Morgunblaðið - 14.03.1999, Side 55

Morgunblaðið - 14.03.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 55 FÓLK í FRÉTTUM ROBERT AÐ ÞESSU sinni verður fjallað um snilling sem er almenningi lítt kunnur, ef ekki gjörsamlega ókunn- ur. Robert Rossen, (1908- ’66), skildi eftir sig eina af bestu myndum aldar- innar, auk þess níu til við- bótar, sem flestar eru langt yfír meðallagi. Hann varð skammiífur, það var þó ekki eina ástæðan fyrir litlum af- köstum hans, heldur ekki síður hinar illræmdu, pólitísku „nornaveiðar" sem kenndar eru við for- sprakkann, þingmanninn Joseph McCarthy. Hann stóð fyrir kommúnistaveiðum frá því á síðari hluta fimmta áratug- arins í hartnær áratug. Þetta var skelfíngartími þar sem fjöldi listamanna var kallaður fyrir „O- amerísku nefndina“, sem ýmist rústaði feril þeirra eða lamaði um langvarandi skeið og margir urðu að flýja land. Það er hollt að rifja upp átakanlega sögu hinna ógæfusömu listamanna, sem Rossen er svo ágætur sam- nefnari fyrir. Rossen hóf störf í skemmtana- iðnaðinum á fjölum Broadway á þriðja áratugnum. Skrifaði og leikstýrði hvössum þjóðfélagsá- deilum, sem gjarnan endurspegl- uðu vinstrisinnaðar skoðanir hans. Þær urðu honum þó ekki fjötur um fót, Warner Bros gerði mikið af orðhvössum og áleitnum myndum um þetta leyti, og þeir buðu honum vestur. Rossen féll vel í kramið og varð á skömmum tíma einn virtasti handritahöf- undur kvikmyndaversins. Fyrstu verk hans voru Marked Woman og They Wont Forget, bæði frumsýnd ‘37. Nokkur fleiri at- hyglisverð handrit hans voru kvikmynduð hjá Warner, áður en Rossen gerðist sjálfstæður höf- undur og seldi hæstbjóðendum á fimmta áratugnum. Meðal þeirra verka voru A Walk in the Sun, (20th Century Fox, ‘45), og The Strange Love of Martha Ivers (Paramount, ‘46), leikstýrði Lew- is Milestone þeim báðum. Þegar hér var komið sögu voru fílm noir myndir að ná óhemju vinsældum. Rossen var réttur maður á réttum tíma og fylgdi í fótspor Hustons, Wilders o.fl. góðra manna, og fór sjálfur að leikstýra handritum sínum. Sú fyrsta var Johnny O’Clock, ‘47, við næsta verkefni fékk hann að- stoð Abrahams Polonsky (McC- arthy rústaði vænlegan feril hans síðar), úr varð hnefaleikamyndin góða, Body and Soul, (‘47). Næst kom hin fræga ádeila, All the King’s Men, (49), síðan nautaats- myndin The Brave Bulls, (‘51), þá varð Rossen að flýja föðurlandið undan þrýstingi á hann og ýmsa hans nánustu samstarfsmenn. Við tók Mambo, (‘54), lítilsigld, ítölsk mynd, en næsta verk hans þar í landi var Alexander the Gr- eat, (‘56), ein besta búningamynd áratugarins. Þá var röðin komin að Island In the Sun, (‘57), stór- mynd sem varð vinsælasta mynd leikstjórans í útlegðinni, og þeir hjá Fox réttu honum Hustler upp í hendurnar. Svo við höldum áfram sorgleg- um viðskiptum Rossens við McCrthy og Ó-amerísku nefnd- ina, þá gekk Rossen, þá ungur rithöfundur á uppleið, í Komm- únistaflokk Hollywood árið 1936, ásamt fjölmörgu vinstrisinnuðu listafólki í kvikmyndageiranum. Þetta var á kreppuárunum og „rauðir“, nutu þá um sinn nokk- urra vinsælda í neðanjarðar- PAUL Newman sýndi sinn besta leik á glæsilegum ferli í The Hustler, þá var Rossen fallinn í ónáð. menningarheimi vesturstrandar- innar. Þessi flokksskráning átti eftir að draga dilk á eftir sér seinna meir. Pólitískar skoðanir hans komu einnig fram í handrit- um hans frá fimmta áratugnum, þau fjölluðu gjarnan um félags- Ieg vandamál, ógnina af einræði og valdbeitingu. 1944 komst Rossen hins vegar í andstöðu við skoðanir flokksins, og sagði al- gjörlega skilið við hann. Tók sér ársfrí í New York, sneri síðan aftur til Hollywood og skar á öll tengsl við Kommúnistaflokkinn. Honum tókst þó ekki að hrista fortíðina af sér. Rossen var kall- aður fyrir nefndina 1947, yfir- heyrslunum lauk þá skyndilega með sakfellingu „Hollywood tug- arins“, fræga, og Rossen fékk aftur vinnufrið. 