Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
PRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 41
+ Aðalbjörg Guð-
mundsdóttir
fæddist á Gilsár-
stekk í Breiðdal 25.
nóvember 1908.
Hún andaðist á
Eskifirði 1. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Árna-
son, bóndi á Gilsár-
stekk, f. 26. júlí
1871, og kona hans
Guðlaug Pálsdóttir,
f. 7. aprfl 1882.
Guðmundur var
sonur Árna Jóns-
sonar, bónda í Fagradal í
Breiðdal, og konu hans, Stein-
unnar Gunniaugsdóttur. Guð-
laug var dóttir Páls Benedikts-
sonar, bónda á Gilsá, og konu
hans, Ragnhildar Stefánsdótt-
ur. Auk dótturinnar Aðalbjarg-
ar eignuðust Guðmundur og
Guðlaug tvo syni. Sá eldri, Að-
alsteinn, dó í frumbernsku, en
Páll, f. 1907, d. 1972, tók við
búi á Gilsárstekk af föður sín-
um og varð síðar framkvæmda-
stjóri á Breiðdalsvík. 29. októ-
ber 1932 giftist Aðalbjörg Óla
Kristjáni Guðbrandssyni, f. 5.
aprfl 1899, d. 27. júlí 1970. Þau
bjuggu á Höfn í Hornafirði, þar
sem ÓIi var skólastjóri, til árs-
ins 1948, síðan í Villingaholts-
í dag kveðjum við hana ömmu
okkar, Aðalbjörgu Guðmunds-
dóttur frá Gilsárstekk í Breiðdal,
sem síðustu áratugi ævi sinnar og
allan okkar uppvöxt bjó á Eski-
firði. Mánudaginn 1. mars yfirgaf
hún þennan heim með þeim hljóð-
láta hætti sem hún hefði sjálf kos-
ið.
Margar minningar vakna í kjöl-
far andláts ömmu, minningar frá
því við vorum að alast upp á Eski-
firði undir handarjaðri þeirra
ömmu og afa. Afi okkar, Óli Krist-
ján Guðbrandsson, lést 27. júlí
1970. Fráfall afa var mikill missir
fyrir okkur öll og hans sárt sakn-
að, en vafalaust hefur söknuður
ömmu verið mestur, þó hún hefði
ekki mörg orð um það. Fyrstu ár-
in eftir að amma og afi fluttu til
Eskifjarðar var heimili þeirra,
Háteigur, okkar annað heimili, og
ekki bara heimili, heldur skóli
einnig, þar sem við systkinin og
fjöldi annarra barna lærðum að
þekkja stafina og lesa. Andrúms-
loftið á heimili þeirra var hlýtt og
virðing var borin fyrir börnum
jafnt sem fullorðnum. Þar voru
þau amma og afi í hlutverkum
sem þau höfðu gegnt bæði á Höfn
í Hornafirði og í Villingaholti í
Flóa, - afi kenndi misjafnlega
námfúsum krökkum, og hafði að
sögn kunnugra sérstakt lag á
ólátabelgjum sem flestir héldu að
engu tauti yrði við komið, og
amma sá um hinar veraldlegri
hliðar uppeldis og umönnunar.
Eftir fráfall afa nutum við þess að
amma var alltaf nálæg og að til
hennar var alltaf hægt að leita.
Það var okkur ómetanlegt að eiga
ömmu að og njóta umhyggju
hennar. Kynslóðirnar sem því
kynntust eru nú orðnar fjórar frá
henni taldar.
Amma var af aldamótakynslóð-
inni og aðstæður fyrr á öldinni og
sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar
mótuðu hugarfar hennar. Amma
var sterk og sjálfstæð kona en
jafnframt nægjusöm og hógvær.
Það lýsir vel afstöðu ömmu til lífs-
ins og tilvei'unnar að í mörg ár af-
þakkaði hún ellilaun og sagði líf-
eyrinn sem hún hafði duga sér
ágætlega. Ömmu var afar illa við
allt tilstand í kringum hana sjálfa
og undi sér best heima við. Hún
kvartaði aldrei, virtist aldrei leið-
ast og hafði alltaf nóg fyrir stafni.
