Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 27.02.1999, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sundabraut telur nauðsynlegt að skoða svokallaða Landmótunarleið Heimild/V egagerðin í HUGMYNDUM um svokallaða „Landmótunarleið" yrði Sundabrautarbrúin yfir Kleppsvíkina og Leiruvoginn stytt með því að auka landfyílingu og jarðgöng yrðu gerð í gegnum Gufuneshöfða. Svokölluð Ósbraut myndi liggja frá Höfðabakka um Artúnshöfða yfir Elliðaárvoginn um Geirsnef og að Sundabrautinni í Vogahverfinu. Á þessari tölvumynd er búið að gera ráð yfir landfyllingunni, íbúðabyggðin í Bryggjuhverfi hefur verið stækkuð, smábátahöfnin færð að henni og afgreiðsla Sementsverksmiðjunnar, Björgun hf. og Malbikunarstöðin Höfði lif. flutt út á Gufunes, sunn- an Áburðarverksmiðjunnar, en þessi fyrirtæki þurfa á hafnaraðstöðu að halda. Vinnuhópur um íbúða- byggð við Leiruvog myndi stækka KOMIÐ hefur fram ný hugmynd hjá vinnuhópnum um Sundabraut sem byggist á róttækum breytingum á landnotkun á svæðinu innan við leið III og hefur hún fengið vinnuheitið „Landmótunarleið". Vinnuhópurinn telur nauðsynlegt að skoða þá spam- aðarmöguleika sem felast í því að stytta Sundabrautarbrúna yfir líleppsvíkina og Leiruvoginn, auka landfyllingu og leggja nýjan veg og byggja brú úr Ártúnshöfða yfir í Vog- ana. Verði þessi leið valin er unnt að fjölga íbúðarbyggingum í Bryggju- hverfi sunnan Leiruvogs talsvert. Þetta kemur fram í blaðinu Fram- kvæmdafréttir Vegagerðarinnar. í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að Landmótunarleiðin sé mjög ódýr í samanburði við aðrar lausnir og kosti fullgerð með fjórum akrein- um og öllum gatnamótum við Sæ- braut og Hallsveg um 5 milljarða króna án kostnaðar eða tekna við landmótun og landvinninga. Aðeins þær lausnir á leið III sem geri ekki ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Gufuneshöfðann séu ódýrari en þær gera ráð fyrir að vegurinn fari utan við höfðann eða í skeringum utan í honum. Ef Landmótunarleiðin verður far- in verður fyllt mun meira upp en áð- ur var ætlað, þannig að fyllingarnar í Elliðaárvoginum teygi sig í átt að Gufunesinu. Svokölluð Ósbraut myndi liggja frá Höfðabakka um Ár- túnshöfða, yfir Elliðaárvoginn um Geirsnef og að Sundabrautinni í Vogahverfinu. Elliðaárnar yrðu leiddar út úr fyllingunum undir sér- stakri brú á Sundabraut, þannig að ós þeirra breyttist ekki að ráði. Hafnarstarfseminni innan þverunar- innai- yrði breytt verulega þannig að ekki yrði þörf á miklum siglingum með iðnvaming inn fyrir Sunda- braut. Með því móti mætti lækka brúna í 12 metra. Siglingarrennan yrði færð nær Gufuneshöfða en þar færi Sundabraut í gegn í göngum. Þijú fyrirtæki þyrftu að flytja starfsemi sína Ef Landmótunarleiðin verður valin verður smábátahöfnin flutt og kæmi sem framlenging af svokölluðu „Bryggjuhverfi," sem um leið gæti stækkað talsvert. Byggingafram- kvæmdir eru einmitt að hefjast í því hverfi um þessar mundir. Á þessu svæði eru nú meðal annars afgreiðsla Sementsverksmiðjunar, Björgun hf. og Malbikunarstöðin Höfði hf., sem ÖU þurfa hafnaraðstöðu. Þau yrðu að flytja starfsemi sína eitthvað annað t.d. út í Gufunes, sunnan við Áburð- arverksmiðjuna. Sementstankamir tveir, sem eru mikil mannvirki, yrðu m.a. fjarlægðir. Þess