Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sundabraut telur nauðsynlegt að skoða svokallaða Landmótunarleið Heimild/V egagerðin í HUGMYNDUM um svokallaða „Landmótunarleið" yrði Sundabrautarbrúin yfir Kleppsvíkina og Leiruvoginn stytt með því að auka landfyílingu og jarðgöng yrðu gerð í gegnum Gufuneshöfða. Svokölluð Ósbraut myndi liggja frá Höfðabakka um Artúnshöfða yfir Elliðaárvoginn um Geirsnef og að Sundabrautinni í Vogahverfinu. Á þessari tölvumynd er búið að gera ráð yfir landfyllingunni, íbúðabyggðin í Bryggjuhverfi hefur verið stækkuð, smábátahöfnin færð að henni og afgreiðsla Sementsverksmiðjunnar, Björgun hf. og Malbikunarstöðin Höfði lif. flutt út á Gufunes, sunn- an Áburðarverksmiðjunnar, en þessi fyrirtæki þurfa á hafnaraðstöðu að halda. Vinnuhópur um íbúða- byggð við Leiruvog myndi stækka KOMIÐ hefur fram ný hugmynd hjá vinnuhópnum um Sundabraut sem byggist á róttækum breytingum á landnotkun á svæðinu innan við leið III og hefur hún fengið vinnuheitið „Landmótunarleið". Vinnuhópurinn telur nauðsynlegt að skoða þá spam- aðarmöguleika sem felast í því að stytta Sundabrautarbrúna yfir líleppsvíkina og Leiruvoginn, auka landfyllingu og leggja nýjan veg og byggja brú úr Ártúnshöfða yfir í Vog- ana. Verði þessi leið valin er unnt að fjölga íbúðarbyggingum í Bryggju- hverfi sunnan Leiruvogs talsvert. Þetta kemur fram í blaðinu Fram- kvæmdafréttir Vegagerðarinnar. í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að Landmótunarleiðin sé mjög ódýr í samanburði við aðrar lausnir og kosti fullgerð með fjórum akrein- um og öllum gatnamótum við Sæ- braut og Hallsveg um 5 milljarða króna án kostnaðar eða tekna við landmótun og landvinninga. Aðeins þær lausnir á leið III sem geri ekki ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Gufuneshöfðann séu ódýrari en þær gera ráð fyrir að vegurinn fari utan við höfðann eða í skeringum utan í honum. Ef Landmótunarleiðin verður far- in verður fyllt mun meira upp en áð- ur var ætlað, þannig að fyllingarnar í Elliðaárvoginum teygi sig í átt að Gufunesinu. Svokölluð Ósbraut myndi liggja frá Höfðabakka um Ár- túnshöfða, yfir Elliðaárvoginn um Geirsnef og að Sundabrautinni í Vogahverfinu. Elliðaárnar yrðu leiddar út úr fyllingunum undir sér- stakri brú á Sundabraut, þannig að ós þeirra breyttist ekki að ráði. Hafnarstarfseminni innan þverunar- innai- yrði breytt verulega þannig að ekki yrði þörf á miklum siglingum með iðnvaming inn fyrir Sunda- braut. Með því móti mætti lækka brúna í 12 metra. Siglingarrennan yrði færð nær Gufuneshöfða en þar færi Sundabraut í gegn í göngum. Þijú fyrirtæki þyrftu að flytja starfsemi sína Ef Landmótunarleiðin verður valin verður smábátahöfnin flutt og kæmi sem framlenging af svokölluðu „Bryggjuhverfi," sem um leið gæti stækkað talsvert. Byggingafram- kvæmdir eru einmitt að hefjast í því hverfi um þessar mundir. Á þessu svæði eru nú meðal annars afgreiðsla Sementsverksmiðjunar, Björgun hf. og Malbikunarstöðin Höfði hf., sem ÖU þurfa hafnaraðstöðu. Þau yrðu að flytja starfsemi sína eitthvað annað t.d. út í Gufunes, sunnan við Áburð- arverksmiðjuna. Sementstankamir tveir, sem eru mikil mannvirki, yrðu m.a. fjarlægðir. Þess ber að geta að þessi hugmynd er á