Morgunblaðið - 17.01.1999, Page 35

Morgunblaðið - 17.01.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 35 ' t SKOÐUN Hvorki villtir fuglar né fiskar geta verið undirorpnir eignarrétti, segir Jónas Þór Guðmundsson, og þjóðin nýtur ekki stöðu sameiganda. lingseignarrétti. Þar kemui' eink- um tvennt til. Annars vegar þau fjarlægu tengsl, sem eru á milli einstakra eignaheimilda og rétthaf- anna, og hins vegar hve sá hópur er lítt skilgreindui' og afmarkaður. Almannaréttur til veiða var sem sagt ekki grundvallaður á einka- rétti af neinu tagi og byggðist ekki á því, að hver og einn einstaklingur ætti eignarrétt að ákveðnum hluta fískistofnanna eða ákveðnum hlut- um hafsvæðanna við Island. Þvert á móti var rétturinn almennur og slíkur almannaréttur hefur ekki verið talinn eign i skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar. Annað mál er, að einstakir menn kunna að hafa nýtt réttindi almannaréttar eðlis á þann hátt, að tahð verði að um stjórnskipulega vernduð atvinnu- réttindi sé að ræða. Takmarkanir í skjóli fullveldisréttar ríkisins Almannaréttur á fiskimiðunum hélst í meginatriðum óbreyttur til ársins 1984, þegar kvótakerfi var tekið upp. Frá þeim tíma hefur rétturinn verið takmarkaður, nú síðast með lögum um stjórn fisk- veiða 38/1990, með það að mark- miði að koma í veg fyrir ofveiði. Það var verkefni löggjafans að tak- marka nýtingu fiskimiðanna og setja almennar leikreglur um hag- nýtingu þeirra. Þetta gerði löggjaf- inn í skjóli fullveldisréttar ríkisins og almennra valdheimilda en ekki í krafti þess, að ríkið eða þjóðin væri eigandi fiskimiðanna í einkaréttar- legum skilningi. Vörslulausir fiskar - fiskimiðin Gerðar eru ákveðnar lágmai'ks- kröfur til þess, að líkamlegur hlut- ur geti verið háður yfirráðum manna. Oumdeilt er í lögfræði, að villtir og vörslulaush' fiskar, sem synda frjálsir um höfin, uppfylla ekki þær lágmarkskröfur og geta því ekki verið undirorpnir eignar- rétti nokkurs manns eða hóps manna - hvorki þjóðarinnar, ríkis- ins né einstaklinga. A sama hátt er ekki um það deilt, að hafsvæðin umhverfis landið (fiskimiðin) eru ekki einstaklingseignarrétti háð - hvorki þjóðarinnar, ríkisins né ein- staklinga. Að þessu leyti gildir þannig það sama um hafið og gildir um andrúmsloftið. Þjóðin er ekki í'éttaraðili Einstakir menn og lögpersónur geta átt réttindi og borið skyldur, þ.e. verið réttaraðilar. Lögpersón- ur eru ópersónulegir aðilar eins og t.d. ríkið, sveitarfélög, stofnanir, einkafélög, sjóðir og samtök. Ein- ungis réttaraðilar geta þannig ver- ið aðilar réttinda, þ.á m. eignar- réttinda. Oumdeilt er hins vegar að þjóðin, sem samheiti þess fólks er landið byggir, getur ekki átt rétt- indi og borið skyldur. Hún er því ekki persóna að lögum. Þetta þýðir m.ö.o. að þjóðin getur ekki verið eigandi nytjastofnanna í lögfræði- legum skilningi. Eins og áður var lýst, þá geta allir þeir menn í sam- einingu sem mynda þjóðina ekki heldur verið eigendur þeiiTa. Með setningu laga 38/1990 um stjórn fiskveiða varð ríkið hvorki eigandi hafsvæðanna við landið né þeirra fiskistofna, sem þar er að finna, enda eignarhaldi þess ekki lýst þar yfir. Fræðilega virðist hins vegar ekkert því til fyrirstöðu, að Alþingi lýsti ríkið eiganda veiðiréttarins á Islandsmiðum með lögum. Slík lagasetning myndi þó m.a. tak- markast af réttindum einstakra manna, sem fyrir eru og hagnýta sér þessi réttindi. Væri þannig hróflað við atvinnuréttindum ein- stakra manna, kynni, allt eftir efni slíkrar lagasetningar, að reyna á vernd réttinda þeirra samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrár- innar. Almenn markmiðs- yfirlýsing Hver er þá raunveruleg merking þeirra orða í 1. gr. laga um stjóm fiskveiða, að nytjastofnamir séu „sameign íslensku