Morgunblaðið - 09.03.1999, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.03.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 19 Alþýðutryggingar hf. vilja bjóða alhliða tryggingavernd Starfsemi gæti hafíst á næsta ári UNDIRBÚNINGUR að stofnun nýs tryggingafélags Alþýðusam- bands Islands, Alþýðutryggingar hf., stendur nú sem hæst, en unnið hefur verið að undirbúningi félags- ins undanfarna mánuði. Guðmundur Hilmarsson, fráfar- andi framkvæmdastjóri Jöfurs hf., hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri undirbúningsfélagsins og vinnur hann nú ásamt stjórn fé- lagsins að því að kanna íslenska tryggingamarkaðinn til að sjá hver þörfin er, og til að sjá hvaða form er vænlegast á félaginu. Stefnt er að því bjóða hagstæðar alhliða tryggingar í anda þess sem tíðkast hjá verkalýðsfélögum á hinum Norðurlöndunum. „Það er óljóst hvemig við mun- um gera þetta, hvort við stofnun félag, kaupum tryggingafélag eða bjóðum út tryggingar. Það er verkefni stjórnar og framkvæmda- stjóra að kanna þetta allt saman og búa til grundvöll i'yrir félagið að starfa á,“ sagði Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands Islands, í samtali við Morg- unblaðið en að hans sögn er málið komið á gott skrið og aðspurður segir hann mögulegt að félagið taki til starfa á næsta ári. Aðildarfélög Alþýðusambands- ins hafa sýnt málinu mikinn áhuga, að hans sögn, og lagt fé í hlutafé- lagið. Um nýjung yrði að ræða hér á landi en hingað til hafa verkalýðs- félög ekki boðið félagsmönnum sínum hóptryggingavernd af því tagi, sem boðin yrði í gegnum hið nýja félag. Samkeppni myndi aukast og verð lækka Félagsmenn í Alþýðusamband- inu eru um 65.000 og því er Ijóst að ef þeir fjölmenna í hið nýja fé- lag mun samkeppni aukast á markaðnum og verð hugsanlega lækka. Ari segir að til samanburð- ar hafí það t.d. valdið nokkru róti á markaðnum þegar FIB hóf að bjóða tryggingar fyrir sína félags- menn, þrátt fyrir að þar sé um að ræða mun smærri hóp en er í Al- þýðusambandinu. „Það er algengt á Norðurlönd- unum, að verkalýðafélag kaupi hóptryggingar fyrir sína félags- menn og noti kraft fjöldans til að fá tryggingar á skikkanlegu verði auk þess sem þetta er miklu ein- faldara fyrirkomulag. í Svíþjóð fær maður þessa tryggingu t.d. sjálfkrafa ef maður gengur í verkalýðsfélag. „ Ari segir að hugmyndin sé að iðgjöldin verði innifalin í félags- gjöldum og þá yrði t.d. um grunn- tryggingapakka að ræða en síðan gætu menn bætt við tryggingum eftir þörfum og greitt fyrir það sérstaklega. Um það hvort um mun ódýrari kost yrði að ræða fyrir félags- menn ASI en hefðbundnar ein- staklingstryggingar sagði hann að þetta fyrirkomulag hefði skilað mun lægri tryggingaiðgjöldum til einstaklinga erlendis og um kjara- bót væri þar að ræða. „Verkalýðs- hreyfingin er afl sem á að vinna að því að bæta kjör fólks og þetta er hluti af þeirri vinnu.“ www.tir.is Námstefna... PLATINUM technologyer 7. stærsta fyrirtaeki í heimi á sviði upplýs- ingatækni. Velta þess á síðasta ári nam um 70 milljörðum kr. PLATINUM er alþjóðlegt fýrirtæki með höfuð- stöðvar í Bandaríkjunum og skrifstofur í 41 landi með yfir 6000 starfsmenn. Samstarfsaðilar eru m.a. IBM, Orade, Microsoft, Hewlett-Packard og SAP. TÍR. ÞEKKING & LAUSNIR er samstarfsaðili PLATINUM á íslandi. Þann 12. mars efna PLATINUM technology og TÍR. ÞEKKING & LAUSNIR til námstefnu á Hótel Loftleiðum kl. 13:00 - 17:00: • Kynntar verða öflugar ProVision™ lausnir frá PLATINUM technology fyrir skilvirkan og öruggan rekstur upplýsingakerfa. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu og sýningu lausna fyrir rekstur gagnagrunna, miðlara og netkerfa. * Fyrirlesarar verða frá PLATINUM technology, Landssímanum og Prentsmiðjunni Odda hf. 9 Námstefnan á erindi tii stjórnenda og umsjónarmanna sem bera ábyrgð á rekstri upplýsingakerfa. ' Skráning fer fram á tölvupósti rikardur@tir.is eða í síma 568 75 68. Þátttökugjald er 6.000 kr. PLATINUM TECHN0 I. O G Y T í R ÞUKINC, l AUSNIR TÍR. ÞEKKING & LAUSNIR, SKEIFAN 19. 108 REYKJAVÍK, SÍMI 568 7568 Tveir Walt Disney- garðar í Kína? Peking. Reuters. BORGARSTJÓRI Shanghai, Xu Kuangdi, segir að til greina komi að Walt Disney-garður fái samastað í Shanghai eins og í Hong Kong og að tveir skemmtigarðar séu ekki mikið. „Kínverjar þurfa Disney- garð og við verðum ánægðir hvort sem hann verður í Hong Kong eða Shanghai,“ sagði hann. Kínverskir leiðtogar reidd- ust Walt Disney-fyrirtækinu 1997 vegna kvikmyndarinnar Kundum um Dalai Lama og umsvif Disney í Kína komust í hættu. Nú virðist fyrirtækinu hafa tekizt að sættast við Kín- verja og fór Michael Eisner forstjóri til Peking í íyrra. Eftir heimsóknina lét Eisner í Ijós hrifningu á viðskipta- möguleikum í Kína og kvaðst viss um að kínverska þjóðin mundi kunna vel að meta Mikka mús. Hann gaf í skyn að Disney íhugaði fjárfestingar í Kína og möguleiki á Disney- garði hefur vakið hrifningu í Hong Kong vegna efnahags- þrenginga og atvinnuleysis. Akvörðunar er að vænta 30. júní. Morgunverðarfundur á Hótel Sögu Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal Hótels Sögu ER SAMKEPPNIFRAMUNDAN Í0RKUMÁLUM? • Hafa stjómvöld markað framtíðarstefnu í orkumálum? • Hvenær verður komið á samkeppni í vinnslu, dreifíngu og sölu orku? • Er nauðsynlegt að breyta rekstrarformi orkufyrirtækja? • Verður eignarhaldi orkufyrirtækja breytt á næstu árum? • Munu breytingar skila betra verði og þjónustu til neytenda? FRAMSÖGUMENN: _____________________________________________________ ' ^ ^ Finnur Ingólfsson, iðnaöar- og viðskiptaráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðumesja V________________________ Að loknum framsöguerindum geta fundarmenn komið á framfæri fyrirspumum eða komið með athugasemdir. Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRAÐ ISLANDS 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.