Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mælir með að tilboði Haraldar Haraldssonar, framkvæmdastjóra Andra, verði tekið Bauð 1.257 milljómr í Ahiirðarverksmiðjiuia HARALDUR Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Andra ehf., átti hæsta tilboð í hlutabréf Aburðar- verksmiðjunnar hf. í Gufunesi, 1.257 milljónir króna, en tilboð í verksmiðjuna voru opnuð í gær. Framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu hefur mælt með því við land- búnaðan-áðherra að tilboðinu verði tekið. Haraldur þarf að staðgreiða kaupverðið í síðasta lagi fyrir kl. 14 næstkomandi miðvikudag. Harald- ur segist ætla að halda áfram fram- leiðslu áburðar í verksmiðjunni. Að sögn Páls Péturssonar, starf- andi landbúnaðarráðherra, mun landbúnaðarráðherra ekki taka ákvörðun um hvort fallist verður á tillögu einkavæðingarnefndar fyrr en eftir helgi. Von er á Guðmundi Bjamasyni landbúnaðan'áðherra til landsins um helgina. Þrjú tilboð bárust Þrjú tilboð bárust í Aburðar- verksmiðjuna. Haraldur bauð 1.257 milljónir í verksmiðjuna. Eignar- haldsfélag Alþýðubankans bauð 1.220 milljónir og Kaupfélag Ey- fírðinga, Gufunes ehf. og Sölufélag garðyrkjumanna buðu rösklega 1.001 milljón. í söluskilmálum kom fram að lágmarksverð væri einn milljarður. Hreinn Loftsson, formaður Framkvæmdanefndar um einka- væðingu, sagðist vera ánægður með tilboðin. Hann sagði að fyrir einu og hálfu ári hefðu tvö tilboð borist í verksmiðjuna, annað að fjárhæð 680 milljónir og hitt að fjárhæð 725 milljónir. „Við höfnuðum báðum þessum tilboðum og vorum talsvert gagn- rýndir fyrir það af ýmsum aðilum. Hærra tilboðið nam 725 milljónum, en tilboð Haraldar hljóðar upp á 1.257 milljónir. Tilboðið hefur því hækkað um sem nemur einni millj- ón á dag á þessum tíma. Þetta und- irstrikar að þessi ákvörðun var rétt á sínum tíma og jafnframt undir- strikar þetta mikilvægi þessa út- boðsferils," sagði Hi-einn. Hreinn sagði að Aburðarverk- smiðjan væri seld sem fyrirtæki í rekstri og seljandinn, þ.e. ríkið, ætlaðist til þess að kaupandi lýsti yfir vilja til að halda áfram áburð- arframleiðslu. „Seljandi setur hins vegar engin skilyrði gagnvart nýj- um eiganda. Hann tekur sínar rekstrarákvarðanir sjálfur um framtíð fyrirtækisins. Eftir að ríkið hættir afskiptum af því er það fyrst og fremst mál nýs eiganda að taka ákvarðanir um rekstur þess.“ Ætlar að halda áfram áburðarframleiðslu Haraldur Haraldsson sagðist bjartsýnn á að hann gæti borgað fyrir Aburðarverksmiðjuna nk. miðvikudag. „Það liggja fyrir lof- orð um fjármögnun á þessu bæði frá hluthöfum og lánastofnunum." Haraldur vildi ekki upplýsa hverjir stæðu með honum að kaup- um á verksmiðjunni. Hann sagði að það yrði gert þegar frá kaupunum yrði gengið. „Við ætlum okkur að halda áfram áburðarframleiðslu í verksmiðjunni af fullum krafti. Við vonumst eftir að viðskiptavinir í gegnum 50 ára sögu félagsins verði tryggir einka- rekstrinum," sagði Haraldur. Aðspurðui' hvort hann sæi ein- hverja nýja tekjumöguleika fyrir verksmiðjuna sagði Haraldur að hann sæi það ekki í dag. Hann nefndi þó að