Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þingmenn fresta framkvæmdum í Vattarnesskriðum í ljósi
umræðna um hugsanleg jarðgöng á Austfjörðum
Fjárveiting- notuð
í Kambaskriður
Morgunblaðið/Golli
Forsetinn setti
skíðalandsmótið
ÞINGMENN Austurlands ákváðu
á fundi sem þeir héldu um úthlut-
un viðbótarfjár til vegamála að
færa fjárveitingu sem nota átti
næsta vetur til framkvæmda við
veginn um Vattarnesskriður í
undirbúning framkvæmda í
Kambaskriðum. Er þetta gert í
ljósi umræðna um hugsanleg jarð-
göng milli Fáskráðsfjarðar og
Reyðarfjarðar en þau munu gera
framkvæmdir í Vattarnesskriðum
óþarfar.
Samkvæmt vegaáætlun átti að
verja 85 milljónum til endurbóta
á veginum um Vattarnesskriður
og var fyrirhugað að bjóða verkið
út í haust. Síðar er áætlað að
leggja 175 milljónir kr. í veginn
um Handarhald á Sléttuströnd í
Reyðarfirði en báðar þessar
framkvæmdir verða óþarfar ef
jarðgöng koma milli Reyðarfjarð-
ar og Fáskrúðsfjarðar. Lítið fjár-
magn er hins vegar ætlað til
vegagerðar í Kambaskriðum, á
milli Stöðvarfjarðar og Breiðdals-
víkur. Verður hægt að hefja þær
framkvæmdir með peningunum
sem merktir voru Vattar-
nesskriðum. Arnbjörg Sveins-
dóttir alþingismaður sem flutti á
dögunum tillögu til þingsályktun-
ar um undirbúning umræddra
jarðganga segir að með ákvörðun
þingmanna kjördæmisins sé gef-
inn kostur á endurskoðun ákvörð-
unar um lagningu vegar um Vatt-
arnes, í samræmi við umræðu um
jarðgöng. Spurð að því hvort hún
líti á ráðstöfunina sem fyrirheit
um að jarðgöng milli Fáskráðs-
fjarðar og Reyðarfjarðar verði
fyrsti kostur í gangagerð á Aust-
urlandi segir Arnbjörg að menn
vilji að minnsta kosti skoða málið
út frá þessum forsendum.
Samþykkt
langtímaáætlun
Tillaga Ambjargar um undir-
búning jarðganga á Austurlandi
var afgi’eidd á síðustu dögum
þingsins. Við afgreiðslu hennar
tók samgöngunefnd þingsins
mjög mið af tillögu Magnúsar
Stefánssonar o.fl. um langtíma-
áætlun í jarðgangagerð. Niður-
staðan varð sú að fela samgöngu-
ráðherra að vinna langtímaáætlun
um gerð jarðganga á Islandi:
„Aætlunin feli í sér úttekt á kost-
um sem taldir eru á jarðganga-
gerð á landinu, kostnaðarmat og
arðsemismat einstakra fram-
kvæmda og forgangsröðun verk-
efna. Sérstaklega verði horft til
framkvæmda sem rjúfa vetrarein-
angrun, koma í stað annarrar
kostnaðarsamrar vegagerðar,
stytta vegalengdir eða stækka at-
vinnusvæði. Aætlunin liggi fyrir
áður en lokið verður við næstu
reglulegu endurskoðun vegaáætl-
unar.“
„Mér líst vel á þetta. Með til-
löguflutningi mínum náðist fram
mikil samstaða meðal Austfirð-
inga um að jarðgangagerð á Aust-
urlandi skuli hefjast með göngum
milli Reyðarfjarðar og Fáskráðs-
fjarðar. Þá er byrjað að ræða
jarðgangagerð á Islandi af fullri
alvöru á nýjan leik,“ segir Ai-n-
björg.
■ Framkvæmdum flýtt/12
ÓLAFUR Ragnar Grímsson,
forseti Islands, setti Skíðamót
Islands í troðfullri Isafjarðar-
kirkju í gærkvöldi og er þetta í
fyrsta sinn sem forseti lýðveld-
isins setur skíðalandsmót.
Upphaflega átti mótssetning-
in að fara fram á Silfurtorgi en
vegna veðurs var ákveðið að
fara með athöfnina inn í kirkj-
una. Snjókoma og skafrenning-
ur var á Isafirði í gær og varð
að fresta fyrstu grein lands-
mótsins, skíðagöngu karla og
kvenna, til dagsins í dag.
60 ar eru liðin síðan Skíða-
mót Islands var fyrst haldið á
Isafírði. Undirbúningur móts-
ins hefur staðið í nokkra mán-
uði og hafa heimamenn lagt
metnað sinn í að gera mótið
sem glæsilegast. 130 keppend-
ur taka þátt í mótinu og þar af
eru 20 erlendir, frá sjö þjóðum.
