Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 44
45 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÞÓRA SIG URÞÓRSDÓTTIR + Sigurþóra Sig- urþórsdóttir, Rauðafelli I, fædd- ist á Rauðafelli III, Austur-Eyjafjöllum, 21. mars 1940. Hún lést á heimili sínu að morgni 18. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar: Sigurþór Skærings- son frá Rauðafelli, f. 6.7. 1909, dvelur nú á Dvalarheimil- inu Lundi á Heilu og Bergþóra Auð- unsdóttir frá Efra- Hóli Vestur-Eyjafjöllum, f. 1.12. 1906, d. 4. 12. 1980. Systk- ini hennar: Skæringur Eydal, f. 25.6. 1935, d. 10.11. 1992; Krist- ín, f. 11.5. 1936, búsett á Hellu; María, f. 29.7. 1937, búsett í Færeyjum; Halldór, f. 6.10. 1942, búsettur í Reykjavík og þrjú önnur er dóu ung. Hálf- bróðir sammæðra: Auðunn Jónsson f. 3.11. 1930, d. 2.8. 1992. Sigurþóra giftist 6. ágúst 1967 Ástþóri Jóni Tryggvasyni frá Rauðafelli, f. 6. apríl 1937. Foreldrar hans voru Eiríkur Tryggvi Þorbjörnsson frá Há- túni í Skriðdal, f. 6.8. 1909, d. 22.5. 1969 og Kristín María Guðjónsdóttir frá Raufarfelli, f. 18. 2. 1909, d. 24.10. 1986. Börn þeirra: 1) Bergþóra, húsmóðir á Reyni í Mýrdal, f. 13.5. 1967 í sambúð með Ólafi Steinari Björnsssyni, bónda, f. 9.1. 1970 og eru börn þeirra: Elísa- bet Ásta, f. 14. 4. 1987, Björn Þór, f. 22. 2. 1991 og Erna Guðrún, f. 7.3. 1997. 2) Kristín, skólavörður, f. 13.5. 1967 í sambúð með Gísla Valdimars- syni, húsgagna- smið, f. 30.10. 1967 og eru þau búsett í Kópavogi. Börn þeirra: Helga Auð- ur, f. 8.3. 1986, Valdimar, f. 23. 5. 1992 og Ásta Þóra, f. 28.7. 1994. 3) Eiríkur Tryggvi, sölumaður, f. 4.8 1970, kvæntur Ragnheiði Högnadóttur, f. 7. 6. 1963. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. Barn þeirra: Ástþór Jón, f. 22.11. 1998. Börn hennar frá fyrra hjónabandi, Áslaug, f. 11.6. 1982, Guðni Páll, f. 15.4. 1987 og Fríða Brá, f. 14.2. 1989. 4) Sigurþór, f. 16.9. 1972. Býr í foreldrahúsum. Sigurþóra gekk í skóla í fjóra vetur, var á sfld á Siglufirði og Raufarhöfn, hún vann nokkur haust í sláturhúsinu á Hellu. Hún starfaði í Kvenfélaginu Fjallkonunni í Austur-Eyja- Ijallahreppi. Utför Sigurþóru fer fram frá Eyvindarhólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma! Aldrei hef ég kynnst eins góðri og hjartahreinni manneskju og þú -vvarst. Þú varðst aldrei reið eða hleyptir í brún, það eru ekki allir sem geta það og þetta er hverju orði sannara. Þú komst fram við alla sem jafningja hvort sem þeir voru eldri eða yngri en þú. Ég veit að enginn er fullkominn, en þú ert örugglega sú sem kemst næst því. Það hefur örugglega linað (örlítið) innri sársauka minn að ég heimsótti ykkur afa helgina áður en þú andaðist, þó að það hafí munað litlu að ég gréti úr mér augun þegar ég frétti að morgni 18. febrúar sl. að heimsins besta manneskja sem ég hef kynnst væri horfín í annan og betri heim. Nóttina eftir dreymdi MINNINGAR mig þig og mig inni í Selgili vera að tína baldursbrár og sóleyjar (uppáhalds blómin þín), það var glaða sólskin og allt morandi í spóum, uppáhalds fuglunum þínum, og eins og þú segir „voru þeir að vella graut“. Þess vegna vil ég kveðja þig með fyrstu orðunum sem mér datt í hug þegar ég frétti af andláti þínu. „Sælir eru hjartahreinir því þeir munu guð sjá“. (Matt. 5.k.9.v.). Lítill fugl sem flýgur til himins. Minnir okkur á eilífðina. Lækurinn sem líður niður hlíðina. Minnir okkur á sannleikann. Blómin springa út fyrirþig. Þytur trjánna segir þér frá leyndardómi lífsins. Að lifa er að finna til. Að gráta yfir vegvilltum fúgli, eða visnuðu laufi. Að gleðjast yfir útsprungnu blómi, eða lífgandi dögg. Að lifa er að fmna til. (Halla Jónsdóttir) Þín dótturdóttir, Helga Auður Gísladóttir. Mig langar í fáeinum orðum að minnast hennar Þóru á Rauðafelli. Það eru um 40 ár síðan ég hitti hana fyrst, þegar við Siggi dvöldum