Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 33

Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 33
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁTAKALÍNUR MÓTAST A TAKALINURNAR í kosningabaráttunni, sem framund- iXan er, byrjuðu að mótast í eldhúsdagsumræðunum í gær- kvöldi. Björn Bjarnason menntamálaráðherra, sem var aðal- ræðumaður Sjálfstæðisflokksins í umræðunum, sló tóninn af hálfu flokksins með því að fullyrða að valið stæði á milli lækk- andi skatta, sem sjálfstæðismenn mundu beita sér fyrir, og hækkandi skatta, ef Samfylkingin kæmist til valda, sem hefði lagt fram kosningastefnuskrá, sem mundi kosta 40-60 millj- arða króna. Ráðherrann, sem lengi hefur verið einn helzti talsmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríldsmálum, gaf einnig til kynna að Samfylkingunni væri ekki að treysta í þeim mála- flokki. Halldór Asgrímsson utanríkisráðhen-a, sem á undir högg að sækja vegna veikrar stöðu Framsóknarflokksins í skoðana- könnunum, lagði áherzlu á að flokkur sinn væri miðjuflokkur. Hann lýsti þeirri athyglisverðu skoðun, sem margir munu geta tekið undir, að svigrúm til kjarabóta á næstu árum eigi fremur að nota til að bæta kjör öryrkja og aldraðra heldur en til almennra skattalækkana. Það er lofsvert en jafnframt væri æskilegt að flokkurinn sýndi hug sinn í verki nú við lok þessa kjörtímabils með leiðréttingu á því hróplega ranglæti í mál- efnum öryrkja, að þeim sé refsað íyrir að lifa spart eins og Morgunblaðið hefur ítrekað vakið athygli á að undanförnu. Valdið í þeim efnum er í höndum tryggingaráðherra Fram- sóknarflokksins og það ranglæti er hægt að þurrka út með einni breytingu á reglugerð, sem mun kosta ríkissjóð lítið. Talsmenn Samfylkingarinnar voru greinilega sigumssir en Jóhanna Sigurðardóttir kann að hafa gert örlagarík mistök í ræðu sinni þegar hún lýsti þeirri skoðun að niðurstaða skoð- anakannana að undanfórnu jafngilti kröfu um að Samíylkingin leiði næstu ríkisstjórn. Hafí Samfylkingin áhuga á samstarfí við Framsóknarflokkinn í næstu ríkisstjórn er ekki ólíklegt að þessi krafa útiloki slíkt samstarf. Hafí Samfylkingin áhuga á samstarfl við Sjálfstæðisflokk er ekki hægt að sjá með hvaða rökum vinstra bandalagið gæti sett fram slíka kröfu. Hvers konar ríkisstjórn ætlar Samfylkingin þá að leiða? Umræðurnar sýndu einnig að töluverður metingur á eftir að verða á milli flokkanna um stöðu kvenna í þeirra röðum. Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokks fyrir Austurlandskjördæmi, hélt því fram að konum í þingflokki Sjálfstæðisflokks mundi fjölga um fjórar á næsta kjörtímabili á sama tíma og þeim mundi fækka um þrjár í þingflokki Sam- fylkingar. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Reykjaneskjördæmi, hampaði því að konur mundu leiða fram- boðslista flokksins í þremur kjördæmum. Margir þingmenn véku að stjómkerfí fískveiða í ræðum sín- um og allir lögðu þeir áherzlu á, með einum eða öðrum hætti, að núverandi kerfí væri til endurskoðunar. Sú staðreynd sýnir að þeim er ljóst að þjóðin mun ekki sætta sig við óbreytt kerfí og jafnframt að fiskveiðistjórnin verður eitt helzta mál kosn- ingabaráttunnar. Fram að þessu hafa stuðningsmenn óbreytts kerfís kvartað undan því að andstæðingar kerfisins kæmu ekki fram með útfærðar tillögur um breytingar. Nú er ekki lengur hægt að halda því fram. Hópur áhugamanna um auð- lindamál hefur lagt