Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR BRAGI STEFÁNSSON húsasmíðameistari, Þinghólsbraut 77, Kópavogi, sem lést mánudaginn 1. mars, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 10. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Sigurveig Jónsdóttir, Jón Sigurðsson, Sólrún Ástþórsdóttir, Hallsteinn Sigurðsson, Erla María Vilhjálmsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Árni Ólafsson, Stefán Bragi Sigurðsson, Guðrún Halldóra Sigurðardóttir, Reynir Ámundason og barnabörn. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HÁLFDÁNS ÓLAFSSONAR, Þórsgötu 29, Reykjavík. Sigríður Jóna Norðkvist, Unnur Guðbjartsdóttir, Garðar Benediktsson, Elísabet María Hálfdánsdóttir, Halldór Óskarsson, Árný Hafborg Hálfdánsdóttir, Helgi Laxdal Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall JÓNS Þ. HARALDSSONAR, Torfufelli 33, Reykjavík. Læknar og starfsfólk á öldrunarmatsdeild 32A, LSP, færum við sérstakar þakkir fyrir frábæra alúð og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Fjóla Helgadóttir, Helgi Jónsson, Ásdís Valdimarsdóttir, Kristinn Helgason, Hafsteinn Helgason. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug, blóm og minningargjafir sem bárust við andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU STEINGRÍMSDÓTTUR, Ásvegi 12, Dalvík, Helgi Jónsson, Þóra Rósa Geirsdóttir, Ingvar Kristinsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Elfn Gísladóttir, Hermann Guðmundsson, Magnea Kristín Helgadóttir, Halldór Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, POVL HILMER BOVIEN HANSEN kaupmanns, Aðalstræti 9, Reykjavík. SIGURÐUR SKÚLASON + Sigurður Skúla- son fæddist í Mörtungu á Síðu 30. ágúst 1916. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Klaustur- hólurn, Kirkjubæj- arklaustri, 25. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Rannveig Ei- ríksdóttir, f. 19. jan- úar 1877, d. 10. nóv- ember 1958, og Skúli Jónsson, f. 16. febrúar 1872, d. 19. nóvember 1959. Systkini Sigurðar voru Eiríkur, f. 5.11. 1902, d. 10.3. 1972; Jón, f. 16.8. 1904, d. 26.3. 1985; Þór- unn, f. 9.7. 1906, d. 5.11. 1997; Steingrímur, f. 29.9. 1910; Oddur, f. 6.3. 1913, d. 17.4. 1990; Ragna, f. 23.10. 1914, og Sigríður, f. 25.6. 1918. Sigurður vann á fullorðinsárum verkamannavinnu á suðvesturhorni landsins, stundaði lengi sjó og u.þ.b. tvo síðustu áratug- ina fyrir starfslok vann hann í áburð- arverksmiðjunni í Gufunesi. Sigurður var ókvæntur og barnlaus. títför hans fór fram frá Prestbakkakirkju 6. mars en bálför verður í Reykjavík. Það þurfti ekki að koma á óvart þegar Sigurður Skúlason frá Mör- tungu lést því að engin von var um bata í þungum veikindum og hann orðinn gamall maður. Síðustu þrem árunum eyddi hann á Klaust- urhólum á Síðu og var þá kominn heim á æskustöðvamar. Fór vel á því en fáir voru tryggari Síðunni og Skaftfellingum en Sigurður. Létt lund og æðruleysi prýddi Sigurð alla tíð og kom sér hvort tveggja vel í langri banalegu. Sigurður ólst upp í Mörtungu en fór snemma að vinna að heiman. Minnisstæð voru honum árin í vinnumennsku á Klaustri. Af frá- sögnum hans að dæma var glað- værðin aðalsmerki heimilisins. Þetta var áður en vélamar leystu mannshöndina af hólmi og á stærri bæjum var flokkur vinnufólks um bjargræðistímann. Allir sem þekktu Sigurð vita að hann hefur lífgað upp á hópinn, aldrei setti hann sig úr færi að sjá spaugilegar hliðar tilverannar og stutt var í hláturinn, ekki