þjóðarinnar"? Niðurstaða Sigurðar og Þorgeirs er sú, að þessi orð feli ekki í sér annað en almenna mai'kmiðsyfir- lýsingu um að nytjastofnana beri að nýta með hagsmuni þjóðarheild- arinnar í huga og séu jafnframt árétting hinnar fornu reglu Grá- Reykjavík, Keflavík, Selfoss, Akureyri, og Egilsstaðir. ( 00. á ar.is TEGUND: 1,3 GL 3d 1,3 GL 4d 1,6 GLX 4d, ABS 1,6 GLX 4x4,4d, ABS 1,6 GLX WAGON, ABS WAGON 4x4, ABS VERÐ: 1.195.000 KR. 1.295.000 KR. 1.445.000 KR. 1.575.000 KR. 1.495.000 KR. 1.675.000 KR. gásar og Jónsbókar um heimildir manna til veiða í hafalmenningum við Island innan þeirra marka, sem löggjafinn ákvarðar hverju sinni. Orðalagið sé hins vegar villandi, ef með því sé verið að gefa til kynna _ hefðbundinn einstakhngseignar- rétt þjóðarinnar yfir þessum verð- mætum. Umrædd verðmæti geti einfaldlega ekki verið „eign“ al- mennings eða þjóðarinnar. Vilji lög- gjafans Þessi skilningur hefur ótvíræða stoð í athugasemdum Alþingis við 1. gr. laga 38/1990 (sjá Alþt. 1989- 90, A, þskj. 609, bls. 2547). Þar kemur fram, að með orðunum „sameign íslensku þjóðarinnar" sé minnt á mikilvægi þess að varð- veita fullt forræði Islendinga yfir auðlindinni. Jafnframt felist í þeim sú sjálfsagða stefnumörkun, að markmiðið með stjórnun fiskveiða sé að nýta hana til hagsbóta fyrir þjóðarheildina. Það verði ákvörðun löggjafans á hverjum tíma, hvernig það verði best gert. Dómur Hæstaréttar Á sama skilningi virðist byggt í dómi Hæstaréttar frá 3. des. sl. (veiðileyfadóminum). Þar er talað um þá „almennu forsendu löggjaf- arinnar“ og þá „almennu stefnu- mörkun" að nytjastofnarnir séu sameign þjóðarinnar. Jafnframt segir, að með 5. gr. laga 38/1990 hafi verið sett fyrirfarandi tálmun við því, að drjúgur hluti lands- manna geti, að öðram skilyrðum uppfylltum, notið sama atvinnu- réttar í sjávarútvegi eða sambæri- legrar hlutdeildar í þeim „sam- eign, sem nytjastofnar á Islands- miðum eru“. Áf tilvitnuðum orðum dómsins og því samhengi, sem þau eru sett fram í, virðist ljóst, að Hæstiréttur á hér við „almanna-' réttinn" til veiða í „almenningnum" sem fiskimiðin era. Vissulega hefði þó verið heppilegra ef Hæstiréttur hefði vikið nánar að merkingu orð- anna „sameign þjóðarinnar" í þessu samhengi. Það virðist þó ekki hafa verið nauðsynlegt, eins og málið lá fyrir réttinum. Hitt er annað mál, að einstakir menn geta haft af því lögvarða hagsmuni að fá úr því skorið fyrir dómi, hvort þeir geti, „að öðram skilyrðum uppfyllt- um“, aflað sér atvinnuréttar með því að nýta almenninginn. Stjórnarskrárákvæði um „sameign þjóðarinnar“! Allt ber hér að sama brunni; nið- urstaða lagaprófessora, lögskýr- ingargögn og dómur Hæstaréttar. Orðalag 1. gr. laga um stjórn fisk- veiða er m.ö.o. villandi og hefur ekki þá merkingu, sem ætla má við lestur þess; þjóðin getur ekki verið eigandi nytjastofnanna í skilningi eignarréttar. Þess vegna má heita undarlegt, að leiðarahöfundur Mbl. vilji láta setja ákvæði í stjórnar- skrána um „sameign þjóðarinnar" á auðlindum landsins, þ.á m. fiski- miðunum. Hann virðist vera í ein- hverri villu um merkingu slíks ákvæðis. Villtir og vörslulausir fiskar á Islandsmiðum verða ekki - ekki frekai- en fuglarnir sem fljúga villtir í lofthelgi íslands - „sameign þjóðarinnar", þótt Alþingi setji lög um það. Hvorki villtir fuglar né fiskar geta verið undirorpnir eign- arrétti og þjóðin eða almenningur nýtur einfaldlega ekki stöðu sam- eiganda. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá verður Jörð- in ekki flöt þótt svo segði í lögum - ekki einu sinni þótt svo segði í stjórnarskrá! Höfundur er lögfræðingur og 1. vnraformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. vg) mbl.is _ALLTAf= GITTHSSAG NÝTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.