Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ
Heimakletts að borða á veitinga-
staðnum Játvarði á Akureyri.
AÐ er líklega álíka algengt að
maður bíti hund og að knatt-
spymudómari sé rotaður í
kappleik. Það fáheyrða atvik átti sér
hins vegar stað á Akureyri fyrir
skemmstu, þegar ungur leikmaður
sló dómara í höfuðið með þeim af-
leiðingum að hann lá rotaður eftir í
skamma stund. Sem betur fer slas-
aðist dómarinn ekki, en atvikið er
engu að síður alvarlegt, enda var
leikmaðurinn úrskurðaður í eins árs
leikbann af aganefnd KSI. Dómar-
inn, Rúnar Steingrímsson, blandaði
sér ekki í umræður um atvikið áður
en úrskurður nefndarinnar lá fyrir
en var tilbúinn að setjast niður
stundarkorn með blaðamanni í síð-
ustu viku.
Rúnar lék á árum áður með liði
Þórs en þrálát meiðsli urðu til þess
að hann hætti knattspyrnuiðkun fyrr
en efni stóðu til. Þá tók hann til við
dómgæslu og undir lok síðasta árs
var ákveðið að hann yrði í hópi
þeirra bestu á nýliðnu ári; starfaði
sem dómari í efstu deild í fyrsta
skipti. Og segja má að sumarið sé að
hetjast hjá Rúnari, ekki síður en
knattspyrnumönnunum, því hann
heldur fljótlega utan með flautuna í
farteskinu. „KSÍ hefur útvegað dóm-
urum störf í æfíngaleikjum fyrir
keppnistímabilið og síðastliðin ár
hafa þeir sem koma nýir inn í efsta
flokkinn verið sendir til útlanda að
dæma. Ég fer einmitt til Kýpur núna
um miðjan mars að dæma á æfínga-
móti,“ segir Rúnar. Dómarar hafa
gjaman verið með í för þegar íslensk
lið taka þátt í mótum, t.d. á Kýpur,
en íslensk lið verða ekki á umræddu
móti að sögn Rúnars.
Held mínu striki
Dómarinn var nýkominn af æfíngu
þegar við hittumst á Játvarði og því
ekki lystarlaus frekar en blaðamað-
ur. Rúnar varpar hlutkesti og velur
sér humarsúpu með hvítlauksrjóma
í forrétt, sem kostar 730 krónur, en
greinarhöfundur fær aftur á móti
léttsteiktan humar og hörpuskel í
saffranrjómasósu á 1.180 kr. Hvort
tveggja bragðaðist fjarskalega vel
þannig að fyrri hálfleikurinn gengur
vel.
Talið berst að atvikinu sem minnst
var á í upphafi; þegar leikmaðurinn
rotaði Rúnar. „Þetta var talsvert
áfall fyrst á eftir en þegar frá líöur
hefur atvikið engin áhrif á mig. Ég
held náttúrlega bara mínu striki.“
Þannig að atvikið slær þig ekki út
af laginu?
„Nei, örugglega ekki. Dómai-i
brynjar sig gagnvart öllu. Hann veit
að alltaf má eiga von á hrópum og
köllum frá fólki en brynjar sig fyrir
því. Maður heyrir aldrei út fyrir hlið-
arlínuna. En að verða beittur líkam-
legu ofbeldi er hins vegar nokkuð
sem enginn á von á. Þess vegna
verður sjokkið dálítið, en maður
verður að halda áfram.“
Er erfitt að lenda í svona atviki í
svo litlu bæjarfélagi sem Akureyri
er? Er mikið talað um þetta?
