Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 57 ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Jón Svavarsson VERÐLAUNAHAFAR SVFR fyrir 1998. Heiðrað fyrir afrek STANGAVEIÐIFÉLAG Reykja- víkur heiðraði þá veiðimenn sem veiddu stærstu laxana á vatna- svæðum félagsins á síðasta sumri, á árshátíð sinni á Hótel Sögu á dögunum. Pað eru stórlaxarnir sem þarna vega þyngst, en það er kannski til marks um að veiðisum- arið 1998 var fyrst og fremst smá- laxasumar, að aðeins einn 20 punda lax var meðal þeirra laxa sem veittu veiðimönnum sínum verðlaun að þessu sinni. SjónanTönd, útgefandi íslensku stangaveiðiárbókarinnar veitir eignarbikar þeirri konu sem veiðir stærsta flugulaxinn á svæðum félagsins. Þorbjörg Kristjánsdóttir hreppti giipinn fyrir 14 punda hæng sem hún veiddi á Garry nú- mer 10 í Bæjarstreng í Sogi. Ann- ar kvennabikar er Skóstofubikar- inn, gefinn af Skóstofunni á Dun- haga. Hann er veittur þeirri konu sem veiðir stærsta laxinn á allt löglegt agn á svæðum félagsins. Vigdís Ólafsdóttir sló hér öðrum við með 16 punda hæng á maðk úr Efri Brúarstreng í Fáskrúð. Útilíf veitir bikar fyrir stærsta flugulaxinn úr Elliðaánum, en hann hreppti Erling Kristjánsson fyrir 10 punda hrygnu á svarta Frances þríkrækju númer 12 í Hólsstreng. Kaffi Mílanó í Faxafeni gefur Norðurárbikarinn fyrir stærsta flugulaxinn úr Norðurá, en hann kom í hlut Magnúsar M. Nordahl sem landaði 14,5 punda hæng á Collie Dog númer 10 í Torfafit. Sportkringlubikarinn er gefinn af samnefndri búð fyrir stærsta flugulaxinn úr Stóru Laxá í Hreppum. Hilmar Hansson veiddi tvo 16 punda flugulaxa, annan í Gunnbjarnarhyl og hinn í Skarðs- strengjum. Báða á svarta Frances túbuflugu. Verslunin Veiðivon veitir bikar fyrir stærsta flugulaxinn úr Sog- inu og hreppti Þorbjörg Kristjáns- dóttir gripinn fyrir fyrrnefndan 14 punda hæng. Cortlandbikarinn, gefinn af GULL- og silfur-flugan. Sportvörugerðinni er veittur fyiTi- stærsta flugulaxinn úr Hítará og þar þurfti að draga á milli tveggja sem veiddu 8 punda laxa. Upp kom nafn Birgis Guðmundssonar sem veiddi laxinn sinn í Túnstreng 2 á rauða Frances númer 8. ABU-umboðið gefur bikar fyrir stærsta fisk, lax eða bfrting, úr Tungufljóti og fékk Karl Udo Lucas gripinn fyrir 14 punda lax á Devon í Vatnamótum. Jafn stór sjóbfrtingur veiddist einnig á sama stað. Daiwa-bikarinn, gefinn af Seglagerðinni Ægi, er veittur fyr- fr stærsta laxinn á leyfilegt agn í Gljúfurá. Björn Gunnlaugsson hreppti gripinn fyrir 7 punda hæng. Vesturrastarbikarinn er veittur fyrir stærsta laxinn á leyfilegt agn úr ám félagsins og hlaut Loftur Atli Eiríksson gripinn fyrir 20 punda hæng sem hann veiddi á maðk í Skarðsstrengjum í Stóru Laxá. Áðurnefndur Hilmar Hansson hreppti að lokum hina veglegu Gull og Silfur-flugu, sem er eign- argripur veittur þeim veiðimanni sem veiðir stærsta laxinn á flugu á svæðum félagsins. Verðlaun þessi eru sérsmíðuð af Sigurði Steinþórssyni gullsmið og veitt í 18. skipti. 16 punda laxarnir hans Hilmars dugðu til þessara verð- launa, en þetta er líklega í fyrsta skiptið sem þau eru veitt fyrii- laxa sem eni minni en 20 pund. INNLENT Kvennameistaramót Hellis á sunnudag TAFLFÉLAGIÐ Hellir gengst fyr- ir nokkrum skákmótum sem ein- göngu verða fyrir konur. Ekkert aldurstakmark er á þessum mótum og vonast mótshaldarar til að sjá sem flesta þátttakendur, bæði þær stúlkur sem eru virkastar svo og aðrar sem ekki hafa teflt í nokkurn tíma, segir í fréttatilkynningu. Fyrsta kvennameistaramót Hell- is verður haldið sunnudaginn 28. febrúar kl. 13. Tefldar verða 7 um- ferðir eftir Monrad-kerfi með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið er opið konum á öllum aldri. Keppt er um titilinn Kvennameistari Hellis 1999, en þetta er í fyrsta skipti sem keppt er um þennan titil. Einungis félagsmenn í Helli geta hlotið þenn- an titil, en mótið er þó opið öllum konum hvort sem þær eru félags- menn í Helli eða ekki. Ekkert þátt- tökugjald. Góð verðlaun verða í boði. ___________________________% MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjömsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Bamag- uðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Föstumessa kl. 14. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Æðruleysismessa kl. 21 til- einkuð fólki í leit að bata eftir 12 spora kerfinu. Sr. Karl V. Matthíasson ræðir um trúna í sporunum 12. Léttur söngur og fyrirbæn. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ólafsson. Guðmundur Óskar Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Munið kirkjubílinn! Guðsþjónusta kl. 11. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólaf- ur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorg- unn kl. 10. í heimsókn til íslenskra fósturbarna á Indlandi: Guðmundur Hallgrímsson, lyfsali. Messa og barna- starf kl. 11. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Sigurður Pálsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sett inn í embætti af prófasti, sr. Jóni D. Hró- bjartssyni. HÁTEIGSKIRKJA: Barnag- uðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og Bryndís Valbjöms- dóttir. Messa kl. 14. Organisti Jakob Hallgrímsson. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Unglingakór Selfosskirkju syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarf í safnaðar- heimili kl. 11. Umsjón Leria Rós Matt- híasdóttir. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Laugarneskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjarni Karisson. Kyrrðarstund kl. 13 í Hátúni fyrir íbúa Hátúns 10 og 12. Guðsþjónusta kl. 14. Drengjakór Laug- arneskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Þjónustuhópurinn annast messukaffið. Prestur sr. Bjami Karls- son. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Starf fyrir 8-9 ára á sama tíma. Opið hús frá kl. 10. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Sr. Frank M. Halldórsson. Tónleikar kl. 17. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Ein- leikarar Áshildur Haraldsdóttir og Elísabet Waage. Stjómandi Ingvar Jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Toshiki Toma, prestur nýbúa, prédikar. Fundur með foreldrum ferm- ingarbama strax að lokinni messu. Halla Jónsdóttir, kennari, heldur fræðsluerindi um samskipti bama og foreldra. Fermingarböm og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að mæta i kirkjuna sína þennan dag. Organisti Viera Manasek. Prestamir. Bamastarf á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Þjóðlaga- messa kl. 14. Bamastarf á sama tíma. Maul eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðsþjónusta kl. 14 í safnaðarheimil- inu. Barn borið til skírnar. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Allir hjartan- lega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Altarisganga. Organleikari Pavel Smid. Sóknamefndarmenn lesa ritningarlestra. Vænst er þátttöku fermingarbama og foreldra þeirra í guðsþjónustunni. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Foreldrar og aðrir vandamenn hjartanlega velkomnir með bömum sínum. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnag- uðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tima. Organisti Daníel Jónasson. Tómasarmessa kl. 20 i samvinnu við félag guðfræðinema og kristilegu skólahreyfinguna. Fyrirbænir og fjöl- breytt tónlist. Kaffisopi í safnaðar- heimilinu að lokinni messu. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA: Kl. 11. Messa og sunnudagaskólinn á sama tíma i um- sjá Steinunnar Leifsdóttur og Berglind- ar H. Árnadóttur. Organisti Kjartan Sig- urjónsson. Léttar veitingar eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Um- sjón: Hanna Þórey Guömundsdóttir og Ragnar Schram. Prestamir. GRAFARVOGSKIRKJA: Sunnudaga- skóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Sunnudagaskóli í Guðspjall dagsins: Kanverska konan. Matt. 15. Engjaskóla kl. 11. Sr. Vigfús Þór Áma- son. Umsjón Ágúst og Signý. Guðsþjónusta kl. 14. Skátag- uðsþjónusta. Skátar úr skátafélaginu Vogabúar heimsækja söfnuðinn. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Ræðumaður: Hallfríður Helgadóttir, form. alþjóðar, Bandalags íslenskra skáta. Tónlist: Örn Amarson og Guð- mundur Pálsson. Skátakórinn syngur. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Tónlistarmessa kl. 11. Sr. Magnús Guðjónsson þjónar. Málmblásarakvintett leikur verk eftir J.S. Bach o.fl. Félagar úr kór kirkjunn- ar syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Jón Olafur Sigurðsson. Barnag- uðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bænar- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 i safnaðarheimilinu Borgum. Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogs- kirkju syngur. Stólvers syngja Anna Hafberg og Halldór Björnsson. Org- anisti Kári Þormar. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. SELJAKIRKJA: Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Altaris- ganga. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Org- anisti Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprest- ur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unguðsþjónusta sunnudag að Bílds- höfða 10, 2. hæð kl. 11. Fræðsla fyrir böm og fullorðna. Sameiginlegur mat- ur eftir stundina. Almenn samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Edda Matthíasdóttir Swan prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Barnastarf, lofgjörð, prédikun og fyrirbænir. Kvöldsam- koma kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir. Prédikun Richard Perinchief. Allir hjartanlega velkomnir. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardag kl. 13 Laugardagsskóli fyrir krakka. Sunnudag kl. 19.30 bændarstund. Kl. 20 Hjálpræðissamkoma. Majór Elsabet Daníelsdóttir. Mánudag: kl. 15 heimila- samband fyrir konur. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam- koma kl. 17. Upphafsorð hefur Friðrik Jensen Karlsson, formaður KSS. Ræðumaður sr. Jón Helgi Þórarinsson. Boðið upp á samverur fyrir börn á meðan á ræðunni stendur. Skipt í hópa eftir aldri. Létt máltíð seld á fjöl- skylduvænu verði að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavik: Skólavegi 38. Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugar- dag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma kl. 14. MOSFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Bamastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalar- nesi: Bamaguðsþjónusta kl. 11 f.h. Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir ann- ast stundina. Sóknarprestur. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskólar í Strandbergi, Setbergs- skóla og Hvaleyrarskóla kl. 22. Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarböm sýna helgileik. Organisti Natalía Chow. Prestur sr. Gunnþór Ingason. Tónlist- arguðsþjónusta - þjóðlagamessa kl. 17. Vísnahópur söngfólks úr Kór Hafn- arfjarðarkirkju leiðir sönginn undir stjóm Natalíu Chow. Prestur sr. Þór- hallur Heimisson. Prestar Hafnarfjarð- arkirkju. VÍÐISTAÐAKIRK J A: Barnag- uðsþjónusta kl. 11. Umsjón Andri, Ás- geir Páll og Brynhildur. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Þóra V. Guðmundsdóttir. Auk kirkjukórs mun barnakór kirkjunn- ar syngja. Sigríður Kristín Helgadóttir guðfræðinemi prédikar. Kaffi í safnað- arheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson. VÍDALINSKIRKJA: Messa með altar- isgöngu kl. 11. Kirkjukórar Glerársókn- ar og Vídalínskirkju munu syngja báðir við athöfnina og leiða almennan safnaðarsöng. Stjómandi kirkjukórs Glerársóknar er Hjörtur Steinbergsson. Organisti við athöfnina verður Jóhann Baldvinsson. Fermingarbörn og for- eldrar eru hvött til að mæta vel, nú þegar dregur að lokum fermingar- fræðslustarfsins. Sr. Gunnlaugur Garð- arsson, sóknarprestur Glerársóknar á Akureyri, þjónar við athöfnina ásamt sóknarpresti. Súpa og brauð að lokinni athöfn í boði sóknarnefndar Garða- sóknar. Lionsfólk í Garðabæ sér um framreiðsluna. Hans Markús Haf- steinsson. BESSASTAÐAKIRKJA: Munið sunnu- ' dagaskólann kl. 13 á sunnudag. Rútan ekur hringinn á undan og eftir. Hans Markús Hafsteinsson. KÁLFATJARNARSÓKN: Munið kirkju- skólann í dag, laugardag, kl. 11-12. Hans Markús Hafsteinsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Öldungar annast ritningalestra. Kór Útskálakirkju syngur. Kórstjóri Ester Ólafsdóttir. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Öldungar annast ritningalestra. Kór Hvalsneskirkju syngur. Kórstjóri Ester Ólafsdóttir. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barnastarfið kl. 11. Messa kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Foreldrar hvattir til að mæta. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Prest- ur sr. Hjörtur Hjartarson. Sóknamefnd- in. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messuferð að Stóra-Núpskirkju. Rúta fer frá Grunnskóla Þoriákshafnar kl. 11.45 og er væntanleg aftur um sexleytið. Allir velkomnir. Sóknarprest- ur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarböm taka þátt í athöfninni. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjóm Steinars Guðmundssonar organista. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Böm sótt að safnað- arheimilinu í Innri-Njarðvík kl. 10.45. Foreldrar hvattir til að mæta með bömum sínum. Ásta, Sara og Steinar _ leiða söng og leik. Hlévangur. Guðsþjónusta kl. 13. Baldur Rafn Sig- urðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 árd. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta í Sjúkrahúsi Suðumesja kl. 13. Aðstandendur sjúklinga vel- komnir. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 14. Prestur Ólafur Odddur Jónsson. Ræðuefni: Trú, heilbrigði og hækkandi sól. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Orgelleikari Einar Örn Einarsson. Sól- arkaffi og aðalfundur Vestfirðinga- félagsins í Kirkjulundi eftir messu. Eldri borgarar boðnir sérstaklega velkomnir. SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Hádegisbænir þriðju- daga - föstudags kl. 12.10. Á föstunni verður kvöldtíð sungin á miðvikudög- um kl. 18. Gunnar Bjömsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Bamag- r uðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. HAUKADALSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Aðalsafnaðarfundur verður að messu lokinni. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Dvalarheimilið Höfði: Messa kl. 12.45. Sóknarprestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór ísafjarðarkirkju syngur. Org- anisti Hulda Bragadóttir. Sr. Magnús Erlingsson. HNÍFSDALSKAPELLA: Guðsþjónusta kl. 14. Kvennakór Hnífsdals syngur. Organisti Hulda Bragadóttir. Sr. Magnús Erlingsson. HÓLANESKIRKJA, Skagaströnd: V Kvöldmessa kl. 20.30 sunnudag. Fríkirkjan í Reykjavík Guösþjónusta kl. 14.00 í Safnaðarheimilinu. Barn borið til skirnar. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Allir hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur. •••ysr n t § sá ÍMi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.