Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUÐURLANDSBRAUT verður tvöfölduð á kafla í sumar og umferðar- ljós sett upp við gatnamót Álfheima og Paxafens. Að auki verður ráð- ist í gerð undirganga undir Skeiðarvog. Suðurlands- braut tvöfölduð Undirgöng undir Skeiðarvog' BREIKKUN Suðurlandsbrautar frá Grensásvegi að Skeiðarvogi þannig að hún verður tvöfölduð verður boðin út á næstunni. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatna- málastjóra er einnig verið að undir- búa undirgöng íyrir fótgangandi undir Skeiðai*vog og verður sú framkvæmd boðin út síðar í vor. A framkvæmdaáætlun borgarinnar er gert ráð íyi-ir um 110 milljónum til þessara framkvæmda, sem ljúka á við fyrir 1. september n.k. Sigurður sagði að samþykkt hefði verið að setja upp götuljós við gatnamót Suðurlandsbrautar og Alfheima og við gatnamót Faxafens og Suðurlandsbrautar en þau gatnamót væru með þeim erfiðustu í borginni. „Við ætlum að ganga í fráganginn umhveríis Suðurlands- braut og lagfæra verulega göngu- leiðir," sagði Sigurður. „Eg reikna með að jafnvel verði tekið af fjár- veitingu sem ætluð er til göngu- stíga. Síðan erum við að undirbúa undirgöng fyrir gangandi undii' Skeiðarvog rétt við hringtorgið en þetta er mjög íjölfarin gönguleið. Þau göng verða boðin út í vor og ætlum við að notfæra okkur að Skeiðarvogur lokast fljótlega vegna framkvæmda við mislægu gatna- mótin við Miklubraut. Verður lokað fyrir alla umferð þar innan skamrns." Undirskriftir á Kjalarnesi Mótmæla banni við hundahaldi MEIRIHLUTI kosningabærra íbúa Kjalarness hefur undirritað mótmæli gegn hugmyndum um bann við hundahaldi á Kjalarnesi en drög að breyttri samþykkt um hundahald í Reykjavík og Kjalar- nesi hafa verið lögð fram í borgar- ráði. Ibúamir krefjast þess að við end- urskoðun samþykktarinnar verði tekið tillit til þeirra reglna um hunda- hald sem giltu í Kjalameshreppi fyr- ir sameiningu við Reykjavík og þeirra aðstæðna sem ríkja í dreifðri byggð Kjalamess, eins og fyrirheit voru gefin um f'yrir sameiningu sveit- arfélaganna. Ennfremui' er marg- faldri hækkun hundaeftirlitsgjalds mótmælt og farið fram á að veittur verði afsláttur af gjaldinu á svæði of- an við Leirvogsá líkt og fordæmi era fyrir um gatnagerðargjöld. Til sölu MMC Pajero V6 3000, árgerð 1995, bensín, 5 dyra, sjálfskiptur. Ekinn 69.000 km. Ásett verð kr. 2.580.000, skipti á ódýrari. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu í símum 569 5500 og 569 5660. opnunartími: mánud.- föstud. kl. 9-18, laugardagar kl. 12-16. uiiapii i icr\iu i BÍLAÞING HEKLU W O T A Ð I R Jmm B í L A R LAUGAVEGI 174 • SlMI 569 5660 • FAX 569 5662 Umferðarljós verða sett upp Undirgöng i undir- ii> únvAiiD Á iu iniAtíou (i>r,r,AK, WWW.IH r, L A »I s MK-flugfélagið bíður leyfís til Bandaríkjaflugs Sótt um leyfí til frakt- flugs fyrir rúmu ári MK-flugfélagið, sem stundar leiguflug með frakt með tveimur DC-8-þotum, sótti fyrir ári um leyfi til leiguflugs með frakt milli Islands og Bandaríkjanna en hef- ur enn ekki fengið heimild sam- gönguráðuneytisins til flugsins þrátt fyrir að hafa gild flugi-ekstr- arleyfi og flugrekendaskírteini. Ingimar Ingimarsson, fram- kvæmdastjóri MK-flugfélagsins, telur ráðuneytið ekki hafa efnis- leg rök til að neita félaginu um leyfið. „Þetta stendur í svolitlu stappi því við sóttum um leyfi til flugs milli Islands og Bandaríkjanna 25. mars í fyrra og við bíðum enn og sjáum engin rök fyrir því svari ráðuneytisins að við uppfyllum ekki skilyrði til flugsins, lögfræð- ingar okkar telja þau rök ekki gild og tetja neitun ráðuneytisins stangast á við íslensk lög,“ sagði Ingimar í samtali við Morgunblaðið í gær. Ingimar segii' að samkvæmt loftferðasamningi Bandaríkjanna og Islands geti yfirvöld landanna tilnefnt flugfélög til að sinna frakt- flugi og megi þau tilnefna eins mörg félög í hvoru landi og þau kjósi. Slík leyfi hafi Flugleiðir, Atl- anta og nú síðast Islandsflug. Hann segir bandarísk yfirvöld hafa tilnefnt öll bandarísk félög, sem hafi flugrekstrarleyfi, til flugs milli landanna og hafi í bréfi til ís- lenskra yfirvalda boðið þeim að gera það einnig. Verkefni í Afríku og Suður-Ameríku „Þar sem við höfum öll leyfi skiljum við ekki af hverju íslensk yfirvöld geta ekki veitt öllum ís- lenskum flugfélögum sams konar heimild og Bandaríkjamenn hafa veitt sínum félögum. Við höfum undirbúið málið bæði hér og vestra og viðskiptamenn okkar bíða bara eftir að við getum hafist handa,“ sagði Ingimar ennfremur. „En ég get ekki annað en verið bjartsýnn á að leyfið fáist á næst- unni.