Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Sjöður AP Muller
styrkir íslenska
námsmenn
21 sttídent fékk tæpar
þrjár milljónir
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ái*ni Sæberg
f TÖLVUHERBERGINU. Frá hægri: Dögg Pálsdóttir, stjdrnarmaður í Skráningarstofunni, Haraldur Jo-
hannessen formaður, Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og Karl Ragnars forstjóri.
Skráningarstofan
í nýtt húsnæði
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SJOÐUR AP M0ller fyrir íslenska
stúdenta í framhaldsnámi í Kaup-
mannahöfn afhenti í vikunni 21
stúdent samtals 250 þúsund dansk-
ar krónur, tæpar þrjár milljónir ís-
lenskra, en í þetta skiptið sóttu 44
um hann. Styrkurinn er veittur
einu sinni á ári, en sjóðurinn var
stofnaður 1936 af AP Möller skipa-
miðlara.
Að sögn Ove Hornby, fram-
kvæmdastjóra sjóðsins, hefur þó
verið aukið við stofnfé hans mörg-
um sinnum síðan og síðast í fyrra
var styrkupphæðin tvöfölduð. „Við
viljum gjarnan að styrkurinn sé
þannig að hann skipti máli fyrir
námsmennina," sagði Hornby í
samtali við Morgunblaðið, er
styrkirnir voru afhentir.
„Þeir eru allir þurfandi,“ sagði
Steen Lindholm kórstjóri með bros
á vör, en í fornyrtum skilyrðum
sjóðsins segir að styrkinn eigi að
veita Hafnarstúdentum, sem séu
þurfandi og eigi styrk skilið. Lind-
holm situr í úthlutunarnefnd ásamt
Hornby og Jonnu Louis Jensen,
prófessor við Hafnarháskóla, en
þau Lindholm og Jonna eru bæði í
stjórn Dansk-Islandsk samfund,
sem stendur að úthlutuninni. Upp-
haflega var hugmyndin að sjóður-
inn létti á húsnæðiskostnaði, en nú
geta námsmenn sótt um styrk bæði
til að létta á framfærslu, en eins til
að standa undir öðrum kostnaði
tengdum náminu. Upphaflegu skil-
yrði um að styrkir væru veittir til
Hafnarstúdenta hefur verið haldið.
Styrkþegunum kom saman um
að styrkurinn væri ánægjuleg vís-
bending um að þeir væru að gera
eitthvað sem skipti máli. Rannveig
Sverrisdóttir, sem leggur stund á
málvísindi við Hafnarháskóla og
hlaut tuttugu þúsund danskar
krónur í styrk, segir styrkinn létta
sér lífið. Námslánið dugi ekki að
öllu leyti og styrkurinn muni von-
andi gera sér kleift að vinna að
verkefni í sumar. Guðmundur B.
Friðriksson, sem stundar verk-
fræðinám við danska Tækniháskól-
ann og hlaut tíu þúsund danskar
krónur, segist ætla að nýta sér
styrkinn til tölvukaupa í tengslum
við lokaverkefni sitt.
Léttir undir með
námsmönnum
Friðrik Olafsson, sem einnig
stundar verkfræðinám, hlaut 20
þúsund danskar krónur í styrk,
sem létti á framfærslunni. Hann
segir námsmenn almennt lifa við
kröpp kjör. Lánasjóðurinn sé
ósveigjanlegur í ki'öfum sínum um
að tilskildum prófum sé lokið.
Sjálfum hefur honum tekist að
standast kröfurnar en segir að þar
megi hvergi út af bera.
Auk þessara hlutu eftirfarandi
tuttugu þúsund króna styrk: Aðal-
heiður Guðrún Sigurjónsdóttir,
Charlotta Oddsdóttir og Halldóra
Tómasdóttir. Þeir sem hlutu tíu
þúsund danskar krónur eru: Berg-
lind María Tómasdóttir, Harpa
Birgisdóttir, Bjarni Þór Þórólfs-
son, Baldur Gísli Jónsson, Kristín
Bjargey Gunnarsdóttir, Sigríður
Björg Tómasdóttir, Guðbjörn
Gústafsson, Hannes Haraldsson,
Bjarki Valtýsson, Agnes Hildur
Hlöðversdóttir, Bjarki Þór Har-
aldsson, Helga Jóhannesdóttir og
Sigurður Orn Jónsson. Þær Ingi-
björg María Guðmundsdóttir og
Sesselja Theódóra Ólafsdóttir
hlutu fímm þúsund danskar krónur
hvor.
