Morgunblaðið - 09.03.1999, Page 38

Morgunblaðið - 09.03.1999, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 MORGUNB LAÐIÐ UMRÆDAN Sj ávarút vegurinn og sáttin VIÐSKIPTI með aflaheimildir hafa verið mjög umdeild á síðustu árum og í umræðum kallað „brask“ en ekki viðskipti. Þegar sjó- mannadeilan var leyst fyrir réttu ári var það ein aðal krafa sjó- mannaforustunnar að „braskið" yrði stöðvað v með öllum tiltækum ráðum. Lögum um stjórn fískveiða var breytt að þessari kröfu og veiðiskyldan aukin um helming til að fram- boð á leigukvóta minnkaði. Reynslan eftir 6 mánuði Framboð á leigukvóta hefur í framhaldinu dregist saman um 60- 80% eftir tegundum samkvæmt upplýsingum frá Kvótaþingi. Leigu- verð á kvóta hefur í kjölfarið hækk- að um 30% þar sem framboð er í engu samræmi við eftirspurn. Afleiðingarnar eru þær að hundruð báta liggja í landi því enginn fískur er til leigu, úthafsveiði minnkar því skrapið á heimamiðum gengur fyrir og sjávarútvegsfyrirtæki sem drýgðu tekjurnar með kvótaleigu eru nú í fjárhagskröggum. í dag heyrum við neyðaróp frá verkalýðs- forustunni á Vestfjörðum vegna uppsagna fískverkafólks og erfíð- leika útgerða og fískvinnslufyrir- tækja, sömu manna og bannfærðu leiguna. Fiskvinnslur sem eru mjög sérhæfð- ar eins og t.d. kola- vinnslur, fá ekki lengur leigðan þorsk á móti meðafla vegna þess að engan þorsk er að hafa á leigumarkaðnum. Tilverugrundvöllur þessara fyrirtajkja er í hættu og störf hund- raða manna. Saltfisk- vinnslan er einnig sett í vanda því þorskveiðin er að færast á smá- fiskaslóð. Aukin veiði- skylda hefur því engu skilað sjávarútveginum eða sjómönnunum, þvert á móti hefur hún orsakað erf- iðleika í rekstri og glundroða í greininni. Breytingin hefur ekki heldur leitt til sáttar um aflastýr- ingarkerfið. Sátt um sjávarútveginn Nauðsynlegt er að ná sátt við þjóðina um sjávarútvegsstefnuna og þarf að mínu áliti að sinna því verk- efni betur. Tillögur nefndar um auð- lindastýringu þurfa að líta dagsins ljós. Sjávarútvegurinn á í því sam- bandi að standa í meira mæli undir kostnaði við rekstur stofnana sem þjónusta hann eins og Hafró, Sjó- mannaskólann, Fiskistofu, Siglinga- stofnun o.fl. Frjálsræði í rekstri íyr- irtækja í sjávarútveginum verður þá að koma á móti eins og verslun með aflaheimiidir. Kristján Pálsson Xvjtt í ÁrmúU Syánskir sófar Ármúla 7, sími 553 6540. Heimasíða: www.mira.is X > X AndÍit þitt er of dýrmætt til að hafa það óvarið fyrir eyðíieggingaráhrifum umhverfísins Daily Moisture Protector SPFl 5 Rukagefandi dagkrem með góðum varnarstuðli. Með nútíma tækni hefur MARBERT þróað kröftugt rakakrem, sem mætir öllum þörfum húðarinnar. -J INVISIBLE SCREEN er sérstaklega han Invisible Screen er dagkrem, sem heldur virkninni þar til húðin er hreinsuð. Húðin heldur jafnvægi sínu og fær þann raka, sem hún þarfnast yfir daginn. Ósýnileg vörn ■ heldur öllum skaðlegum efnum, sem eru í umhverfi okkar, frá því að komast að húðinni. KYNNING ■■ ÞRIDJUDAG OG MIÐVIKUDAG í SNYRTIVÖRUDEILD HAGKAUPS, KRINGLUNNI Tímabundna erflðleika í sjávar- útveginum verður að leysa með sértækum aðgerðum. Þegar mikill aflabrestur verður í einstaka nytjastofnum eða að aðgerðir opin- berra aðila leiða til þrenginga hjá einstaka greinum í sjávarútvegin- um þá eru sértækar aðgerðir nauðsynlegar. Lög um stjórn fisk- veiða gera beinlínis ráð fyrir því sem möguleika sbr. 9. grein, einnig er gert ráð fyrir þeim möguleika að auka eða minnka veiði í ein- staka fiskistofna á miðju kvóta- tímabili. Tíu þúsund tonn Með tilliti til mjög sterkrar stöðu þorskstofnsins tel ég í þessu sam- bandi eðlilegt að auka þorskkvótann í ár um minnst 10 þúsund tonn. Fiskveiðistjórnun Með tilliti til mjög sterkrar stöðu þorsk- stofnsins