Morgunblaðið - 05.03.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 05.03.1999, Síða 1
53. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandarrkjamenn herða á „bananadeilunni“ með því að setja á refsitolla Reuters BANANAR sem þessir, á markaði í Sankti Lucia í Karíbahafinu, eru bitbein harðrar viðskiptadeilu Bandaríkjanna og ESB. Reiði í höfuð- stöðvum ESB Brusselt Washington. Reuters. ÁKVORÐUN bandarískra stjóm- valda um að herða aðgerðir í „ban- anadeilunni" við Evrópusambandið (ESB) með því að hrinda í raun í framkvæmd hótunum um að setja á 100% refsitolla á valdar vörur írá ESB-löndum, olli í gær reiði í höf- uðstöðvum ESB. Sir Leon Brittan, sem fer með ut- anríkisviðskiptamál í framkvæmda- stjórn ESB, sakaði Bandaríkja- menn um að brjóta reglur Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) með aðgerðum sem hann sagði gera hina langvinnu deilu um bananainnflutningsreglur ESB mun alvarlegri. Brittan fór fram á það við WTO að fundað yrði með fulltrú- um Bandaríkjastjórnar vegna hót- ananna, en slíkur fundur er nauð- synleg forsenda þess að ESB geti formlega snúið sér til WTO með umkvörtunarefni sitt. í fyrradag tilkynntu bandarískir embættismenn að innflytjendur í Bandaríkjunum, sem flyttu inn þær vörur sem væru á refsitollalistanum - þar á meðal skozkar kasmírullar- peysur og ítalskan peccorino-ost - yrðu að gjöra svo vel að reiða fram tryggingar fyrir greiðslu refsitoll- anna. „Þeir hætta á að koma af stað heilu viðskiptastríði vegna þess að þeir þykjast ekki geta beðið í hálfan mánuð,“ sagði Brittan með tilvísun til þess, að búist var við að sátta- nefnd WTO þyrfti tvær vikur í við- bót til að taka endanlega afstöðu til þess hvor aðilinn hefði rétt fyrir sér í deilunni. I Lundúnum kallaði viðskiptaráð- herrann Stephen Byers bandaríska sendiherrann á sinn fund til að færa honum formleg mótmæli við þvi sem brezka stjómin sagði vera ský- laust brot á reglum um alþjóðavið- skipti. Charlene Barshefsky, aðalfull- trúi Bandaríkjanna hjá WTO, varði aðgerðirnar og sagði þær réttmæt- ar þar sem úrskurðað hefði verið að bananainnflutningsreglur ESB brytu í bága við reglur WTO. Sáttagerðarkerfi WTO í hættu? Renato Ruggiero, yfirmaður WTO í Genf, hvatti ráðamenn Bandaríkjanna og ESB til að sýna ,jákvæðan anda“ og ganga í að leysa deiluna. Sáttagerðarkerfi WTO væri fullfært um að leysa öll lagaleg deiluatriði málsins. Á undanfömum misserum hafa hrannast upp viðskiptaleg ágrein- ingsefni milli Bandaríkjanna og ESB, þ.á m. um hormónakjöt, gena- breytt korn og háværar flugvélar, sem auk bananadeilunnar stefnir í að verða sannkallað viðskiptastríð. Reuters FLAK einnar bifreiðarinnar sem uppreisnarmenn Hútúa brenndu í Bwindi-þjóðgarðinum. Bwindi-morðin Fimmtán uppreisnar- menn vegnir Bwindi-þjóðgarðinum, Uganda. Reuters. HÁTTSETTUR herforingi í Úg- andaher lýsti því yfir í gær að fimmtán skæruliðanna sem myrtu erlenda ferðamenn í Bwindi-þjóð- garðinum á mánudag hefðu verið vegnir. Naut her Úganda aðstoðar herflokka frá Rúanda við leitina að morðingjunum. Sagði herforinginn að setið hefði verið fyrir uppreisn- armönnunum á vegi á milli Goma og Kisoro í austurhluta Kongó. Um 150 uppreisnarmenn Hútúa rændu 31 ferðamanni í Bwindi-þjóð- garðinum í Úganda á mánudag og myrtu átta þeirra á gi’immilegan hátt. ■ Samvinna heija/26 Tíðar skærur á milli serbneskra öryggissveita og skæruliða Kosovo-Albana Stjórnvöld í Belgrad efla landamæravarnir Pristina, Belgrad. Reuters. STJORNVÖLD í Júgóslavíu tOkynntu í gær að efla ætti landamæravarnir til þess að koma í veg fyrir að andstæðingar þeirra „laumuðust“ yfir landamær- in. „Ákvörðunin er tekin til þess að efla landamæravörslu í Júgóslavíu og koma í veg íyrir að hiyðjuverkahópar komist inn í Kosovo-hérað,“ segir í op- inberri tilkynningu sem Tanjug-fréttastofan bh-ti. Serbar hafa mikinn viðbún- að í héraðinu og umferð öryggissveita í brynvörðum bifreiðum og