Morgunblaðið - 17.01.1999, Side 34

Morgunblaðið - 17.01.1999, Side 34
34 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ H Nú virðast sumir halda, að í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða sé mælt fyrir um sameign þjóðarinn- ar á nytjastofnunum í einkaréttar- legum skilningi. Hins vegar er ekki gott að segja, hvers konar sameign það ætti þá að vera. Af umræðunni að dæma virðist það helst vera það sem í lögfræði er nefnd sérstök sameign. Við athugun á því hugtaki sést þó fljótt, að svo getur augljós- lega ekki verið. Of langt mál væri að rekja það hér. Hver er eignin og hver eigandinn? Hitt skiptir meira máli, að til þess að nytjastofnarnir geti yfir- leitt verið sameign í lögfræðilegri merkingu - hvort heldur sérstök sameign eða annars konar sameign - þurfa verðmætin, sem um er að ræða, að geta verið „eign“ og sá, sem þau á að eiga, „eigandi“. Svar- ið við því, hvort nytjastofnarnir séu „sameign þjóðarinnar“, veltur m.ö.o. á svörum við öðrum spurn- ingum. Þær eru: Hver er eignin? Er það rétturinn til að veiða físk- inn, nytjastofnarnir sem slíkir eða fískimiðin og hafíð sjálft? Ef eitt- hvað af því, sem nú var nefnt getur verið eign, getur þá þjóðin sem slík verið eigandinn? Þegar þessum spumingum er svarað þarf að huga að því á grundvelli hvaða heimilda löggjafinn hefur takmarkað veiðar á Islandsmiðum. Sigurður Líndal og Þorgeir Ör- lygsson hafa báðir í nýlegum rit- gerðum fjallað um þessi álitaefni og raunveralega merkingu orð- anna „sameign þjóðarinnar" í 1. gr. laga um stjórn fískveiða. Ritgerð SAMEIGN ÞJÓÐARINNAR - HVORKI FUGL NÉ FISKUR! ur til veiða, þannig að hver sá, sem hafði yfir að ráða bát og veiðarfær- um, gat veitt. Reglu þessa er að finna í Grágás og Jónsbók og hún er tekin í síðustu útgáfu Lagasafns frá 1995 sem gildandi lög á Islandi. Um almenninga er það að segja, að þeir hafa frá fornu fari verið eig- endalaus svæði. Islenska ríkið hef- ur því ekki verið eigandi þeirra frekar en hver annar, sem hefur getað fært fram heimildir fyrir eignatilkaili sínu (um eignarrétt hálendissvæða sjá nú lög 58/1998 um þjóðlendur o.fl.). Almannaréttur er ekki eign I hugtakinu eign felst, að hags- munir eða verðmæti þurfa að vera í nánum tengslum við ákveðinn eða ákveðna aðila öðrum fremur. Til eignar verða þess vegna ekki talin önnur réttindi en þau, sem hafa verið talin einstaklingseignarréttur eða einkaréttur. Hreinir hagsmun- ir og heimildir, sem réttaraeglur tryggja öllum almenningi til nota vissra verðmæta, verða ekki talin eign, enda skortir einstaka menn í þeim tilvikum flestar þær heimild- ir, sem nefndar voru að framan og almennt eru taldar felast í einstak- í LEIÐARA Morgunblaðsins 16. desember sl. er fjallað um ummæli sem höfð eru eftir Sigurði Líndal, lagaprófessor, á fundi tveimur dög- um áður. Sigurður lýsti þar þeirri skoðun, að ákvæði 1. ml. 1. gr. laga 38/1990 um stjórn fiskveiða sé merkingarlaust í þeim skilningi að þjóðin, sem slík, hafi engar þær heimildir, sem eignaraétti fylgi samkvæmt íslenskri löggjöf og lagahefð. Ákvæðið hljóðar annars svo: „Nytjastofnar á Islandsmiðum eru sameign íslensku |)jóðarinnar“. Tillaga Morgunblaðsins Af leiðara Morgunblaðsins að dæma virðist höfundi hans brugðið við þessa túlkun Sigurðar. Það kemur á óvart, enda hafa færustu lögfræðingar, þ.á m. Sigurður, áð- ur haldið þessari skoðun fram í fræðilegum ritgerðum. I ljósi fréttamats Morgunblaðsins í fréttaflutningi af fiskveiðistjórn undanfarin ár, vekur nokkra furðu, að þau skrif skuli að mestu hafa farið framhjá blaðinu. Ekki væri þó sanngjarnt að segja, að þau hafi alfarið farið framhjá blaðinu, því að 23. nóv. 1997 er vikið að sambærilegri nið- urstöðu Þorgeirs Örlygssonar lagaprófessors. I tilefni af henni skrifaði höfundur Reykjavíkur- bréfsins: „Hér er auðvitað um ein- hverja skólaspeki að ræða.“ - Ekki veit undirritaður hvað þessi orð eiga að merkja. I framangreindum leiðara Mbl. er sett fram tillaga, að því er virðist til að bregðast við „óvissunni“ eftir ummæli Sigurðar. Tillagan er sú, að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum, enda ætti þá „enginn að þurfa vera í vafa um þýðingu þess“, eins og leiðara- höfundur orðar það. Hvers konar sameign? 3) • Sérlega rúmgóður • Stílhreint og glæsilegt útlit • Sameinar mikið afl og litla eyðslu Öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur Bíll fyrir nýja öld Sýning helgina 16-17 j anúar. kl. 12-17. Sigurðar birtist í afmælisriti Da- víðs Oddssonar og ritgerð Þorgeirs í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti 1998. Prófessoramir eru sammála um, að skilja verði lagaákvæðið með nokkuð öðrum hætti en ætla má við lestur þess. Hér að neðan era tilfærðar helstu niðurstöður þeirra: Ilugt ökin eign og eignarréttur Hugtakið „eign“ hefur ekki í öll- um tilvikum sömu merking í lög- um. Skilgreina má hugtakið „eign- araétt" þannig, að það feli í sér einkarétt ákveðins aðila, eiganda, til þess að ráða yfír tilteknum lík- amlegum hlut innan þeirra marka, sem þeim rétti era sett með lögum og stofnun takmarkaðra (óbeinna) eignarréttinda ann- arra manna yfír hlutn- um. Almenn samstaða er um að mikilvæg- ustu heimildir eignar- réttar séu umráðarétt- ur, hagnýtingarréttur, ráðstöfunarréttur, skuldfestingarréttur, réttur til að láta eign ganga að erfðum og réttur til að leita full- tingis almannavalds til verndar eigninni. Hafið er almenningur Frá fornu fari hafa ákveðin svæði hér á landi verið nefnd almenningar. Al- menningar era tiltekin svæði á þuralendi og á haf- svæðum úti fyrir ströndum landsins og auk þess sérstakur hluti stöðuvatna, þ.e. svæði utan netlaga. Hafalmenningur er það svæði sjávar við strendur landsins sem tekur við utan netlaga, en netlög era sjávar- belti, sem nær 115 metra út frá stór- straumsfjörumáli land- areignar. Frá upphafi byggðar á Islandi og allt fram á miðja þessa öld hefur sú meginregla gilt, að í almenningum væri öllum heimil veiði; þar gilti m.ö.o. almannarétt- Jónas Þór Guðinundsson $ SUZUKI SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 Heimasíða: www.suzukibil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.