Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
TJ>£GAZBS V/U? 0,Al6U/Z \ \srö& éGyr/e þfrrfl 6/l [ AÐHU6SA /W6UM J j -
u
Mrr” 4ÍI 1®
Grettir
£o/hpo, lubbi, {//£> a/Aí/aí sT/eeroEF
' ' ~ l//£> //UHJPl/A/
[ 7/xgctn, hog&ri' -'cg Aef eí/:i v-er/'£\
[=- >s-\ p aeroó/c- ú//ni//n, e//>s og /xU/S.
Já, kennari, ég er búin... Ég svar- Sérðu það sem ég skrifaði neðst? „Eingöngu þurrhreinsun"
aði öllum spurningunum...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Hver fær
falleinkunn?
Frá Bimi Bjamasyni:
í MORGUNBLAÐINU 5. mars birt-
ist bréf í þessum dálki undir fyrir-
sögninni: Falleinkunn skólakerfisins.
Ritar Guðvarður Jónsson þetta bréf.
Tilefni þess er könnun í Reykjavík á
irörnum, sem sýnir mismunandi ár-
angur þeirra í grunnskóla eftir
menntunai'stigi foreldra.
Þessi könnun kallar á meiri umræð-
ur en unnt er að efna til hér á þessum
stað. Þó skal því eindregið mótmælt,
að könnunin leiði til þess að skólakerf-
ið fái falleinkunn eins og Guðvarður
gefur því. Innan skólakerfisins axla
menn mikla og vaxandi ábyrgð. Stað-
reynd er, að menntunin hefst i fjöl-
skyldunni. An hvatningar heima fyrir
og áhuga fjölskyldunnar á námi og
skólastarfi ná fáir góðum eða besta
árangri í skólum.
Guðvarður Jónsson vísar til þess, að
við forveri minn á ráðherrastóh höfum
lagt sérstaka áherslu á að mennta-
kerfi okkar tryggi öllum jafnan rétt til
náms. Þetta er rétt hjá Guðvarði.
I nýju skólastefnunni, sem nú er
verið að hrinda í framkvæmd með
nýjum námskrám, er þetta áréttað.
Eitt grundvallarviðmið í skólastarfi er
jafnrétti til náms sem er fólgið í því að
bjóða nemendum nám og kennslu við
hæfi og gefa þeim tækifæri til að
spreyta sig á viðfangsefnum að eigin
vali. I þessu felast ekki endilega sömu
úrræði fyrir alla heldur sambærileg
og jafngild tækifæri. Verkefnin skulu
höfða jafnt til drengja og stúlkna,
nemenda í dreifbýli sem þéttbýU og
fatlaðra og ófatlaðra óháð uppruna,
trú og litarhætti. Skólar eiga að búa
bæði kynin undir þátttöku í atvinnu-
lífi, fjölskyldulífi og í samfélaginu. Eitt
mikilvægasta úrlausnarefni skóla og
skólayfirvalda í þessu sambandi er að
finna leiðir til að koma til móts við
óUka getu og óUk áhugamál nemenda,
þ.e. að veita nemendum menntun við
hæfi hvers og eins.
Guðvarður heldur því fram, að ég
hafi sagt, að ekki sé unnt að fækka
nemendum í bekkjum grunnskóla,
fjölga kennurum eða einsetja skóla
vegna skorts á fjármagni. Guðvarður
segir ekki, hvar ég hafi látið þessi orð
falla, og er ég ekki undrandi á því, þar
sem þau eru hugarburður hans sjálfs.
I upphafi ráðherraferiis míns vann
ég að flutningi grunnskólans til sveit>
arfélaganna. Hvorki fyrir eða eftir að
sveitarfélögin tóku við skólanum hinn
1. ágúst 1996 hef ég látið nokkur um-
mæli falla á þann veg, sem Guðvarður
fullyrðir. Þvert á móti var samið
þannig við sveitarfélögin, að þau
fengju fjármagn til að fjölga kennslu-
stundum og einsetja skóla.