ber að geta að þessi hugmynd er á framstigi og hef- ur því ekki verið rædd formlega við þessi fyrirtæki, að sögn Jónasar Snæbjömssonar, sem á sæti í vinnu- hópnum. Ef Landmótunarleiðin yrði valin gæti útivistarsvæði í Elliðaár- vogi stækkað og skapast gæti rými fyrir töluverða íbúðarbyggð. í Framkvæmdafréttum kemur fram að þótt Sundabraut með fjórum akreinum verði mikil samgöngubót sé líklegt að umferð aukist svo á þessari leið að aðliggjandi gatnakerfi anni ekki viðbótinni. Þá hefur verið bént á þann framtíðarmöguleika að gera 4 km jarðgöng frá gatnamótum Sundabrautar og Hallsvegar í Graf- arvogshverfi að gatnamótum Sunda- brautar og Ki-inglumýrarbrautar vestan við Laugamesið. Samgönguráðherra á borgarafundi á Siglufírði Gangagerð til Olafsfjarðar hefjist innan þriggja ára Hagkvæmasti kost- urinn miðað við til- kostnað og ávinning Siglufírði. Morgunblaðið. HALLDÓR Blöndal, samgönguráð- hema, sagði á fjölmennum borgara- fundi á Siglufirði á fimmtudag að sín persónulega skoðun væri sú að miða ætti við að hefja framkvæmdir við göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarð- ar innan þriggja ára. Gangagerð væri forsenda þess að Siglufjörður tilheyrði Norðurlandskjördæmi eystra eftir kjördæmabreytingu eins og áformað er. Ráðherrann sagðist taka undir það með Halldóri Ásgrímssyni, for- manni Framsóknarflokksins, að eftir kosningar væri tímabært að gera sérstaka áætlun um stórfram- kvæmdir í vegamálum enda rúmuð- ust þær ekki innan vegaáætlunar. Halldór Blöndal sagði að hann teldi að næstu þrjú ár ætti að nota í umhverfismat og undirbúningsvinnu vegna gangagerðarinnar. Vegagerð- in þyrfti a.m.k. tvö og hálft til þrjú ár til undirbúnings áður en fram- kvæmdir gætu hafist. Halldór tíndi tii kosti þess að tengja Siglufjörð og Ólafsfjörð. Auk þeirrar samgöngubótar sem um yrði að ræða, fylgdu auknir möguleikar í ferðaþjónustu, betri aðgangur Sigl- firðinga að heilbrigðisþjónustu, bætt skilyrði til ýmiskonar smáiðnaðar, auk þess sem Siglufjörður yrði ásamt Akureyri önnur tveggja vöra- hafna á Eyjafjarðarsvæðinu. Fullt var út úr dyrum á borgara- fundinum, sem Halldór og Hjálmai- Jónsson, alþingismaður héldu á Hótel Læk. Margir fundarmenn lýstu því yfir að bættar samgöngur væra lífsspursmál fyrir Siglufjörð. Aðrir töldu þessar umræður vott um að kosningar væra í nánd en Halldór sagði að gangagerðin hefði lengi ver- ið sitt hjartans mál. Þótt svo hittist á að kosningar væru í nánd hefði það ekkert með málið að gera enda yrðu engar ákvarðanir teknar fyrr en eftir kosningar. Óbundnir af samningum í hliðarherbergjum Hann sagði að á sínum tíma hefðu verið gerðir munnlegir samningar í hliðarherbergjum á Alþingi um að næstu göng á eftir Vestfjarðagöng- um yrðu gerð á Austfjörðum. Hann sagði að ráðamenn litu svo á í dag að hendur þeirra væra ekki bundnar af slíku samkomulagi. Halldór sagði að ef gert væri ráð fyrir að þær 700 milljónir, sem lagð- ar hafa verið til hliðar og eyma- merktar framkvæmdum á Lágheiði, yrðu settar í jarðgangagerðina vant- aði enn um 3 milljarða til að fjár- magna framkvæmdirnar en sagðist vOja forðast að gefa dýrar yfirlýsing- ar um málið fyrir kosningar. Helgi Hallgrímsson, vegamála- stjóri, sem einnig var gestur á fund- inum, og mætti