þannig að hann hlægi hátt með sköllum en form- fast andlitið leystist sundur í gleð- inni og augabrúnirnar lyftust upp í hársrætur. Kannski var Sigurður af fyrstu kynslóðinni þar sem það fór saman að flest börn komust upp á bæjum og sveitirnar höfðu síðan ekki þörf fyrir allar þessar vinnufúsu hend- ur. Leið hans lá suður eins og fjöl- margra ungra sveitunga hans. Hann tók þá vinnu sem bauðst, lengi var hann á sjó og þá gjarnan á bát með bræðranum frá Hörgs- dal, Ragnari skipstjóra og Bjarna stýrimanni Jónssonum. Ekki gátu þeir fengið traustari mann til þess að vera vaktarformann yfir mér 15 ára frænda þeirra sumarið 1958 á síldveiðum fyrir Norðurlandi og reyndar tvö næstu sumur. Gott var að standa í skjóli þessa dugn- aðarmanns en ekki var minna var- ið í að hann nennti að halda uppi fjöri í félagsskap við strákpeyja eins og mig. Stundum var svo mik- ið hlegið við stýrið að mildi var að okkur skyldi ekki takast að stranda fleytunni. Á frívöktunum var ósjaldan tekið í spil en það var eftirlætisskemmtun Sigga. Svo mikill hugur fylgdi máli að hann setti upp hörmungarsvip ef hann brann inni í jafnómerkilegu spili og ólsen ólsen. En andartaki síðar var sú hryggð á bak og burt og hann hló að þeirri fásinnu að vera tapsár í ólsen. Líklega hefur Siggi ekki verið náttúraður fyrir búskap, var t.d. lítið fyrir kindur. En hann var samt nákominn náttúrunni og þætti mér líklegt að hann hefði helgað sig fræðum af þeim toga ef skilyrði hefðu leyft. Mér er minn- isstætt þegar hann var að segja mér af líkamlegu atgeivi íslenskra smádýra. Járnsmiðinn kvað hann bera af öllum kvikindum í sínum þyngdarflokki, næst kæmi jötun- GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON + Guðbjörn Guðmundsson fæddist á Ketilvöllum í Laugardal í Arnessýslu 16. júní 1920. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 27. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 5. febrúar. Mín fyrstu kynni af Guðbirni vora austur á Böðmóðsstöðum sumarið 1980. Ég var staddur þar ásamt dóttur hans Ásgerði, sem ég hafði kynnst stuttu áður. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög kröftugur karl, sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Það má segja að þessi fyrsti fundur okkar hafi verið nokkurs konar prófraun, þar sem hann var í raun að skoða og meta tilvonandi tengdason. Ég taldi mig hins vegar hafa staðist þá prófraun, enda fór vel á með okkur alla tíð síðan. Á hverju sumri eftir þetta hitt- umst við ævinlega, í það minnsta eina helgi, austur í bústað á Böð- móðsstöðum og var þá glatt á hjalla og náttúrafegurðar staðar- ins notið. Bletturinn sleginn með orfi og ljá og dyttað að ýmsu. Ekki má gleyma veiðiferðunum niður við Brúará, en þar kenndi hann mér ýmis veiðibrögð og benti mér á réttu staðina í ánni þar sem bestu fiskana var að hafa. Allt kom fyrir ekki, fáa fiska og litla dró ég, en hann bætti það upp með því að lauma í minn poka vænum fiskum af sínum feng svo ég hefði í það minnsta í soðið. Eftir mikið erfiðleikatímabil hjá mér í lok áttunda og byrjun níunda áratugarins ákváðum við fjölskyld- Brynhildur Guðjónsdóttir Hansen, Guðjón Jóhannsson, Auður Inga Ingvarsdóttir, Henry Kristján Hansen, Jóhanna Hansen, Brynhildur, Ingvar, Jóhann og Rebekka Brynhildur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsing- ar má iesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yf- ir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. uxinn