Ef Mtið er á opinber útgjöld í heild
til grunnskóla námu þau 10,9 milljörð-
um árið 1995 en 14,9 milljörðum árið
1997. Nemendum fjölgaði ekki í
grunnskólum á þessu tímabili. Kostn-
aður á hvem grunnskólanemanda var
árið 1997 um 350 þúsund krónur og
hafði hækkað um 96 þúsund krónur
frá 1995. Réttindakennurum og leið-
beinendum hefur fjölgað verulega í
grunnskólum frá 1995 eða um 328 ein-
staklinga og stöðugildum hefur einnig
fjölgað verulega eða um 377 stöðugildi
frá árinu 1995 þótt nemendum hafi
ekki fjölgað á tímabiMnu. Sveitarfélög
taka ákvarðanir um fjölda nemenda í
bekkjum en ekki menntamálaráð-
herra.
Eg ætla ekki að gefa Guðvarði
Jónsson einkunn fyrir þessi skrif hans
um grunnskólann. Ég hvet hann hins
vegar eindregið til þess að kynna sér
máMð betur, áður en hann fullyrðir
meira og gefur öðrum falleinkunn.
BJÖRN BJARNASON,
menntamálaráðherra.
Til varnar íslenska
þjóðbúningnum
Frá Ingu Arnar:
AÐ GEFNU tilefni finnur undirrituð
sig knúna til að koma eftirfarandi
leiðréttingu á framfæri.
Undirrituð hefur staðfest frá fleiri
en einum aðila að hún sé sögð hafa
veitt faglegt samþykki sitt fyrir þeirri
gerð íslenska þjóðbúningsins, sem
Davíð nokkur Gíslason hefur með
höndum, og framleiddur er í Taílandi.
Þetta er alrangt og þarfnast leiðrétt-
ingar.
Fyrir tæpu ári kom Davíð Gíslason
á vinnustofu mína og hafði meðferðis
gamlan upphlut frá síðustu aldamót-
um. Tilgangurinn með ferðinni virtist
vera sá að sýna mér búninginn og að
fá álit mitt á honum. Við ræddum um
búninginn sem slíkan en aldrei á fag-
legum nótum né heldur hvort taka
bæri þennan búning sem einhvers-
konar fyrii-mynd, heldur meir eins og
spjall við viðskiptavin út í bæ, enda
virtist búningurinn vera írá ákveðnu
umbrotatímabili þar sem íslenski
þjóðbúningurinn gekk í gegnum
ákveðnar breytingar.
Þetta spjall okkar virðist hann síð-
an hafa notað sér til framdráttar við
kynningu á sinni vöru sem aukinheld-
ur er enn önnur útgáfa af búningnum
á hans vegum sem samræmist ekki
hefðbundinni þjóðbúningagerð. Sam-
starfsnefnd um íslenska þjóðbúning-
inn hefur af þessu tilefni séð sig
knúna til að senda frá sér yfírlýsingu
er birtist í Morgunblaðinu 23. desem-
ber síðastliðinn þar sem formaður
nefndarinnar, Lilja Amadóttir, segir
um þessa íslensku upphlutsbúninga
sem framleiddir eru í Taflandi, „að
snið búninganna, silfurvinnan á þeim
og handbragðið almennt sé mjög frá-
brugðið hefðbundnum íslenskum
þjóðbúningum".
Ég ber meiri virðingu fyrir starfi
mínu, menntun og sérhæfingu í þjóð-
búningasaum og þeim hefðum sem
því tengjast en svo að ég vilji iáta
bendla mig við þennan íslensk/taí-
lenska búning og tilurð hans og tek
undir orð Lilju Arnadóttur.
I þessu ljósi tel ég brýnt að af-
greiðslu þingsályktunartillögu um að
festa í sessi samstarfsnefnd um ís-
lenska þjóðbúninginn verði flýtt eins
og kostur er til að tryggja vandaða
meðferð þessara þjóðarverðmæta sem
og faglega fræðslu í þessum efnum.
INGA ARNAR,
fata- og textílkennari.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.