Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Fjöimenn ráðstefna á Húsavík um ferðamál Hag’kvæmast að kynna Norðurland sem heild Morgunblaðið/Silli FRÁ ferðamálafundinum á Húsavík. Húsavík - Ferðamálafélag Húsa- víkur boðaði til ráðstefnu nú nýlega með yfirskriftinni: Framtíð ferða- þjónustunnar á Norðurlandi - sam- starf og samvinna. Frummælendur voru Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka íérðaþjón- ustunnar, og Jón Karl Olafsson, forstjóri Flugfélags Islands. Fundurinn var fjölsóttur og sóttu hann m.a. 15 Eyfirðingar sem lögðu ýmislegt til málanna en það virtist almenn skoðun að hagkvæmast væri að kynna Norðurland allt í einum pakka eins og sagt er. Hug- mynd kom fram um að stofnað yrði samband þeirra manna sem ynnu og hugsuðu um ferðamál á Norður- landi því með því yrði náð bestum árangri. Formaður ferðamálafélagsins, Asgeir Þ. Björgvinsson, setti ráð- stefnuna með ávarpi og skýrði til- gang hennar og markmið. Fyrri frummælandinn, Erna Hauksdóttir, sagði fyrst frá þeim breytingum sem orðið hafa á skip- an samtaka um ferðamál og stofnun Samtaka ferðaþjónustunnar sem stofnuð voru í nóvember sl. Erna sagði að nauðsynlegt væri að ferða- þjónustan talaði einum rómi því með því móti hefði hún meiri áhrif. Hún taldi mjög nauðsynlegt að leggja mikla áherslu á gæði þjón- ustunnar og umhverfismál. Únnið væri að stofnun markaðsráðs sem vinna ætti að aukinni landkynningu og afla fjár til þess og lagði áherslu á að landkynningin og markaðs- setningin yrði samræmd meira en verið hefði. Fækkun á áætlunarstöðum Jón Karl skýrði frá þeim breyt- ingum sem orðið hafa síðan sérleyfí í flugi voru afnumin og veruleg aukning í samkeppni hófst. Það hefði eins og flest annað haft tvær hliðar. Rekstur innanlandsflugs hefði ávallt verið erfiður og væri svo enn og þess vegna hefði föstum áætlunarstöðum á landinu fækkað. En þrátt fyrir fjölgun farþega frá flestum stöðum væri reksturinn í heild óhagstæður þótt nokkrir vellh' gæfu einhvem hagnað. Hann sagði að snúa yrði þessu við og ein hug- myndin væri að fá fleiri erlenda ferðamenn til þess að dvelja ekki eingöngu í Reykjavík heldur fara víðar um landið og þá utan mesta annatíma sumarsins. Þá væri Norð- urlandið ekki síst haft í huga með þær mörgu perlur sem það hefði upp á að bjóða. Ráðstefnur væri víð- ar hægt að halda en í Reykjavík. Að loknum framsöguræðum voru frjálsar og fjörugar umræður og fyrirspumum svarað af frummæl- endum. Námskeið í vefsíðugerð fyrir 10. bekkinga Hveragerði - Námskeið í vefsíðu- gerð var haldið nýverið í Grunn- skólanum í Hveragerði. Var öll- um nemendum 10. bekkjar boðið námskeiðið þeim að kostnaðar- lausu. Það er 250.000 kr. framlag Hveragerðisbæjar til 10. bekk- inga sem gerir námskeiðið kleift, en bæjarstjóm samþykkti þetta framlag sem hvatningu til nem- endanna. Höfðingleg gjöf Sonju W. Zorilla til kaupa á tölvubúnaði við skólann hefur gjörbreytt að- stöðu skólans á þessu sviði og ger- ir skólanum mögulegt að bjóða unglingunum upp á bestu tækni. Að sögn unglinganna sem þátt tóku í námskeiðinu höfðu þau UNGLINGARNIR stefna að mjög gaman af því að kynnast þeim möguleikum sem vefsmíði býður upp á. Þau lærðu undir- stöðuatriði í vefsíðugerð og fengu innsýn í forritunarmálið HTML. Markmið með námskeið- inu var að unglingar í Hvera- gerði myndu setja upp sinn eigin Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir uppsetningu fréttavefjar á Netinu. fréttavef þar sem þau gætu kom- ið málefnum unglinga í Hvera- gerði á framfæri. Kennari á námskeiðinu var Ax- el Árnason, prestur að Stóra- Núpi, en hann er jafnframt eig- andi tölvufyrirtækisins Ábótans ehf. Ur forystugrein Dags: Ellert B. Schram forseti ÍSÍ „ Verstur er þó hlutur öryrkj- anna, sem aldrei hafa beðið um sína örorku en eru háðir þeim smánarskammti sem hrekkurafborðum allsnægt- arinnar." Október 1998. „Aðeins lítið brot af