NÝTT aðsetur Skráningarstof-
unnar hf. var opnað í Borgartúni
30 í Reykjavík í gær, en þar hef-
ur fyrirtækið yflr að ráða hús-
næði á þremur hæðum. Meðal
nýrra verkefna Skráningarstof-
unnar verður rekstur tölvukerfís
fyrir Schengen-vegabréfaeftirlit
sem notað verður á landamæra-
stöðvum landsins.
Haraldur Johannessen, ríkis-
Iögreglustjóri og stjórnarformað-
ur Skráningarstofunnar, sagðist
við opnunina viss uin að hægt
yrði að auka þjónustu við borgar-
ana í þessu nýja húsnæði með
endurbættum búnaði og betri
staðsetningu, en fyrirtækið var
áður til húsa við Hestháls. Hið
nýja aðsetur Skráningarstofunn-
ar hf. kostaði um 170 milljónir
króna fullbúið. Þorsteinn Pálsson
dómsmálaráðherra sagði að nú
væri að fullu Iokið þeirri breyt-
ingu sem hafist hefði með að-
skilnaði bifreiðaeftirlits, sem ver-
ið hefði einkavætt, og þeirrar
umsýslu og stjómsýsluverkefna
sem áfram yrðu á vegum hins op-
inbera varðandi skráningarmál.
Sjá um vernduð tölvukerfí
Karl Ragnars forstjóri tjáði
Morgunblaðinu að starfsmönn-
um myndi líklega fjölga úr 25 í
30, m.a. vegna aukinna verkefna
sem fylgdu tölvuumsjón
Schengen-eftirlitsins sem Skrán-
ingarstofunni hefðu verið falin.
Sagði hann landamærastöðvar
landsins eiga að tengjast því
tölvukerfi sem tekið yrði í gagn-
ið haustið 2000. Auk þess sér
Skráningarstofan hf. um rekstur
tölvukerfis fyrir dómsmálaráðu-
neytið og snýr að lögregluemb-
ættum landsins. Sagði Karl fyr-
irtækið þannig sjá um umfangs-
mikil tölvukerfi sem yrðu að
vera mjög vel vernduð. Önnur
verkefni Skráningarstofu eru
umsjón með bifreiðaskráningu,
skoðunarmálum og tjónaskrán-
ing bfla sem nú er að heíjast.
Alþingismenn hafa gert með sér samkomulag um skiptingu viðbótarfjárveitinga til vegamála
Framkvæmdum flýtt
á Tjörnesi, Klettshálsi
og Bröttubrekku
STÆRSTI hluti viðbótarvegafjár
Vestflrðinga fer í vegabætur milli
Patreksfjarðar og Gilsfjarðarbrú-
ar, mest í Klettsháls. A Vestur-
landi verður lögð áhersla á kafla
vegarins úr Dölum og upp að
Bröttubrekku, allt vegafé Norður-
landskjördæmis eystra verður not-
að í lagningu nýs vegar á Tjörnesi
og á Norðurlandi vestra er lögð
áhersla á-veg yfír Þverárfjall.
Þingmenn kjördæmanna hafa að
mestu lokið við ráðstöfun þeirra
tveggja milljarða samtals sem rík-
isstjórnin hefur ákveðið að verja
aukalega til vegaframkvæmda
næstu fjögur árin í samræmi við
tillögur nefndar með fulltrúum
allra þingflokka sem skipuð var til
að fjalla um byggðamál í tengslum
við breytingar á kjördæmaskipan.
Byrjun á Bröttubrekku
Vesturland fær til ráðstöfunar
alls 326 milljónir kr. samtals á
þessum fjórum árum. Þingmenn
kjördæmisins ákváðu að ráðstafa
helmingi fjárins nú, það er að segja
fjárveitingunum í ár og næsta ár,
en deila út seinni tveimur árunum
við næstu endurskoðun vegaáætl-
unar. Stærsta verkefnið á þessum
tveimur árum er lagning vegar frá
Breiðabólsstað í Dölum að Bröttu-
brekku. Fara samtals um 107 millj-
ónir í verkið. Er þetta fyrsti áfangi
lagningar nýs vegar um Bröttu-
brekku. Magnús Stefánsson þing-
maður segir að þessi kafli sé tilbú-
inn til framkvæmda og unnt sé að
ráðast í verkið með litlum fyrir-
vara. Hins vegar þurfí fram-
kvæmdir við sjálfan fjallveginn
lengri undirbúning, Ijúka þurfí
hönnun og gera ákveðnar rann-
sóknir. Töluverðum fjármunum
verður einnig bætt við fjárveitingu
í Útnesveg á Snæfellsnesi og veg-
inn frá Arnarstapa niður að Helln-
um. Loks verða 5 milljónir kr. not-
aðar til að flýta rannsóknum og
undirbúningi vegar um Kolgrafar-
fjörð á Snæfellsnesi. Kröfur eru
uppi um að byggð verði brú yfir
fjörðinn eða vegfylling í stað þess
að leggja veginn inn með firðinum.