verksmiðjan hefði að- gang að góðri bryggju og góðu landsvæði og því væru miklir möguleikar á að koma þarna fyrir nýrri hafnsækinni starfsemi. Endanlegar tölur um afkomu Áburðarverksmiðjunnar á síðasta ári liggja ekki fyi’ir, en hagnaður mun þó hafa orðið af rekstrinum. Árið 1997 varð 1,6 milljóna hagnað- ur af rekstrinum, en það var í fyrsta skipti í þrjú ár sem fyrir- tækið skilaði hagnaði. Formaður dýraverndarráðs um háhyrninginn Keikó í kvínni við Eyjar Hefur nóg pláss og líður vel „ÞARNA er greinilega allt gert til að háhyrningnum Iíði eins og best verður á kosið og ég efast stórlega um að háhyrningur í haldi búi nokkurs staðar við eins góðar aðstæður og þessi,“ sagði Arni M. Mathiesen, alþingismað- ur og formaður dýraverndar- ráðs, en hann heimsótti kví Keikós í Vestmánnaeyjum í gær- morgun. Tilgangur ferðar formannsins var að líta eftir aðbúnaði og um- önnun Keikós en dýraverndunar- ráð hefur sett ákveðnar reglur um hvernig fara skuli með skepnur sem eru í haldi eins og á við um Keikó. Árni sagði að farið væri að öllum reglum og að menn gerðu sér greinilega far um að gera eins vel við skepnuna og nokkur kostur væri. „Þarna er líka allt gert til að búa hann undir að takast á við náttúruna og að hann finni þarna meira fyrir náttúrunni en hann gæti gert annars staðar sem hann væri í haldi manna. Það hefur örugglega áhrif og hann hegðar sér líkar því sem háhyrn- ingar úti í náttúrunni gera,“ sagði Árni ennfremur. Hann sagði að honum virtist líða vel, hann hefði nóg pláss, nýtti sér stærð búrsins, synti mikið, væri forvitinn og orðinn mun grennri en þegar hann kom og styrkari. Arni sagði háhyminginn undir stöðugu eftirliti, hegðun hans og allt atferli væri skráð og myndað oft á hveijum sólarhring og mæld væru þau hljóð sem hann gefur frá sér. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvenær Keikó verð- ur hugsanlega sleppt en dýra- verndunarráð verður að sam- þykkja það þegar þar að kæmi. Ami sagði hnísur, höfmnga og jafnvel hrefnur hafa komið að kvínni en enga háhyminga sést nálægt henni. Einnig hafa selir verið þar á ferð. Morgunblaðið/Sigurgeir ÁRNI M. Mathiesen, formaður dýraverndarráðs, klappar Keikó í kví hans í Klettsvík í gærmorgun. Með honum em Árni Johnsen og Jeff Foster gæslumaður. 350 milljónum verði varið í reiðleiðir á hálendinu í NIÐURSTÖÐUM nefndar sem Halldór Blöndal samgönguráð- herra skipaði til að gera tillögur um uppbyggingu reiðleiða, áning- arstaða og skiptihólfa á miðhálendi íslands er lagt til að á næstu árum verði 350 milljónum króna varið í málaflokkinn. Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir þessum aukna kostnaði við næstu endurskoðun vegaáætl- unar. Þá leggur hún til að sérstök áhersla verði lögð á verndun við- kvæmra svæða við og í nágrenni reiðleiða. Einnig er lagt til að reiðvegir séu flokkaðir í fjóra flokka eftir landgerð og líklegu álagi umferðar. Þá er gerð tillaga um að Vegagerð- Uppbygging reið- vega verði á næstu vegaáætlun in verði veghaldari reiðvega og að um reiðvegi verði fjallað í vegalög- um og vegaáætlun eins og aðra þjóðvegi. Nefnd