framstigi og hef- ur því ekki verið rædd formlega við þessi fyrirtæki, að sögn Jónasar Snæbjömssonar, sem á sæti í vinnu- hópnum. Ef Landmótunarleiðin yrði valin gæti útivistarsvæði í Elliðaár- vogi stækkað og skapast gæti rými fyrir töluverða íbúðarbyggð. í Framkvæmdafréttum kemur fram að þótt Sundabraut með fjórum akreinum verði mikil samgöngubót sé líklegt að umferð aukist svo á þessari leið að aðliggjandi gatnakerfi anni ekki viðbótinni. Þá hefur verið bént á þann framtíðarmöguleika að gera 4 km jarðgöng frá gatnamótum Sundabrautar og Hallsvegar í Graf- arvogshverfi að gatnamótum Sunda- brautar og Ki-inglumýrarbrautar vestan við Laugamesið. Samgönguráðherra á borgarafundi á Siglufírði Gangagerð til Olafsfjarðar hefjist innan þriggja ára Hagkvæmasti kost- urinn miðað við til- kostnað og ávinning Siglufírði. Morgunblaðið. HALLDÓR Blöndal, samgönguráð- hema, sagði á fjölmennum borgara- fundi á Siglufirði á fimmtudag að sín persónulega skoðun væri sú að miða ætti við að hefja framkvæmdir við göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarð- ar innan þriggja ára. Gangagerð væri forsenda þess að Siglufjörður tilheyrði Norðurlandskjördæmi eystra eftir kjördæmabreytingu eins og áformað er. Ráðherrann sagðist taka undir það með Halldóri Ásgrímssyni, for- manni Framsóknarflokksins, að eftir kosningar væri tímabært að gera sérstaka áætlun um stórfram- kvæmdir í vegamálum enda rúmuð- ust þær ekki innan vegaáætlunar. Halldór Blöndal sagði að hann teldi að næstu þrjú ár ætti að nota í umhverfismat og undirbúningsvinnu vegna gangagerðarinnar. Vegagerð- in þyrfti a.m.k. tvö og hálft til þrjú ár til undirbúnings áður en fram- kvæmdir gætu hafist. Halldór tíndi tii kosti þess að tengja Siglufjörð og Ólafsfjörð. Auk þeirrar samgöngubótar sem um yrði að ræða, fylgdu auknir möguleikar í ferðaþjónustu, betri aðgangur Sigl- firðinga að heilbrigðisþjónustu, bætt skilyrði til ýmiskonar smáiðnaðar, auk þess sem Siglufjörður yrði ásamt Akureyri önnur tveggja vöra- hafna á Eyjafjarðarsvæðinu. Fullt var út úr dyrum á borgara- fundinum, sem Halldór og Hjálmai- Jónsson, alþingismaður héldu á Hótel Læk. Margir fundarmenn lýstu því yfir að bættar samgöngur væra lífsspursmál fyrir Siglufjörð. Aðrir töldu þessar umræður vott um að kosningar væra í nánd en Halldór sagði að gangagerðin hefði lengi ver- ið sitt hjartans mál. Þótt svo hittist á að kosningar væru í nánd hefði það ekkert með málið að gera enda yrðu engar ákvarðanir teknar fyrr en eftir kosningar. Óbundnir af samningum í hliðarherbergjum Hann sagði að á sínum tíma hefðu verið gerðir munnlegir samningar í hliðarherbergjum á Alþingi um að næstu göng á eftir Vestfjarðagöng- um yrðu gerð á Austfjörðum. Hann sagði að ráðamenn litu svo á í dag að hendur þeirra væra ekki bundnar af slíku samkomulagi. Halldór sagði að ef gert væri ráð fyrir að þær 700 milljónir, sem lagð- ar hafa verið til hliðar og eyma- merktar framkvæmdum á Lágheiði, yrðu settar í jarðgangagerðina vant- aði enn um 3 milljarða til að fjár- magna framkvæmdirnar en sagðist vOja forðast að gefa dýrar yfirlýsing- ar um málið fyrir kosningar. Helgi Hallgrímsson, vegamála- stjóri, sem einnig var gestur á fund- inum, og mætti ásamt ráðherra á