Morgunblaðið - 14.03.1999, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 41
AÐALBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Aðalbjörg Guð-
mundsdóttir
fæddist á Gilsár-
stekk í Breiðdal 25.
nóvember 1908.
Hún andaðist á
Eskifírði 1. mars
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Eskiíjarðar-
kirkju 9. mars.
Þegar ég kom í
fyrsta sinn í Villinga-
holtsskóla hafði hús-
móðirin í nógu að snú-
ast. Auk heimafólks
voru þar komnar eldri dæturnar
tvær með fjögur smábörn og átti
að skíra það yngsta. Eiginlega var
ekki á þennan mannfjölda bætandi
þegar eldri sonurinn skaut upp
kolli með ókunna stelpu. Þá kom
sér vel að allmikið húspláss var í
skólanum því að ekki var nú verið
að gera ráð fyrir því að ólofaðir
unghngar svæfu í sama herbergi. I
þessm erli gátu kynni okkar ekki
orðið náin, en það breyttist fljót-
lega. Annars var Aðalbjörg vön
margmenni á heimili, fyrst í for-
eldrahúsum á Gilsárstekk, en hún
tók snemma mikinn þátt í bústjórn
þar vegna veikinda móður sinnar.
Síðan á Höfn, þar sem þau hjón
bjuggu í þremur herbergjum með
fjögur böm og mæður sínar báðar,
en gestakomur tíðar. Guðlaug,
móðir hennar, dvaldist að mestu á
heimili hennar um áratuga skeið
og var sjúkhngur síðustu árin,
bundin rúmi og hjólastól, og þótt
Guðmundur, faðir hennar, ætti
heimili á Gilsárstekk hjá syni og
tengdadóttur, dvaldist hann einnig
oft langdvölum hjá dóttur sinni, og
var þai’ alveg síðasta árið sem
hann lifði. Mikil umbreyting varð á
lífi Aðalbjargar á áranum um 1970.
Móðir hennar dó 1965 og faðir
1966. Óli féll óvænt frá 1970 og ár-
ið 1972 dó Páll, bróðir hennar og
náinn vinur, en um það leyti var
síðasta barnið farið að heiman.
Eftir það bjó Aðalbjörg ein í stóra
húsi á Eskifirði til dauðadags, en
naut þar nábýlis við Ragnhildi,
dóttur sína, og Árna, mann henn-
ar, og barnahópinn þeirra, auk
fjölmargi’a góðra vina.
Um tvítugsaldur var Aðalbjörg
tvö ár í Alþýðuskólanum á Eiðum
og minntist þeirra ára, kennara og
skólafélaga með mikilli hlýju. Hún
hafði enn á síðustu áram samband
við fáeina skólafélaga og ánægju-
legt var að koma með henni í heim-
sókn til fóðurbróður míns, Sigurð-
ar Magnússonar á Seyðisfirði, og
heyra þau rifja upp minningar sín-
ar frá skólaárunum, enda bæði
stálminnug og gamansöm. Eitt
sumar í æsku vann Aðalbjörg í
Gróðrarstöðinni við Laufásveg,
ekki síst til að mennta sig í ræktun
garðs og blóma, sem lék í höndum
hennar alla tíð, eins og sjá mátti.
Hún minntist þeirrar dvalar með
ánægju en hafði þó ímugust á þétt-
býlinu í Reykjavík og var að dómi
afkomenda og tengdafólks alltof
treg til að koma þangað í heim-
sókn og of fljót að drífa sig austur
aftur. Hún var mikill Austfirðing-
ur og unni átthögunum heitt. Þótt
hún skipti sjaldan skapi gat henni
hitnað í hamsi þegar talið barst að
þeirri óhæfu að drekkja gróður-
lendi með virkjunarframkvæmd-
um til að knýja stóriðju þar eystra.
Ekki kæmi mér á óvart þótt hún
hafi glaðst yfir því á síðustu dög-
um lífs síns að sú loftbóla virtist
vera sprangin, í bili að minnsta
kosti.
