Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 1
STOFNAÐ 1913 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 56. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 Frelsisher Kosovo heimilar undirritun friðarsamnings Reuters SÉRSVEIT Frelsishers Kosovo (UCK), sem berst fyrir sjálfstæði hér- aðsins, fylkir Iiði skammt frá héraðshöfuðborginni Pristina með alb- anskan fána við hún. Að sögn bandarískra stjérnarerindreka heimil- uðu í gær leiðtogar UCK undirritun samkomulags um frið í Kosovo. Pristina. Reuters. LEIÐTOGAR Kosovo-Albana samþykktu í gærkvöld að skrifa undir það samkomulag um frið í Kosovo sem náðist í viðræðum í Frakklandi í febrúar, að sögn tals- manna Bandaríkjastjómar. Þykja þessi tíðindi mikið fagnaðarefni fyrir leiðtoga Vesturveldanna sem töldu að í óefni væri komið eftir að spurðist út að liðsmenn Frelsishers Kosovo (UCK) hefðu gert margar athugasemdir við samkomulagið, sem var niðurstaða sautján daga þrotlausra friðarviðræðna sem fram fóru í Frakklandi að tilstuðl- an hins svonefnda Tengslahóps stórveldanna. Fyrirvarar slegnir Það voru fulltrúar Bandaríkja- stjómar sem tilkynntu að leiðtogar UCK hefðu heimiiað að samkomu- lagið yrði undirritað. Þeir vom hins vegar afar varkárh- í yfírlýs- ingum sínum og bentu á að oft hefði komið babb í bátinn á því ári sem liðið er síðan átök hófust í Kosovo. „Menn hafa misstigið sig alloft á þessum tíma og ýmis vonbrigði hafa komið upp þannig að við skul- um bara bíða og sjá,“ sagði Phil Reeker, talsmaður sáttasemjarans Chris Hill. Tók James Rubin, tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, í sama streng. „Eg held ég muni álykta að samkomulagið hafi verið undirritað þegar ég veit að menn hafa raunverulega skrifað undir það.“ í Belgrad tók Slobodan Milos- evic, forseti Júgóslavíu, sambands- ríkis Serbíu og Svartfjallalands, á móti Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, og Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, og ítrekaði að hann væri áfram algerlega andsnú- inn því að hleypa hersveitum Atl- antshafsbandalagsins (NATO) inn í Kosovo. Á sama tíma bárust fregn- ir af átökum milli skæruliða UCK og serbneskra öryggissveita á að minnsta kosti tveimur stöðum í héraðinu. Gefur færi á að auka þrýsting á Milosevic Vesturveldin hafa að undanfömu haft áhyggjur af því að vopnahlé, sem samið var um í október, væri að fara út um þúfur. Hafði allt kapp verið lagt á að fá Kosovo-Alb- ana til að skrifa undir samkomu- lagið, sem náðist í Frakklandi, svo hægt yrði að auka mjög þrýsting á stjómvöld í Belgrad að samþykkja NATO-herlið í Kosovo. Yfirmenn NATO hafa hótað Milosevic loft- árásum láti hann ekki af andstöðu sinni en ljóst var að erfitt yrði að láta verða af þeim hótunum eða auka þrýsting á Milosevic á meðan Kosovo-Albanar ekki skrifa undir samkomulagið. „Við þurfum á já- kvæðu svari að halda frá Kosovo- Albönum eða þetta verður erfitt," sagði Van den Broek eftir fund sinn með Milosevic í gær. Ný skipan lífeyris- mála í Færeyjum Byggtá skyldu- sparnaði Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKA landsstjórnin hefur kynt hugmjmdir um nýja skipan iíf- eyrismála en samkvæmt þeim verð- ur opinbera kerfinu, sem fjármagnað er með sköttum, varpað fyrir róða og tekið upp annað, sem byggir á skyldusparnaði einstaklinga. Helena Dam, sem fer með félags- og heilbrigðismál í landsstjórninni, sagði í lögþinginu í gær, að eining væri um það innan landsstjórnarinn- ar að hverfa frá núverandi sam- ábyrgðarkerfi. „Innan skamms mun samfélagið ekki hafa efni á að greiða fólki viðun- andi lífeyri og því verður að stokka þetta kerfi upp,“ sagði Helena en stefnt er að því að leggja fram frum- varp um nýja kerfið þegar þing kem- ur saman eftir sumarfrí, 29. júlí nk. Kjarni þess verður sá, að allt vinn- andi fólk greiði ákveðna prósentu af launum sínum í lífeyrissjóð. 