„Það er ekki auðvelt. Það var mjög
mikið talað um þetta, sérstaklega
fyrstu dagana eftu atvikið og reynd-
ar er enn verið að nefna þetta nánast
hvar sem maður kemur. Mér flnnst
mjög margir alls ekki skilja alvöru
málsins. Fólk tekur þessu af fullmik-
illi léttuð - talsvert er gert grín að
þessu, en mér finnst fólk ekki hugsa
nógu mikið út í að mun verr hefði
getað farið.“
Rúnar var sleginn í kinnbeinið og
kennir sér einskis meins. Fékk
reyndai' gat á tunguna; virðist hafa
bitið í hana við höggið og það var
óþægilega lengi að gróa, að hans
sögn. „Mér gekk ekki vel að borða
steikina þá helgina!“ sagði Rúnar og
30 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999
glotti. „En hefði höggið komið ann-
aðhvort á eyrað eða augað er ekki
gott að segja hverjar afleiðingarnar
hefðu getað orðið.“
Eftir leikhlé koma aðalréttirnir á
borðið; Rúnar valdi sér ostafylltar
grísalundir með vfllisveppasósu á
2.290 kr. en blaðamaður pönnu-
steikta tindabikkju með soja-
smjörsósu og ætiþistlum á 1.490 kr.
Hvort tveggja er hreint afbragð og
við byrjum að borða með bros á vör.
Vínið sem við drekkum með er
franskt; St. Emilion La Grande Cuvé
frá 1993. Kostar 3.170 og hvorugum
dettur í hug að kvarta undan þvi,
ekki á þriðjudagskvöldi!
Rúnar segist ekki hafa velt því
mikið fyrir sér sjálfln- hver hæfileg
refsing væri vegna umrædds atviks.
„Ég reyndi að hugsa sem minnst um
það. Þó kom fyrir að ég hugleiddi
hvaða refsingu ég myndi sætta mig
við, með tilliti til þess að öryggi dóm-
ara og annarra yrði tryggt í íramtíð-
inni. Og ég sætti mig við niðurstöðu
aganefndar KSI, eins árs bann. En
bannið hefði að mínu mati ekki mátt
vera styttra; ég tel það hefði jafngilt
veiðileyfi á okkur dómarana. Nóg er
nú samt!“
Og hann er ánægður með þátt
allra sem tengdust málinu eftir að
atvikið átti sér stað. „Allir tóku
þessu strax mjög alvarlega og það
var mikil festa og ákveðni allan tím-
ann. Bæði KA-menn og KSI tóku vel
á málinu."
Oftast gaman
Ahorfendur velta því óhjákvæmi-
lega fyrir sér á stundum, líklega
helst þegar gagnrýnisraddirnar úr
stúkunni verða óvenju svæsnar í
garð þeirra svartklæddu, hvers
vegna í ósköpunum menn leggja
dómgæslu fyrir sig. Því er Rúnar
spurður hvort skemmtilegt sé að
vera dómari.
„Oftast nær, já. Ég held ég hafi
verið tiltölulega farsæll í dómgæsl-
unni og félagsskapurinn er góður.
Annars væri ég ekki í þessu; ekki
dæmir maður að minnsta kosti fyrir
peningana!"
Þú spilaðir lengi með Þór. Er það
góð leið til að halda tengslum við
knattspymuna, að gerast dómari eft-
ir að ferlinum lýkur?
„Jó, og einmitt þess vegna fór ég
út í það að dæma. Ég var ekkert allt
of heppinn með meiðsli gegnum tíð-
ina og hætti að spila vegna þess, allt
of snemma, og þá lá beint við að fara
í dómgæsluna. Þannig gat ég haldið
beinum tengslum við íþróttina og
verið í góðum félagsskap, og þetta
hefur gefið mér mikið. Ég sé alls
ekki eftir þessu og mér finnst slæmt
að sjá ekki miklu fleiri fyrrverandi
leikmenn, hvort sem þeir hætta
vegna aldurs eða meiðsla, fara út í
dómgæslu." Því má bæta við til gam-
ans að faðir Rúnars, Steingrímur
Bjömsson, fyiTverandi landsliðs-
maður, stundaði einmitt dómgæslu
um árabil eftir að hann lagði skóna á
hilluna. „Það er gott fyrir leikmenn
að verða dómarar; ég held að það
skaði mann að minnsta kosti ekki að
hafa verið í fótbolta, til dæmis upp á
leikskilning og annað þess háttar.