Klettsháls fær mest
Vestfirðingar verja meginhluta
þeirra 418 milljóna kr. sem þeir
hafa samtals til ráðstöfunar næstu
fjögur árin í lagfæringar á veginum
frá Patreksfirði um Barðastrand-
arsýslur að Gilsfjarðarbrú. 234
milljónir kr. fara í veginn milli
Kollafjarðar og Vattarfjarðar en
þar er Klettsháls sem er mesti far-
artálminn á umræddri leið. Að
sögn Einars K. Guðfínnssonar al-
þingismanns munu framkvæmdir
við þennan kafla komast á skrið á
árunum 2000 til 2002 en þó ekki
ljúka. Þá verða 106 milljónir kr.
lagðar í framkvæmdir á Kleifa-
heiði, milli Patreksfjarðar og
Barðastrandar og lýkur fram-
kvæmdum við lagningu bundins
slitlags árið 2002. Þá verða 26
milljónir notaðar til að flýta fram-
kvæmdum á milli Brjánslækjar og
Flókalundar. Vestfirðingar nota
einnig hluta af sínu vegafé til að
flýta framkvæmdum á Djúpvegi og
bæta við þær fjárveitingar sem fyr-
ir hendi eru. Einnig er veitt viðbót-
arfé til vegagerðar í Kollafirði á
Ströndum.
Flýta Þverárfjallsvegi
Norðurlandskjördæmi vestra
fær í sinn hlut 140 milljónir kr. og
Norðurlandskjördæmi eystra fær
414 milljónir kr. Þingmenn Norð-
urlands vestra hafa ákveðið að
leggja allt fjármagnið í það að flýta
lagningu vegar yfír Þverárfjall,
milli Skagafjarðar og Austur-
Húnavatnssýslu. Segir Hjálmar
Jónsson þingmaður að þingmenn
kjördæmisins hafí talið fjárveiting-
unni best varið til að styrkja byggð
með þeim hætti.
Allir peningarnir í Tjörnes
Þingmenn Norðurlands eystra
hafa ákveðið að nota alla sína fjár-
veitingu til að flýta lagningu nýs
vegar um Tjörnes, frá Húsavík í
Kelduhverfi. Að sögn Valgerðar
Sverrisdóttur alþingismanns verð-
ur byrjað á 6 kílómetra kafla, frá
slitlagsenda norðan við Húsavík,
svipaður kafli verður tekinn fyi'ir á
næsta ári og á árunum 2001 og
2002 verður austurhluti vegarins
tekinn fyrir, það er að segja
svokölluð Auðbjargarstaðabrekka.
Ekki hefur verið ákveðið hvort nýr
vegur verður lagður á svipuðum
stað um brekkuna eða færður í svo-
kallaða Fjallahöfn.
Ýmsir kaflar á Austurlandi
Þingmenn Austurlands fá 446
milljónir og ráðstafa þeim til nokk-
urra verkefna víðsvegar um kjör-
dæmið. Arnbjörg Sveinsdóttir al-
þingismaður segir að byrjað verði
á vegaköflum sem tilbúnir eru til
framkvæmda. Eru þeir í Jökuldal,
Álftafirði og Lóni. Á næsta ári
verður tekinn fyrir níu kílómetra
kafli í Hofsárdal í Vopnafirði og
lokið við verkefni í Jökuldal. Alls
verða lagðir 13 km í Jökuldal á
þessum tveimur árum. Á tveimur
seinni árum áætlunarinnar verður
unnið fyrir viðbótarvegaféð í
Berufirði, Hamarsfirði og á Sand-
víkurheiði.
Brú yfir Hvítá
Loks koma 256 milljónir kr. í
hlut Sunnlendinga, 64 milljónir kr.
á ári. Þingmenn kjördæmisins hafa
ákveðið að leggja áherslu á bygg-
ingu brúar yfír Hvítá hjá Bræðra-
tungu. Sett er byrjunarfjárveiting í
svokallaðan Suðurstrandarveg,
sem liggur milli Þorlákshafnar og
Grindavíkur, og segir ísólfur Gylfí
Pálmason alþingismaður að litið sé
á það sem viðleitni til að hefja þá
framkvæmd. Þá er varið fé í ýmsar
smærri framkvæmdir, til dæmis
brú á Djúpá í Vestur-Skaftafells-
sýslu og Þverá við Hvolsvöll og
breikkun brúar á Skógá, svo nokk-
uð sé talið.