en hann ætti til að bíta menn í fingur ef hann væri handfjatlaður í vísindaskyni. Þriðja í þessari samkeppni væri stór kónguló. Allt þetta mun hann hafa prófað ungur. Víðerni heiðanna heilluðu Sigurð sterklega og hann naut þess að fara upp á hálendið. Hann leit hýra auga tO lúpínunnar ef hún gæti orðið til þess að græða ber- angur og blásið land. Hann lét ekki sitja við orðin tóm, heldur girtu þeir Steingrímur bróðh- hans árið 1972 dálítinn skika inn með Fremri-Geirlandsá þar sem lækur, sem rennur austan við svonefnt Hattsker, fellur í ána. Þarna myndast tangi sem hefur verið kallaður Bræðratangi og sáðu þeir lúpínu í girðinguna. Að sögn Krist- ins Siggeirssonar á Hörgslandi er talað um að fara inn í Reit þegar fylgst er með lúpínunni vor og haust. Sveitafólkið að austan hafði ráð með að týnast ekki í margmenn- inu hér syðra þótt það yfirgæfi Síðuna. Vinir af æskustöðvum héldu saman og allt frá miðri öld- inni minnist ég Sigga í hópi Skaft- fellinganna í fjölskyldunni. Þetta fólk kom ekki saman til að láta sér leiðast og ef Siggi Skúla og til að mynda Bergsteinn Jónsson frá Prestabakkakoti voru í hópnum, sem hittist á æskuheimili mínu á Hlíðarvegi 19 í Kópavoginum, var betra að halda sig í grenndinni ef ekki átti að missa af gamninu. Siggi var smástríðinn en þá var líka hægt að gjalda honum í sama. Var ekki laust við að gæti fokið 1 hann eitt augnablik en það rauk svo ævintýralega hratt úr honum aftur að kunnugir fundu að einmitt þessi snöggu skapbrigði til hins betra voru eitt af sérkenn- um hans. Svipaður eiginleiki var að hann gat í sama spjalli farið allt frá rannsakandi íhygli um merkileg mál í mannlífinu og nátt- úrunni til þess að skemmta sér og öðrum með sprettsögum og smá- atvikum. Svipbrigðin í andlitinu fylgdu með blæmun stemmning- anna. Sigurður Skúlason var eftir- minnilegur maður og óhætt er að segja að enginn hafi verið eins og hann. Að leiðarlokum þakka ég ævi- langa tryggð Sigurðar við mig og fjölskyldu mína. Nágrannar hans frá Keldunúpi og síðar Mosum áttu traustan vin þar sem hann var. Systkinum hans og öðram skyld- mennum sendi ég samúðarkveðjur. Bjarni Olafsson. an að flytjast utan, fyi-st til Dan- merkur, en síðan til Kýpur. Guð- björn sýndi mér á þessum tímum mikinn stuðning og styrk sem ég mun aldrei gleyma. Vorið 1992 kom Guðbjörn ásamt Unni í heimsókn til okkar á Kýpur og dvöldust þau í húsum okkar hjóna um þriggja vikna skeið. Þá vora stunduð sjó- og sólböð, ferð- ast um eyjuna og farið í ógleyman- lega ferð með skemmtiferðaskipi til Israels og Egyptalands. Guð- birni þótti mikið til koma að fá tækifæri til að sjá fæðingarstað frelsarans, grátmúrinn, píramít- ana, Sfinxinn og öll söfnin. Alveg stórkostlegt, sagði hann hverjum sem heyra vildi. Guðbjörn og Unn- ur vora svo ánægð með dvöl sína á Kýpur að þau ákváðu tveimur ár- um síðar að koma hingað öðru sinni til þess að njóta hvíldar, sólar og strandlífs. Á þeim tíma sem Guðbjörn dvaldi hér á Kýpur styrktust kynni okkar vel, svo og skilningur og virðing hvors fyrir öðrum. Allar góðu kvöldstundirnar sem við áttum saman hér á Kýpur gleymast aldrei. Setið var við spilamennsku á hverju kvöldi, reyktir góðir vindlar og dreypt á dýrindis veigum. Kæra Unnur, börn, tengdaböm og aðrir ástvinir. Þegar Guðbjörn er kvaddur hinstu kveðju vil ég votta ykkur mína dýpstu samúð, blessuð sé minning hans. Baldvin Jónsson (Kýpur).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.