fram ítarlegar tillögur um breytingar á kerfínu og það hefur hinn nýi flokkur Sverris Hennannsson- ar, Frjálslyndi flokkurinn, einnig gert. Það er þess vegna hægt að ræða um breytingar á fískveiðistjórnun í kosninga- baráttunni á grundvelli fyrirliggjandi tillagna. Hitt er svo annað mál, að þeir sem leggja slíkar tillögur fram eiga áreið- anlega eftir að kynnast því að þótt andstaðan sé hörð við nú- verandi kerfi er erfiðara að móta tillögur sem víðtæk sam- staða getur orðið um. Eldhúsdagsumræðurnar leiddu einnig í ljós að landsbyggð- armálin verða mjög til umræðu í kosningabaráttunni. Það er skiljanlegt í ljósi þess vonleysis og allt að því örvæntingar, sem ríkir víða á landsbyggðinni um framtíðina. En vonandi falla þingmenn og frambjóðendur ekki í þá gryfju að bjóða kjósendum á landsbyggðinni gull og græna skóga í formi fjár- framlaga úr ríkissjóði. Þau fjárframlög eru ekkert betri þótt þau séu veitt til landsbyggðarinnar undir nýjum formerkjum. Málefni hálendisins og umhverfismál voni minna til um- ræðu í eldhúsdagsumræðunum en búast hefði mátt við. Það breytir þó ekki því að sá málaflokkur verður ofarlega á blaði eins og menntamálaráðherra benti raunar á í ræðu sinni og stjómmálaflokkarnir verða krafðir sagna um það hvaða stefnu þeir hyggjast fylgja fram á þeim vettvangi. Kosningabaráttan verður háð við gjörbreyttar aðstæður frá því sem verið hefur. Það skapar bæði meiri spennu og um leið meiri óvissu. Smuguviðræðurnar hafa verið langar og flóknar í NOKKUR skipti sló í brýnu milli norsku strandgæslunnar og íslensku togaranna. Hér reynir norskt varðskip að klippa á togvíra Hágangs II. Þrjú ár tók að koma viðræðum aftur á skrið Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að það hafí verið sitt mat að Smugusamningar myndu ekki nást í vetur, en viðræður hafí hins s vegar komist á góðan skrið. Stjómvöld á Is- landi og í Noregi hafí þá tekið um það ákvörð- un að ljúka málinu. Egill Ólafsson kynnti sér aðdraganda samkomulagsins um Smuguna. JÓHANN Sigurjónsson, formað- ur samninganefndar Islands í viðræðunum um Smuguna, sagði að mikil og flókin vinna lægi að baki rammasamkomulaginu um Smuguna sem náðist í Bodö í Noregi í síðustu viku. Hann sagði að þriggja ára vinna hefði legið að baki þeim samn- ingsdrögum sem hafnað var vorið 1996 og tæp þrjú ár hefði tekið að koma við- ræðum aftur á skrið. Deiluaðilum hefði verið Ijóst að tækjust samningar ekki í þessari lotu gætu liðið nokkur ár þang- að til samningar næðust. Þegar slitnaði upp úr viðræðum milli Islands, Noregs og Rússlands um Smuguna í júní 1996 lágu á borð- inu drög að samningum um að Island fengi kvóta í Barentshafi gegn nokkrum veiðiheimildum Norðmanna og Rússa í íslenskri lögsögu. Eftir mikið þóf slitnaði upp úr viðræðum samningsaðila. Viðræður milli landanna lágu að mestu niðri í langan tíma eftir viðræðu- slitin. I desember 1997 var haldinn formlegur fundur deiluaðila í Moskvu. Á fundinum reyndu samningamenn að nálgast málið með nýjum hætti. Utan- i'íkisráðherrar íslands og Noregs ræddu síðar um deiluna á fundum, m.a. í apríl í fyrra. Auk þess var haft virkt samráð við rússnesk stjómvöld, m.a. við Prímakov, þáverandi utanrOásráð- herra Rússlands. Akveðið var á þessum fundi að setja aukinn kraft í viðræðurnar. Jóhann Sigurjónsson sagði að viðræður fulltrúa þjóðanna hefðu svo komist á verulegan skrið sl. haust. Unnið hefði verið að