tel ég í þessu sambandi, segir Kristján Pálsson, eðli- legt að auka þorskkvót- ann í ár um minnst 10 þúsund tonn. Þessa viðbót þarf að setja að hluta á leigumarkaðinn tímabundið til að mæta þeirri skerðingu sem varð vegna takmörkunar á framsalinu. Leigukvótann er eðlilegt að binda við þau skip sem gert hafa út á leigumarkaðinn sl. 2 ár og landað aflanum á fiskmörkuðum til land- vinnslunnar. Vandamál smábáta og kvótalausra fiskvinnslustöðva verð- ur að taka alvarlega. Pólitískur ágreiningur um sjávarútvegskerfið má ekki vara öllu lengur. Agrein- ingur síðustu ára hefur skapað óró- leika í greininni sem rýrir traust fjárfesta og dregur úr sóknarfær- um. Við sem eldri eimm en tvævetur þekkjum frá síðasta áratug afleið- ingar óvissu í stjórnun sjávarút- vegsins og hve hratt kjör launa- fóiks, aidraðra og öryrkja geta rýrnað við slíkar aðstæður. Það vilj- um við ekki sjá aftur. Höfundur er alþingismaður. Fjölnota íþrótta- hús - Skref í nýja öld Böðvar Jónsson íslendingar eru ekki óvanir deilum um bygg- ingar og sjaldan eða aldrei njóta stórhuga framkvæmdir stuðnings allra sem að máli koma. Stutt er'síðan deilur um Perluna, Ráðhúsið og hús Hæstaréttar voru háværar meðal íbúa höfuðborgarinnar. Deil- ur um fjölnota íþrótta- hús í Reykjanesbæ koma því tæplega á óvart. Rétt er hins veg- ar að greina lítillega frá málstað meirihiutans. Önnur verkefni á döfinni inn EINS og fram hefur komið í fjölmiðlum und- anfarna daga tók meiri- hluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar ákvörðun sl. þriðjudag um að láta byggja og leigja fjölnota íþrótta- hús, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Húsið verður tilbúið til notkunar í febrúar 2000. Um er að ræða 8.300 fermetra hús. Innandyra er knatt- spymuvöllur í stærð 64x100 metrar, áhorf- endastæði fyrir 1.000 manns auk þjónustu- byggingar með bún- ingsaðstöðu og geymslum. Lóð verð- ur frágengin með malbikuðum bíla- stæðum og hellulögðum stéttum með snjóbræðslukerfi. Af tækjabúnaði má nefna tímaklukku, hljóðkerfi, tjald til að tvískipta sal, brunaviðvör- unarkerfi o.fl. Ljóst er að húsið verð- Iþróttamannvirki Umræðum um ólög- mæti af hálfu meiri- hluta bæjarstjórnar, segir Böðvar Jónsson, er vísað á bug. ur eitt stærsta og glæsiiegasta íþróttamannvirki landsins. Umræðan Umfjöllun fjölmiðla um málið hef- ur verið misjöfn og ósjaldan hefur málflutningi minnihluta bæjarstjórn- ar verið haldið á lofti. Háar leigufjár- hæðir og mikill byggingarkostnaður hafa verið nefnd í því sambandi. Þá hafa bæjarfulltrúar minnihlutans fullyrt að hægt væri að byggja húsið fyrir lægri upphæð ef þærinn sæi um framkvæmd verksins að öllu leyti í stað þess að leigja. Hjá stóru sveitarfélagi eða íyrir- tæki getur verið hættulegt að horfa aðeins á eitt afmarkað verkefni í einu og slíta úr samhengi við önnur. Reykjanesbær er bæjarfélag í mikilli sókn og örum vexti. Skólamál hafa verið í forgangi hjá meii’ihluta bæj- arstjórnar og mildar framkvæmdii’ eru fyrirhugaðar í þeim málaflokki á næstu 18 mánuðum. 400-500 milljón- ir eru nauðsynlegar til að ijúka ein- setningu skólanna sem er skyldu- verkefni lögum samkvæmt. Fram- kvæmdir við frárennslismál hefjast von bráðar og er áætlað að um 500 milljónir króna kosti að ljúka 1. áfanga þeirra. Frárennslismál eru einnig skylduverkefni lögum sam- kvæmt. Þessi tvö verkefni kalla á lántökur upp á 900-1.000 milljónir á næstu mánuðum. Lánamarkaður Lánakjör Reykjanesbæjar hafa á síðustu árum verið sérlega góð og vextir lágir, - en, líkt og með ein- stakling, rýrir sveitarfélag láns- traust sitt í hvert skipti sem nýtt lán er tekið og skuldir aukast. Ef leið minnihluta bæjarstjórnai’ hefði verið fai’in sl. þriðjudag yrðu lánakjör okkar á markaði vegna