Tengdaforeldrar mínir hófu bú-
skap á Höfn í Hornafirði í krepp-
unni miðri og bjuggu þar fram yfír
stríð. Mjög bjart var yfir þeim ár-
um í minningum þeirra og bæði
þar og í Villingaholti eignuðust
þau vini sem Aðalbjörg hélt sam-
bandi við til æviloka. A Höfn og í
Villingaholti stunduðu
þau dálítinn búskap.
Ekki veitti af að
drýgja kennaralaunin,
en bæði höfðu þau líka
yndi af sveitastörfum.
í Villingaholti sá Aðal-
björg um heimavist og
kenndi handavinnu.
Aðalbjörg var
heilsuhraust alla ævi
og hélt óskertum and-
legum kröftum til
dánardægurs. Hún
gat því séð um sig
sjálf og stjómað eigin
lífi, en auðvitað var
henni ómetanlegt að Ragnhildur,
dóttir hennar, bjó í nágrenninu og
liðsinnti henni með innkaup og
fjölmargt annað. Þyrfti hún að
bregða sér frá vora vinir og ná-
grannar boðnir og búnir til hjálp-
ar. Tómstundastarf og félagsstarf
aldraðra á Eskifirði var henni mik-
ils virði. Þar fékk hún útrás fyrir
listhneigð og sköpunarþrá, hitti
jafnaldra sína og fór með þeim í
skemmtiferðir og heimsóknir sem
veittu henni ómælda ánægju og
hún hafði gaman af að segja frá.
En hún var líka snillingur í þeirri
list að vera sjálfri sér næg heima,
ýmist með handavinnu, hlustandi á
góða tónlist eða talað orð í útvarpi,
eða með því að lesa góða bók.
Ég vil að lokum þakka tengda-
móður minni ómetanleg kynni og
gefandi samverastundir í fjóra
áratugi. Þegar við fógnuðum með
henni níræðisafmæli hennar í
haust vorum við viss um að hittast
öll aftur að fimm áram liðnum.
Hið óvænta lát tengdamömmu
var mikið áfaO fyrir okkur og
söknuðurinn er mikill, en líklegast
hefði hún sjálf kosið sér þennan
endi, að skilja við lífið án þess að
verða öðrum til byrði.
Unnur A. Jónsdóttir.
Tengdamóðir mín, Aðalbjörg
Guðmundsdóttir, var kona fínleg
og ekki há vexti, en í mínum huga
var hún mikil kona og stór í snið-
um; hún var ráðvönd kona, skyn-
söm og skýr í hugsun. Hún fann til
með hverjum sem minna mátti sín
og hafði til að bera ríka réttlætis-
kennd. Það var með mikilli gleði
sem böm hennar og tengdaböm
hóuðu saman ættingjum til veislu í
tilefni af níræðisafmæli hennar í
nóvember sl. A þessum tímamót-
um var hún enn svo ern og hress
að vart hefði nokkurn órað fyrir að
kveðjustund væri svo skammt
undan.
Þegar Aðalbjörg heimsótti okk-
ur Rannveigu dóttur sína þar sem
við bjuggum á sínum tíma á Sel-
fossi hafði hún á því orð að henni
þætti mikið óráð að Rafveitan
skyldi rjúfa rafstraum á kyndingu
tvisvar á dag. Þegar mjög kalt var
í veðri kólnaði fljótt svo nær ólíft
varð í húsinu. Aðalbjörg stakk þá
upp á því að tengdasonurinn sýndi
þá sjálfsögðu framtakssemi að
tengja fram hjá klukkurofanum í
rafmagnstöflunni. Rafveituna
munaði ekkert um strauminn.