fá- eina daga hjá frændfólki hans í vest- urbænum á Rauðafelli. Síðan þá hafa ferðirnar orðið margar. Aldrei fórum við austur svo að við kæmum ekki við hjá Þóru og Ástþóri. Hún Þóra var einstök kona. Hún fylgdist svo vel með allri fjölskyldunni að hún mundi alla afmælisdaga í þess- ari stóru fjölskyldu. Og þvílík var gestrisnin að alltaf var hún tilbúin með mat eða kaffí þegar við litum inn og hlýjan sem hún sýndi okkur Sigga var okkur mikils virði. Einn þáttur í vináttu okkar var að fá leyfi til að fara inn í Heiði. Við kölluðum það að fá lánaðan lykilinn hjá Þóru og Ástþóri. Þóru fannst það alveg óþarfi að biðja um leyfi en í leiðinni fengum við veitingar hjá þeim hjón- um og margan fróðleik. Oft komum við með vini okkar með okkur og það var sama sagan, komið inn og þiggið kaffísopa, þannig var Þóra. Því má ekki gleyma, hve góð hún var við Dalla bróður sinn sem dvaldi langdvölum hjá þeim. I því og svo mörgu öðru sýndi hún kærleik sinn til fjölskyldunnar. Ekki áttum við von á því síðastliðið sumar er við komum við á Rauðafelli að það væri í síðasta sinn sem við sæjum hana en svona er lífið. Það verða ekki fleiri ferðir farnar til að heimsækja hana og einn hlekkur hefur slitnað sem tengt hefur okkur Sigga við Austur- Eyjafjöllin. Elsku Þóra mín, við Siggi þökkum þér samfylgdina og biðjum þess að ljós kærleikans lýsi þér leiðina til betri heims. Kæri Ást- þór, við sendum þér, börnum þínum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa ykkur minninguna um góða konu og móð- ur. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú í þína hönd síðast þegar ég sofha fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Theodóra. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Elsku Þóra. Okkur langar til að minnast þín þar sem komið er að kveðjustund sem okkur fínnst ótímabær. Það er margs að minnast. Gömlu góðu dagarnir okkar sem börn í sveitinni. Stutt var á milli bæja og oft gaman hjá okkur þegar við kom- um saman allir krakkarnir á bæjun- um í kring og lékum okkur í „Hverfa“ fram á rauða nótt. Margar fórum við ferðirnar niður á Vöðul til að renna okkur á skautunum sem pabbi þinn, Sigurþór, útbjó handa okkur. Við gátum líka dundað okkur margan daginn við að veiða hornsíli í pollinum nálægt bæjunum okkar. Og margar ferðirnar fórum við inn í Selgil sem og fílaferðirnar inn á Aura. Þú varst svo fær að vaða árn- ar en alltaf komst þú yfir á bakkann hinum megin. Þú varst heimakær og einstak- lega natin við barnabörnin sem þú barst svo mikla umhyggju fyrir. Sumarbörnin hjá þér og Ástþóri voru líka mörg og héldu þau alla tíð mikilli tryggð við ykkur. Velvild þín í garð annarra var mikil og sést það einna best af því hversu vel þú gerð- ir við Dalla bróður þinn sem var undir þínum verndarvæng stóran hluta ævi sinnar. Þú varst líka mjög natin við dýrin þín sem var ávallt vel hugsað um. Við munnm sakna þess sárt að sjá þig ekki rölta að andapollinum til að huga að fuglun- um þínum. Það verður tómlegt að koma heim 1 sveitina okkar nú þeg- ar þú ert farin og vita að hlátra- sköllin yfír kaffíbolla verða ekki fleiri með þér. Og ekki verður ferðin farin í vor norður til Grétu sem fyrirhuguð var og þú varst farin að hlakka svo til, og heldur ekki á Hornafjörð sem svo oft var talað um. „Þótt ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp á móti til Ijóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég þótt látinn sé tek þátt í gleði ykkar yfir lífínu." (Höf. ókunnur.) Elsku Þóra, við þökkum þér fyrir allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Blessuð sé minning þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Ástþór, börn, barnabörn, tengdabörn, Sigurþór og aðrir ást- vinir. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erfíðu tím- um. Guðrún, Guðný og Þórhildur. + Eggert Kristján Vídalín Krist- jánsson, fæddist í Hafnarfirði 3. ágúst 1922. Hann lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Vídalín Þorláks- dóttir, f. 1881, d. 1974, og Kristján Vídalín Brandsson, f. 1881, d. 1940. Systkini Eggerts eru: Dýrfínna Vídalín, f. 1912, Sigursteinn Bragi Vídalín, f. 1914, d. 1996, Ásdís Vídalín, f. 1918, d. 1992 og Þormar Grétar Vídalín, f. 1923, d. 1986. títför Eggerts fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Langt fram á þessa öld var venja að ungt fólk færi að vinna fyrir sér eins fljótt og kostur var ef vinnu var að fá. Eggert Kristjánsson var engin undantekning hvað þetta snerti. Hann stundaði sjó um skeið og síðan ýmiss konar verkamannavinnu, til •>Jæmis byggingarvinnu. Eggert flutt- ist ungur að árum með foreldrum sínum og systkinum frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og hélt heimili á Njálsgötu 33 ásamt móður sinni og Þormari yngri bróður sínum eftir að Kristján stýrimaður, faðir hans, drukknaði. Þormar stofnaði heimili á 7. áratugnum, en Eggert bjó áfram í j^með móður sinni þar til hún féll frá. Hann var síðan einbúi á neðri hæð hússins, Njálsgötu 33, til ársins 1989, en flutt- ist þá þrotinn að heilsu á Élli- og hjúkrunar- heimilið Grund og dvaldist þar upp frá því. Þar naut hann atlætis og nauðsynlegrar um- önnunar og var sumum starfsmönnunum mjög þakklátur fyrir hana. Þeim eru hér færðar þakkir fyrir að hafa gert honum veikindin léttbærari og Halldóri Jónssyni fyrir alla hans alúð við hinn látna. Eggert var maður dulur og ómannblendinn hversdaglega og hélt sig mest heima fyrir þegar frístundir gáfust. Hann hafði yndi af lestri og hafði á hraðbergi ljóð og tilvitnanir, ekki síst í Biblíuna. Islendingasög- umar munu þó hafa verið uppáhalds- lestrarefnið. Meitluð tilsvör úr þeim lagði Eggert á minnið og hafði gam- an af að prófa viðmælendur með því að hafa slík tilsvör yfir og spyrja við- mælanda um hverjum þau væru lögð í munn. Sjálfur leysti hann oftast greiðlega úr ef viðmælandi galt í sömu mynt. Eggert mun hafa verið hrifnastur af Grettis sögu af íslend- ingasögum, enda er þar mikið um til- svör af framangreindu tagi. Vera má að líkamlegt og andlegt atgervi Grettis hafí einnig hrifíð Eggert, sem sjálfur var kempa og mat hreysti mikils. Löngu stríði við veikindi er lokið. Ég vil nota tækifærið og færa að- standendum Eggert Kristjánssonar mínar bestu samúðarkveðjur. Lýður Bjömsson. Við andlát Eggerts Vídalín Krist- jánssonar móðurbróður míns er mér ljúft og skylt að geta hans með örfá- um orðum. Þegar við frændurnir kristjánarnir tveir og ég vorum litlir strákar var Eggert frændi mikið heimsóttur á Njálsgötuna. Þar hitt- um við fyrir mikið heljai'menni sem sagði okkur margar sögur af ís- lenskum hreystimönnum alls staðar að af landinu, hvar þeir bjuggu, hvemig vaxtarlag þeir höfðu og hvað þeir höfðu afrekað. íslendinga- sögurnar kunni hann utan að og þar dró hann ekkert undan, sérstaklega þegar hann lýsti köppum eins og Njáli og Skarphéðni sem hjuggu mann og annan og öðrum afrekum úr þessum uppáhaldssögum hans. Einnig sagði hann okkur hvað hann væri sjálfur ógurlega sterkur og lýsti því með mörgum orðum. Þegár við svo spurðum hann sjálfan hvað hann væri sterkur sagði hann að það hefði aldrei verið mælt og yrði ekki mælt. Við göptum af undrun og að- dáun yfir þessum frænda okkar og sannfærðumst um að hann væri seinasti víkingurinn og kominn í beinan karllegg frá Njáli á Berg- þórshvoli. Það var svo sannarlega ekki slæmt að eiga hann sem frænda. Árin liðu og við frændurnir eign- uðumst böm og buru og ferðum á Njálsgötuna fækkaði, en alltaf var Eggert þai' og eftir því sem árin liðu fór heilsu hans að hraka svo að hann gat ekki hugsað um sig lengur. I nóvember 1989 fór ég því vestur á elliheimilið Gmnd í viðtal við Helgu Gísladóttur