1951 var hann aftur kallaður fyrir þessa ill- ræmdu þingnefnd, þar sem vitni báru kennsl á hann sem fyrrver- andi flokksmeðlim. Rossen neit- aði að vera lengur í nokkru sam- bandi við komma en neitaði að B-LEIKARlNN Broderick CRAWFORD varð fræg- ur á einni nóttu fyrir Óskarsverðlaunaleik sinn í All the King’s Men. asta og besta hlutverki sínu, sem ballskákarsnillingurinn og bragðarefurinn „Fast“ Eddie Felson. Hann fæst við stóra kalla og litla á borðinu, en fær annað sjónarhorn er hann verð- ur ástfanginn af Laurie. Auka- leikaraliðið er með afbrigðum gott með Gleason í fararbroddi í hlutverki Minnesota Fats, og það gustar af Scott í umbahlut- verkinu. Niðurdregið meló- drama en áhrifamikið með stór- góðum ballskákarsenum í sér- lega mögnuðu andrúmslofti ball- skákarsalanna þar sem allt snýst um að sigra eða tapa. Rossen lætur verkið hreinlega lykta af hnignun og undirferli. ROBERT Rossen við tökur á nautaatsmyndinni The Brave Bulls, ásamt litla nautabananum Mel Ferrer. ALL THE KING’S MEN, (‘49) Frægasta mynd Rossens (hlaut Óskarsverðlaunin sem besta mynd ársins), er sígild dæmi- saga um pólitíska .spillingu og andlega hnignun. Broderick Crawford (fékk Óskarsverðlaun- in fyrir fyrsta mannsæmandi hlutverk sitt), leikur óaðfinnan- lega góðan dreng sem lætur ginna sig út í borgarstjómar- Sígíld myndbönd vitna eða benda á gamla félaga og lenti því í útskúfun „svarta listans“. Rossen hélt það út í tvö ár, at- vinnulaus og vinafár. Þá samdi hann við nefndina og gaf þeim upp nöfn 50 gamalla félaga. Nú gat hann unnið aftur, en för hans var aldrei heitið til Holly wood eftir þetta. Gerðist hann einrænn og vinir hans lýstu honum sem örvingluðum manni. Þá hélt hann til Evrópu. Við upphaf sjöunda áratugarins sýndi Rossen hvað enn lúrði innra með þessum þjáða listamanni, og sendi frá sér The Hustler, sem fór sigurför um heiminn. Af augljós- um ástæðum náði hún þó ekki að setja mark sitt á Óskarsverð- launaafhendinguna það árið, sem hún átti þó fyllilega skilið. Iðnað- urinn er lengi að fyrirgefa. And- staðan tók mikið á Rossen, sem gerði aðeins eina mynd eftir þetta, Lilith, (‘64), sem hvorki hlaut náð fyrir augum banda- rískra gagnrýnenda né almenn- ings. Hann dó tveimur árum síð- ar, friðlaus maður. THE HUSTLER, (‘61) kosningar - og vinnur. Síðar nær hann kosningu sem ríkisstjóri. Vandi fylgir vegsemd hverri, valdið spillir manninum og að endingu hefur hann rústað sitt eigið líf og allra sinna nánustu. Mercedes McCambridge, sem eiginkona Crawfords, hlaut einnig Óskarsverðlaunin. BODY AND SOUL, (‘47) Newman hefur ekki í annan tíma verið betri en íþessu fræg- Kvikmyndasagan lúrir á nokkrum sígildum myndum um hina umdeildu „íþrótt“, hnefa- leika. Ein sú besta er þessi fá- séða mynd um ungan boxara sem notar öll meðul til að kom- ast á toppinn. John Garfield er algjörlega ófyrirleitinn í þessu skólabókardæmi um mannlega niðurlægingu, meistarinn hans er eftirminnileg persóna. Vann til nokkurra Óskarsverðlauna, þ.á m. James Wong Howe fyrir kvikmyndatöku - hann fékk í lið með sér nokkra atvinnuíþrótta- fréttamyndatökumenn með handstýrðar tökuvélar og ár- angurinn var byltingarkenndur. Sígild. Sæbjörn Valdimarsson Fast i apotekum og snyrti- vöruverslunum um land allt ________I Ath. naglalökk frá Trend fást í tveimur stærðum Ath. Andlitskremin frá Trend fást i tilboðspakkningum. Leitið upplýsinga. Útsölustaðir: Ingólfsapótek, Kringlunni, Rima Apótek, Grafarvogi. Nýjung! Þýsk gæðavara Ekta augnahára- og augnabrúnalit- ur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í ein- um pakka. Mjög auðveldur í notk- un, fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone. Þessi (svarti) gamli góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum. TANA Cosmetics Einkaumboð: S. Gunnbjörnsson ehf., s. 565 6317 «t ROSSEN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.