Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 09.03.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 55 í DAG BRIDS IJiiiNjóii GiiOmunilur l’áll Arnarsun I kennslubókum er varn- arspilurum ráðlagt að spila í gegnum styrk sagn- hafa og upp í veikleika blinds. En það gleymist stundum að benda á að tí- an er styrkur, en ekki veikleiki. Austur gefur; AV á hættu. Vestur *D8 VÁ72 ♦ K98 * K10963 Norður * Á1064 ¥ D432 ♦ 10874 * 7 Austur A D ¥ ÁK108 ♦ D63 * ÁD842 Suður A KG8752 ¥5 ♦ KG5 *KG6 Hér er spil frá und- ankeppni íslandsmótsins um síðustu helgi, þar sem suður verður sagnhafí í fjórum spöðum eftir opnun austurs á laufi. Á einu borðinu gegnu sagnir þannig: VesUir Norður Austur Suður - 1 lauf 1 spaði Dobl 2grönd 3 hjörtu 4spaðar Pass Pass Pass Vestur teygði sig í nei- kvætt dobl til að sýna hjartalitinn, og tveggja granda sögn norðurs sagði frá fjórlitarstuðningi í spaða og 6-9 punktum. Útspilið var hjartasjö, þriðja hæsta. Lítið úr borði og austur getur nú sett smátt hjarta af öryggi, því makker hlýtur að eiga G9. En margir létu kónginn í fjótfærni og skiptu svo yfir í tígul í öðrum slag - upp í veikleika blinds. Þá stend- ur spilið, því sagnhafi hleypir yfir á tíuna og gef- ur aðeins á tígulás. Það er gömul saga og ný, að það er varasamt að spila frá kóng eða drottn- ingu upp í tíu eða gosa í borði. En austur er í nokkrum vanda staddur eftir að hafa tekið á hjarta- kóng í öðrum slag. Ef hann spilar sér út á spaða- drottningu tekur sagnhafi tvisvar tromp og spilar laufi. Austur drepur og verður að gefa slag, hvort sem hann spilar hjarta, tígli eða laufi. Eina vörnin eftir fyrsta slaginn er að leggja niður laufás og spila spaðadrottningu! MORGUNBLAÐIÐ bh-tir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stelpur sem allar eiga heima á Hellu, tóku sig til um daginn og héldu tombólu og gáfu afrakstur- inn til Dvalarheimilisins Lundar á Hellu, aljs 1.260,- krón- ur. Þeir heita f.v. Steina Guðbjörg, Eyrún Osp og Eva Yr. Með morgunkaffinu NEI, elskan, pabbi gaf mér ekki þennan kjól. Ef ég sætti mig við það sem ég fæ hjá honum, ætti ég ekki einu sinni þig. ÞETTA er nýjung á markaðnum. ÉG get ekki annað en látið mér detta ýmislegt misjafnt í bug. Hún er til dæmis að hengja upp skyrtuna af mannin- uin mínum núna. COSPER VERTU róleg væna, kaffið kemur rétt bráðum. STJÖRNUSP/Í eftlr Franees llrakc FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert byltingarmaður og leggur þitt af mörkum til samfélagsins. Þú nýtir vel þau tækifæri sem þér bjóðast. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Þú ert hugsi þessa dagana og finnst eitthvað vanta í líf þitt. Gleymdu því ekki í hugrenn- ingum þínum, að hamingja verður ekki fengin fyrir fé. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú færð að reyna sitthvað nýtt sem hefur varanleg áhrif á líf þitt. Sjáðu til þess að þú fáir útrás fyrir sköpun- argleði þína. Tvíburar . (21. maí-20.júní) Það er til mikils ætlast af þér í vinnunni og þú þai-ft að leggja þig allan fram. Reyndu samt að missa ekki sjónar á velferð þinna nán- ustu. Krabbi (21. júní-22. júlO Nú skiptir öllu máli að bregðast rétt við aðstæðum. Láttu ekkert verða til þess að koma þér úr jafnvægi svo þú getir haldið í stjórnar- taumana. LjÓtl (23. júlí - 22. ágúst) Þú ert maður til þess að ræða um málin af einlægni og skalt því ekki slá því leng- ur á frest. Enda er það öllum íyrir bestu. Meyja (23. ágúst - 22. september) vU^L Það er engin ástæða til ann- ars en að þú haldir þínu striki allt til enda. Þá munu aðrh- sjá að þú hefur rétt fyr- ir þér. Vog (23. sept. - 22. október) Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt eitt- hvað kunni að blása á móti um stundarsakir. Öll él birtir upp um síðir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Misskilningur sem upp kem- ur mun leysast farsællega þér í hag. Það eina sem þú þarft að gera er að vera sam- kvæmur sjálfum þér. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. desember) Mtlf Þú átt það svo sannarlega inni að líta upp úr dagsins önn og gleðjast með vinum og vandamönnum. Nú er virkilega tilefni til þess. Steingeit (22. des. -19. janúar) Æ Þú hugsar mikið um tilgang lífsins þessa dagana. Gefðu þér tíma til að rækta sálarlíf þitt en gættu þess að forðast allar öfgar í þeim efnum. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) QsíZ) Oft fylgh- heppni fyrirhyggju svo þú skalt gefa þér góðan tíma til þess að ráða fram úr hlutunum. Kvöldinu væri best varið í ró og næði. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þótt þú hafir gaman af að hrista upp í fólki þarftu stund- um að hafa taumhald á kenj- um þínum því öllu má ofgera. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. -/elinök Fegurðirt kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473. Við vorum að fá gám frá Danmörku með borðstofuhúsgögnum, svefn- herbergishúsgögnum, sófasettum, ljósa-krónum, borðum, stólum, skápum, postulíni, speglum og málverkum. öpið virka daga frá kl. 11 - 18 og laugardaga. frá kl. 11 - 14 V Fulltrúaráðsfundur Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík - heldur fulltrúaráðsfund í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 9. mars kl. 20.30. Dagskrá: 1. Ákvörðun um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 8. maí næstkomandi. 2. Ræða: Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins Vörður - Fulltrúarúðið GARDINUMARKAÐURINN Fákafeni 11*108 Reykiavík - S: 588 5900 Opnunarfími: Mánudaea -föstudasa 12-18, lauáardaáa 12-16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.