Hún hlustaði mikið á útvarp, las,
skóla í Árnessýslu
til ársins 1960, en
þá fluttust þau til
Eskifjarðar. Börn
þeirra Óla Krist-
jáns og Aðalbjarg-
ar urðu fimm: 1)
Ragnhildur, f. 24.
mars 1934, gjald-
keri, Eskifírði,
maki Árni Hall-
dórsson, þeirra
börn: Kristín Aðal-
björg, Halldór,
Björn, Sigrún og
Guðmundur. 2) Ás-
rún Guðlaug, f. 28.
sept. 1935, gjaldkeri, Munkedal
í Svíþjóð, maki Lars Johanson,
synir þeirra: Stefan Daniel og
Birger Dan. 3) Vésteinn, f. 14.
febr. 1939, prófessor, Reykja-
vík, maki: Unnur Alexandra
Jónsdóttir, þeirra börn: Þóra
og Ari. 4) Guðgeir, f. 14. aprfl
1941, bóndi á Efri-Þverá í
Fljótshlíð, maki Guðlaug Jóns-
dóttir, þeirra börn: Bergur,
Aðalbjörg og Kristín Helga
(látin). 5) Rannveig, f. 26. jan.
1951, námsráðgjafi, Reykjavík,
maki Rúnar Ármann Arthúrs-
son, þeirra börn: Óli Kristján,
Brynja og Sveinn Eiríkur.
Utför Aðalbjargar fer fram
frá Eskifjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
prjónaði, hugsaði um blómin sín,
sat við bréfaskriftir eða bakaði.
Amma hafði mikla ánægju af fé-
lagsstarfi eldri borgara á Eski-
firði, ekki síst ferðalögum vítt og
breitt um landið og tilhlökkunin
vegna þeirra var mikil. Hún hló
stundum að því að aðeins væri sér
farið að förlast, en það gátu aðrir
ekki merkt. Árin fóru vel með
ömmu, hún hélt góðri heilsu og
skýrum huga fram á síðasta dag.
Amma fylgdist grannt með og tók
yfirleitt skelegga afstöðu til mál-
efna líðandi stundar, hvort heldur
um var að ræða erfðafræðirann-
sóknir, virkjunar- og stóriðjuá-
form á Austurlandi eða utanríkis-
málefni þjóðarinnar. Hún bar þó
ekki skoðanir sínar á torg, en sú
orðræða sem við áttum við ömmu
fram á síðasta dag hennar í lif-
anda lífi var hluti af því að miðla
gildum einnar kynslóðar til ann-
arrar. Hún átti alltaf erfitt með að
sætta sig við að ekkert okkar
skyldi setjast að á Austurlandi,
þar sem rætur alls okkar fólks
lágu. Sér í lagi voru æskustöðvar
ömmu í Breiðdal henni hugstæð-
ar. Hún skrifaði okkur oft og
sagði í einu bréfanna fyrir
skemmstu að margt breyttist
þegar aldurinn færðist yfir, nú
væri hún hætt að fárast yfir
flandrinu á afkomendum sínum
um lönd og álfur, öllu mætti venj-
ast og meðan sér entist ævin
fylgdu okkur bænir sínar og
blessunaróskir. Kveðjustundirnar
með ömmu voru margar í gegnum
tíðina, en endurfundirnir voru það
sem betur fer einnig. Sjálfsagt
voru þessar kveðjustundir okkur
oftast þyngri en ömmu, af æðru-
leysi og guðstrú var hún þess
jafnan fullviss að eiga framundan
endurfundi með okkur og ástvin-
um sínum öllum. Þegar aldurinn
færðist yfir kvaddi hún með þeim
orðum að ef fundum okkar bæri
ekki saman á Eskifirði eða öðrum
stað jarðneskum, þá skyldi enginn
hafa áhyggjur af að ekki færi vel
um sig. Það er engu síður erfið til-
hugsun að koma heim til Eski-
fjarðar og finna ömmu ekki fyrir í
Háteigi. Nærvera hennar var
samofin allri tilveru fjölskyldu
okkar og um ókomin ár fylgir
okkur það dýrmæta veganesti
sem hún gaf.
Kristín Aðalbjörg, Halldór,
Björn, Sigrún og Guðmundur.
+ Bótólfur Sveins-
son fæddist að
Gautastöðum, Dala-
sýslu, 17. júní 1900.