bæjarstjómarfund á Siglufirði á fimmtudag, sagði að þrjár leiðir kæmu til greina fyrii- jarðgöng, tvær leiðir í Héðinsfirði, sem kosta 3-4 milljarða, og sú þriðja um Fljót, en hún kostar 5,5 milljarða. Vænlegast er talið að gera um það bil 10 km löng göng, svokallaða innri leið, í Héðinsfirði. Sú leið er snjóléttust og öraggust hvað varðar snjóflóða- hættu. Þar yrðu göngin í um 100 metra hæð og væri þá um 20 km veg að fara landleið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og lægju göng úr Skeggjabrekkudal Ólafsfjarðarmeg- in inn að Hatni í Héðinsfírði og í Skútudal. Nú er um 240 km akstur milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar 9 mánuði ársins en að sumarlagi er fært yfir fjallveginn um Lágheiði og er þá um 70 km akstur á milli þess- ara nágrannabyggðarlaga, sem orðin eru sameiginlegt atvinnusvæði eftir sameiningu fyrirtækja í bæjunum tveimur. Margir fundarmenn vildu að haf- ist yrði þegar handa við undirbún- ingsvinnu vegna gangagerðar en vegamálastjóri sagði að það gæti ekki orðið fyrr en ákvörðun lægi fyrir enda mætti gera ráð fyrir 100- 150 milljóna króna undirbúnings- kostnaði. HALLDÓR Blöndal samgöngu- ráðherra segist telja að göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar séu þau göng úti á landi sem mest hagkvæmni sé að ráðast í miðað við tilkostnað og þann ávinning sem þeim fylgdi, að- spurður hvort hagkvæmni eigi að ráða forgangsröðun í jarð- gangagerð. Hann sagðist jafn- framt telja nauðsyniegt að Vega- gerðin gengi nú í að gera áætlun yfir þau jarðgöng sem skynsam- legt væri að ráðast í. í Morgunblaðinu í gær kemur fram að nokkuð breið samstaða virðist vera að myndast á Aust- urlandi um að jarðgöng milli Reyðai’fjarðar og Fáskrúðsfjarð- ar verði fyrsti kostur í ganga- gerð í íjórðungnum, en göngin séu með allra hagkvæmustu framkvæmdum á þessu sviði hér á landi. „Það hefur lengi verið rætt um hvar skynsamlegt sé að gera jarðgöng á Austurlandi og hafa skoðanir verið að breytast. Nú virðist mest fylgi við að jarð- göngin séu annaðhvort milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar eða Reyðarljarðar og Frá- skrúðsfjarðar. Ef síðari kostur- inn yrði fyrir valinu er eðlilegt að hætta vegaframkvæmdum við Reyðarfjörð og Eskifjörð og yfir Breiðdalsheiði, en meiri þrýst- ingur kæmi á fullkominn veg yf- ir Öxl til að stytta leiðina á milli Djúpavogs og Egilsstaða,“ sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið. Engin formúla til fyrir arðsemi „Það hefur ekki verið reynt að meta hvar mest arðsemi yrði af gangagerð, enda engin formúla til,“ sagði liann ennfremur að- spurður. „Með göngunum eystra er auðvitað verið að þétta byggðina og treysta búsetu á Stöðvarfirði og jafnvel Breið- dalsvík. Ef horft er norður til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar verður að hafa það í huga að mjög náin samvinna er milli þessara staða þó að 240 kíló- metra vegur sé á milli þeirra meirihluta ársins. Með göngum dytti sú vegalengd niður í 15 kílómetra. Slík göng hafa því al- gjöra sérstöðu og er auðvelt að sýna frain á margvíslegt hag- ræði sem byggðirnar hefðu af þeim og þjóðhagslegan sparnað sem þeim fylgdi,“ sagði Halldór einnig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.