Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þegar ^ re'n* Var -> E}yW - sm ’■ ’cv ; flraf' >. *Ur*etdín h;ÍiA ilíw*"^? PORSÍBA ar Þorkell tfunblaðsi 11 sneri af Ahöfn Þorkeis mána kom saman 40 árum effcir svaðilför á Nýfundnalandsmið Börðu ísinn hvfldarlaust í tvo og hálfan sólarhring Tveir úr áhöfninni enn til sjós ÁHÖFN togarans Þorkels mána RE 205 háði þriggja sólarhringa baráttu upp á líf og dauða í ofviðri á Nýfundnalandsmiðum í febrúar 1959. Hvíldarlaust börðu skipverj- ar ís af skipinu í tvo og hálfan sól- arhring og sagði Marteinn Jóns- son skipstjóri á sínum tíma að það hefði bjargað þeim. Fjöi-utíu árum síðar komu þeir, sem eftir eru af áhöfninni, saman á ný, borðuðu saman kvöldverð og ræddu um hættur hafsins. Skúli Ólafsson háseti, sem var átján ára þegar atvikið átti sér stað, sagði að þetta væri í fyrsta skipti síðan þá, sem skipverjar af Þorkeli mána kæmu saman. „Því miður höfum við ekki hist reglulega,“ sagði hann. „Þetta er í fyrsta skipti, sem við komum svona allir saman.“ Hann sagði að áhöfnin hefði þó ekki tvístrast eftir þessa sjóferð og sjálfur hefði hann verið á skip- inu fram í desember 1959. „Það var gaman að hitta hópinn aftur og menn voru ánægðir með þetta, en við sáum eftir að hafa ekki gert þetta fyrir tuttugu ár- um,“ sagði hann. „Hugmyndin hafði komið upp áður, en ekkert orðið úr.“ Tveir enn til sjós Hann sagði að ætlunin hefði verið að þeir hittust 15. janúar, en þá voru tveir úr áhöfninni á sjó, Þórður Guðlaugsson, vélstjóri á Ottó B. Þorlákssyni, og Herbert Ármannsson, sem er í fraktsigl- ingum hjá Eimskip, og varð því að fresta. Hinir væru hins vegar allir starfandi í landi eða komnir á eft- irlaun. Á fímmtudagskvöld var ferðin rifjuð upp og látinna félaga minnst. „Menn mundu mörg atvik, sem þarna gerðust, eins og þau hefðu gerst í gær eða fyrradag,“ sagði Skúli. „Þetta festist í mönnum.“ Skúli sagði að um kvöldið hefðu menn rætt það hvaða mark þessir atburðir hefðu sett á menn. Skúli Morgunblaðið/Ami Sæberg SKIPSHÖFNIN af Þorkeli mána RE 205. Fremri röð, f.v.: Þórður Guðlaugsson 1. vélstjóri, Valdimar Tryggvason loftskeytamaður, Karl Adolfsson netamaður og Skúli Ólafsson háseti. Aftari röð, f.v.: Steindór Bjarnfreðsson háseti, Jónas Björnsson háseti, Kristján Björnsson háseti, Herbert Ármannsson háseti, Ólafur Andrésson háseti, Örlygur Pétursson háseti, Jón Rúnar Oddgeirsson háseti og Ragnar Levi Jónsson háseti. Fjórir aðrir úr áhöfninni eru enn á lífí, en komust ekki, þeir Jón Grímsson 2. vélstjóri, Sigurgísli Malberg Sig- urjónsson 1. matsveinn, Einar Jónsson háseti og Arne Magnússon háseti. ÞORKELL máni RE 205. byrjaði um borð sextán ára og hafði verið á skipinu í tvö ár. Hann kvaðst ekki hafa fundið jafn sterkt fyrir þessum atburðum og aðrir í áhöfninni. „Það kom fram að þetta hafði önnur áhrif á okkur yngri menn- ina, sem áttum ekki fjölskyldu - ekki konu og börn,“ sagði hann. „Það er alveg klárt að þetta lagð- ist þyngra á þá, sem áttu börn og fjölskyldu til að sjá fyrir. Ég hef ir svaðilforina' á Jands mið. Þeg- aftur eft- 'Výfundna- <|>cwuao FER3CI FRÁ VA N G I LS Ný sending af vörum frá CLAUDIO FERRICI Töskur, seðlaveski og margt fleira spennandi LEÐURIÐJAN Laugavegi 15, sími 561 3060 aldrei verið hræddur við dauðann, aldrei fundið fyrir því. Hins vegar skil ég afstöðu þeirra, sem áttu fjölskyldu, miklu betur í dag. Eftir þetta var hins vegar andvari á okkur á lensi á Mánanum því að við vissum að hann gat verið vara- samur og það var einmitt það, sem gerðist þegar versta áfallið kom og hann lagðist alveg 60 gráður.