útfærslu á fyrirliggjandi hugmyndum á þremur fundum þá um haustið. Pólitísk ákvörðun tekin um að semja Á fundi Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra og Knuts Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, hér á landi um miðjan febrúar í tengslum við fund utanríkisráðherra N orðurlandanna kom Smugudeilan enn og aftur til um- ræðu. Segja má að á fundinum hafi ráðherrarnir, fyrir hönd ríkisstjórna sinna, tekið ákvörðun um að reyna að semja og ljúka málinu. Fyrir lá vilji af hálfu Rússa til hins sama. Þá lágu fyr- ir frá samninganefndum landanna hugmyndir að lausn helstu ágreinings- efna. „Það má segja að útlínur að sam- komulagi hafi þróast á þessum samn- ingafundum sem voru haldnir fyrir áramót. En málið snýst um hvenær stjórnvöld í þessum þremur löndum ákveða að taka lokaskí'efið, þ.e.a.s. að semja. Það er það sem þarf að koma til svo samningar takist. Eg held að þessi vilji hafi verið að þróast í kringum ára- mótin og síðan núna í byrjun árs,“ sagði Jóhann. Þriggja daga fundur embættismanna Á ráðherrafundunum var ákveðið að efna til formlegra funda milli þjóðanna þriggja í Bodö í Noregi. Embættis- menn landanna funduðu um málið á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku. Af hálfu Islands tóku þátt í viðræðnum Jóhann Sigurjónsson, formaður íslensku samninganefndar- innar, Tómas Heiðar, Eiður Guðnason, fyrir hönd utan- ríkisráðuneytisins, Amór Halldórsson og Snorri Rún- ar Pálmason, fyrir hönd sjávarútvegsráðuneytisins og Albert Jónsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Kristinn Árna- son, sendiherra íslands í Noregi, tók einnig þátt í viðræðunum. í lok viðræðnanna hittu formenn samninganefndanna Halldór, Vollebæk og Vasily Stredin varautanríkisráð- herra Rússlands þar sem ákveðið vai' að skrifa undir viljayfirlýsingu um að gengið yrði frá samningum á grundvelli fyrirliggjandi rammasamkomulags. í yfirlýsingunni fólst jafnframt, að geng- ið yi’ði til viðræðna um viðauka samn- ingsins í Moskvu síðar í mánuðinum. „Almennt má segja að það hafi verið góður andi í þessum viðræðum. Við vorum þarna að fjalla um snúna hluti sem þarfnast yfirlegu og skilnings af hálfu allra. Það kom fram eindreginn vilji allra aðila að ljúka málinu," sagði Jóhann þegar hann var spurður hvort viðræðurnar hefðu verið erfiðar. Jóhann sagði stefnt að þvi að ganga frá öllum lausum endum í Moskvu undir lok þessa mánaðar. Jóhann sagðist vera bjartsýnn á að samkomu- lag tækist um þau atriði sem enn væru ófrágengin. Hann sagði að það væru fyi'st og fremst ákveðin mál milli Is- lands og Rússlands sem ekki hefði unnist tími til að ganga frá. í meginat- riðum lægi fyrir samkomulag um þær veiðiheimildir sem Norðmenn fengju hér við land. Jóhann sagði að í viðræðunum hefði verið tekist á um þjóðréttarleg ágrein- ingsefni landanna auk aflaheimilda. Grundvöllui' að lausn málsins hefði ver- ið að færa veiðamar úr Smugunni inn í lögsögu þessara ríkja. Með því væru ís- lendingar að lýsa því yfir að þeir væru tilbúnir að taka ábyrgð á stjórn veið- anna á svæðinu, sagði Jóhann. Taldi ekki að málið myndi leysast í vetur Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði að skriður hefði komist á Smuguviðræðurnar á síðasta ári. „Fundur um þetta mál, sem haldinn var í tengslum við fund utanríkisráð- heira Norðurlandanna, skilaði veru- legum árangri og síðan fór þetta að ganga. Við höfðum ekki