Morgunblaðið - 27.02.1999, Page 57

Morgunblaðið - 27.02.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 57 ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Jón Svavarsson VERÐLAUNAHAFAR SVFR fyrir 1998. Heiðrað fyrir afrek STANGAVEIÐIFÉLAG Reykja- víkur heiðraði þá veiðimenn sem veiddu stærstu laxana á vatna- svæðum félagsins á síðasta sumri, á árshátíð sinni á Hótel Sögu á dögunum. Pað eru stórlaxarnir sem þarna vega þyngst, en það er kannski til marks um að veiðisum- arið 1998 var fyrst og fremst smá- laxasumar, að aðeins einn 20 punda lax var meðal þeirra laxa sem veittu veiðimönnum sínum verðlaun að þessu sinni. SjónanTönd, útgefandi íslensku stangaveiðiárbókarinnar veitir eignarbikar þeirri konu sem veiðir stærsta flugulaxinn á svæðum félagsins. Þorbjörg Kristjánsdóttir hreppti giipinn fyrir 14 punda hæng sem hún veiddi á Garry nú- mer 10 í Bæjarstreng í Sogi. Ann- ar kvennabikar er Skóstofubikar- inn, gefinn af Skóstofunni á Dun- haga. Hann er veittur þeirri konu sem veiðir stærsta laxinn á allt löglegt agn á svæðum félagsins. Vigdís Ólafsdóttir sló hér öðrum við með 16 punda hæng á maðk úr Efri Brúarstreng í Fáskrúð. Útilíf veitir bikar fyrir stærsta flugulaxinn úr Elliðaánum, en hann hreppti Erling Kristjánsson fyrir 10 punda hrygnu á svarta Frances þríkrækju númer 12 í Hólsstreng. Kaffi Mílanó í Faxafeni gefur Norðurárbikarinn fyrir stærsta flugulaxinn úr Norðurá, en hann kom í hlut Magnúsar M. Nordahl sem landaði 14,5 punda hæng á Collie Dog númer 10 í Torfafit. Sportkringlubikarinn er gefinn af samnefndri búð fyrir stærsta flugulaxinn úr Stóru Laxá í Hreppum. Hilmar Hansson veiddi tvo 16 punda flugulaxa, annan í Gunnbjarnarhyl og hinn í Skarðs- strengjum. Báða á svarta Frances túbuflugu. Verslunin Veiðivon veitir bikar fyrir stærsta flugulaxinn úr Sog- inu og hreppti Þorbjörg Kristjáns- dóttir gripinn fyrir fyrrnefndan 14 punda hæng. Cortlandbikarinn, gefinn af GULL- og silfur-flugan. Sportvörugerðinni er veittur fyiTi- stærsta flugulaxinn úr Hítará og þar þurfti að draga á milli tveggja sem veiddu 8 punda laxa. Upp kom nafn Birgis Guðmundssonar sem veiddi laxinn sinn í Túnstreng 2 á rauða Frances númer 8. ABU-umboðið gefur bikar fyrir stærsta fisk, lax eða bfrting, úr Tungufljóti og fékk Karl Udo Lucas gripinn fyrir 14 punda lax á Devon í Vatnamótum. Jafn stór sjóbfrtingur veiddist einnig á sama stað. Daiwa-bikarinn, gefinn af Seglagerðinni Ægi, er veittur fyr- fr stærsta laxinn á leyfilegt agn í Gljúfurá. Björn Gunnlaugsson hreppti gripinn fyrir 7 punda hæng. Vesturrastarbikarinn er veittur fyrir stærsta laxinn á leyfilegt agn úr ám félagsins og hlaut Loftur Atli Eiríksson gripinn fyrir 20 punda hæng sem hann veiddi á maðk í Skarðsstrengjum í Stóru Laxá. Áðurnefndur Hilmar Hansson hreppti að lokum hina veglegu Gull og Silfur-flugu, sem er eign- argripur veittur þeim veiðimanni sem veiðir stærsta laxinn á flugu á svæðum félagsins. Verðlaun þessi eru sérsmíðuð af Sigurði Steinþórssyni gullsmið og veitt í 18. skipti. 16 punda laxarnir hans Hilmars dugðu til þessara verð- launa, en þetta er líklega í fyrsta skiptið sem þau eru veitt fyrii- laxa sem eni minni en 20 pund. INNLENT Kvennameistaramót Hellis á sunnudag TAFLFÉLAGIÐ Hellir gengst fyr- ir nokkrum skákmótum sem ein- göngu verða fyrir konur. Ekkert aldurstakmark er á þessum mótum og vonast mótshaldarar til að sjá sem flesta þátttakendur, bæði þær stúlkur sem eru virkastar svo og aðrar sem ekki hafa teflt í nokkurn tíma, segir í fréttatilkynningu. Fyrsta kvennameistaramót Hell- is verður haldið sunnudaginn 28. febrúar kl. 13. Tefldar verða 7 um- ferðir eftir Monrad-kerfi með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið er opið konum á öllum aldri. Keppt er um titilinn Kvennameistari Hellis 1999, en þetta er í fyrsta skipti sem keppt er um þennan titil. Einungis félagsmenn í Helli geta hlotið þenn- an titil, en mótið er þó opið öllum konum hvort sem þær eru félags- menn í Helli eða ekki. Ekkert þátt- tökugjald. Góð verðlaun verða í boði. ___________________________% MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjömsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Bamag- uðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Föstumessa kl. 14. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Æðruleysismessa kl. 21 til- einkuð fólki í leit að bata eftir 12 spora kerfinu. Sr. Karl V. Matthíasson ræðir um trúna í sporunum 12. Léttur söngur og fyrirbæn. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ólafsson. Guðmundur Óskar Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Munið kirkjubílinn! Guðsþjónusta kl. 11. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólaf- ur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorg- unn kl. 10. í heimsókn til íslenskra fósturbarna á Indlandi: Guðmundur Hallgrímsson, lyfsali. Messa og barna- starf kl. 11. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Sigurður Pálsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sett inn í embætti af prófasti, sr. Jóni D. Hró- bjartssyni. HÁTEIGSKIRKJA: Barnag- uðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og Bryndís Valbjöms- dóttir. Messa kl. 14. Organisti Jakob Hallgrímsson. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Unglingakór Selfosskirkju syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarf í safnaðar- heimili kl. 11. Umsjón Leria Rós Matt- híasdóttir. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Laugarneskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjarni Karisson. Kyrrðarstund kl. 13 í Hátúni fyrir íbúa Hátúns 10 og 12. Guðsþjónusta kl. 14. Drengjakór Laug- arneskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Þjónustuhópurinn annast messukaffið. Prestur sr. Bjami Karls- son. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Starf fyrir 8-9 ára á sama tíma. Opið hús frá kl. 10. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Sr. Frank M. Halldórsson. Tónleikar kl. 17. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Ein- leikarar Áshildur Haraldsdóttir og Elísabet Waage. Stjómandi Ingvar Jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Toshiki Toma, prestur nýbúa, prédikar. Fundur með foreldrum ferm- ingarbama strax að lokinni messu. Halla Jónsdóttir, kennari, heldur fræðsluerindi um samskipti bama og foreldra. Fermingarböm og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að mæta i kirkjuna sína þennan dag. Organisti Viera Manasek. Prestamir. Bamastarf á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Þjóðlaga- messa kl. 14. Bamastarf á sama tíma. Maul eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðsþjónusta kl. 14 í safnaðarheimil- inu. Barn borið til skírnar. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Allir hjartan- lega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Altarisganga. Organleikari Pavel Smid. Sóknamefndarmenn lesa ritningarlestra. Vænst er þátttöku fermingarbama og foreldra þeirra í guðsþjónustunni. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Foreldrar og aðrir vandamenn hjartanlega velkomnir með bömum sínum. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnag- uðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tima. Organisti Daníel Jónasson. Tómasarmessa kl. 20 i samvinnu við félag guðfræðinema og kristilegu skólahreyfinguna. Fyrirbænir og fjöl- breytt tónlist. Kaffisopi í safnaðar- heimilinu að lokinni messu. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA: Kl. 11. Messa og sunnudagaskólinn á sama tíma i um- sjá Steinunnar Leifsdóttur og Berglind- ar H. Árnadóttur. Organisti Kjartan Sig- urjónsson. Léttar veitingar eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Um- sjón: Hanna Þórey Guömundsdóttir og Ragnar Schram. Prestamir. GRAFARVOGSKIRKJA: Sunnudaga- skóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Sunnudagaskóli í Guðspjall dagsins: Kanverska konan. Matt. 15. Engjaskóla kl. 11. Sr. Vigfús Þór Áma- son. Umsjón Ágúst og Signý. Guðsþjónusta kl. 14. Skátag- uðsþjónusta. Skátar úr skátafélaginu Vogabúar heimsækja söfnuðinn. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Ræðumaður: Hallfríður Helgadóttir, form. alþjóðar, Bandalags íslenskra skáta. Tónlist: Örn Amarson og Guð- mundur Pálsson. Skátakórinn syngur. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Tónlistarmessa kl. 11. Sr. Magnús Guðjónsson þjónar. Málmblásarakvintett leikur verk eftir J.S. Bach o.fl. Félagar úr kór kirkjunn- ar syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Jón Olafur Sigurðsson. Barnag- uðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bænar- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 i safnaðarheimilinu Borgum. Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogs- kirkju syngur. Stólvers syngja Anna Hafberg og Halldór Björnsson. Org- anisti Kári Þormar. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. SELJAKIRKJA: Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Altaris- ganga. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Org- anisti Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprest- ur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unguðsþjónusta sunnudag að Bílds- höfða 10, 2. hæð kl. 11. Fræðsla fyrir böm og fullorðna. Sameiginlegur mat- ur eftir stundina. Almenn samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Edda Matthíasdóttir Swan prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Barnastarf, lofgjörð, prédikun og fyrirbænir. Kvöldsam- koma kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir. Prédikun Richard Perinchief. Allir hjartanlega velkomnir. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardag kl. 13 Laugardagsskóli fyrir krakka. Sunnudag kl. 19.30 bændarstund. Kl. 20 Hjálpræðissamkoma. Majór Elsabet Daníelsdóttir. Mánudag: kl. 15 heimila- samband fyrir konur. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam- koma kl. 17. Upphafsorð hefur Friðrik Jensen Karlsson, formaður KSS. Ræðumaður sr. Jón Helgi Þórarinsson. Boðið upp á samverur fyrir börn á meðan á ræðunni stendur. Skipt í hópa eftir aldri. Létt máltíð seld á fjöl- skylduvænu verði að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavik: Skólavegi 38. Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugar- dag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma kl. 14. MOSFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Bamastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalar- nesi: Bamaguðsþjónusta kl. 11 f.h. Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir ann- ast stundina. Sóknarprestur. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskólar í Strandbergi, Setbergs- skóla og Hvaleyrarskóla kl. 22. Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarböm sýna helgileik. Organisti Natalía Chow. Prestur sr. Gunnþór Ingason. Tónlist- arguðsþjónusta - þjóðlagamessa kl. 17. Vísnahópur söngfólks úr Kór Hafn- arfjarðarkirkju leiðir sönginn undir stjóm Natalíu Chow. Prestur sr. Þór- hallur Heimisson. Prestar Hafnarfjarð- arkirkju. VÍÐISTAÐAKIRK J A: Barnag- uðsþjónusta kl. 11. Umsjón Andri, Ás- geir Páll og Brynhildur. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Þóra V. Guðmundsdóttir. Auk kirkjukórs mun barnakór kirkjunn- ar syngja. Sigríður Kristín Helgadóttir guðfræðinemi prédikar. Kaffi í safnað- arheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson. VÍDALINSKIRKJA: Messa með altar- isgöngu kl. 11. Kirkjukórar Glerársókn- ar og Vídalínskirkju munu syngja báðir við athöfnina og leiða almennan safnaðarsöng. Stjómandi kirkjukórs Glerársóknar er Hjörtur Steinbergsson. Organisti við athöfnina verður Jóhann Baldvinsson. Fermingarbörn og for- eldrar eru hvött til að mæta vel, nú þegar dregur að lokum fermingar- fræðslustarfsins. Sr. Gunnlaugur Garð- arsson, sóknarprestur Glerársóknar á Akureyri, þjónar við athöfnina ásamt sóknarpresti. Súpa og brauð að lokinni athöfn í boði sóknarnefndar Garða- sóknar. Lionsfólk í Garðabæ sér um framreiðsluna. Hans Markús Haf- steinsson. BESSASTAÐAKIRKJA: Munið sunnu- ' dagaskólann kl. 13 á sunnudag. Rútan ekur hringinn á undan og eftir. Hans Markús Hafsteinsson. KÁLFATJARNARSÓKN: Munið kirkju- skólann í dag, laugardag, kl. 11-12. Hans Markús Hafsteinsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Öldungar annast ritningalestra. Kór Útskálakirkju syngur. Kórstjóri Ester Ólafsdóttir. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Öldungar annast ritningalestra. Kór Hvalsneskirkju syngur. Kórstjóri Ester Ólafsdóttir. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barnastarfið kl. 11. Messa kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Foreldrar hvattir til að mæta. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Prest- ur sr. Hjörtur Hjartarson. Sóknamefnd- in. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messuferð að Stóra-Núpskirkju. Rúta fer frá Grunnskóla Þoriákshafnar kl. 11.45 og er væntanleg aftur um sexleytið. Allir velkomnir. Sóknarprest- ur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarböm taka þátt í athöfninni. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjóm Steinars Guðmundssonar organista. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Böm sótt að safnað- arheimilinu í Innri-Njarðvík kl. 10.45. Foreldrar hvattir til að mæta með bömum sínum. Ásta, Sara og Steinar _ leiða söng og leik. Hlévangur. Guðsþjónusta kl. 13. Baldur Rafn Sig- urðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 árd. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta í Sjúkrahúsi Suðumesja kl. 13. Aðstandendur sjúklinga vel- komnir. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 14. Prestur Ólafur Odddur Jónsson. Ræðuefni: Trú, heilbrigði og hækkandi sól. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Orgelleikari Einar Örn Einarsson. Sól- arkaffi og aðalfundur Vestfirðinga- félagsins í Kirkjulundi eftir messu. Eldri borgarar boðnir sérstaklega velkomnir. SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Hádegisbænir þriðju- daga - föstudags kl. 12.10. Á föstunni verður kvöldtíð sungin á miðvikudög- um kl. 18. Gunnar Bjömsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Bamag- r uðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. HAUKADALSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Aðalsafnaðarfundur verður að messu lokinni. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Dvalarheimilið Höfði: Messa kl. 12.45. Sóknarprestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór ísafjarðarkirkju syngur. Org- anisti Hulda Bragadóttir. Sr. Magnús Erlingsson. HNÍFSDALSKAPELLA: Guðsþjónusta kl. 14. Kvennakór Hnífsdals syngur. Organisti Hulda Bragadóttir. Sr. Magnús Erlingsson. HÓLANESKIRKJA, Skagaströnd: V Kvöldmessa kl. 20.30 sunnudag. Fríkirkjan í Reykjavík Guösþjónusta kl. 14.00 í Safnaðarheimilinu. Barn borið til skirnar. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Allir hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur. •••ysr n t § sá ÍMi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.