Dómari sem hefur verið leikmaður
skilur örugglega frekar en aðiir þeg-
ar leikmenn „springa" í hita leiksins;
þeh- hafa skilning á augnabliksnöldri
og öðru sem fylgir þeim hasar sem
er inni á vellinum. Maður leiðir þess
vegna hjá sér fyrstu viðbrögð leik-
manna, þeir verða að fá að blása að-
eins. Haldi menn hins vegar áfram
að nöldra og rífast við dómarann
verður auðvitað að grípa í taumana."
Rúnar er á tímamótum sem dóm-
ari; kominn upp í efsta flokk, og seg-
ist vona að framundan sé skemmti-
legt sumar á þeim vettvangi. „Maður
fær þó líklega ekki að dæma marga
leiki á fyrsta áii í efstu deild en
smjörþefínn fær maður.“ Talið berst
á ný að atvikinu sem mikið hefur
verið talað um undanfarið, þegar
Rúnar rotaðist. „Verðum við ekki að
segja að fall sé fararheill!" segir
Rúnar og leyfir sér að brosa. Vísar
til þess að árið sem hann á að byrja
að dæma í efstu deild hefst á því að
hann er rotaður í leik! „Ég get auð-
vitað átt von á einhverjum sneiðum
út af þessu í leikjum í sumar, en það
verður þá bara að hafa það. Ég held
að menn hljóti nú að skynja að þetta
er ekkert grín. En ef ég fer að fá ein-
hverjar glósur verð ég bara búinn
undir það og tek þær ekki nærri
mér.“
En hvemig skyldi standa á því að
fólki finnst þetta fyndið?
„Ég hef ekki skýringar á því á
reiðum höndum. Ég ítreka að mér
finnst mólið mjög alvarlegt og um
það verður að tala sem slíkt." Rúnar-
segir ekki hafa hvarflað að sér að
kæra viðkomandi dreng til lögreglu
fyrir líkamsárás. „Sérstaklega ekki
vegna þess að ég er algjörlega heill
eftir. Þetta er ungur strákur, sem
tekur út sína refsingu og ég vona að
hann vinni sig út úr vandamálum
sínum.“
Þrír dómarar frá Akureyri starfa í
efstu deild í sumar. Bragi Bergmann
hefur lengi verið í eldlínunni, Jó-
hannes Valgeirsson komst í hóp
þehra bestu í fyrrasumar og nú bæt-
ist Rúnar í hópinn. „Það má segja að
dómurunum hérna fyrir norðan
gangi betur en liðunum,“ segh' hann.
Við eigum eftir að ræða nánai' um
stöðu knattspyrnunnar á Akureyri,
ákveðum því að fara í framlengingu
og biðjum um eftirréttaseðilinn.
Rúnar fær sér vanilluís í túlipkörfu
með núggatkremi en blaðamaður
ostaköku með ávaxtakompotti.
Hræðileg staða
„Staða liðanna er alveg hræðileg;
það er auðvitað fyrir neðan allar
hellur að ekki skuli vera lið fi’á Akur-
íslenski knattspyrnudómarinn, og þó
víðar væri leitað, sem sleginn hefur
verið í rot í leik. Skapti Hallgrímsson
bauð þessum umtalaðasta dómara norðan
, Morgunblaðið/Kristján
RUNAR Steingrímsson gæðir sér á ostafylltum grísalundum á veitingahúsinu Játvarði á Akureyri.
ÚTI AÐ B0RÐA MEÐ UMTAL-
AÐASTA DÓMARA LANDSINS
Rúnar Steingrímsson er líklega eini
Hvað er meðgöngutíminn langur?