haft trú á því að það tækist að ljúka viðræðum á þess- um vetri, en þegar málið var komið á þennan skrið var tekin sú afstaða, bæði af norsku og íslensku ríkisstjórninni, að ljúka þessu. Rússar hafa verið mjög áhugasamir í gegnum tíðina að koma þessu máli út af borðinu," sagði Hall- dór. Halldór kvaðst telja að það væri orðin almenn samstaða um það í öllum þessum löndum að það væri tímabært að ljúka þessu máli, en þó þannig að allir aðilii' gætu lifað við lausnina og haft fullan sóma af henni. Halldór sagði að af hálfu Norð- manna hefði alltaf verið áhugi á að tengja lausn Smugumálsins við Sval- bai'ðasamninginn. Islendingar hefðu alla tíð hafnað þvi að tengja þessi mál saman og niðurstaðan hefði orðið að halda þessum tveimur málum aðskild- um. Blendin viðbrögð en flestir fagna samkomulaginu Viðbrögð í Noregi við samningum um veiðar Islendinga í Barentshafi hafa verið blendin. Flestir fagna því að samningar skuli hafa tekist. I leið- ara Stavanger Aftenblad er því fagn- að að þessi þrjú nágrannalönd séu hætt að deila um þetta mál. Deilur landanna hafi verið bitrar og eitrað samskipti þeirra. Samkomulag þjóð- anna sé sigur fyrir samskipti þeirra og sigur fyrir fiskinn sem um var deilt. Blaðið hefur eftir Audun Marák, talsmanni samtaka norskra útgerðar- manna, að fram til þessa hafi Islend- ingar haft þá afstöðu að hafna viðræð- um um Smuguveiðarnar vegna þess að þeir hafi talið sig geta veitt meira án samkomulags um veiðai'nar. Islend- ingar kjósi núna að ganga til viðræðna við Norðmenn og Rússa vegna þess að Smuguveiðamar skili ekki lengur hagnaði. John Kristen Skogan, sérfræðingur um norsk utanríkismál, segir í sam- tali við Stavanger Aftenblad, að Is- land hafi borið mest úr býtum í samn- ingum um Smuguna. Haft er eftir honum að þær veiðiheimildir sem Norðmenn og Rússar fái innan ís- lenskrar Iögsögu séu léttvægar og einungis um þær samið til að fela að Island hafi sigrað í stríðinu um Smug- una. Hann segir að það hafi fyrst og fremst verið efnahagslegar aðstæður á Islandi sem hafi gert það að verkum að samningar náðust núna. Skogan tekur þó fram að það sé fagnaðarefni að þessi leiðinlega deila sé úr sög- unni. I netútgáfu Aftenposten er því haldið fram að skýr- ingin á því að samningar hafi tekist um Smuguna liggi ekki síst í því að Hall- dór Ásgrímsson og Knut Vollebæk hafi persónulega beitt sér af krafti til lausnar á deilunni. Haft er eftir Vollebæk að hann sé mjög ánægður með að samkomulag hafi tek- ist. Deilan hafi haft mjög slæm áhrif á samskipti landanna. Ráðherrann sagði eftir undirritun viljayfirlýsingarinnai': „Enginn hefur tapað. Vinskapur þjóð- anna hefur sigrað.“ + Skriður komst á málin á síð- asta ári Viðbrögð í Noregi hafa verið blendin Stígamót opna vefsíðu í tilefni níu ára afmælis samtakanna og kynna ársskýrslu samtakanna' 80% þolenda kynferðisof- beldis 15 ára og yngri SAMTÖKIN Stígamót opnuðu vef- síðu í tilefni af níu ára afmæli sam- takanna í gær og vilja með því móti greiða aðgang fólks að þjónustu Stígamóta. Auk vefsíðunnar var opn- uð ókeypis símaþjónusta í sama til- gangi og ársskýrsla samtakanna var kynnt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði vefsíðuna form- lega í gær en samtökin héldu upp á afmælið með ýmsu móti. Ný mál sem komu inn á borð Stígamóta voru 178 árið 1998, en frá stofnun Stígamóta árið 1990 og til ársloka 1998 hafa 2.598 einstaklingar