Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 64
..tannlæknar mæla með því Wrtgloy's ^ZZZmMf sugarfme gum MORGUNBLAÐID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sami ökumaður ók tvívegis á bíl sömu konunnar á einum sólarhring Meiri líkur á vinningi í Víkingalottóinu Mikið magn áfengis fannst í Goðafossi Morgunblaðið/Júlíus GOÐAFOSS þar sem hann lá í Sundahöfn í gærkvöldi. Mikið magn áfengis fannst í leynihólfi í skipinu. Allir í áhöfn voru handteknir og færðir til yfirheyrslu. KONA á Akureyri varð fyrir heldur óvenjulegri lífsreynslu um helgina, en á einum sólar- hring var tvívegis ekið á bifreið sem hún ók og í bæði skiptin var það sami ökumaðurinn sem á hana ók. „Þú aftur,“ varð hon- um að orði þegar hann hafði ek- ið á hana í seinna skiptið. Síðdegis á laugardag var kon- an á ferð á bfl sínum og ók upp Víðilund þegar bfl var skyndi- lega ekið út af bflastæði við íjöl- býlishús og út á götuna. Lenti hann framan á bfl konunnar og skemmdi hann töluvert. Hún var í fullum rétti. Fékk konan bflaleigubfl í kjölfarið og var hún á ferðinni um kl. 17 á sunnudag, ók þá norður Mýrar- veg og fór yfír gatnamótin við Þingvallastræti á grænu Ijósi. Skiptir þá engum togum að bfl er ekið á nokkurri ferð beint inn í hliðina á bflaleigubflnum, ársgömlum Subaru sem talið er að sé ónýtur eftir. Reyndist öku- maðurinn vera sá sami og hafði ekið á bfl hennar við Víðilund daginn áður. Haft var á orði í Ijölskyklu konunnar að líkurnar á að fá vinning í Víkingalottóinu væru meiri en að atburður sem þessi gæti gerst. Blindaðist í sólinni Líklegt þykir að ökumaður- inn sem ók gegn rauðu ljósi í síðara skiptið hafi blindast af sólinni. Mikil mildi þykir að ekki fór verr, en áreksturinn var harður. Bfll mannsins hent- ist eftir áreksturinn upp á gangstétt og hafnaði á gang- brautarljósum sem brotnuðu. Veður var ákjósanlegt til úti- vistar og voru margir á ferðinni á þessum slóðum, en sem betur fer sluppu allir með skrekkinn. Konan hefur verið með bfl- próf um langt árabil og hefur ekki lent í umferðaróhappi í um tuttugu ár en þá lenti hún í smávægilegum árekstri. MIKIÐ magn áfengis fannst um borð í ms. Goðafossi, skipi Eim- skipafélags Islands, þegar fjöl- mennt lið lögreglu og tollgæslu gerði skyndileit um borð í skipinu þegar það lagði að bryggju í Sunda- höfn um kl. 20 í gærkvöldi. Öll áhöfn skipsins, ellefu manns, var handtekin og færð til yfirheyrslu á lögreglustöðina í Reykjavík. Lög- regla og tollgæslan vörðust allra frétta af málinu í gær. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins höfðu tolla- og lögregluyf- irvöldum borist upplýsingar um að smyglvarning væri að finna um borð í skipinu. Greinilegt var að málið var vel undirbúið af hálfu yfir- valda. Lögregla lokaði aðkomuleið að athafnasvæði Eimskips í Sunda- höfn í gærkvöldi og hóf þegar leit í skipinu. Engum óviðkomandi að- gerðinni var hleypt inn á svæðið. Smygl falið í hólfi Heimildir blaðsins hermdu í gær- kvöldi að fundist hefði hólf í skipinu þar sem smyglvamingurinn vai' geymdur. Var þar um að ræða mik- ið magn af áfengi. Allir skipverjar á Goðafossi voru færðir til yfirheyrslu, einnig skip- stjórnendm-. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins leikur grunur á að smygl hafi áður borist til lands- ins með skipinu. Ekki fengust upp- lýsingar um það í gærkvöldi hve mikið magn áfengis var falið um borð í skipinu en samkvæmt upplýs- ingum blaðsins þykir líklegt að þarna sé um að ræða eitt af stærri smyglmálum seinni ára. liáafcll Kaldbaks■ kZjik '^AMÍalur Asparvík Biapiarfjtírdll/ ==£»»Kaldrananes ^Bjamarnes Urriöavötn Hamars- háls Kvíafell Verð á mjöli og lýsi hef- ur lækkað hratt MIKIL óvissa hefur einkennt mjöl- og lýsismarkaði síðustu vik- ur og afurðaverð lækkað hratt frá því sem það var á síðasta ári. Dæmi eru um að framleiðendur ■■sitji uppi með birgðir af mjöli og lýsi sem unnið var úr tiltölulega dýru hráefni á síðasta ári en er nú mun verðminna vegna afurða- verðslækkana. Markaðsverð á mjöli og lýsi náði hámarki á síðasta ári og þegar verðið var sem hæst fengust allt að 55 þúsund krónur fyrir tonnið. Samhliða háu afurðaverði hækkaði hráefnisverð einnig mikið og voru borgaðar um 5.900 krónur í upp: hafi yfirstandandi vetrai’vertíðar. I kjölfar afurðaverðslækkananna hefur hráefnisverð einnig lækkað og eru nú borgaðar allt niður í um 2.500 krónur fyrir loðnutonnið. Eftirspurnin dræm Eftirspurn eftir mjöl- og lýsis- afurðum hefur verið mjög dræm síðustu mánuði og hafa margir framleiðendur hérlendis því ekki getað selt framleiðslu sína. Fyrir vetrarvertíðir eru yfirleitt gerðir fyrirframsamningar um sölu á framleiðslu vertíðarinnar, en fyrir yfirstandandi loðnuvertíð voru hins vegar gerðh- óvenju fáir sölu- samningar því kaupendur héldu að sér höndum. Margir framleið- endur hafa vegna takmarkaðs ‘geymslurýmis orðið að grípa til þess að rýma fyrir óseldum birgð- um með því að flytja óselt mjöl og lýsi í birgðageymslur erlendis og nema birgðir þar nú um 10 þúsund tonnum. ■ Afurðaverð/14 ■ Erfiðleikar/22 Fékk skot í fótinn á refaveiðum og ók níu kilómetra til byggða ÁHÖFN Landhelgisgæsluþyrlunnar, TF-LÍF, og björgunarsveitarmenn úr leitarhundasveit SVFÍ hlú að refaskyttunni í Bjarnarfirði í gær. Festi vélsleðann á leiðinni REFASKYTTA varð fyrir skoti úr eigin hlaupi þar sem hún var á veiðum við Balafjöll í Bjarnaifirði í gær. Maðurinn komst á vélsleða til byggða, um 9 km leið, þótt hann festi sleðann á leiðinni. Svo lán- samlega vildi til að þyrla Land- helgisgæslunnar var stödd á bæn- um sem maðurinn kom að ásamt áhöfn og lækni og var flogið með hann til Reykjavíkur. Leitarhundasveit Slysavamafé- lags Islands er á fimm daga nám- skeiði í Bjarnarfirði á Ströndum, um 20 manns með 15 hunda. Hún var að æfa sig með hunda úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, að Laugarhóli um klukkan 14 í gær þegar þar birtist maður á vélsleða og kvaðst hafa lent í slysi. Var þar kominn bóndi úr Steingrímsfirði sem annast grenjavinnslu á svæð- inu. Sagðist hann hafa verið að elt- ast við tófu við Balafjöll, norðan við Brúará, en runnið á svelli og fengið haglaskotið í fótinn. Komst hann upp á sleðann og af stað niður í Bjamarfjörð. Höskuldur Erlings- son, lögregluvarðstjóri á Hólmavík, var viðstaddur æfinguna. Hann segist ekki vita hvað maðurinn var lengi að aka þá níu kílómetra leið sem hann er talinn hafa ekið en á honum hefði verið að heyra að ferðin hefði sóst illa. Hann hefði einu sinni fest vélsleðann í skafli og haft á orði að það hefði verið verst við ferðina að þurfa að fara af sleð- anum til að losa hann. Fyrst slysið þurfti að gerast gat varla hist betur á en í þetta skiptið. Læknir úr þyrluáhöfninni gat búið strax um manninn og naut við það aðstoðar þaulvanra björgunarsveit- armanna og síðan flutti þyrlan hann strax til Reykjavíkur og var lent við sjúki-ahús klukkustundu síðar. Skotið kom í hné mannsins. Gekkst hann strax undir aðgerð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi. Heljarmenni Höskuldur segir að töluvert hafi verið af manninum dregið þegar hann kom til byggða en hann borið sig vel. Steinar Gunnarsson, for- svarsmaður björgunarsveitar- mannanna, notar orðið heljarmenni þegar hann talar um bóndann og þrekraun hans. Drangsnes <£7Grimsey e‘nSr<msfjördur °—=—=—5km
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.