Morgunblaðið - 09.03.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.03.1999, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Þorsteinn Davíðsson fyrrverandi verksmiðjustjóri 100 ára Færði Iðnaðarsafninu tímarit innbundin í kálfskinn Morgunblaðið/Kristján Súlan EA landaði fullfermi af loðnu í Krossanesi Afurðaverð lækk að um rúm 60% VINIR og vandamenn Þorsteins Davíðssonar samfögnuðu með honum á 100 ára afmæli sínu á sunnudag, en í tilefni afmælisins var efnt til veislu á Dvalarheim- ilinu Hlíð þar sem hann dveiur nú. Þorsteinn sem fæddist á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 7. mars 1899 var verksrniðjustjóri í verksmiðjum Sambands ís- lenskra samvinnufélaga á Akur- eyri, en við skinnaverksmiðjuna starfaði hann í sex áratugi auk þess að koma á fót ásamt fleir- um skóverksmiðju. Þorsteinn varð búfræðingur frá Hvanneyri árið 1919, en hann sigldi til Bandaríkjanna 22 ára gamall til að kynna sér gærurotun. Fleiri ferðir fór hann utan að læra skinnaverkun, þá kynnti hann sér skógrækt í Noregi og starf- aði sem skógarvörður á Vöglum um árabii að sumarlagi. Einnig kynnti hann sér skógerð í Sví- þjóð. Á afmælisdaginn færði Þor- steinn Iðnaðarsafninu á Akur- eyri tímarit sem hann hafði bundið inn í kálfskinn sem hann sútaði sjálfur, þ.e. Tíma- rit kaupfélaganna 1896-1897, 2 bindi í einu bandi, Tímarit ís- lenskra samvinnufélaga 1907 til 1926, 1. til 18. árgangur í 6 bindum og Samvinnuna 1926 til 1983, 25 bindi, eða alls 32 bindi. Mikill fengur er fyrir safnið að fá tímaritin, en á safninu eru ýmsar minjar, tæki og fleira sem tilheyrði gömlu sambandsverksmiðjunum þar sem Þorsteinn varði sinni starfsævi. Þorsteinn býr almennt við góða heilsu þó sjón sé farin að daprast sem og heyrn. Á mynd- inni er Þorsteinn með sonum sínum þremur, frá vinstri er Ingólfur Helgi, Héðinn og Guð- mundur. Eiginkona Þorsteins var Þóra Guðmundsdóttir en hún lést árið 1957. NÓTASKIPIÐ Súlan EA kom með fullfermi af loðnu, um 950 tonn, til löndunar í Krossanesi seinni partinn á sunnudag. Skipið var við veiðar út af Hornafirði og tók siglingin til Akureyrar um 30 klukkustundir. Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni, sagði að það hefði tekið um 6 klst. að fylla skip- ið í fimm köstum. Loðnuvertíðin hefur gengið vel hjá Súlunni en hins vegar hefur verðið sem fengist hefur fyrir loðn- una lækkað í nánast hverjum túr frá því í haust. Súlan hefur nær eingöngu landað hjá Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað. I byrjun haustvertíðar fékk Súlan 9.500 krónur fyrir tonnið af loðnunni en verðið hefur hrapað niður í 3.500 krónur fyrir tonnið, eða sem nemur rúmlega 60% lækkun. Hásetahluturinn Iækkað um 100 þúsund Miðað við fullfermi var háseta- hluturinn á Súlunni um 162.000 krónur fyrir túrinn þegar greiddar vora 9.500 krónur fyrir tonnið. Miðað við 3.500 krónur fyrir tonnið er hásetahluturinn hins vegar rám- lega 100.000 krónum lægri fyrir túrinn, eða um 60.000 krónur. Krossanesverksmiðjan greiddi 3.800 krónur fyrir tonnið um helg- ina en eins og áður er getið tók siglingin til Akureyrar 30 klst. Sverrir Leósson útgerðarmað- ur Súlunnar sagði að verðlækkun- in hefði verið gífurleg síðustu mánuði og að fara þyrfti 10-12 ár aftur í tímann til að finna sam- bærileg verð. „Eg