Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 27

Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 27 LISTIR EITT málverka G.R. Lúðvíkssonar. Málverk G.R. Lúð- víkssonar í Kringlunni SÝNING á verkum listamannsins Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar verður opnuð í sýningarrými Gall- erís Foldar og Kringlunnar, á annarri hæð, í dag, þriðjudag. Listamaðurinn sem kallar sig G.R. Lúðvíksson nefnir sýninguna „Lan - land og þjóð“ (sbr. Kring-LAN og LAN-d), segir í fréttatilkynn- ingu. Ennfremur segir að þetta sé þriðja einkasýning listamannsins á þessu ári, en hann stefnir að því að halda eina einkasýningu í hverjum mánuði ársins. G.R. Lúðvíksson lauk námi úr Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1991. Þá stundaði hann nám við Academie van Beldende Kunsten í Hollandi á árunum 1992-1995 og Fine Art Akademie í Frankfurt. Guðmundur hefur komið víða við á ferli sínum, haldið margar einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga af ýmsu tagi. Sýningin er opin á afgreiðslutíma verslana í Kringlunni til 29. mars. Morgunblaðið/Þorkell ÞEIR sem ekki fengu miða á píanótónleika Þorsteins Gauta Sigurðs- sonar í síðustu viku fá tækifæri til að heyra í honum í kvöld, en þá hyggst hann endurtaka tónleikana í Salnum. Tónleikar Þorsteins Gauta endur- teknir ÞAR sem uppselt var og fjölmarg- ir urðu frá að hverfa þegar Þor- steinn Gauti Sigurðsson píanó- leikari hélt tónleika í Salnum í Kópavogi sl. þriðjudag verða tón- leikarnir endurteknir í kvöld á sama stað og sama tíma, eða kl. 20.30. A efnisskránni eru þrjú smá- stykki eftir George Gershwin, Gnossía eftir Eric Satie, Tungl- skinssónata Beethovens, þrjár etýður eftir Chopin og sónata op- us 26 efir Samuel Barber. Utvarpsleikhúsið Islensk leik- rit í mars ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ býður hlustendum Rásar I og Rásar 2 upp á ný íslensk leikrit í marsmánuði. Verkin eru ólík að innihaldi og formi en flest eiga þau það sameig- inlegt að lýsa fólki sem felur og bælir sinn innri mann en viðheldur um leið þeirri blekkingu að allt sé í himnalagi. A Rás 1 verða frumflutt fjögur leikrit, hið fyrsta er ný upptaka á leikritinu Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson. I þessu verki Jökuls tvinnast saman harmræn örlög persóna sem margar eru enduróm- ur af eldri persónum úr safni höf- undarins. Með helstu hlutverk fara: Ragnheiður Arnardóttir, Þór Túliníus, Steinunn Olína Þor- steinsdóttir og Margrét Ólafsdótt- ir. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Verkið var flutt í tveimur hlutum dagana 6. og 7. mars en verður flutt í heild miðvikudaginn 10. mars kl. 22.25. Þorsteinn Marelsson er höfund- ur leikritsins Klóraðu mér á bak- inu elskan, sem frumflutt verður laugardaginn 13. mars kl. 14.30. Persónur þess eru eldri hjón sem taka sig upp einn góðan veðurdag og aka norður í land í því augna- miði að heimsækja dóttur sína og tengdason. Þegar líður á ferðalag- ið kemur ýmislegt fram sem varp- ar ljósi á eiginlegan tilgang ferðar- innar. Með hlutverk hjónanna fara Margrét Ólafsdóttir og Steindór Hjörleifsson. Leikstjóri er Hall- mar Sigurðsson. Verkið verður endurflutt miðvikudaginn 17. mars kl. 13.05. Handlagni píparinn eftir Þor- stein Guðmundsson verður frum- flutt laugardaginn 20. mars. kl. 14.30. Þar segir frá manni sem er orðinn fíkinn í að hlusta á æsandi kynlífsfrásagnir á Ástarlínunni. Kona hans kemst að þessu hátterni hans þegar símareikningur heimil- isins er farinn að hækka ískyggi- lega. Leikstjóri er Hallmar Sig- urðsson. Verkið verður endurflutt miðvikudaginn 24. mars kl. 13.05. Gamanleikurinn Mávurihn eftir Jón Gnarr verður frumfluttur laug- ardaginn 27. mars kl. 14.30. Þar segir frá konu sem linnir ekki lát- um fyrr en hún er komin með garg- andi máv sem gæludýr inn á heimil- ið. Eiginmaður hennar er ekki par hrifínn og bregst við af fullri hörku. Leikstjóri er Hjálmar Hjálmars- son. Verkið verður endurflutt mið- vikudaginn 31. mars kl. 13.05. Mánudaginn 15. mars kl. 10.03 hefst á Rás 2 frumflutningur á sakamálaleikritinu Opin augu eftir Hávar Sigurjónsson í leikstjórn Hjálmars Hjálmarssonar. Leikrit- ið, sem er í tólf þáttum, segir frá ungum blaðamanni í Reykjavík sem er sendur til að taka viðtal við for- eldra unglingspilts sem er hoi'fínn. Hann kemst fljótt að því að fjöl- skylda hans býr yfir ýmsum leynd- armálum sem ekki þola dagsins ljós. Hver þáttur er síðan endur- fluttur samdægurs kl. 18.40 á Rás 2. Meó eirtu handtakí bvróu tii boró á baki bíistjórasætis. 4 foftpúóar: bítstjóri, farþegt í framsaeti og híiöarpúóar. Pú getur gert Scénic bítinn aó sendibíí í einu vetfangi. Alti jpettamrmH Rmwlt Scénk Verð 1.678.000,- Það er líkt og Renault Mégane Scénic stækki þegar þú sest inn í hann, enda er hann fyrsti fjölnotabfllinn f flokki bfla í millistærð. Segja má að Scénic sé í raun þrír bflar, fjölskyldubfll, ferðabfll og sendibfll. Hann eraðeins 4.23 m á lengd en hugmyndarík hönnun og mikió innanrými gerir hann ótrúlega notadrjúgan og hagkvæman fýrir einstaklinga og fjölskyldur. Það er engin furða þó hann hafi umsvifalaust verið valinn bíll ársins af öllum helstu bílatímaritum í Evrópu þegar hann var kynntur. Hér á landi hefur hann þegar fengið frábærar viðtökur. Ármúla 13, Sími 575 1200, Söludeild 575 1220

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.