Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 1
53. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandarrkjamenn herða á „bananadeilunni“ með því að setja á refsitolla Reuters BANANAR sem þessir, á markaði í Sankti Lucia í Karíbahafinu, eru bitbein harðrar viðskiptadeilu Bandaríkjanna og ESB. Reiði í höfuð- stöðvum ESB Brusselt Washington. Reuters. ÁKVORÐUN bandarískra stjóm- valda um að herða aðgerðir í „ban- anadeilunni" við Evrópusambandið (ESB) með því að hrinda í raun í framkvæmd hótunum um að setja á 100% refsitolla á valdar vörur írá ESB-löndum, olli í gær reiði í höf- uðstöðvum ESB. Sir Leon Brittan, sem fer með ut- anríkisviðskiptamál í framkvæmda- stjórn ESB, sakaði Bandaríkja- menn um að brjóta reglur Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) með aðgerðum sem hann sagði gera hina langvinnu deilu um bananainnflutningsreglur ESB mun alvarlegri. Brittan fór fram á það við WTO að fundað yrði með fulltrú- um Bandaríkjastjórnar vegna hót- ananna, en slíkur fundur er nauð- synleg forsenda þess að ESB geti formlega snúið sér til WTO með umkvörtunarefni sitt. í fyrradag tilkynntu bandarískir embættismenn að innflytjendur í Bandaríkjunum, sem flyttu inn þær vörur sem væru á refsitollalistanum - þar á meðal skozkar kasmírullar- peysur og ítalskan peccorino-ost - yrðu að gjöra svo vel að reiða fram tryggingar fyrir greiðslu refsitoll- anna. „Þeir hætta á að koma af stað heilu viðskiptastríði vegna þess að þeir þykjast ekki geta beðið í hálfan mánuð,“ sagði Brittan með tilvísun til þess, að búist var við að sátta- nefnd WTO þyrfti tvær vikur í við- bót til að taka endanlega afstöðu til þess hvor aðilinn hefði rétt fyrir sér í deilunni. I Lundúnum kallaði viðskiptaráð- herrann Stephen Byers bandaríska sendiherrann á sinn fund til að færa honum formleg mótmæli við þvi sem brezka stjómin sagði vera ský- laust brot á reglum um alþjóðavið- skipti. Charlene Barshefsky, aðalfull- trúi Bandaríkjanna hjá WTO, varði aðgerðirnar og sagði þær réttmæt- ar þar sem úrskurðað hefði verið að bananainnflutningsreglur ESB brytu í bága við reglur WTO. Sáttagerðarkerfi WTO í hættu? Renato Ruggiero, yfirmaður WTO í Genf, hvatti ráðamenn Bandaríkjanna og ESB til að sýna ,jákvæðan anda“ og ganga í að leysa deiluna. Sáttagerðarkerfi WTO væri fullfært um að leysa öll lagaleg deiluatriði málsins. Á undanfömum misserum hafa hrannast upp viðskiptaleg ágrein- ingsefni milli Bandaríkjanna og ESB, þ.á m. um hormónakjöt, gena- breytt korn og háværar flugvélar, sem auk bananadeilunnar stefnir í að verða sannkallað viðskiptastríð. Reuters FLAK einnar bifreiðarinnar sem uppreisnarmenn Hútúa brenndu í Bwindi-þjóðgarðinum. Bwindi-morðin Fimmtán uppreisnar- menn vegnir Bwindi-þjóðgarðinum, Uganda. Reuters. HÁTTSETTUR herforingi í Úg- andaher lýsti því yfir í gær að fimmtán skæruliðanna sem myrtu erlenda ferðamenn í Bwindi-þjóð- garðinum á mánudag hefðu verið vegnir. Naut her Úganda aðstoðar herflokka frá Rúanda við leitina að morðingjunum. Sagði herforinginn að setið hefði verið fyrir uppreisn- armönnunum á vegi á milli Goma og Kisoro í austurhluta Kongó. Um 150 uppreisnarmenn Hútúa rændu 31 ferðamanni í Bwindi-þjóð- garðinum í Úganda á mánudag og myrtu átta þeirra á gi’immilegan hátt. ■ Samvinna heija/26 Tíðar skærur á milli serbneskra öryggissveita og skæruliða Kosovo-Albana Stjórnvöld í Belgrad efla landamæravarnir Pristina, Belgrad. Reuters. STJORNVÖLD í Júgóslavíu tOkynntu í gær að efla ætti landamæravarnir til þess að koma í veg fyrir að andstæðingar þeirra „laumuðust“ yfir landamær- in. „Ákvörðunin er tekin til þess að efla landamæravörslu í Júgóslavíu og koma í veg íyrir að hiyðjuverkahópar komist inn í Kosovo-hérað,“ segir í op- inberri tilkynningu sem Tanjug-fréttastofan bh-ti. Serbar hafa mikinn viðbún- að í héraðinu og umferð öryggissveita í brynvörðum bifreiðum og skriðdrek- um er mikO á