“ Undiralda í svikalogni Þorkell máni var díseltogari smíðaður í Gool á Englandi árið 1992, en mest var um gufutogara á þessum tíma. Togarinn kom á Nýfundnalandsmið 4. febráar með 32 manna áhöfn í allsæmilegu veðri og veiddi í þrjá daga. Á með- an Þorkell máni var á leiðinni fórst togarinn Hans Hedtoft á milli Grænlands og Danmerkur með öllum um borð, 95 manns, þar af 19 konum og fimm börnum. Hedtoft hafði verið talið ósökkvandi skip og var slysinu líkt við það þegar skemmtiferðaskipið Titanic sökk. „Hann fórst þegar við vorum á leiðinni út,“ sagði Skúli. „Við heyrðum neyðarkallið frá honum, en vorum það langt frá að ekki reyndi á að við færum að reyna einhverja björgun þar.“ Laugardaginn 7. janúar höfðu skipverjar fyllt skipið, en þá skall veðrið á mjög snögglega. Skúli sagði að áður hefði hins vegar ver- ið komin undiralda og verið svika- logn. Marteinn Jónasson heitinn skipstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið þegar hann kom í land eftir svaðilförina að fæstir hefðu búist við þvflíkum ofsa, þótt loftvog hefði sýnt slæmt útlit og frést hefði af lægðum. Er kom fram á laugardags- kvöldið herti frostið til muna og skipið yfírísaðist mjög fljótt, sem að sögn Marteins sást meðal ann- ars af því að það lagðist þá á bak- borðshliðina og fékk mjög mikinn halla. Sjávarhiti var mínus tvær gráður og þurfti að sigla 100 mflur til að komast í þriggja til fjögurra stiga sjávarhita. Allir skipverjar vom kallaðir út til að hefja klaka- barning og litlu síðar var bak- borðsbjörgunarbátnum sleppt. Rétti skipið sig þá um stund, en virtist síðan leggjast á hina hlið- ina. Var stjórnborðsbátnum þá sleppt. Marteinn sagði að alla nóttina hefðu skipverjar þrotlaust barið klaka og notað til þess öll tiltæk verkfæri, járnbolta, sleggjur og fleira. Engar axir hefðu hins veg- ar verið um borð. Hvað eftir ann- að komst halli á skipið. Að sögn Marteins var til marks um það hvað ísinn var mikill að stagið á pokabómunni, sem venjulega væri eins og fingur manns, hefði verið orðið eins og tunnubotn, enda hefði ísinn ekki verið barinn og spilið verið orðið að einni klaka- hellu, sem náð hefði upp undir bráarglugga. Mesta hættan var á sunnudags- kvöldið þegar gera átti til- raun til að slá skipið af og venda. „Þá kom svo mikill halli á hann að við hættum við tilraunina,“ sagði Mar- teinn. „Hann lagðist á brúar- gluggann. í vélinni er halla- mælir og sögðu vélstjórarnir að skipið hefði fengið 60 gráða halla.“ Marteinn sagði að ekki fynd- ist af hreyfingum skipsins þeg- ar byrjaði að ísa, en þegar ísing- in væri orðin svo mikil að þyngdarpunkturinn væri farinn að færast til munaði um hvert kíló af ís, sem á skipið hlæðist. Svo svart hefði útlitið verið orðið um eitt skeið að til tals hefði kom- ið milli hans, fyrsta vélstjóra og fyrsta stýrimanns að skera aft- urmastrið úr ef ástandið versnaði. Loftskeytamaðurinn lét vita að Þorkell máni væri í nauðum stadd- ur. Þrjú skip hefðu heyrt kallið, Júní, Bjarni riddari og Marz, en miklum erfiðleikum hefði verið bundið að sigla nær Þorkeli þar sem ekki hefði verið hægt að miða vegna klaka á loftnetum. Á mánu- dagsmorgun greindu skipverjar ljós togarans Marz og létti mönn- um mjög við það. Marz lónaði með þeim þar til lagt var af stað heim- leiðis, en þá hafði veðrið gengið mikið niður. Bryggjan var full af fólki Skúli sagði að það hefði verið mögnuð stund þegar Þorkell máni kom í land eftir þessa hættuför, en þá var enn ís á bátþilfarinu. „Við komum um klukkan hálfþrjú um nóttina og bryggjan var full af fólki,“ sagði hann. „Og það ríkti dauðaþögn á bryggjunni og þetta var ótráleg stemmning. Það var ekki að undra því að togarinn Júlí hafði farist með allri áhöfn og þá fórast fleiri togarar en ekki ís- lenskir á sömu slóðum.“ Júlí fórst með 30 manna áhöfn og er það eitt mesta sjóslys, sem orðið hefur á þessari öld. Skúli kvaðst telja að skipt hefði sköpum fyrir áhöfn Þorkels mána að togarinn var með 1.332 hestafla díselvél. Án þess krafts hefðu þeir sennilega ekki komist af. Togarinn Þorkell máni var seldur í brota- járn til Skotlands árið 1973.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.