öllum þeim milljörðum sem ríkissjóður hefur bætt við sig í skatttekjum á þessu ári og því næsta myndi duga til að gera hér nauðsynlegar úrbætur." Desember 1998. Úr forystugrein Morgunblaðsins: „I Ijósi réttsýni og sanngirni er tímabært, að ekki sé fastar að orði kveðið, að endurskoða stöðu öryrkja, sérstaklega þeirra sem urðu öryrkjar ungir." Desember 1998. £ Oryrkjabandolag Islands Morgunblaðið/Sigurður Hannesson Þrír nýir Benzar hjá KASK Höfn - Kaupfélag Austur-Skaftfell- inga festi nýverið kaup á þremur nýjum Mercedes Benz-flutningabíl- um og voru þeir afhentir formlega af forstjóra, sölustjóra og verkstæðis- formanni Ræsis hf. Tveir bílanna eru af gerðinni MB Actros 2648 LS 6x4, en einn er minni, af gerðinni MB Atego 1323 L 4x2. Annar stóru bílanna er með áfóst- um kassa en hinn er dráttarbíll. Stóru bílarnir verða aðallega notaðir í flutninga milli Reykjavíkur og Homafjarðar. Minni bíllinn er fjöl- nota. Hann er með áföstum kassa og lyftu og mun m.a. verða notaður í reglulega flutninga á Djúpavog. Hægt er að taka kassann af bflnum og setja gám eða fleti í staðinn allt eftir verkefnum hverju sinni. Bflamir em allir búnir loftpúðafjöðrum. „Við höfum verið með daglegar ferðir milli Hornafjarðar og Reykja- víkur í 3 ár. Það virðist samt koma flestum á óvart að við skulum aug- lýsa okkur með daglegar ferðir. Bfl- arnir eru mjög góðir í akstri og tæknilega fullkomnir. KASK valdi Benz vegna þess að staðalbúnaður- inn í þeim var meiri en í öðram til- boðum sem KASK fékk og svo eru þeir af gerðinni Benz og það segir meira en segja þarf um þessa bfla,“ segir Björn Jónsson, deildarstjóri flutningadeildar KASK. Bflarnir eru búnir fullkomnum frysti og kælivélum. Hægt er að hafa hita í öðram helmingi bflsins og frost í hinum, eða allt eftir þörfum. Bfl- stjóri getur fylgst með hitastigi á skjá í mælaborði. Skreytingin á bfl- unum hefur vakið athygli, en á þeim era myndii- frá Hornafírði svo og áletrunin „Velkomin til Hornafjarð- ar“. Fyrirtækið Pamffll sá um skreytinguna. Morgunblaðið/Sig. Fannar. KVÆÐAMENNIRNIR Jóhannes Sigmundsson, Jóliann Guðmundsson og Hjörtur Þórarinsson. 500 fundir að baki Selfossi - Kiwanisklúbburinn Búr- fell hélt á dögunum sinn fimmhund- raðasta fund. Til þess að fagna þess- um tímamótum héldu Kiwanismenn sérstakan hátíðarfund í Golfskálan- um að Svarfhólsvelli í Hraungerðis- hreppi þar sem í boði var þorramat- ur og ýmislegt góðgæti. Á fundinum voru þeir Ágúst Magn- ússon og Hákon Halldórsson heiðraðir sérstaklega en þeir hafa verið meðlimir klúbbsins frá stofn- un hans árið 1970. Veislustjóri kvöldsins var Hjörtur Þórarinsson en á meðal skemmtiatriða var skemmtileg keppni þar sem menn kváðust á að gömlum sið. Þar stigu í pontu til skiptis þeir Hjörtur Þórar- insson, frá Selfossi, Jóhannes Sigur- mundsson, frá Syðra-Langholti og Jóhann Guðmundsson á Stapa. Skemmtunin tókst með besta móti og var létt yflr mönnum á þessum tímamótum. Kiwanisklúbburinn Búrfeli 40% af tekjum til fræðslumála Tálknafírði - Fyrir skömmu staðfesti hreppsnefnd Tálkna- fjarðarhrepps fjárhagsáætlun fyrir árið 1999. í áætluninni er gert ráð fyrir tekjuafgangi upp á 4,5 milljónir, eftir afborgun lána og fé til framkvæmda. Reyndar verða ekki neinar stórfram- kvæmdir á árinu, en unnið að viðhaldsverkefnum. Stærsti útgjaldaliðurinn er fræðslumál, en þar er gert ráð fyrir tæpum 25 milljónum. Það eru tæp 40% af lögbundnum tekjum sveitarfélagsins, sem er áætlað að verði 63 milljónir. Þá er gert ráð fyrir 18,5 milljóna tekjum af rekstri málaflokka. Heildarátgjöld eru áætluð 70 milljónir, en þá er ekki gert ráð fyrir fjármagnsgjöldum. I áætluninni er gert ráð fyrir að unnið verði að lagfæringum á lóð við grunnskólann og viðhalds- vinnu við leikskólann og leik- skólalóð. Þá er í áætluninni kostnaður við forhönnun á frá- rennslismannvirkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.