skriðdrek- um er mikO á helstu þjóðvegum. Einnig var greint frá því í Belgrad að auka þyrfti hergagnaframleiðslu til muna í Serbíu „til þess að efla vamir lands og þjóðar gegn ógninni sem steðjar að frelsi hennar,“ sagði í opinbem tilkynn- ingu frá Tanjug-fréttastofunni. D’Alema undrandi yfír sýknudómi Boston, Camp Lejeune. Reuters. MASSIMÖ D’AIema, forsætisráð- herra Italíu, lýsti í gær undrun sinni yfir sýknudómi herréttar í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum yfir bandarískum herflugmanni sem varð tuttugu farþegum í kláfferju að bana á Italíu á síðasta ári. D’Alema kvað dóminn óskiljanlegan og ekki full- nægja réttlætinu. Flugmaður bandarískrar orr- ustuflugvélar á æfíngaflugi olli dauða tuttugu evrópskra ferða- manna er flugvél hans skar á togvíra kláfferju, sem þeir voru farþegar í, í lágflugi yfii’ ítölsku Ölpunum. Skærur eru tíðar á milli öryggis- sveitanna og skæruliða Frelsishers Kosovo (UCK) og lík fallinna fínnast svo að segja daglega. Hvorir tveggju saka andstæðinginn um að eiga upp- tök átakanna. Fjórir Serbar, þar af tveir öryggissveitarmenn, voru vegnir í Kosovo-héraði í gær. Eftirlitsmenn Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu að bardagi hefði brotist út við bæinn Lapusnik, sem er í 20 km fjarlægð frá Pristina, í gær. Eftirlitsmenn segja Serba hafa 20 herfylki undir vopnum í héraðinu en samkvæmt samkomulagi um vopnahlé frá því í október mega þeir einungis hafa þrjú herfylki í Kosovo. Stjórnarherinn hefur aukið lið- styrk sinn til muna við landamæri Makedóníu í liðinni viku. í gær bár- ust einnig fréttir af brynvörðum her- bílum á leið tO landamæranna við Al- baníu. William Walker, yfirmaður al- þjóðlegrar friðareftirlitsnefndar í Kosovo, telur tilkynningu stjórn- valda í Belgrad um herta landa- mæravörslu geta annaðhvort verið réttlætingu á liðsflutningum undan- farið, ellegar visbendingu um frekari hernaðaruppbyggingu. Rússar beita ekki þrýstingi Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, hitti starfsbróður sinn, Igor Ivanov, í Moskvu í gær. Að loknum þeim fundi taldi Cook litlar líkur til þess að Rússar muni beita stjórnvöld í Belgrad þrýstingi svo að þau láti af andstöðu sinni við hug- myndir um friðargæslu sveita Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í Kosovo. Bob Dole, fyri-verandi öld- ungadeildai’þingmaður og forseta- frambjóðandi í Bandaríkjunum, hyggst ferðast til Kosovo í dag og íreista þess að leggja sitt lóð á vog- arskálar friðarins. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði einnig koma til greina að Richard Hol- brooke, aðalhöfundur Dayton-friðar- samkomulagsins, tæki þátt í að leysa deiluna. Líklegast er talið að þeir fé- lagar muni þrýsta á Slobodan Milos- evic, forseta Sambandslýðveldis Jú- góslavíu, um að leyfa setu tæplega 30.000 hermanna NATO í Kosovo. Reuters SERBNESKIR hermenn stíga um borð í rússneska skriðdreka af gerðinni T-55 í bænum Pec, sem er í 70 km íjarlægð frá Pristina. Friðarsamkomulagið á N-frlandi Mun minni stuðningur meðal sambandssinna Belfast. Reuters. STUÐNINGUR meðal norður- írskra sambandssinna við Belfast- friðarsamkomulagið, sem náðist á páskum í fyrra, hefur minnkað verulega ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem greint var frá í gær. 55 prósent sambands- sinna studdu samkomulagið í þjóð- aratkvæðagreiðslu sem haldin var í maí á síðasta ári en skoðanakönnun, sem gerð var íyrir BBC á N-ír- landi, sýnir að einungis 41 prósent sambandssinna styðja það nú. í skoðanakönnuninni kom einnig fram að sjö af hverjum tíu sam- bandssinnum myndu snúast gegn David Trimble, leiðtoga stærsta flokks sambandssinna og verðandi forsætisráðherra, kæmi hann á fót tíu manna heimastjórn með aðild fulltrúa Sinn Féin, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins (IRA), án þess að IRA hafi fyrst byrjað af- vopnun. ■ Deilan um/24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.