MAGNÚS JÓHANNSSON SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Á blaðsíðu 82-83 í
gömlu Heilsufræðinni var okkur
kennt, að meðgöngutími kvenna
væri 36 vikur, þ.e. 9 mánuðir. Nú
hefur hins vegar verið rætt um að
meðgöngutími kvenna hafi lengst í
42 vikur, þ.e. tíu og hálfan mánuð.
Gaman væri að fá þetta á hreint,
t.d. ef maður vildi gera áætlun um
að eignast afkvæmi þann 9.9.1999.
Svar: Meðgöngutíminn hefur ekki
lengst en ekki er sama hvernig er
reiknað og meðgöngutíminn er
talsvert breytilegur. Flestar
heimildir telja meðgöngutímann
vera að meðaltali 266 daga frá
getnaði eða 280 daga (40 vikur) frá
fyrsta degi síðustu tíða og þá er
gert ráð fyrir að tíðahringurinn sé
28 dagar. Til eru rannsóknir sem
sýna annað meðaltal
meðgöngutíma, en þá er venjulega
um að ræða frávik upp á örfáa
daga, t.d. 282 daga í stað 280. Til
er vel þekkt regla til að reikna út
áætlaða dagsetningu fæðingar
(aðferð Nageles), en þá skal draga
þrjá mánuði frá fyrsta degi síðustu
tíða og bæta við einu ári og 7
dögum. Þegar þessari reglu er
beitt fæða tæplega 10% kvenna á
útreiknuðum degi, um 50% fæða
innan viku (viku fyrir eða viku
eftir) og um 90% fæða innan
tveggja vikna frá þessari
dagsetningu. Talið er eðlilegt að
tíminn frá fyrsta degi síðustu tíða
að fæðingu sé á bilinu 38-42 vikur
Ýmislegt
hefur áhrif
en þá er gert ráð fyrir einu barni
og heilbrigðri móður og barni.
Ymislegt getur haft áhrif á lengd
meðgöngu hjá konum og dýrum og
skulu nokkrir slíkir þættir nefndir
hér.
Aldur móður skiptir máli og það
gildir almennt að meðgöngutíminn
lengist með aldrinum. Fóstrið
hefur áhrif hvað varðar fjölda,
stærð og kyn. Tvíburameðganga
er að meðaltali rúmum 3 vikum
styttri en einburameðganga og ef
börnin eru fleiri styttist
meðgöngutíminn enn meira. Stór
börn fæðst oft heldur fyrr en lítil
og stafar þetta allt trúlega af því
að rými legsins er takmarkað.
Erfðafræðilegir þættir skipta
einnig máli og það er t.d. vel
þekkt, meðal dýra, að hjá vissum
afbrigðum eða undirtegundum er
meðgöngutíminn ekki
nákvæmlega sá sami og hjá
aðaltegundinni. Ýmsir
umhverfisþættir hafa einnig áhrif
og má þar nefna næringarástand,
veðurfar (hitastig) og árstíma.
Ekki er vitað með vissu hvað
setur fæðingu af stað, en við lok
meðgöngutímans verða
margvíslegar og flóknar
breytingar á hormónaframleiðslu
líkamans. Þessar
hormónabreytingar hafa áhrif á
legið og auka starfsemi legvöðvans
en þessar breytingar enda með því
að barnið fæðist. I fornöld setti
Hippókrates (oft talinn faðir
læknisfræðinnar) fram þá
kenningu að það væri fóstrið sjálft
sem tæki ákvörðun um hvenær
það skuli fæðast. Þessi kenning er
ekki studd vísindalegum rökum en
hún er jafn skemmtileg fyrir það.
•Lesenduv Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á
hjarta. Tekið er á móti spurningum á
virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í
síma 5691100 og bréfum eða símbréfum
merkt: Vikulok, Fax: 5691222.