Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 18

Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Greiðslujöfnuður við útlönd 1998 Samstarfsverkefni Intel og OZ Viðskipta- hallinn 33,5 milljarðar VIÐSKIPTAHALLINN var 33,5 milljarðar króna á árinu 1998 sam- anborið við 7,6 milljarða króna halla árið áður, samkvæmt bráða- birgðauppgjöri Seðlabanka Is- lands. I síðustu opinberu þjóð- hagsspá er birt var í desember var gert ráð fyrir 35 milljarða króna halla. Að sögn Jakobs Gunnarssonar, deildarstjóra á tölfræðisviði Seðla- banka Islands, skýrist minni við- skiptahalli en spáð var af hag- stæðari jöfnuði þáttatekna, þ.e. vaxta, arðs og launa, vegna meiri metinnar ávöxtunar af erlendri verðbréfaeign þjóðarinnar en spáð hafði verið. Vöru- og þjónustuviðskipti urðu 1,5 milljörðum króna óhagstæðari en spáð hafði verið. „Á árinu 1998 var mikið fjármagnsinnstreymi vegna erlendra lána lánastofnana og atvinnufyrirtækja. í heild var fjármagnsjöfnuður við útlönd já- kvæður um 37,8 milljarða króna þrátt fyrir umtalsvert fjárút- streymi vegna endurgreiðslu á er- lendum skuldum ríkissjóðs og fjárfestinga í erlendum verðbréf- um. Jöfnuður ríkti í beinum fjár- festingum Islendinga erlendis og erlendra aðila hér á landi, um 7 milljarðar króna hvort um sig. Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 2,3 milljarða króna og nam um 30 milljörðum króna í árs- lok,“ að því er fram kemur í til- kynningu frá Seðlabankanum. 4 milljarða skekkja óútskýrð Á síðasta fjórðungi ársins var 3,3 milljarða halli á viðskiptum við útlönd sem var nokkru minna en á síðasta fjórðungi ársins 1997. Fjármagnsinnstreymi mældist um 14 milljarðar króna og var skekkjuliður greiðslujafnaðar því stór og neikvæður um 10 milljarða króna. Að hluta til jafnast þessi skekkja út yfír árið en þó hefur ekki tekist með reglulegri gagna- öflun að skýra rúmlega 4 milljarða króna fjárstreymi úr landinu á hvoru áranna 1997 og 1998. ÖRGJAFAFYRIRTÆKIÐ Intel mun í samstarfí við OZ hleypa af stokkunum myndlistarsýningu á Netinu í næsta mánuði. Sam- starfsverkefnið tengist yfirlits- sýningu á málverkum meistar- ans Vincent Van Gogh og þykir merkilegt fyrir þær sakir að tölvunotendum mun gefast kost- ur á að skoða sýninguna í þrí- vídd á Netinu. Að sögn Þorsteins Högna Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra þróunardeildar OZ í San Fransisco, hefur verið unnið að undirbúningi verkefnisins frá því síðastliðið haust. „Sýningin, sem er styrkt af Intel, verður sett upp á tveimur stöðum í Bandaríkjunum. Hún byrjaði í National Gallery of Art í Was- hington en er nú í Los Angeles County Museum of Art. For- svarsmenn Intel ákváðu að setja sýninguna einnig upp á Netinu og völdu þrívíddarbúnaðinn „OZ virtual", sem við höfum þróað til verksins." Van Gogh í þrívídd Þorsteinn segir að með þessu framtaki sé tryggt að enginn missi af sýningunni þar sem fólk geti nálgast hana á Netinu. „Með aðstoð teikninga, Ijós- mynda og annarra heimilda höf- um við endurskapað nákvæma þrívíddareftirmynd af sýning- unni í Washington sem allir geta séð, algjörlega óháð tíma og rúmi. Fólk getur fært sig á milli salarkynna og mynda að eigin vild líkt og það sé sjálft á staðn- um.“ Þessa dagana ganga kynning- arauglýsingar um sýninguna í sjónvarpi vestanhafs en þær eru liður í 300 milljóua dollara markaðs- og kynningarherferð Intel á nýjasta pentium örgjafa fyrirtækisins sem þykir henta einkar vel fyrir þrívíddargrafík. Að sögn Þorsteins er það mikil viðurkenning að Intel skuli velja hugbúnað OZ til að kynna gæði og notkunarmöguleika nýja ör- gjafans. Nú þegar er hægt að sjá nokkrar hefðbundnar síður frá sýningunni á slóðinni www.artsmuseum.net. en sýn- ingin öll birtist síðan í þrívídd í næsta mánuði. OZ og Intel hafa einnig átt í samstarfi um þróun annars kon- ar þrívíddarhugbúnaðar sem OZ hefur þróað í samstarfi við Real networks og kemur á markað í lok þessa mánaðar. Sá búnaður ber nafnið Fluid3D og gerir fyr- irtækjum kleift að hanna há- gæða þrívíddargrafík sem hægt er að kynna á Netinu á kvik- myndaformi. ekstrarþj ónusta Getum við aðstoðað? Skýrr býr að mikilli reynslu af rekstri tölvu- og upplýsingakerfa. Við bjóðum fyrirtæki þínu að njóta góðs af reynslu okkar og fá þannig meira út úr fjárfestingunni sem liggur í upplýsingakerfi fyrirtækisins. >- Víðtæk sérfræðiþjónusta. >- Rekstur stórra fjölnota kerfa. >- Rekstur staðarneta og netkerfa >- Rekstur víðneta. Reksturgagnasafna. >- Rekstur eftirlitskerfa. Hafðu samband við Skýrr og kaimaðu hvort ekki sé hægt að gera eitthvað fyrir þig? ÖRUGG MIÐLUN UPPLYSINGA írmúla 2 ■ 108 Beykjavík ■ Sími 569 5100 Bréfasími 569 5251 ■ Netfang skyrr@ skyrr.is Heimasíða http://www.skyrr.is S Sjávarútvegssjóður Islands Tapaði 9,4 milljónum króna TAP varð af rekstri Sjávarútvegs- sjóðs Islands árið 1998 og nam tapið 9,4 milljónum króna samanborið við 22,7 milljóna króna tap árið 1997. Heildareignir sjóðsins voru í árslok 1998 samtals 257 milljónir króna samanborið við 238 milljónir árið 1997. Eigið fé sjóðsins nam í árslok 238 milljónum samanborið við 230 milljónir árið 1997. Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 3,95% saman- borið við 9,87% neikvæða arðsemi árið áður. Hluthafar í Sjávarátvegs- sjóði íslands hf. voru 436 í árslok 1998, en sjóðurinn er í umsjón Kaupþings Norðurlands. BYGGINGA FYRIR HEIMILIN I LANDINU Hefur þú áhuga á að ná til 20.000 húseigenda á 3 dögum? SAMTOK IÐNAÐARINS ^ Hallveigarstíg 1 • 101 Reykjavík • Sími 511 5555 • Fax 511 5566 • www.si.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.