Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Garðyrkjubændur um gagnrýni Heimdallar Grein sem nýtur engra styrkja KJARTAN Ólafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir að gagnrýni félags ungra Sjálfstæðis- manna, Heimdallar, vegna vemdar- tolla á innflutt grænmeti hitti ekki í mark þar sem engir tollar eru á inn- fluttu grænmeti um þetta leyti árs. „Pað er einkennilegt að Heimdallur beini spjótum sínum að þeirri grein landbúnaðar sem nýtur engra styrkja og er í mestri samkeppni við innfluttar garð- yrkjuafurðir. Það er meiri sam- keppni í þessari grein landbúnaðar en nokkurri annarri. Við keppum við innfluttar garðyrkjuafurðir, hvort heldur það eru blóm eða grænmeti, sem njóta niður- greiðslna í sínum framleiðslulönd- um. Á sama tíma greiðum við hátt verð fyrir raforku til þess að fram- leiða okkar afurðir án nokkurra styrkja. Nýlega mótmæltu 40 þús- und bændur því í Brússel að til stendur að lækka styrki til bænda í Evrópu. Bændur fá um helming allra útgjalda Evrópubandalagsins í formi niðurgreiðslna til landbún- aðarins,“ segir Kjartan. Hann segir að málfiutningur Heimdallar um að reka eigi land- búnað hér á landi undir formerkjum frelsis standist ekki nánari skoðun meðan engir styrkir eru til greinar- innar. „Það verður að tengja hlutina saman og skoða þá í heild sinni. Af þessum sökum er málflutningur Heimdellinga ósæmilegur og jaðrar við atvinnuróg," segir Kjartan. Fulltrúi sjálfstæðis- manna ekki til Japans SJALFSTÆÐISMENN í borgar- stjórn hafa ákveðið að fulltrúi þeiiTa fari ekki með í ferð borgarstjóra og fulltrúa frá stjórn veitustofnana til Japans, en ferðin hefst á sunnudag og lýkur annan sunnudag. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjóm, sagði að málið hefði komið þannig til að borgarstjóri hefði ákveðið að fara í ferð til Japans og heimsækja borgar- yfírvöld í Tókýó, jafnframt því að heimsækja m.a. fyrirtækið Mitsubis- hi. Hún hefði óskað eftir því að tveir fulltrúai’ úr stjóm veitustofnana fylgdu henni á þessu ferðaiagi og fall- ist hefði verið á að fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í stjóm veitustofnana færi með í ferðina. Dagskrá heimsóknar- innar hefði hins vegar ekki borist þeim fyrr en á miðvikudagskvöld og eftir að hafa skoðað hana og kynnt sér umgerð þessarar heimsóknar teldu þau ekki við hæfí að taka þátt í henni. „Dagskráin ber það með sér að þetta er boðsferð eða heimsókn á vegum Mitsubishi alveg frá upphafi til enda,“ sagði Inga Jóna. Ekki boðsferð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði að þessi sinnaskipti sjálfstæðismanna kæmu seint fram. Það væri misskilningur að um boðs- ferð væri að ræða. Ferðin væri farin á vegum Reykjavíkurborgar og allur kostnaður væri greiddur af borginni en ekki af Mitsubishi-fyrirtækinu. Hins vegar skipulegði Mitsubishi dagskrána í Japan. „Það að Mitsubishi myndi skipu- leggja ferðina hafa sjálfstæðismenn alltaf vitað og fengu þetta bréf sem Mitsubishi sendi hingað 14. desem- ber. Það bréf hafa þeir undir hönd- um og vissu þetta allan tímann," sagði Ingibjörg Sólrún. Hún sagði aðspurð að það hefði aldrei staðið til að Mitsubishi greiddi kostnað vegna ferðarinnar. Lögreglan í Grindavík Bæjarsjóður vill greiða bakvaktirnar BÆJARSTJÓRN Grindavíkurbæj- ar hefur boðist til að greiða bak- vaktir lögreglunnar í Grindavík í marsmánuði þar til bæjarstjómin nær tali af dómsmálaráðherra vegna ástands sem skapast í lög- gæslumálefnum Grindavíkur ef nið- urskurðaráform ráðuneytisins um lögi-egluembættið í Keflavík ná fram að ganga. Bæjarstjóm sendi formlegt bréf þessa efnis til ráðu- neytisins á fimmtudag og býst við svari á mánudag. Samkvæmt áætlun ráðuneytisins falla bakvaktir lögreglunnar í Gr- indavík niður aðfaranótt mánudags og er ráðgert að Keflavíkurlögregl- an taki þær yfír. Heyrst hafa raddir meðal bæjar- stjórnarmanna og annarra íbúa, að þeir hafí áhyggjur af því að áfram- hald verði á niðurskurði ráðuneyt- isins. Fimm lögreglumenn starfa í Gr- indavíkurbæ og þýðir niðurskurð- urinn 256 þúsund króna launalækk- un á ári fyrir hvern þeirra. Að sögn Harðar Guðbrandssonar forseta bæjarstjómar mun bæjarstjórnin ekki láta stjórnvaldsaðgerðir dóms- málaráðuneytisins yfír sig ganga án þess að reyna að spyrna við fæti. „Það er ljóst að við Grindvíking- ar getum ekki sætt okkur við þessi mál eins og þau virðast stefna núna,“ sagði Hörður. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson RÁÐGERT er að lögregluembættið í Keflavík taki yfír bakvaktir lögreglunnar í Grindavík. Suðrænt og seiðandi í MH LAGNINGADAGAR hafa verið í Menntaskólanum við Hamrahlíð í vikunni. Hefðbundin kennsla var felld niður; skólinn skreyttur, að- aimatsal breytt í kaffíhús og fyr- irlestrar og námskeið haldin nem- endum til skemmtunar og fræðslu. Þema lagningadaga í ár var Suðrænt og seiðandi. Eldur í veit- ingahúsi SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kvatt að veitingahúsi við Gnoðarvog í gær. Þar var maður að svíða endur í kjallai-a hússins og er talið að ofn sem maðurinn notaði hafi bilað með þeim afleiðingum að kviknaði í. Þegar slökkviliðið kom á vettvang hafði hann slökkt eldinn sjálfur. SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ og Islensk-ameríska verslunarráðið hafa hleypt af stað átaki í kynningu á Islandi í Bandaríkjunum með samningi við bandaríska ráðgjafar- fyrirtækið Fleishman-Hillard. Markmiðið er að skapa íslandi sterka ímynd sem komi til með að efla samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja í Bandaríkjunum og fjölga ferðamönnum til landsins. „Bandaríkin verða sífellt mikil- vægari markaður fyrir útflutning íslendinga auk þess sem banda- rískum ferðamönnum hingað til lands hefur fjölgað jafnt og þétt og, ef rétt er á málum haldið, má gera ráð fyrir enn fleiri tækifærum." Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Halldór Blöndal, samgöngu- ráðherra, boðaði til í gær. Með kynningu Landafunda- nefndar á landi og þjóð árið 2000 í Bandaríkjunum og Kanada er m.a. stefnt að því að efla tengsl milli iandanna og auka meðvitund fólks um íslenska menningu. Ferða- mannaþjónusta og viðskipti Is- lendinga við Bandaríkin munu einnig eflast á þessum tímamótum, að því er nýi samningurinn kveður á um. Halldór Blöndal sagði samning- inn í stuttu máli fela í sér að „skapa nýja og skýrari ímynd af Islandi í fyrirtækisins, stjómar verkinu af þeirra hálfu. Fjöldi íslenskra iýrirtækja í Bandaríkjunum sem aðilar eru að íslensk-ameríska verslunarráðinu taka þátt í þessu verkefni í sam- starfi við stjómvöld. Gert er ráð fyrir að um 7,2 milljónir króna fari í þá rannsóknarvinnu sem unnin verður með þessum samningi. „Hér er ekkert áhlaupaverk á ferð- inni heldur um vel skipulagða og markvissa vinnu sérfræðinga að ræða,“ sagði Halldór. Áhrif hvalveiða á átakið Mikið hefur verið fjallað um hugsanleg áhrif hvalveiða á ferða- mannaþjónustu Islendinga og hafa sumir gengið svo langt að segja íslenskan efnahag í hættu hefji þjóðin hvalveiðar á ný. Að- spurður um hvort hvalveiðar geti hugsanlega eyðilagt kynningar- átakið, sagði Einar það ekki ólík- legt. „Markaðsstaða Islendinga mun líklega versna. Ég tel að ef hval- veiðar verði hafnar að nýju án þess að kynna afstöðu okkar Islendinga og skýra stöðu okkar með almennu átaki, muni það hafa mjög slæm áhrif, engin spurning," sagði Ein- ar. Morgunblaðið/Þorkell HALLDOR Blöndal samgönguráðherra kynnti nýtt kynningarátak á ís- landi í Bandaríkjunum á blaðamannafundi í gær. Við hlið hans situr Jul- ia Gliddcn, aðstoðarforsljóri ráðgjafarfyrirtækisins Fleishman-Hillard, sem vinnur undirbúningsramisóknir til að byggja kynningarátakið á. Vesturheimi sem við getum byggt á í okkar staifí hvort sem um ræðir ferðaþjónustu eða útflutning.“ Skipulögð og markviss vinna I samningnum við Fleishman- Hillard, sem er meðal fremstu ráð- gjafafyrirtækja heims, er gert ráð fyrir að fyrirtækið geri nauðsyn- legar undirbúningsrannsóknir tfi að byggja íslandskynningu fram- tíðarinnar á og setji fram kynning- aráætlun fyrir árið 2000. Þeir fulltrúar Islands sem starfa með Fleishman-Hillard eru Einar Gustavsson, forstöðumaður Ferða- málaráðs í New York, og Magnús Bjamason, viðskiptafulltrúi í sendiráði ísiands í Washington. Julia Glidden, aðstoðarforstjóri Atak í kynningu á Islandi í Bandaríkjunum Þurfum að skapa Is- landi sterka ímynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.