leitað aðstoðar í fyrsta skipti. Konur voru í miklum meirihluta þein'a sem leituðu til samtakanna í fyrra, eða 96% og er það svipað hlutfall kynja og fyrri ár. 63% leituðu til Stígamóta vegna sifjaspellsmála og 23% vegna nauðgunarmála. Sifjaspell stendur yfir í 1-5 ár í 56% tilfella í 80% tilfella voru þolendur 15 ára og yngri þegar ofbeldið átti sér stað. Bergrún Sigurðardóttir starfskona Stígamóta sagði að ungur aldur þolenda kynferðisofbeldis væri mikið áhyggjuefni. „Það er einnig alvarlegt að börn sem fyrir þessu verða búa við langvarandi kynferðisofbeldi því tölumar sýna að slíkt á sér sjaldnast stað í aðeins eitt skipti. í 56% tilfella stóðu sifjaspellin í 1-5 ár,“ sagði Bergrún. Þrátt fyrir ungan aldur meiri- hluta þeirra sem verða fyrir kyn- ferðisofbeldi er 50% þolenda á aldr- inum 20-40 ára þegar þeir leita til Stígamóta í fyrsta sinn. „Þetta sýnir okkur hvað mörgum reynist erfitt að leita sér aðstoðar í fyrsta sinn og hversu lengi afleiðingarnar vara. Afleiðingarnar vara eins lengi og við þegjum," sagði Bergrún. Benti hún á að erfiðustu afleiðingar kyn- ferðisofbeldis væru sektarkennd, skömm og léleg sjálfsmynd en það væri skoðun milli 86,5% og 89,3% þolenda. Vilja ná til landsbyggðarfólks Ofbeldismenn eru mun fleiri en þolendur kynferðisofbeldis og benda tölur til þess að sömu einstaklingar ei-u beittir kynferðisofbeldi af fleiri en einum ofbeldismanni. 4.064 of- beldismenn hafa beitt þá 2.598 þolendur sem leitað hafa aðstoðar Stígamóta kynferðisofbeldi. Stígamót vilja efla þjónustu sína og þá sérstaklega meðal landsbyggð- arfólks sem óneitanlega getur orðið fyrir mjög miklum kostnaði vegna langra símtala og ferðalaga. I gær tóku Stígamót í notkun 800 númerið: 800 68 68 sem gerir fólki hvar sem er Morgunblaðið/RAX INGIBJORG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, opnaði netsíðu Stígamóta á afmælisdegi samtakanna í gær en Bergrún Sigurðardóttir starfskona Stígamóta, fylgist með. Slóðin er www.stigamot.is. Samanburður á aldri þolenda þegar leitað er aðstoðar til Stígamóta og aldur þeirra þegar ofbeldið er framið 70 %--------------------------------- 60 50 40 30 - 20 10 ára 62,4% I l Leitað til Stígamóta II: M l mm I : IWSJI I,——. lr——, I I I—n 5-10 11-15 1 6-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60ára ára ára ára ára ára ára ára og eldri á landinu kleift að vera í reglulegu sambandi að kostnaðarlausu. Einnig var opnuð vefsíða þar sem finna má á einum stað eitt mesta magn upp- lýsinga um kynferðislegt ofbeldi á Islandi og ráðgjöf þar að lútandi. Netfang Stígamóta er stigamot@is- holf.is. Utanríkisráðuneytið fær útgáfubækur Árnastofnunar að gjöf Hundruð handrita enn erlendis Morgunblaðið/Þorkell HELGI Ágústsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og Sigurgeir Steingrímsson aðstoðarfor- stöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar við afhendingu útgáfubóka stofnunarinnar í gær. STOFNUN Árna Magnússonar af- henti utanríkisráðuneytinu í gær allar fáanlegar útgáfubækur sínar og for- vera síns, Handritastofnunar, frá upphafi, eða árinu 1958, í þakklætis- skyni fyrir framlag íslenska sendi- ráðsins í Danmörku til endurheimtar handritanna. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra veitti bókunum við- töku og eru þær 57 talsins, en tvær útgáfubækur eru uppseldar. „Hugmyndin er sú að þessar bæk- ur verði aðgengilegar í sendiráðinu í Danmörku, þannig að sendiheiTa á hverjum tíma eigi aðgang að þeim og geti bent á þessar bækur og það starf sem sprottið hefur í tengslum við af- hendingu handritanna," segir Sigur- geir Steingii'msson aðstoðarforstöðu- maður Stofnunar Árna Magnússonar. Eitt merkasta mál á sviði utanríkisstjórnmála Hinn 19. júní 1997 lauk formlega afhendingu íslenski-a handrita úr dönskum söfnum, með því að rektor Kaupmannahafnarskóla afhenti rekt- or Háskóla Islands tvö síðustu hand- ritin sem til Islands komu úr Árna- safni í Kaupmannahöfn. „Handritamálið er eitt merkasta utanríkispólitískt mál sem íslending- ar hafa starfað að á þessari öld og leitt til farsælla lykta og stendur það gjarnan efst á blaði eða fremst í bók þegar fjallað er um deilur þjóða um menningararf sinn og lausn slíkra mála. Það á sess við hlið landhelgis- málanna sem við Islendingar rákum með góðum árangri. Hvortveggja málin eru vitnisburður um einbeitni og einurð lítillar þjóðar sem sótti rétt sinn í greipar annarra og stærri þjóða. En við megum aldrei gleyma því, að í handritamálinu var við vinaþjóð að eiga sem gætt hafði bóka okkar af trúmennsku og sem sýndi mikið ör- læti og stórhug við frágang þeirra þegar að því að þeim var skilað aft- ur,“ sagði Sigurgeir við afhendingu bókanna við látlausa athöfn í utanrík- isráðuneytinu í gær. Hann benti á að þótt handritamál- inu væri lokið væru ekki öll íslensk handrit komin aftur heim. Því mætti heldur ekki gleyma að með samkomu- lagi Dana og íslendinga um skiptingu handritasafns Árna Magnússonar hefði verið sundrað í tvo staði merkasta og stærsta safni íslenskra miðaldahandrita sem til hefur verið. „Enn eru hundruð íslenskra hand- rita í Árnasafni og Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. í söfnum í Svíþjóð eru allnokkrar af merkustu miðalda- bókum Islands og merkileg íslensk handrit eru í söfnum á Bretlandseyj- um, Hollandi, Þýskalandi og víðar. Þessi handrit verða aldrei fengin aft- ur heim á forsendum handritamáls- ins. En með samningum, samvinnu og hagnýtingu nýjustu tæki væri hægt, að komast langt í því að skapa ein- stakt safn elstu íslenskra heimilda," sagði hann. Nýtt stafrænt „handritamál“ Sigurgeir gat þess að Árnastofnun í Reykjavík og Ái’nastofnun í Kaup- mannahöfn væru nú þegar með í at- hugun og undirbúningi að endursam- eina handritasafn Árna Magnússonar með stafrænum hætti, það er að segja með stafrænni myndatöku og skrán- ingu handritanna sem gerð yrði að- gengileg á veraldarvefnum undir sameiginlegum hatti stofnanna beggja. Einnig mætti með samningum __ leita eftir því við erlend söfn sem varðveita íslensk handrit að íslend- ingar fengju frá þeim stafrænar myndir af þessum handritium og heimild til að leggja þær inn í gagna- banka Árnastofnunar, þar sem þær myndu nýtast við rannsóknir ís- lenskrar menningararfleifðar. Þetta væri hið nýja handritamál sem verið gæti að utanríkisráðuneytið yrði beð- ið um að reka í náinni framtíð, þar sem sendiherrar íslenska ríkisins yrðu í fararbroddi. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra veitti bókunum viðtöku, en all- ar tengjast þær handritunum ís- lensku og forbókmenntum okkar með einum eða öðrum hætti. Ráðherra tók undir það sjónarmið að endur- heimt handritanna hefði verið eitt mikilvægasta utanríkismál sem ís- lendingar hafa fengist við á þessari öld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.