Tengdasonurinn reyndi að útskýra
að samningar væra samningar og
þar að auki væri ekki leyfilegt að
fikta sjálfur við rafmagnið. Það
stóð ekki á svari hjá konu sem
mátti muna tímana tvenna: Ef þú
verður gripinn skaltu bara segja
að það hafi verið ég sem aftengdi
klukkuna. Að tengdamóður minni
stóðu sterkir stofnar í báðar ættir.
Aðalbjörg Guðmundsdóttir var af
bændaættum og kunni góð skil á
ættmennum sínum úr Breiðdal og
víðar að á Austfjörðum og norðan
úr landi. Ræddum við oft saman í
seinni tíð um þá einstaklinga sem
henni höfðu verið samtíða á lífs-
leiðinni, þó svo margir þeirra
hefðu verið gengnir löngu fyrir
mitt minni. Hún hélt góðu sam-
bandi við sitt fólk og skrifaðist á
við margt af því sem fjarri bjó,
ásamt því að halda sambandi við
kunningja um allt land. Fyrir jól
vora jafnan miklar annir hjá henni
og Ragnhildi, dóttur hennar á
Eskifirði, því enginn mátti gleym-
ast sem hún vildi gleðja með jóla-
kveðju eða gjöf. Þá var Aðalbjörgu
alla tíð mjög umhugað um hag
ömmubarnanna og langömmu-
bama eftir að þau komu til, og var
ævinlega með eitthvað á prjónun-
um sem smáfólkinu var ætlað.
Aðalbjörg missti mann sinn, Ola
Kristján Guðbrandsson kennara,
sumarið 1970, ekki löngu eftir að
við Rannveig dóttir hennar tókum
saman. Ég hafði fyrst hitt hann í
heimsókn á Eskifjörð ári fyrr, en
stundaði sjó frá Eskifirði þetta
sama sumar, og hafði þá kynnst
Óla Kristjáni nægilega til þess að
ég gerði mér þess Ijósa grein hví-
líkur mannkostamaður hann var.
Missir Aðalbjargar var mikill og
bar hún harm sinn með reisn sem
ósjálfrátt kom manni til að hugsa
um hinar stoltu formæður íslend-
inga sem segir frá í gömlum sög-
um, og þá grímu sem þær bragðu
jafnan yfir ásjónu sorgarinnar.
Það kann auðvitað líka að hafa
valdið nokkra um að formæður
komu í hug, að aldursmunur var
mikill með okkur tengdamóður
minni, hún stóð á sextugu árið sem
ég sá hana fyrst og var ég þá rétt
tvítugur. Allt kynslóðabil okkar i
millum gufaði þó upp við nánari
kynni og hefur vinátta okkar orðið
meiri og dýpri með hverju ári sem
hefur liðið. Fyrir rúmum tuttugu
árum fluttum við Rannveig úr höf-
uðborginni, og hún gerðist skóla-
stjóri Villingaholtsskóla í Flóa, þar
sem þau Óli Kristján Guðbrands-
son og Aðalbjörg Guðmundsdóttir
höfðu ráðið húsum sautján áram
fyrr, frá 1948 til 1960, þegar hann
var þar skólastjóri eftir að hafa
gegnt sama starfa á Homafirði.
Aðalbjörg hafði bæði veitt forstöðu
heimavist og mötuneyti skólans og
verið í stjóm kvenfélags sveitai'-
innar um árabil. Við tókum því í
arf eftir þau Aðalbjörgu og Óla
góðvild og kærleika eldri sem
yngri sveitunga. Hennar gömlu
vinkonur tóku okkur opnum örm-
um og það urðu ævinlega fagnað-
arfundir þegar hún var á ferð hjá
okkur í sveitinni og fékk tækifæri
til að hitta þær Laufeyju í Kotinu,
Grétu í Villingaholti, Oddnýju í
Ferjunesi og marga fleiri. Sérstak-
lega verður mér minnisstæð heim-
sókn okkar til þeirra Samúels og
Stefaníu í Þingdal þegar hann vildi
skála við okkur í kínversku rauð-
víni sem þessi rómaða bindindis-
kona fékkst loks til að bragða eftir
miklar fortölur, blandað vatni að
hálfu.