helstu þjóðvegum. Einnig var greint frá því í Belgrad að auka þyrfti hergagnaframleiðslu til muna í Serbíu „til þess að efla vamir lands og þjóðar gegn ógninni sem steðjar að frelsi hennar,“ sagði í opinbem tilkynn- ingu frá Tanjug-fréttastofunni. D’Alema undrandi yfír sýknudómi Boston, Camp Lejeune. Reuters. MASSIMÖ D’AIema, forsætisráð- herra Italíu, lýsti í gær undrun sinni yfir sýknudómi herréttar í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum yfir bandarískum herflugmanni sem varð tuttugu farþegum í kláfferju að bana á Italíu á síðasta ári. D’Alema kvað dóminn óskiljanlegan og ekki full- nægja réttlætinu. Flugmaður bandarískrar orr- ustuflugvélar á æfíngaflugi olli dauða tuttugu evrópskra ferða- manna er flugvél hans skar á togvíra kláfferju, sem þeir voru farþegar í, í lágflugi yfii’ ítölsku Ölpunum. Skærur eru tíðar á milli öryggis- sveitanna og skæruliða Frelsishers Kosovo (UCK) og lík fallinna fínnast svo að segja daglega. Hvorir tveggju saka andstæðinginn um að eiga upp- tök átakanna. Fjórir Serbar, þar af tveir öryggissveitarmenn, voru vegnir í Kosovo-héraði í gær. Eftirlitsmenn Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu að bardagi hefði brotist út við bæinn Lapusnik, sem er í 20 km fjarlægð frá Pristina, í gær. Eftirlitsmenn segja Serba hafa 20 herfylki undir vopnum í héraðinu en samkvæmt samkomulagi um vopnahlé frá því í október mega þeir einungis hafa þrjú herfylki í Kosovo. Stjórnarherinn hefur aukið lið- styrk sinn til muna við landamæri Makedóníu í liðinni viku. í gær bár- ust einnig fréttir af brynvörðum her- bílum á leið tO landamæranna við Al- baníu. William Walker, yfirmaður al- þjóðlegrar friðareftirlitsnefndar í Kosovo, telur tilkynningu stjórn- valda í Belgrad um herta landa- mæravörslu geta annaðhvort verið réttlætingu á liðsflutningum undan- farið, ellegar visbendingu um frekari hernaðaruppbyggingu. Rússar beita ekki þrýstingi Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, hitti starfsbróður sinn, Igor Ivanov, í Moskvu í gær. Að loknum þeim fundi taldi Cook litlar líkur til þess að Rússar muni beita stjórnvöld í Belgrad þrýstingi svo að þau láti af andstöðu sinni við hug- myndir um friðargæslu sveita Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í Kosovo. Bob Dole, fyri-verandi öld- ungadeildai’þingmaður og forseta- frambjóðandi í Bandaríkjunum, hyggst ferðast til Kosovo í dag og íreista þess að leggja sitt lóð á vog- arskálar friðarins. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði einnig koma til greina að Richard Hol- brooke, aðalhöfundur Dayton-friðar- samkomulagsins, tæki þátt í að leysa deiluna. Líklegast er talið að þeir fé- lagar muni þrýsta á Slobodan Milos- evic, forseta Sambandslýðveldis Jú- góslavíu, um að leyfa setu tæplega 30.000 hermanna NATO í Kosovo. Reuters SERBNESKIR hermenn stíga um borð í rússneska skriðdreka af gerðinni T-55 í bænum Pec, sem er í 70 km íjarlægð frá Pristina. Friðarsamkomulagið á N-frlandi Mun minni stuðningur meðal sambandssinna Belfast. Reuters. STUÐNINGUR meðal norður- írskra sambandssinna við Belfast- friðarsamkomulagið, sem náðist á páskum í fyrra, hefur minnkað verulega ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem greint var frá í gær. 55 prósent sambands- sinna studdu samkomulagið í þjóð- aratkvæðagreiðslu sem haldin var í maí á síðasta ári en skoðanakönnun, sem gerð var íyrir BBC á N-ír- landi, sýnir að einungis 41 prósent sambandssinna styðja það nú. í skoðanakönnuninni kom einnig fram að sjö af hverjum tíu sam- bandssinnum myndu snúast gegn David Trimble, leiðtoga stærsta flokks sambandssinna og verðandi forsætisráðherra, kæmi hann á fót tíu manna heimastjórn með aðild fulltrúa Sinn Féin, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins (IRA), án þess að IRA hafi fyrst byrjað af- vopnun. ■ Deilan um/24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.