sem tók mér afar vel og bauð Eggert velkominn til dvalar þar. Þar hresstist Eggert mikið vegna góðrar umönnunar hjá góðu starfsfólki og góðrar læknismeðferð- ar. Hófst nú annar kafli í lífi minu gagnvart þessum frænda mínum þar sem ég tók það að mér óumbeðinn að hugsa um hann að öllu leyti, um það sem hann vanhagaði utan Grundai'. I heimsóknum mínum sem stundum tóku góðan tíma röbbuðum við sam- an um heima og geima, menn og málefni. Kom þá vel í ljós hversu vel Eggert var lesinn og þvílíkur hafsjór af fróðleik hann vai' og kom ég aldrei að tómum kofanum um nein málefni. Dvalargestum og starfsfólki Grundar gaf Eggert gott orð og var hann ávallt þakklátur fyrir það sem fyrir hann var gert. Árin liðu og fór elli kerling að segja til sín hjá þessum aldna öðlingi og kvaddi hann þennan heim að morgni 16. febrúar hljóðlaust og saddur lífdaga. Ég vil að lokum þakka öllu hjúki'- unarfólki á Grund fyrir frábæra til- litssemi og góða umönnun Eggerts. Öllu vistfólki í austurkjallara færi ég bestu þakkir fyrir hlýhug og góð orð í haris garð. Halldór Jónsson. í dag er til moldar borinn ástkær frændi minn Eggert Kristján Vídalín Kristjánsson. Eggert fékk að sofna svefninum langa 16. þessa mánaðar án þess að líða nokkuð. Hann vakn- aði um morguninn ágætlega hress, borðaði morgunmat, lagði sig eftir matinn og vaknaði ekki aftur. Sem betur fer hlaut hann slík forréttindi því að þetta voru eflaust þau einu forréttindi sem hann hlaut á lífsleið- inni. Eggert átti fjögur systkini en þau voru Ásdís, móðir mín, Bragi, Þormar og Dýrfinna sem nú kveður sitt síðasta systkini. Eggert fæddist ekki með gullskeið í munni. Þegar hann var ungur tók fóður hans, Kristján Vídalín Brands- son, út af togaranum Agli Skalla- grímssyni hinn 8. des. 1940 og uppi stóð elskuleg amma mín, Guðborg Vídalín Þorláksdóttir, ung kona með fímm börn. Föðurmissirinn og erfiðir tímar áttu eftir að marka lífsspor Eggerts. Sem ungur maður var Ég- gert glæsilegur maður á velli, fríður sýnum, meðalmaður á hæð og sam- anrekinn. Sem barn fannst mér að hann hefði átt að vera víkingur sem sigldi knerri, næmi lönd, drykki vín og blótaði með sínum líkum eftir djarfa framgöngu og fræknar orr- ustur. Mínar fyrstu minningar um hann voru hans fallega kastaníurauða hár og þykkir og miklir lófar sem hrein- lega gleyptu tvær barnshendur sem smeygðu sér inn í þessar miklu krumlur. Það var mjög notalegt að fínna hversu heitir og ki'öftugir þess- ir lófar voru. Hann var óhemju sterkur og vöðvamikill. Bræður hans og þó sérstaklega faðir hans, afi og frændur voru frægir aflraunamenn og mikil hraustmenni sem gáfu eng- um neitt eftii' enda efth'sóttir í skips- rúm og til annarrar vinnu almennt. Eggert varð snemma að fara að vinna og draga björg í bú. Mestan hluta ævi sinnar starfaði hann sem verkamaður. Hann var góðum gáfum gæddur. Hann las mikið og voru ís- lendingasögurnar í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann kunni þær því sem næst utanbókar. Hann hafði mjög næma tilfinningu fyrir hrynjandi og uppbyggingu Ijóða og kvæða og var gaman að hlusta á hann flytja Eddu- kvæði. Hávamál eða önnur ljóð og kvæði sem voru honum kær. Liggur fagurt lík á börum, Iífs í broddi dáinn sveinn; ennþá blaktir bros á vörum, bjartur svipur er og hreinn, eins og lokað engill hefði augum hans með léttri hönd, og í nánd við náinn tefði nauðug við hann skilin önd. Mærin ljós hjá líki stendur, laugar náinn tárafoss, legpr sveini um hálsinn hendur, hinztan gefur ástarkoss, Sjá, hins liðna opnast aftur auga, varir bærast hægt, ofsa dauðans æðri kraftur ástarinnar getur lægt. (Grimur Thomsen) Kæri frændi, ég þakka þér sam- fylgdina. Ef það er líf eftir þetta líf þá sjáumst við þar. Kristján Vidalín Jónsson. EGGERT KRISTJÁN VÍDALÍN KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.