Þrátt fyrir að Aðalbjörg væri
tekin að reskjast þegar við kynnt-
umst verður það að segjast eins og
er að undirritaður átti fullt í fangi
með að hafa við henni þar sem hún
hljóp upp brekkurnar á Eskifirði
þegar skroppið var á berjamó að
hausti. Hún var að vísu hætt að
hlaupa brekkumar undir það síð-
asta, en ekki era samt ýkja mörg
ár síðan hún sagði mér síðast að
hún hefði brugðið sér upp í fjall.
Það var okkur öllum mikil gæfa að
Aðalbjörg skyldi fá að lifa það að
verða svo gömul og fá að vera jafn
ern og frísk sem raun bar vitni til
síðasta dags, ekki síst skipti það
Rannveigu miklu sem yngsta bai-n
þeirra Aðalbjargar og Ola Krist-
jáns, þótt auðvitað hefðum við öll
viljað að árin yi-ðu miklu fleiri.
Söknuðurinn eftir Aðalbjörgu er
mikill en við getum huggað okkur
við að hún fékk hægt andlát sem
kom bæði snöggt og óvænt eins og
hún hefði sjálf kosið. „Þegar þú
fæðist þá grætur þú en aðrir gleðj-
ast; þegar þú deyrð þá gleðst þú
en aðrir gráta,“ sagði hún eitt sinn
við nöfnu sína og sonardóttur. Lát-
um þau orð verða okkur öllum
huggunarorð. Blessuð sé minning
Aðalbjargar Guðmundsdóttur.
Rúnar Ármann.
+
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA LÁRUSDÓTTIR RIST,
lést á Landspítalanum að morgni 9. mars.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 16. mars kl. 13.30.
Lena Margrét Rist,
Anna Fjóla Gísladóttir,
Hadda Björk Gísladóttir,
Elfa Lilja Gísladóttir,
Edda Sólveig Gísladóttir,
og barnabarnabörn.
Gísli B. Björnsson,
Karl G. Kristinsson,
Einar Sigurðsson,
Gunnar Th. Sigurðsson
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓHANNES GUÐJÓNSSON,
skipstjóri,
frá Ökrum,
Skólabraut 28,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðju-
daginn 16. mars kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akraness og
nágrennis.
Fjóla Guðbjarnadóttir,
Bjarni Jóhannesson,
Ingiríður Jóhannesdóttir, Björn Gunnarsson,
Guðjón Jóhannesson, Anna Sigurjónsdóttir,
Guðný Jóhannesdóttir, Hjörleifur Jónsson,
Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, Ari Jóhannesson
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EINAR LONG BERGSVEINSSON
verslunarmaður,
Hjallalundi 3c,
Akureyri,
sem lést mánudaginn 8. mars sl., verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
16. mars kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Guðbjörg Sigfúsdóttir,
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Sigurður K. Einarsson,
Þorgerður Einarsdóttir,
Valdís Vera Einarsdóttir,
Óskar Long Einarsson
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GISSUR KARL GUÐMUNDSSON,
Rjúpnahæð 8,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 16. mars kl. 13.30.
Gerda M.C. Guðmundsson,
Guðmundur Hans Gissurarson,
Magdalena S. Gissurardóttir, Ragnar Guðsteinsson,
Kristín Gissurardóttir,
Karl Gissurarson,
Ari Gissurarson,
Árni Óskar Gissurarson,
og barnabörn.
Gunnar Friðjónsson,
Elín Dóra Elíasdóttir,
Inka Spiller,
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR KRISTINN ÁRMANNSSON
endurskoðandi,
Goðheimum 17,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 9. mars verður
jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn
16. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrún Guðmundsdóttir,
Ármann Sigurðsson, Margrét Guðmundsdóttir,
Anna Sigurðardóttir, Guðmundur Björnsson
barnabörn og barnabarnabarn.