sem fjallaði um reiðvegi annars staðar en á hálendinu hef- ur einnig skilað tillögum sínum. Hún leggur til að reiðleiðir verði flokkaðar í þrjá meginflokka, stofnleiðir, þéttbýlisleiðir og hér- aðsleiðir. í tengslum við vegaáætlun hverju sinni verði gerð áætlun þar sem skráðar verði einstakar reið- leiðir og flokkun þeirra. Þessa flokkun telur nefndin að leggja mætti til grundvallar frekari stefnumótun um reiðvegi og í skipulagsvinnu á vegum sveitarfé- laga. Hún telur að reiðleiðir fari eftir því sem ákveðið er í skipulag' sveitarfélaga og að áætlanir um framkvæmdir við reiðvegi verði unnar í samráði við sveitarstjórnir og samtök hestamanna. Nefndarmenn álíta að skráning og flokkun reiðleiða sé nauðsynleg til að yfirsýn fáist yflr fyrirliggj- andi verkefni í reiðvegagerð. Einnig telja þeir að Vegagerðin eigi að vera veghaldari reiðvega samkvæmt ofangreindri flokkun. Rán í söluturni í Reykjavík á fímmtudagskvöld Atján ára piltur var að verki ÁTJÁN ára piltur var hand- tekinn laust eftir klukkan eitt í fyiTÍnótt grunaður um að hafa framið rán í söluturni við Hagamel í Reykjavík um klukkan 21 það kvöld. Hann hefur játað verknaðinn og tel- ur lögreglan málið upplýst. Lögi-eglan fékk greinargóð- ar upplýsingar um manninn, m.a. hjá starfsstúlku sölu- turnsins, en hann náði um 40 þúsund krónum í peningum og nokkra af vindlingum. Þessar upplýsingar beindu at- hygli lögreglunnar fljótlega að ákveðnum pilti og var hann handtekinn á veitingastað laust eftir klukkan 1 um nótt- ina. Pilturinn hefur ekki kom- ið áður við sögu hjá lögregl- unni og telur hún málið nú upplýst. Snjóflóðavarnir á Bolungarvík Fleiri kostir skoðaðir FARIÐ var yfir stöðu mála varðandi snjóflóðavarnir á Bolungai’vík á fundi Bolvík- inga með fulltrúum umhverf- isráðuneytisins í gærmorgun. Akveðið var að láta fara fram skoðun á fleiri kostum á að verja byggðina en með gerð skurðar, að sögn Magnúsar Jóhannessonar, ráðuneytis- stjóra í umhverfisráðuneyt- inu. Hann sagði að lögð hefðu verið drög að vinnuáætlun í þeim efnum og væri stefnt að því að mat á öðram kostum lægi fyrir helst ekki síðar en i lok maí eða byrjun júní. Lagt yrði mat á hverjir þeir kostir, sem verið hefðu í umræðunni væra skynsamlegastir. Obreyttir hluthafar fái fulltrúa í stjórn BÍ STARFSMANNAFÉLAG Búnaðarbanka Islands hf. hef- ur sent viðskiptaráðherra til- lögu þess efnis að starfsmönn- um og öðrum óbreyttum hlut- höfum bankans gefist færi á að kjósa einn fulltrúa í banka- ráð á næsta aðalfundi bank- ans. í tillögunni segir: „Jafn- framt telur fundurinn að við val á fundarstað og tíma aðal- fundar verði að taka tillit til þess að Búnaðarbanki íslands hf. er almenningshlutafélag með tugir þúsunda hluthafa og því óráðlegt að halda aðal- fund, nema t.d. í Háskólabíói fyrrihluta laugardags, í stað Súlnasalar Hótels Sögu í miðri viku. Því er mælst til þess að aðalfundinum verði frestað svo betra færi gefist til undirbúnings." Tillagan var samþykkt á að- alfundi starfsmannafélagsins, sem haldinn var á fimmtu- dagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.