í dag verður keppt í alpagrein-
um og göngu, en mótinu lýkur
fímmtudaginn 1. apríl en þá
tekur við Skíðavika á Isafírði.
Frjálslyndi
flokkurinn
Sverrir
fram í
Reykjavík
SVERRIR Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, verður í efsta
sæti á lista flokksins í Reykjavíkur-
kjördæmi við alþingiskosningarnar í
vor, en Guðjón A. Kristjánsson skip-
stjóri verður í efsta sæti á lista
flokksins í Vestfjarðakjördæmi.
Sverrir staðfesti þetta við blaða-
mann Morgunblaðsins í gær. Hann
segir að gengið verði frá nítján efstu
sætum listans í Reykjavík í dag.
Valdimar Jóhannesson, fyirverandi
blaðamaður, verður í efsta sæti á
framboðslista flokksins í Reykjanes-
kjördæmi, en í öðru sæti verður
Grétar Már Jónsson skipstjóri,
Sandgerði.
Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri
skipar fyrsta sæti framboðslista
flokksins á Vestfjörðum og Pétur
Bjarnason fræðslustjóri skipar ann-
að sæti. Þá verður Sigurður R. Þórð-
arson, matvælafræðingur í Reykja-
vík, efsti maður á iista flokksins á
Vesturlandi en Kjartan Eggertsson,
tónlistarstjóri í Ólafsvík, verður i
öðru sæti. Sigfús Jónsson á Söndum
fer fyrir lista flokksins í Norður-
landskjördæmi vestra og Guðmund-
ur W. Stefánsson, bóndi á Vopna-
firði, verður í forystu fyrir lista
flokksins í Austurlandskjördæmi.
Æfa golf í
Eyjum
NÚ er runninn upp sá tími árs
þegar íslenzkir kylfingar
flykkjast til sólaríanda til að
iðka íþrótt sína. En meðlimir
unglingalandsliðs íslands töldu
sig ekki þurfa að leita jafn
langt til æfinga því þeir
brugðu sér til Vestmannaeyja
til að búa sig undir keppnis-
tímabilið.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Áform um sameiningu Alusuisse-Lonza
og VIAG fóru út um þúfur
Alusuisse-Lonza
áfram í sviss-
neskum höndum
ZUrich. Morgunblaðið.
ÁFORM um sameiningu sviss-
neska fyrirtækisins Alusuisse-
Lonza, eiganda ÍSAL, og VIAG í
Þýskalandi fóru út um þúfur í gær.
VIAG tilkynnti Alusuisse að yfir-
ráð fyrirtækisins hefði samþykkt
að hlutur hluthafa Alusuisse í nýja
fyrirtækinu yrði 32,5% en ekki 35%
eins og Alusuisse hafði reiknað
með. Stjómendur svissneska fyrir-
Breikkun Reykjanesbrautar
JVJ ehf. bauð lægst
JVJ ehf. Hafnarfirði átti lægsta
tilboðið í framkvæmdir Vega-
gerðarinnar við breikkun
Reykjanesbrautar frá Nýbýla-
vegi að Fífuhvammsvegi.
Fimm tilboð bárust í malbikun
og steypu og fjögur að auki í
malbikun eingöngu. JVJ ehf.
bauð tæpar 187 millj. í malbikun
og rúmar 205 millj. í steypu.
Kostnaðaráætlun er tæpar 245
millj. í malbikun og rúmar 258
millj. í steypu. Hæsta boð átti
ístak hf. sem bauð 290 millj. í
malbikun og rúmar 311,7 millj. í
steypu.
tækisins ákváðu umsvifalaust að
hætta við sameiningu fyi-irtækj-
anna.
Fréttir fyrir helgi hermdu að
vafi léki á sameiningu. Theodor M.
Tschopp sagði af sér sem stjórnar-
formaður Alusuisse á fundi stjórn-
arinnar á sunnudag og á mánudag
var talið víst að mannabreytingar í
stjórninni myndu auðvelda samein-
ingu fyrirtækjanna. Martin Ebner,
stóreigandi í Alusuisse, er fyrir-
hugaður eftirmaður Tschopps.
Hann sagði í sjónvarpsfréttum í
gærkvöldi, að Alusuisse myndi
halda sínu striki og keppa áfram að
því að vera best á sínu sviði.
Framleiðslusvið Alusuisse og
VIAG eiga vel saman en margir
hafa efast um að rekstur fyrirtækj-
anna ætti saman. VIAG er enn að
hluta til ríkisfyrirtæki í Bæheimi
en Alusuisse hefur ávallt verið
einkafyrirtæki. Bæði fyrirtækin
halda fundi með fréttamönnum í
í dag
SfjiíjirtijfiiattPTOP
I Barcelona á leiðinni
til Kænugarðs/B13
Geir og Júlíus til liðs
við Valsmenn/B1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
A ÞRIÐJUDÖGUM