Hann lést að Drop-
laugarstöðum 26.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sveinn Sveins-
son og Sólveig
Jónatansdóttir. Eft-
irlifandi bróðir
hans er Jónatan, f.
janúar 1903.
Bótólfur kvæntist
Margréti Erlings-
dóttur, f. 12.6. 1906,
d. 29.3. 1995, 13. desember
1930. Bótólfur og Margrét
bjuggu lengst af ævi sinnar í
Breiðholti við Laufásveg. Árið
1989 fluttust þau að Droplaug-
arstöðum. Börn þeirra eru: 1)
Erla, f. 19.5. 1931, maki Guð-
mundur Kristleifsson. Þau eiga
í dag kveðjum við elskulegan
afa. Við viljum þakka honum fyrir
allar þær góðu stundir sem við
áttum hjá honum og ömmu í
Breiðholti, og góða fimmtudaga í
Hafnarfirði síðustu ár. Missir okk-
ar er sár en við vitum að nú eru
þau amma saman á ný.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof íyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi.
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Margrét Hrefna og Hafdís.
I dag kveð ég hann langafa
minn, sem lést 25. febrúar sl. Það
er alltaf sárt að kveðja þann sem
manni þykir vænt um og erfitt er
að hugsa til þess að fá ekki tæki-
færi á að hitta hann aftur. Hann
langafi var einstakur maður og
margt sem gerði hann sérstakan.
Hann bjó í Breiðholti v/Laufásveg,
sem var eins og sveitabær í miðri
Reykjavík ásamt Margréti
langömmu. Þegar ég kom þangað í
heimsókn var tekið á móti mér
með kossum og faðmlögum. Þau
voru yndisleg hjón sem gáfu mikið
af sér. Frá því að langamma dó fór
langafi að koma í heimsókn til
ömmu í Hafnarfirði og hafði nán-
ast ekki misst dag úr í fjögur ár
þegar hann yfii'gaf þennan heim.
Amma gerði allt sem í hennar
valdi stóð til þess að geta komið
þessu í kring, því langafa þótti svo
vænt um það. Frá því ég fæddist
hafði ég umgengist hann mikið og
síðustu tvö ár hafa verið mjög sér-
stök fyrir mig. Fyrir tveimur ár-
um kom gullmolinn minn í heim-
inn en þá fæddist dóttir mín, Mar-
grét Vala. Aðeins tveggja vikna
gömul mætti hún á „langafadegi“
tO ömmu en það voru þeir fimmtu-
dagar kallaðir þegar hann kom í
heimsókn. Ég man svipinn á
langafa þegar ég lét hana í fangið
á honum. Hann tók strax ástfóstri
rið litlu stúlkuna sína og á milli
þeirra voru sterk tengsl sem ein-
kenndust af mikilli væntumþykju.
Margréti Völu tókst að láta langa-
langafa sinn gera ýmislegt og
stundum fannst mér hann yngjast
um mörg ár þegar þau voru að
leik. Hann sló taktinn og söng há-
stöfum fýrir hana og fannst allt
svo merkilegt sem hún sagði og
gerði. Hann þurfti næstum að fá
fregnir af okkur á hverjum degi
og þótti afar vænt um ef ég, amma
fjögur börn og sjö
barnabörn og tvö
barnabarnabörn. 2)
Sólveig, f. 19.5.
1935, maki Guð-
mundur Helgason.
Hún á þrjú börn og
tólf barnabörn. 3)
Fjóla, f. 2.10. 1936,
maki Ólafur Gísla-
son. Þau eiga tvö
börn, sex barna-
börn og eitt barna-
barnabarn. 4) Erl-
ingur, f. 25.2. 1942,
maki Guðrún Ólafs-
dóttir. Þau eiga
tvær dætur. Bótólfur átti eina
dóttur fyrir hjónaband, Ragn-
hildi, f. 21.11. 1917. Ragnhildur
á eina dóttur, þrjú barnabörn
og 7 barnabarnabörn.
Útför Bótólfs fer fram frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 9.
mars klukkan 13.30.
og Margrét Vala komum í heim:
sókn til hans á Droplaugarstaði. I
þeim heimsóknum var einn fastur
liður hjá Margréti Völu og þótti
langafa það skemmtilegur siður. I
hvert skipti sem hún kom til hans
hvíslaði hún að honum hvort hún
mætti ná sér í sælgætismola inn í
ísskáp og ef hún mundi ekki eftir
því þá minnti hann hana á það. Nú
þegar ég kveð hann langafa minn
er gott að rita að langamma tekur
á móti honum með allri sinni ást
og umhyggju sem hún var svo rík
af. Hans mun verða sárt saknað
en minningin um hann lifir og þær
mun ég varðveita svo ég geti sagt
Margréti Völu frá því hversu ein-
stakt samband þau áttu.