ásamt ráðherra á bæjarstjómarfund á Siglufirði á fimmtudag, sagði að þrjár leiðir kæmu til greina fyrii- jarðgöng, tvær leiðir í Héðinsfirði, sem kosta 3-4 milljarða, og sú þriðja um Fljót, en hún kostar 5,5 milljarða. Vænlegast er talið að gera um það bil 10 km löng göng, svokallaða innri leið, í Héðinsfirði. Sú leið er snjóléttust og öraggust hvað varðar snjóflóða- hættu. Þar yrðu göngin í um 100 metra hæð og væri þá um 20 km veg að fara landleið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og lægju göng úr Skeggjabrekkudal Ólafsfjarðarmeg- in inn að Hatni í Héðinsfírði og í Skútudal. Nú er um 240 km akstur milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar 9 mánuði ársins en að sumarlagi er fært yfir fjallveginn um Lágheiði og er þá um 70 km akstur á milli þess- ara nágrannabyggðarlaga, sem orðin eru sameiginlegt atvinnusvæði eftir sameiningu fyrirtækja í bæjunum tveimur. Margir fundarmenn vildu að haf- ist yrði þegar handa við undirbún- ingsvinnu vegna gangagerðar en vegamálastjóri sagði að það gæti ekki orðið fyrr en ákvörðun lægi fyrir enda mætti gera ráð fyrir 100- 150 milljóna króna undirbúnings- kostnaði. HALLDÓR Blöndal samgöngu- ráðherra segist telja að göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar séu þau göng úti á landi sem mest hagkvæmni sé að ráðast í miðað við tilkostnað og þann ávinning sem þeim fylgdi, að- spurður hvort hagkvæmni eigi að ráða forgangsröðun í jarð- gangagerð. Hann sagðist jafn- framt telja nauðsyniegt að Vega- gerðin gengi nú í að gera áætlun yfir þau jarðgöng sem skynsam- legt væri að ráðast í. í Morgunblaðinu í gær kemur fram að nokkuð breið samstaða virðist vera að myndast á Aust- urlandi um að jarðgöng milli Reyðai’fjarðar og Fáskrúðsfjarð- ar verði fyrsti kostur í ganga- gerð í íjórðungnum, en göngin séu með allra hagkvæmustu framkvæmdum á þessu sviði hér á landi. „Það hefur lengi verið rætt um hvar skynsamlegt sé að gera jarðgöng á Austurlandi og hafa skoðanir verið að breytast. Nú virðist mest fylgi við að jarð- göngin séu annaðhvort milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar eða Reyðarljarðar og Frá- skrúðsfjarðar. Ef síðari kostur- inn yrði fyrir valinu er eðlilegt að hætta vegaframkvæmdum við Reyðarfjörð og Eskifjörð og yfir Breiðdalsheiði, en meiri þrýst- ingur kæmi á fullkominn veg yf- ir Öxl til að stytta leiðina á milli Djúpavogs og Egilsstaða,“ sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið. Engin formúla til fyrir arðsemi „Það hefur ekki verið reynt að meta hvar mest arðsemi yrði af gangagerð, enda engin formúla til,“ sagði liann ennfremur að- spurður. „Með göngunum eystra er auðvitað verið að þétta byggðina og treysta búsetu á Stöðvarfirði og jafnvel Breið- dalsvík. Ef horft er norður til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar verður að hafa það í huga að mjög náin samvinna er milli þessara staða þó að 240 kíló- metra vegur sé á milli þeirra meirihluta ársins. Með göngum dytti sú vegalengd niður í 15 kílómetra. Slík göng hafa því al- gjöra sérstöðu og er auðvelt að sýna frain á margvíslegt hag- ræði sem byggðirnar hefðu af þeim og þjóðhagslegan sparnað sem þeim fylgdi,“ sagði Halldór einnig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.