur sé misbeitt. Líkt og nú hefur komið í Ijós er hins vegar ekki hægt að úti- loka að aðhaldshlutverkinu sé misbeitt. Ekki má þó gleyma því að eitt af hlutverkum öld- ungadeildarinnar er að veita fulltrúadeildinni aðhald. Helsti vandi hins evrópska stjórn- kerfis er aftur á móti skortur á aðhaldi. Málalyktir á Evrópuþinginu á fimmtudag vekja vissulega vonir um að vilji sé til að breyta því þótt enn eigi hinar evrópsku stofnanir langt í land í þeim efnum. „Óháð endanlegri niðurstöðu máls- ins er líklegt að það eigi eftir að hafa áhrif á bandarískt stjórn- kerfi og stjórnmál um margra ára skeið.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.