Morgunblaðið - 09.03.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 19
Alþýðutryggingar hf. vilja bjóða
alhliða tryggingavernd
Starfsemi gæti
hafíst á næsta ári
UNDIRBÚNINGUR að stofnun
nýs tryggingafélags Alþýðusam-
bands Islands, Alþýðutryggingar
hf., stendur nú sem hæst, en unnið
hefur verið að undirbúningi félags-
ins undanfarna mánuði.
Guðmundur Hilmarsson, fráfar-
andi framkvæmdastjóri Jöfurs hf.,
hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri undirbúningsfélagsins og
vinnur hann nú ásamt stjórn fé-
lagsins að því að kanna íslenska
tryggingamarkaðinn til að sjá hver
þörfin er, og til að sjá hvaða form
er vænlegast á félaginu.
Stefnt er að því bjóða hagstæðar
alhliða tryggingar í anda þess sem
tíðkast hjá verkalýðsfélögum á
hinum Norðurlöndunum.
„Það er óljóst hvemig við mun-
um gera þetta, hvort við stofnun
félag, kaupum tryggingafélag eða
bjóðum út tryggingar. Það er
verkefni stjórnar og framkvæmda-
stjóra að kanna þetta allt saman
og búa til grundvöll i'yrir félagið að
starfa á,“ sagði Ari Skúlason,
framkvæmdastjóri Alþýðusam-
bands Islands, í samtali við Morg-
unblaðið en að hans sögn er málið
komið á gott skrið og aðspurður
segir hann mögulegt að félagið
taki til starfa á næsta ári.
Aðildarfélög Alþýðusambands-
ins hafa sýnt málinu mikinn áhuga,
að hans sögn, og lagt fé í hlutafé-
lagið.
Um nýjung yrði að ræða hér á
landi en hingað til hafa verkalýðs-
félög ekki boðið félagsmönnum
sínum hóptryggingavernd af því
tagi, sem boðin yrði í gegnum hið
nýja félag.
Samkeppni myndi aukast
og verð lækka
Félagsmenn í Alþýðusamband-
inu eru um 65.000 og því er Ijóst
að ef þeir fjölmenna í hið nýja fé-
lag mun samkeppni aukast á
markaðnum og verð hugsanlega
lækka. Ari segir að til samanburð-
ar hafí það t.d. valdið nokkru róti
á markaðnum þegar FIB hóf að
bjóða tryggingar fyrir sína félags-
menn, þrátt fyrir að þar sé um að
ræða mun smærri hóp en er í Al-
þýðusambandinu.
„Það er algengt á Norðurlönd-
unum, að verkalýðafélag kaupi
hóptryggingar fyrir sína félags-
menn og noti kraft fjöldans til að
fá tryggingar á skikkanlegu verði
auk þess sem þetta er miklu ein-
faldara fyrirkomulag. í Svíþjóð
fær maður þessa tryggingu t.d.
sjálfkrafa ef maður gengur í
verkalýðsfélag. „
Ari segir að hugmyndin sé að
iðgjöldin verði innifalin í félags-
gjöldum og þá yrði t.d. um grunn-
tryggingapakka að ræða en síðan
gætu menn bætt við tryggingum
eftir þörfum og greitt fyrir það
sérstaklega.
Um það hvort um mun ódýrari
kost yrði að ræða fyrir félags-
menn ASI en hefðbundnar ein-
staklingstryggingar sagði hann að
þetta fyrirkomulag hefði skilað
mun lægri tryggingaiðgjöldum til
einstaklinga erlendis og um kjara-
bót væri þar að ræða. „Verkalýðs-
hreyfingin er afl sem á að vinna að
því að bæta kjör fólks og þetta er
hluti af þeirri vinnu.“
www.tir.is
Námstefna...
PLATINUM technologyer
7. stærsta fyrirtaeki í
heimi á sviði upplýs-
ingatækni. Velta þess á
síðasta ári nam um 70
milljörðum kr.