2% fyrsta árið og síðan 1% að auki ár- lega eða þar til komið er í 10-15%. Ekki mun þó verða hróflað við þeim samningum, sem eru í gildi þegar nýja kerfið verður lögleitt. Hafa þessar hugmyndir fengið misgóðar viðtökur og einkum eru það jafnaðarmenn, sem hafa gagn- rýnt þær harðlega. Reuters 8. marz fagnað í Erítreu Bosníu-Serbar hætta þátttöku í sameigin- legum stofnunum Bosníu-Herzegovínu Friðarferlið sagt í hættu Banja Luka. Reuters. Norður-írland Valdafram- sali frestað Dublin, Belfast. Reuters. MO Mowlam, Norður-írlandsmála- ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, tilkynnti í gær að bresk stjórnvöld hefðu frestað um þrjár vikur fyrir- ætlunum sínum um að framselja völd sín á N-Ir- landi í hendur heimastjórnar- þinginu í Belfast. Hafa stríðandi fylkingar nú frest til 29. mars tfl að leysa deilu sína um afVopnun öfga- hópa. Deila þessi hefur staðið frið- arferlinu á N-írlandi fyrir þrifum því hún hefur komið í veg fyrir stofnun tíu manna heimastjórnar í héraðinu og án heimastjórnarinnar getur ekki orðið af valdaframsalinu. David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP) og verðandi forsætisráðherra, hefur fram að þessu neitað að mynda stjómina með fulltiúa Sinn Féin, stjórnmálaarms Irska lýðveldis- hersins (IRA), innanborðs, nema IRA hefji afvopnun fyi-st. Forystu- menn Sinn Féin hafa hins vegar sagt að þeir geti ekki beðið IRA um að hefja afvopnun eins og mál standa nú. Fréttaskýrendur sögðu í gær erfitt að sjá hvemig aukinn frestur ætti að skipta sköpum, enda hefðu deilendur þegar haft nægan tíma til að leysa deilu sína. Staðan væri ein- faldlega sú að enginn vildi gefa eftir. ALÞJÓÐLEGUM baráttudegi kvenna var fagnað um víða veröld í gær. I Asmara, höfuðborg Erítreu, sungu konur ættjarðarlög og héldu blómum á loft í tilefni dagsins. Auk þess lýstu þær yfir stuðningi við her landsins en Erítrea á í landamæraerjum við Eþíópiu. FRIÐARFERLIÐ í Bosníu virðist í uppnámi þar sem leiðtogar Bosn- íu-Serba hafa neitað að viðurkenna tvo alþjóðlega úrskurði, sem gegna lykilhlutverki í að stöðugleiki kom- ist á í sambandsríkinu Bosníu- Herzegovínu. Á skyndifundi þings Bosníu-Serba á sunnudag var sam- þykkt að þátttöku þeirra í sameig- inlegum stofnunum sambandsríkis- ins, þ.ám. sambandsþinginu, yrði hætt. Með þessu vilja Bosníu-Serbar mótmæla brottrekstri Nikola Poplasens úr embætti forseta auk þess sem þeir sætta sig ekki við þann úrskurð alþjóðadómstóls að bærinn Brcko í Bosníu skuli vera hlutlaus og heyra hvorki undir Serba né sambandsríki Króata og múslima í Bosníu. Mikil ólga er í serbneska hluta Bosníu efth- að Carlos Westendorp, alþjóðlegur eftirlitsmaður Dayton- friðarsamkomulagsins í Bosníu, rak harðlínumanninn Poplasen úr emb- ætti forseta en honum er gefið að sök að hafa virt niðurstöður kosn- inganna í september að vettugi og kynt undir óróa. Harðlínumenn jafnt sem hófsam- ir þingmenn segja brottrekstur Poplasens stríða gegn stjórnarskrá þeirra og í kjölfar úrskurðarins sagði hinn hófsami Milorad Dodik, forsætisráðherra lýðveldisins, af sér embætti. Dodik hefur notið stuðn- ings Vesturlanda og er afsögn hans talin bakslag fyrir framgang friðai'- ferlisins. Poplasen mætti á fund þingsins á sunnudag og hunsaði þar með vilja Vesturlanda. Kvaðst hann ekki mundu segja af sér nema serbneska þingið í Bosníu óskaði þess. Harðlínumenn á þinginu köll- uðu Westendorp „glæpamann" og kröfðust afsagnar hans. Brcko-úrskurður fordæmdur Bosníu-Serbar fordæmdu einnig úrskurðinn um Brcko og drógu í kjölfar hans fimm þingmenn sína til baka úr efri deild þingsins í Bosníu- Herzegovínu. Ennfremur voru allir starfsmenn í sameiginlegum stofn- unum sambandsríkisins hvattir til að hætta störfum og lýsti þing Bosníu-Serba því yfir að eftirleiðis yrðu allar ákvarðanir teknar á þeim vettvangi að engu hafðar, þar sem serbneskir fulltrúar yrðu fjarver- andi. Serbar, sem líta á Brcko sem nauðsynlega tengingu milli austur- og vesturhluta serbneska lýðveld- isins, lögðu bæinn undir sig í Bosn- íustríðinu og drápu og ráku burt króatíska og múslimska íbúa hans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.