trúi því ekki að verðið fari neðar en þetta og nógu slæmt er ástandið samt,“ sagði Sverrir. Jóhann Pétur Andersen fram- kvæmdastjóri Krossanes hf. sagð- ist ekki treysta sér til að segja til um hvort aftirðaverð á lýsi og mjöli væri í sögulegu lágmarki en hins vegai- hefði verðfallið á síðustu vik- um og mánuðum aldrei verið eins mikið. Of mikið af loðnu í sjónum „Þrátt fyrir þessa lækkun er markaðurinn daufur og eftir- spurn lítil. Svo virðist sem kaup- endur hafi minnkað notkun sína meðan verðið var sem hæst og það hefur ekki gengið til baka enn. Það er ekki hægt að sjá að botninum sé náð en ég hef á til- finningunni að verðið sé komið það mikið niður að menn séu farnir að halda að sér höndunum og reyni af krafti að spyrna fótum við frekari lækkunum,“ sagði Jó- hann Pétur. Sverrir sagði að loðnan sem Súl- an kom með í Krossanes hefði ver- ið nokkuð löng en horað. „Það virð- ist sem loðnan fái ekki nóg að éta og mín skýring á því er sú að það sé of mikið af loðnu í sjónum. Bar- áttan um ætið er hörð og þessi kenning mín er því ekkert vitlaus- ari en hver önnur. Ólafsfjörður Sex vilja í stól bæjarstjóra SEX umsóknir bárast um starf bæjarstjóra í Ólafsfirði og þar af tvær frá heimamönnum. Umsókn- arfrestur rann út fyrir helgina. Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri sagði starfí sínu lausu í lok janúar síðastliðinn en uppsagnarfrestur hans er þrír mánuðir. Umsækjendur um bæjarstjóra- stöðuna eru Ásgeir Logi Ásgeirs- son, fiskverkandi Ólafsfirði, Garð- ar Björn Runólfsson, fram- kvæmdastjóri Reykjavík, Jón Ingi Jónsson, fangavörður Sel- fossi, Jónas Vigfússon, bygging- arverkfræðingur Reykjavík, Sig- urður Kristinsson, skrifstofustjóri Mosfellsbæ, og Þorsteinn Ás- geirsson, framkvæmdastjóri Olafsfirði. Dagskráin r * m jr 3.-16. mars Strandverðir teknir upp í Ástralíu. Kíkt Bak við tjöidín til Völu Matt. Beinar útsendingar frá Formula t. í Dagskrárbiaðinu þínu. Jtttf 1/, iðbib Cfi í allri sinni mynd! Umhverfísráðuneytið breytti úrskurði Holfustuverndar Afkastageta Krossanes- verksmiðjunnar aukin UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur með úrskurði sínum heimilað að vinnslugeta Krossanesverk- smiðjunnar á Akureyri verði aukin úr 550 tonnum á sólarhring í 800 tonn á sólarhring, með skilyrðum þó. Hins vegar hafnaði ráðuneytið kröfu forsvarsmanna Krossaness um að gildistími starfsleyfis verk- smiðjunnar yrði lengdur úr einu ári í fjögur ár. Ákvörðun Hollustuverndar ríkis- ins, þar sem stækkun verksmiðj- unnar var hafnað, var kærð til um- hverfisráðuneytisins, þar sem for- svarsmenn verksmiðjunnar töldu að Hollustuvernd hafi freklega brotið á fyrirtækinu með ítrekuðum af- greþðslum sínum. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu umhverfisráðuneytisins, sem ég tel vera rétta. Það hins veg- ar skiptir minna máli þótt ekki hafi fengist lenging á starfsleyfinu til fjögurra ára,“ sagði Jóhann Pétur Ándersen, framkvæmdastjóri Krossaness hf., í samtali við Morg- unblaðið. „Við stefnum að því að auka afköstin sem fyrst, aukningin getur að hluta til komið til fram- kvæmda strax en svo þarf einhverj- ar fjárfestingar í viðbót til að full- nýta vinnslugetuna." Áfram unnið í mengunarmálum Jóhann Pétur sagði að þótt starfsleyfið hafi ekki verið lengt, sé ekkert