Guð blessi þig, elsku langafi
minn.
Þín
Fjóla Rún Þorleifsdóttir.
Þeir sem muna lítið, aðlaðandi
gi-asbýli rið gamla Laufásveginn
austanverðan finnst staðurinn
hafa glatað lit sínum og þeirri
hlýju ró sem þar ríkti áður fyrr.
Nú æða þar bílar malbikaðar
brautir, og hjónin góðu, - þau
Margrét Erlingsdóttir og Bótólfur
Sveinsson eru bæði horfin af þess-
um heimi - hún fyrir nokkrum ár-
um, hann íyrir nokkrum dögum. Á
fyrmefndu býli - Breiðholti rið
Laufásveg, bjuggu þau langa tíð.
Áttu lengi kýr, kindur og hænsni,
og fóru vel með allan sinn fénað.
Þau eignuðust fjögur ágæt börn,
og unnust hugástum alla sína
löngu sambúð. Höfundi þessara
lína stóð hús þeirra jafnan opið, og
þar var löngum hlaðið borð kræs-
inga, en framar öllu öðru var veitt
rausnalega af þeiiri eðlislægu
hjartahlýju sem einkenndi þau
hjón í ríkum mæli.
Bótólfur Sveinsson var ættaður
úr Dölum vestur, og hann var jafn-
aldri aldarinnar, fæddur 17. júní
árið 1900. Ekki kann ég þau skil á
ættum hans að ég reki þær, og
hvort tveggja er að á stund sem
þessari finnst mér slíkt fánýtt,
enda mun það gert á öðrum vett-
vangi. Ofar í huganum eru sam-
skipti mín og samverustundir með
þessum ljúfa manni. Og svo sem
íbúðarhús hans stóð mér og mín-
um jafnan opið, þá var gripahúsið
ærinlega velkomið hestum mínum.
Marga græna og ilmandi töðu-
tuggu bar Bótólfur á stall fýrir þá,
og ógleymanlegur velgjörðarmað-
ur okkar var hann á þeim vett-
vangi. Þegar hestaeign fjölskyld-
unnar var orðin húsakynnum of-
viða var hann sá bjargvættur sem
ekki brást. í félagsskap hrossanna
áttum rið margar stundir. Oft
ræddum við fóðnin og hirðingu
þeirra. Margt sagði Bótólfur mér
frá góðum og glöðum dögum sem
hann hafði upplifað með Margréti
sinni, og íýrir kom að þjóðmálin
bar á góma. Þá vorum rið ærin-
lega sammála um hverjir skyldu
stjóma þjóðarskútunni og á hvern
hátt ráðherrastólarnir væru skip-
aðir. Ekki vom óskir okkar alltaf
uppíýlltar í þeim efnum - öðm
nær - en Bótólfur tók þri, sem
öðm mótdrægu, með jafnvægi
hugans sem einkennir löngum það
fólk sem líður vel í sálinni. En nú
er Bótólfur vinur minn horfinn
mér a.m.k. í bili og hlé verður á
hesthússamræðum okkar.
Við Hulda og börn okkar - sem
hann fylgdist ætíð grannt með -
sendum börnum hans, þeim Erlu,
Sólveigu, Fjólu og Erlingi, - svo
og tengdabörnum og afkomendum
öllum innilegar samúðarkveðjur.
Bótólf rin minn Sveinsson kveð ég
með söknuð í huga. Um hann og
Margréti konu hans á ég eingöngu
góðar minningar. Þeim óska ég
blessunar.
Kristján Benjamínsson.
LEGSTEINAR
A TILBOÐI
15-30%
febrúarafsláttur
framlengdur
til 15. mars.
15% afsláttur
af skrauti.
Qrmúi
Helluhraun 14 Hafnaríjörður
Sími: 565 2707
AÐALBJORG
G UÐMUNDSDÓTTIR
BOTOLFUR
SVEINSSON