Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 1
48. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Andófs- menn fyrir rétt á Kúbu STJÓRNVÖLD á Kúbu stað- festu í gær að þau hygðust leiða fjóra þekkustu andófs- menn í landinu fyi'ir rétt næst- komandi mánudag en mann- réttindasamtök hafa að undan- förnu mjög gagnrýnt stjórn- völd fyrir að hafa haft menn- ina í nítján mánuði í fangelsi án dóms og laga. Mennimir eru sakaðir um undirróður en þeir gagmýndu einsflokkskerfið í landinu og hvöttu til lýðræðislegra um- bóta. „Eg fór að gráta er ég heyrði fréttirnar. Við höfum beðið svo lengi. Eg vona, að þeim verði sleppt því að þeir eru saklausir,“ sagði Magalys Roca, eiginkona eins fang- anna, Vladimiros Roca. Hinir þrír eru Martha Beatriz Roque, Felix Bonne og Rene Gomez Manzano. Voru þau handtekin í júlí 1997 er þau birtu yfirlýsingu, sem þau kölluðu „Föðurlandið er okkar allra“. Reuters Forsetakjör í Nígeríu NÍGERÍUMENN munu kjósa sér nýjan forseta í dag og stendur baráttan fyrst og fremst á milli Olusegun Obasanjo hershöfðingja og fyrrverandi herstjóra í Nígeríu og Olu Falae, fyrrverandi íjármálaráðherra. Þykir Obasanjo líklegastur til að hreppa embættið. Nígería varð sjálfstætt ríki 1960 og síðan hefur herinn farið með völdin í landinu að undanskildum 10 árum. Abdulsalami Abubakar, núverandi herstjóri, ætlar að afhenda borgaralegri stjóm völdin 29. maí nk. Myndin er frá kosningafundi Obasanjo í borginni Abeokuta. Japönum ráðlagt Komið verðbólg- unni af stað Manila. Reuters. STJÓRNVÖLD í Japan ættu að beita sér fyrii- nokkurri verðbólgu í landinu í því skyni að vinna bug á samdrættinum í efnahagslífinu. Einn af æðstu yfirmönnum IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lýsti yf- ir þessu í gær í Manila á Filipps- eyjum. Stanley Fischer, fyrsti aðstoðar- forstjóri IMF, sagði í viðtali við Reuters-fréttastofuna, að þótt hann væri því almennt hlynntur, að ríki héldu verðbólgunni innan ákveðinna marka, þá ætti það ekki við um Japan eins og komið væri. I svipinn gæti nokkur verðbólga ver- ið af hinu góða. Verðhjöðnun í sex mánuði I Japan er einmitt mikið um þetta rætt og hafa sumir lagt til, að seðlabankinn auki peningamagn í umferð til að örva viðskiptin. Hafa Japanar miklar áhyggjur af verð- hjöðnunarskmfunni og í gær var frá því skýrt, að vísitala neyslu- vöruverðs á Tókýó-svæðinu hefði verið 0,1% lægri í febrúar nú en fyrir ári. Hefur hún þá lækkað sex mánuði í röð. Bill Clinton varar Serba við nýrri sókn í Kosovo Segir NATO reiðubú- ið að skerast í leikinn Pristina. Reuters. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær, að NATO væri reiðubúið að grípa til sinna ráða ef Júgóslavíuher hæfi sókn í Kosovo áður en friðar- samningar hæfust aftur 15. mars. Bendir margt til, að hún sé undirbúningi. I fyrrakvöld stöðv- uðu Serbar eftir- litsmenn ÖSE, Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, á landa- mærunum við Makedóníu og hleyptu þeim ekki áfram fyrr en seint í gær. Eftirlitsmenn ÖSE segja, að Serbar séu með mikinn liðsafnað við bæinn Vueitrn og einnig við Suva Reka þar sem lá við miklum átökum milli þeirra og skæruliða Kosovo- Albana fyri- í vikunni. Hafa þeir flutt þangað skriðdreka, brynvarða bíla og fjölmennt herlið. Virðist sem Serbar séu að undirbúa mikla sókn gegn skæruliðum á þessum slóðum þótt talsmenn þeirra segi, að aðeins sé um venjulegar vetrarheræfingar að ræða. Clinton sagði í San Francisco í gær, að herafli NATO væri reiðubú- inn að láta til sín taka ef Serbar hæfu hernað í Kosovo áður en frið- arviðræðurnar hæfust aftur um miðjan næsta mánuð. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, lét einnig svipuð ummæli falla í gær þegar hann sagði, að NATO gæti undir engum kringumstæðum sætt sig við nýja herför Serba gegn Kosovo-Alb- önum. Þúsundir flýja átakasvæði Skipst var á skotum við bæinn Vucitrn í gær, fimmta daginn í röð, en hann er norðvestur af höfuðborg- inni, Pristina. Talið er, að um 4.000 óbreyttir borgarar hafi flúið svæðið síðan í byrjun vikunnar. Serbneskh- landamæraverðir stöðvuðu bílalest eftirlitsmanna ÖSE á landamærunum við Mak- edóníu í fyrrakvöld en þeir voru á leið til Pristina í Kosovo. Urðu sum- ir að hírast í bflum sínum um nóttina en fengu að halda ferðinni áfram seint í gærdag. Segja þeir, að serbnesku landamæraverðirnir hafí verið mjög ruddalegir og rifið upp allan farangur og annan búnað í bfl- unum. Að því er fram kemur í Reuters-fréttum tóku einnig þátt í aðförunum óbreyttir borgarar en vel vopnaðir og sumir drukknir. „Köstuðu gijóti og brutu rúðu“ Urður Gunnarsdóttir, einn blaða- fulltrúa ÖSE í Pristina, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að sú ákvörðun Serba að halda starfs- mönnum ÖSE á makedónísku landa- mærunum og að beita valdi til að leita í bifreiðum og farangri þeirra væri skýlaust brot á samningi stofn- unarinnar við Júgóslavíu og á Vínar- sáttmálanum um friðhelgi dipló- mata. Væri þetta eitt skýrasta dæm- ið um þá vaxandi andúð, sem ein- kenndi framgöngu Serba gagnvart fulltrúum ÖSE, og ætti það bæði við um serbneska lögreglu og óbreytta borgara. „Serbnesk börn köstuðu grjóti í bifreið okkar, brutu rúðu og skemmdu bflinn í gærdag á leið út úr Pristina," sagði Urður og gat þess að lögreglan sem hingað til hefði sjaldnast séð ástæðu til að stöðva bifreiðir ÖSE á vegum úti gerði sér æ oftar far um að stöðva þær og yfirheyra ökumenn. Engin einangrunarhyggja Clinton, forseti Bandaríkjanna, ætlaði í gær að flytja ræðu um utan- ríkisstefnu stjórnar sinnar þau tvö ár, sem hann á eftir í embætti. Var það haft eftir ráðgjöfum hans, að hann myndi fara yfir stöðu heims- málanna, í Miðausturlöndum, Kosovo og víðar, og leggja áherslu á, að Bandaríkin yrðu að taka fullan þátt í að gæta friðar og frelsis um allan heim. Einangrunarhyggjan, sem ráðið hefði ríkjum í Bandaríkj- unum eftir fyrra stríð, væri víti til að varast, enda hefði hún haft alvarleg- ar afleiðingar. Reuters SLÖKKVILIÐSMAÐUR berst við eldinn eftir árekstur olíuflutninga- bfls og skólabifreiðar skammt frá Karlskoga í Svíþjóð í gær. Níu fór- ust, þar af sjö börn. Níu fórust í bílslysi í Svíþjóð Siö börn meðal hmna látnu Stokkhólmi. Reuters. SKÓLABIFREIÐ með sjö börnum innanborðs er talin hafa runnið til í hálku, á veginum milli Karlskoga og Örebro í Svíþjóð í gær, með þeim af- leiðingum að hún rakst á olíuflutn- ingabfl. Festist bifreiðin undir olíu- flutningabflnum og stóðu báðar bif- reiðamar í ljósum logum þegar lög- reglu og slökkvilið bar að. Hitinn af eldinum var svo gífurlegur að björg- unarfólk komst ekki í námunda við slysstaðinn. Bflstjóri olíuflutninga- bflsins komst lífs af. Fjölskyldur, vinir og aðstandend- ur barnanna söfnuðust saman í Smedbykyrkan, nálægum bæ, þar sem lið presta, björgunarsveitar- manna og áfallahjálparfólks var þeim til aðstoðar. Börnin voru á leið í skoðunarferð frá skóladagheimili sínu að ævin- týrasafninu í Bodaborg í Karlskoga, þegar slysið varð. Bifreiðin sem lenti á flutningabílnum var önnur í röð fjögurra skólabifreiða á leið til Bodaborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.