PLATINUM er alþjóðlegt
fýrirtæki með höfuð-
stöðvar í Bandaríkjunum
og skrifstofur í 41 landi
með yfir 6000 starfsmenn.
Samstarfsaðilar eru m.a.
IBM, Orade, Microsoft,
Hewlett-Packard og SAP.
TÍR. ÞEKKING & LAUSNIR
er samstarfsaðili
PLATINUM á íslandi.
Þann 12. mars efna PLATINUM technology og
TÍR. ÞEKKING & LAUSNIR til námstefnu
á Hótel Loftleiðum kl. 13:00 - 17:00:
• Kynntar verða öflugar ProVision™ lausnir frá
PLATINUM technology fyrir skilvirkan og öruggan
rekstur upplýsingakerfa. Sérstök áhersla verður lögð
á kynningu og sýningu lausna fyrir rekstur
gagnagrunna, miðlara og netkerfa.
* Fyrirlesarar verða frá PLATINUM technology,
Landssímanum og Prentsmiðjunni Odda hf.
9 Námstefnan á erindi tii stjórnenda og
umsjónarmanna sem bera ábyrgð á rekstri
upplýsingakerfa.
' Skráning fer fram á tölvupósti rikardur@tir.is eða í
síma 568 75 68. Þátttökugjald er 6.000 kr.
PLATINUM
TECHN0 I. O G Y
T í R
ÞUKINC,
l AUSNIR
TÍR. ÞEKKING & LAUSNIR, SKEIFAN 19. 108 REYKJAVÍK, SÍMI 568 7568
Tveir
Walt
Disney-
garðar
í Kína?
Peking. Reuters.
BORGARSTJÓRI Shanghai,
Xu Kuangdi, segir að til greina
komi að Walt Disney-garður fái
samastað í Shanghai eins og í
Hong Kong og að tveir
skemmtigarðar séu ekki mikið.
„Kínverjar þurfa Disney-
garð og við verðum ánægðir
hvort sem hann verður í Hong
Kong eða Shanghai,“ sagði
hann.
Kínverskir leiðtogar reidd-
ust Walt Disney-fyrirtækinu
1997 vegna kvikmyndarinnar
Kundum um Dalai Lama og
umsvif Disney í Kína komust í
hættu. Nú virðist fyrirtækinu
hafa tekizt að sættast við Kín-
verja og fór Michael Eisner
forstjóri til Peking í íyrra.
Eftir heimsóknina lét Eisner
í Ijós hrifningu á viðskipta-
möguleikum í Kína og kvaðst
viss um að kínverska þjóðin
mundi kunna vel að meta
Mikka mús. Hann gaf í skyn að
Disney íhugaði fjárfestingar í
Kína og möguleiki á Disney-
garði hefur vakið hrifningu í
Hong Kong vegna efnahags-
þrenginga og atvinnuleysis.
Akvörðunar er að vænta 30.
júní.
Morgunverðarfundur á Hótel Sögu
Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal Hótels Sögu
ER SAMKEPPNIFRAMUNDAN
Í0RKUMÁLUM?
• Hafa stjómvöld markað framtíðarstefnu í orkumálum?
• Hvenær verður komið á samkeppni í vinnslu, dreifíngu og sölu orku?
• Er nauðsynlegt að breyta rekstrarformi orkufyrirtækja?
• Verður eignarhaldi orkufyrirtækja breytt á næstu árum?
• Munu breytingar skila betra verði og þjónustu til neytenda?
FRAMSÖGUMENN: _____________________________________________________
' ^ ^
Finnur Ingólfsson, iðnaöar- og viðskiptaráðherra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðumesja
V________________________
Að loknum framsöguerindum geta fundarmenn komið á framfæri fyrirspumum eða
komið með athugasemdir.
Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,-
Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er
að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða
bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is.
VERSLUNARRAÐ ISLANDS
4