Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 20

Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Samdráttur hjá Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðsfírði í fyrra Veltan minnkaði um 18% á milli ára LOÐNUVINNSLAN hf. Úr reikningum ársins 1998 Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 981,4 819,6 1.200,8 977,4 -18,3% -16,2% Hagnaðurf. afskriftir og fjárm.liöi Afskriftir Fjármunatekjur og (fjárm.gjöld) Hagnaður af reglulegri starfsemi Önnur gjöid Reiknaður tekjuskattur 161,8 (112,6) (39,2) 10,1 (0,9) 1,8 223,5 (100,2) (33,4) 89,8 (3,6) (20,3) -27,6% +12,4% +17,4% -88,8% -75,0% Hagnaður ársins 10,9 65,9 -83,5% Efnahagsreikningur 3i. des.: 1998 1997 t— Breyting 1 Eignir: \ Milliónir króna Fastafjármunir 1.373,2 1.019,1 +34,7% Veitufjármunir 77,8 148,1 -47,5% Eignir samtals 1.451,0 1.167,2 +24,3% i Skuldir og eigið fé: \ Eigið fé 596,0 600,8 -0,8% Langtfmaskuldir 703,6 426,8 +64,8% Skammtímaskuldir 117,3 104,2 +12,6% Skuldir og eigið fé samtals 1.451,0 1.167,2 +24,3% Sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 132,8 183,7 -27,7% Morgunblaðið/ Árni Sæberg JÓN Sigurðsson segir að það sé mikið hagsmunamál íslendinga að tengingin við evruna verði sem hagfelldust. s Utgáfa bókar um evruna eftir Jón Sigurðsson, bankastjóra NIB Islendingar hugi að evrunni LOÐNUVINNSLAN hf. á Fá- skrúðsfirði var rekin með tæplega 11 milljóna króna hagnaði á síð- astliðnu ári, samanborið við tæp- lega 66 milljóna króna hagnað árið áður. Verksmiðjan fékk mun minna hráefni til vinnslu í fyrra en árið áður og skýrir það minnkandi hagnað að sögn framkvæmda- stjóra þess. Rekstrartekjur námu 883,8 milljónum í fyrra, samanbor- ið við 1.200,8 milljónir árið 1997, og drógust því saman um 18% á milli ára. Hagnaður af reglulegri starf- semi minnkaði milli ára úr 89,8 milljónum króna í 10 milljónir. Af- skriftir námu alls rúmum 112 milljónum króna í fyrra og jukust um 12% á milli ára. Veltufé frá rekstri nam tæpum 133 milljónum í fyrra og dróst saman um 27% á milli ára. Gísli Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, segir að meginástæðan fyrir minnkandi hagnaði sé sú að fyrir- tækið hafi fengið mun minna hrá- efni til vinnslu en árið áður. „Við tókum samtals á móti 69 þúsund tonnum af hráefni í fyrra en 103 þúsund tonnum árið 1997. Þarna munar um 227 milljónum í fram- leiðsluverðmæti og það munar um minna. Það háði okkur mjög að sumarloðnan veiddist of langt í burtu frá okkur, of norðarlega. Annars er ég þokkalega sáttur við afkomuna þegar litið er til þess hve lítið hráefnismagn verksmiðj- an fékk.“ Nýju skipi ætlað að styrkja hráefnisöflun fyrirtækisins Loðnuvinnslan keypti kol- munna- og síldveiðiskipið Hoffell SU í lok síðastliðins árs í því skyni að afla veiðirejmslu í kolmunna og styrkja hráefnisöflun til verk- smiðjunnar. Auk þess fylgir skip- inu veiðiréttur úr norsk-íslenska síldarstofninum. Vegna kaupanna hefur stjórn fyrirtækisins ákveðið að auka hlutafé þess um sjötíu milljónir á árinu eða í 500 milljón- ir. Gísli segist vera þokkalega bjartsýnn á yfírstandandi ár enda hefur vetrai-vertíðin gengið vel. „Við höfum tekið á móti 43 þúsund tonnum í vetur sem er meira magn en við höfum áður unnið á vetrarvertíð. Það er helst að við höfum áhyggjur af því hvað staðan á mjöl- og lýsismörkuðum er slæm um þessar mundir. Verð þessara afurða sveiflast upp og niður en ég leyfi mér að vona að það hækki aftur síðar á árinu,“ segir Gísli. Hlutabréf Loðnuvinnslunnar eru skráð á Opna tilboðsmarkaðn- um en áformað er að skrá þau á vaxtarlista Verðbréfaþings Is- lands í næsta mánuði. Stjórn fé- lagsins leggur til að greiddur verði 2% arður til hluthafa fyrir árið 1998. HIÐ íslenska bókmenntafélag hef- ur gefið út bókina „Evra, aðdrag- andi og afleiðingar" eftir Jón Sig- urðsson, bankastjóra Norræna fjárfestingarbankans í Helsingfors. I bókinni lýsir höfundur ýmsum hliðum á myntbandalagi Evrópu, bæði frá almennum sjónarhól sem og frá sjónarhól Islendinga, að því er kom fram á