áðurnefndra skylduverkefna skert verulega. Vextir myndu hækka og kjör versna. Hækkun vaxta upp á 1 prósentustig af 1.000 milljóna króna láni eru 10 Nýr barnaspítali ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi leyfi fyrir byggingu nýs bamaspítala á lóð Landspítaians. Ekki var farið að lögum þegar leyfið var veitt og brot- inn var réttur íþúa í ná- grenni spítalans. Eins og málið hefur verið undir- búið hefur réttur bai-na og foreidra þeirra einnig verið fyrir borð borinn. Sterk rök mæia með því að endurskoða málið frá grunni. Sjúkrahús Reykjavíkur og Land- spítali hafa verið sam- einuð undir eina yfir- stjóm og sameining sjúkrahúsanna skapar tækifæri tii að flytja barnaspítala í Fossvog. Þar með væri hægt að sameina þær tvær bamadeildir sem nú em í Reykjavík, því engin rök fyrir em fýrir tveim slíkum deild- um á höfuðborgarsvæðinu. A Sjúkra- húsi Reykjavíkur er stærsta þarna- deild landsins og þangað leita árlega 15-20.000 böm. Aður en sameining sjúkrahúsanna kom ti) umræðu hefði þurft að aðskiija vökudeildina frá barnadeildinni við flutning bamaspít- alans í Fossvoginn því hún þarf að vera nálægt fæðingardeildinni. Sa- meiningin gefur kost á að flytja starf- semi fæðingar- og kvensjúkdóma- deildarinnar með bamaspítalanum. Við slíkan flutning losnar rými fyrir aðra starfsemi Landspítalans. Ofan á allt þetta sparast sá peningur sem færi í að flytja Hringþrautina. Þeir fjái-munir nýtast vel í önnur verkefni. Aætlað er að 580 milijónir kosti að flytja Hringbraut. Þessar 580 milljón- ir gerðu meira gagn ef þeim væri varið til bygg- ingar nýrrar bama- og unglingageðdeildar við nýjan bamaspítala. Landrými við Land- spítala er takmarkað. Vandamál þessu tengd em aðkoma að sjúkra- húsinu og bílastæði. Nú þegar hafa starfsmenn Landspítala, sjúklingar og aðstandendur veruleg óþægindi vegna þessa og þau munu aukast við byggingu barnaspítala á lóðinni. Ahrif takmark- aðs landrýmis skera bamaspítalanum mjög þröngan stakk og hann heftir möguleika spítalans til þróunar, breytinga og aðlögunar. Þessi áhrif teygja sig langt inn á næstu öld. Því hefur verið haldið fram að vandamál bifreiðastæða og aðgangur að Landspítalanum leysist með flutningi Hringbrautar. Svo er ekki því Hringbrautin verður ekki flutt fyrr en eftir árið 2001 að lokinni byggingu barnaspítalans og bygg- ingarleyfið var veitt með skilyrði um umferðargötu, í gegnum lóð Land- spítans. Þar verður umferð nokkurra þúsunda bifreiða daglega á sama stað og núverandi Hringbraut eftir flutning hennar suður fyrir Tann- garð. Þetta skilyrði gerir að engu takmarkaða möguleika til að leysa vandamál bifreiðastæða og aðkomu að spítalanum eins og til stóð með flutningi Hringbrautar. Fram- kvæmdastjórn Landspítala segir í fréttabréfi spítalans að þessari um- ferðargötu fylgi óþrif og hávaði sem séu ekki samrýmanleg rekstri spítal- ans. Samt samþykkti hún skilyrðið Barnaspítali Landrými vlð Land- spítala er takmarkað, segir Páll Tryggvason. Vandamál þessu tengd eru aðkoma að sjúkra- húsinu og bílastæði. og segist ætla að berjast gegn þess- ari umferðargötu 2001-2002. Það verður of seint. Ræða þarf hvaða starfsemi eigi að fara fi’am í nýjum bamaspítala. Vert er að veita því athygli að í nýjum bamaspítaia var ekki gert ráð fyrir neinni þjónustu íyrir böm og ung- menni með geðræn vandamál, eða með geðræn vandamál sem hafa lík- amleg einkenni. Taka þarf tillit til þessa hóps við byggingu bamaspítala. Það er áleitin spuming hvort ekki væri rétt að færa alla bama- og ung- lingageðdeild Landspítalans inn á nýj- an barnaspítala sem sjálfstæða ein- ingu. I dag er barna- og unglingageð- deildin undir geðdeild Landspítalans Páli Tryggvason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.