“ MK-flugfélagið á eina DC-8-þotu og leigir aðra og eru þær báðar búnar hljóðdeyfum. Á nægtunni á að ganga í gildi bann í Evrópulönd- um við flugi á þotum af þessari gerð nema þeim sem fyrir ákveð- inn tíma hafa verið búnar hljóð- deyfum. Þotur MK-félagsins era nú í fraktverkefnum milli Evrópu og Afríkulanda og þaðan til landa í Suður-Ameríku. Segir Ingimar að um leið og leyfi fáist. til flugs frá Is- landi til Bandaríkjanna verði þot- umar gerðar út frá íslandi og segir hann verkefni verða næg fyrir þær. Hefur félagið m.a. gert Flugleiðum tilboð um að annast fraktflugið sem félagið stundar nú milli Is- lands og Evrópu með sérstakri fraktvél. Þegar leyfi til Bandaríkja- flugsins fæst segir Ingimar ráðgei't að hafa daglegar fraktferðir milli landanna. „ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson SYSLUMAÐUR V-Skaftafellssýslu ásamt tveim hinna ákærðu gekk á vettvang ákæru í gær með veijanda og dómara. Réttað í Víkurskála í Vík í gær Lausaganga hrossa orðin að dómsmáli AÐALMEÐFERÐ í ákæramáli sýslumannsins í V-Skaftafellssýslu gegn ábúendum á svokallaðri Sól- heimatorfu, sem eru bæirnir Ytri- Sólheimar II og III, Eystri-Sól- heimar og Framnes í Mýrdals- hreppi, vegna lausagöngu hrossa, lauk í gær í Vlk í Mýrdal. Málið var höfðað með ákæru dag- settri hinn 10. nóvember og hafði sýslumaður sent ábúendum um- ræddra bæja áminningu vegna lausagöngu hrossanna áður en ákæran var gefin út. Málsaðilar fóru á vettvang í gær og skoðuðu aðstæður í nágrenni Jökulsár á Sólheimasandi og að því loknu hófust vitnaleiðslur og mál- flutningur í Víkurskála, sem leigð- ur var til réttarhaldanna. Búist er við dómsniðurstöðu innan fárra vikna. Rafmagnsgirðing biluð Að sögn Sigurðar Gunnarssonar, sýslumanns, er ekki girt meðfram þeim þjóðvegarkafla, sem land um- ræddra bæja liggur að, en sett hef- ur verið upp rafmagnsgirðing, sem hefur verið biluð með þeim afleið- ingum að hross fara jafnóðum yfir hana aftur eftir að hafa verið rekin inn fyrir hana. Að sögn Sigurðar er girt á flest- um stöðum meðfram þjóðveginum í sýslunni þar sem vegurinn liggur í gegnum gróðurlendi en á gróður- snauðum svæðum, svo sem á Mýr- dalssandi, í Eldhrauni og á Skóga- sandi sé ekki girt. Hann segir að ekki hafi hafi orðið slys af völdum hrossaákeyrslna en engu að síður gerist það einu sinni til tvisvar á ári að ekið sé á hross í sýslunni. Talsmaður ákærðu kaus að tjá sig ekki um málið að svo komnu máli er Morgunblaðið leitaði álits ákærðu í málinu. Dómari í málinu er Olafur Börkur Þorvaldsson, héraðsdómari og verj- andi ákærðu er Páll Arnór Pálsson hæstaréttarlögmaður. Skarpheðinn Þórisson skipaður rík- islögmaður FORSÆTISRÁÐHERRA hef- ur skipað Skarphéðin Þórisson, hæstaréttarlögmann, í embætti ríkislög- manns frá og með 1. maí næstkom- andi. Skarphéð- inn Þórisson er fæddur 16. nóvem- ber ái'ið 1948 og lauk embættisprófi í lög' fræði frá lagadeild Háskóla Is- lands árið 1973 og lagði efth' það stund á framhaldsnám \ Noregi. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðs- dómi 1975 og fyrir hæstarétti árið 1980. í tilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu kemur fram, að Skarphéðinn hefur frá árinu 1974 haft lögmannsstörf að aðal- atvinnu og frá árinu 1979 rekið eigin lögmannsstofu í samvinnu við aðra. Þá hefur hann setið í nokkrum nefndum, ráðum og stjórnum á vegum stjórnvalda og lögmannafélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.