blaðamannafundi. „Að mínum dómi er tímabært að skoða þau mál er snerta hina sam- eiginlegu mynt Evrópu frá öllum hliðum, því þetta er mikið hags- munamál Islendinga; að tengingin við þennan nýja gjaldmiðil Evrópu- ríkja verði sem hagfelldust,“ segir Jón Sigurðsson. Að sögn Jóns eru um það bil tveir þriðju erlendra viðskipta ís- lendinga við Evrópulönd, og einn þriðji við þau lönd sem eru í mynt- bandalaginu. „Ef Danmörk, Svíþjóð og Bretland ganga í myntbandalag- ið þykir mér einsýnt að Islendingar þurfi að leita áhrifamikilla leiða til að tengjast myntsamstarfinu með sem nánustum böndum,“ segir Jón. Jón segir að þær ástæður sem liggja að baki viðleitni Evrópuríkja við að koma á stöðugu gengi milli gjaldmiðla sinna séu einfaldar. „Flest Evrópuríki byggja mikið á viðskiptum yfir landamæri sín á milli og stöðugar sveiflur í gengi milli gjaldmiðla rugla réttai’ ákvarðanir í viðskiptum og fjárfest- ingum. Því er mjög ríkt í Evrópu- þjóðum að freista þess að fá þarna stöðugleika," segir Jón Sigurðsson. Jón segir að það sé mjög erfitt að segja hvort og með hvaða hætti Is- lendingar geti haft hag af að tengj- ast evrópska myntsamstarfinu, án þess að ganga í Evrópusambandið. Það sé ein af þeim spurningum sem ekki fáist svar við fyrr en í tvíhliða samningum. „Ég held að það ætti ekki fyrirfram að útiloka að það kynni að vera hægt að setja upp slíkt samstarf með skynsamlegum hætti. En það er pólitískt mál,“ seg- ir Jón. „Vel heppnuð tenging við evruna mun meðal annars þýða að vexth- á Islandi færast niður á það stig sem er á evrusvæðinu, sem yrði mikil- vægur ávinningur fyrir íslenskt at- vinnulíf," segir Jón, en vaxtamunur milli Islands og landa evrópska myntsamstarfsins er nú um 4%. Til lengri tíma segir Jón einnig að lík- ur á að fá hingað erlenda fjárfest- ingu muni vaxa verulega með aðild eða öruggri tengingu íslensku krónunnar við evruna. En ekki myndi vinnast mikið við einhliða tengingu gengisskráningar ís- lensku krónunnar við evruna, mið- að við núverandi gengistilhögun. Þá kæmi alltaf upp aftur sú spurning hversu náið samstarfið við Evrópu- sambandið myndi verða, segir Jón. Bókinni er skipt í fjóra megin- kafla og fjalla þeir um hinn nýja gjaldmiðil Evrópu frá íslenskum sjónarhól, um aðdraganda evrunn- ar, um myntbandalag og verðbréfa- markaði og um gengisstefnu á evrusvæðinu. Bókin er 98 blaðsíður að stærð. "slim-line" dömubuxur frá gardeur öðurno tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í fundarsal félagsins á Bíldshöfða 9, Reykjavlk, föstudaginn 19. mars 1999. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningur félagsins, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Oski hluthafar eftir að ákveðin mál verði tekin til meðferðar á aðalfundinum þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist félagsstjórn með nægilegum fyrirvara þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar, sem ekki geta mætt á fundinn en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera slíkt skriflega. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. FYRIR FERMINGUNA Mikið úrval af kjólum og drögtum í öllum stærðum _____Ótrúlegt verð! _ Freemans, Bæjarhrauni 14, sími 565 3900 Sýnishorn úr söluskrá 1. Heildverslun með innfl. á fatnaði. Áratugagömul heildverslun, sömu eigendur. Mikil verslun út á land. Góð sambönd. Laiis strax. 2. Einstaklega falleg, lítil og notaleg heimiiisvörubúð með fallega hluti og gjafavörur. Eiginn innflutningur sem hægt er að stórauka og selja í verslanir út á land. Er á góðum stað á Laugaveginum. 3. Einn þekktasti pitsustaður borgarinnartil sölu. Nafn sem allir þekkja og hringja í. Stór salur fyrir 50 manns sem einnig nýtist fyrir starfsmannahópa. Vínveitingaleyfi. Gott áhvílandi lán sem hægt er að yfirtaka. 4. Einstaklega falleg og nýleg blómabúð til sölu af sérstökum ástæð- um. Er staðsett í heitasta verslunar- og íbúðarhverfi landsins. Góð vinnuaðstaða, stór kælir. Fallegur og lifandi vinnustaður. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.