sem segi að verksmiðjan fái ekki starfsleyfi áfram. Stefna fyrir- tækins sé óbreytt og að áfram verði unnið í mengunarmálum, þannig að sem besta fáanlega lausn finnist. „Við reiknum með því í framhaldinu að fá starfsleyfi til jafn langs tíma og aðrar verksmiðjur í landinu." Láras L. Blöndal hrl. kærði úr- skurð Hollustuvemdar frá því í des- ember til umhverfisráðuneytisins, fyrir hönd Krossaness hf. Hollustu- vemd hafði þá gefið út starfsleyfi verksmiðjunnar til eins árs en hafn- að stækkun. í rökstuðningi Lárasai’ kom m.a. fram að mengunarvamar- búnaður verksmiðjunnar væri íylli- lega sambærilegur við það sem ger- ist í öðrum verksmiðjum og að marg- ar verksmiðjur með lakari búnað hafi starfsleyfi frá Hollustuvemd til mun lengri tíma og meiri afkasta- getu en Krossanesverksmiðjan. Einnig kemm- fram að afgi’eiðsla Hollustuvemdar hafi valdið fyrir- tækinu verulegu fjárhagslegu tjóni. Stækkunin skilyrt Skilyrði ráðuneytisins fyrir stækkun verksmiðjunnar eru m.a. þau, að einungis sé heimilt að bræða hráefni sem er ferskt og hefur ekki verið lengur en þrjá sólarhringa í landi þegar vinnsla verksmiðjunnar fer yfir 550 tonn á sólarhring. Einnig að verksmiðjan hagi þrifum og að öðru leyti allri starfsemi sinni með tilliti til þess að mengun verði sem minnst. Jafnframt að fylgst verði vel með gæðum hráefnis sem er til vinnslu og reglulega tekin sýni til TVN-greiningar, þannig að ferskleiki hráefnis sem til vinnslu er á hverjum tíma sé ljós. Þá gerir ráðuneytið kröfu um að þegar verði hafist handa við að yfirfara afsogs- og lykteyðingarbúnað verksmiðj- unnar með tilliti til þess að ná fram sem mestri virkni. Jafnframt láti verksmiðjan, í samráði við Holl- ustuvernd, á gildistíma starfsleyfis- ins, kanna möguleika á uppsetningu enn frekari lykteyðingarbúnaðar. í umsögn Hollustuverndar til ráðuneytisins kemur fram, að um árabil hafi lyktarmengun frá um- ræddri verksmiðju valdið mikilli óá- nægju hjá nágrönnum hennar. Seint á árinu 1997 var komið upp í verksmiðjunni mengunarvarnabún- aði sem er sambærilegur við það sem algengast er í slíkum verk- smiðjum nú, þ.e. brennslu lyktar- efna í eldhólfum katla og þurrkara. Þær vonir sem við það voru bundn- ar að búnaður þessi myndi draga svo úr lyktarmengun að viðunandi gæti talist hafa brugðist að mati Hollustuverndar. Ibúar hafa kvartað inikið Stofnunin bendir jafnframt á að frá því tölvuskráning hófst á kvört- unum sem berast Hollustuvernd þann 20. júní 1997 hafa 65% kvart- ana um mengun frá fiskimjölsverk- smiðjum verið vegna Krossanes- verksmiðjunnar einnar en alls eru verksmiðjurnar 26 talsins. Sé miðað við tímabilið 1. janúar 1998 til 22. janúar 1999, nemur hlutfall þetta 81%. Einnig kemur fram að draga verði í efa að Hollustuvemd hefði verið heimilt, jafnvel þótt vilji hefði verið fyrir hendi, að samþykkja slíka aukningu gegn andmælum fjölmargra aðila sem hagsmuna eiga að gæta samkvæmt nábýlis- rétti. Bæjarráð Akureyrar hafði hins vegar lýst yfir stuðningi við stækk- un verksmiðjunnar og að hún fengi starfsleyfi til fjögurra ára. Þetta ít- rekuðu bæjaryfirvöld í umsögn sinni til ráðuneytisins. Einnig hafði heilbrigðisnefnd Norðurlands tekið jákvætt í að verksmiðjan yrði stækkuð en með skilyrðum þó.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.